Morgunblaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
STOFNAÐ 1913
86. tbl. 71. árg. _____________________ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 ______________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vestrænar ríkis-
stjórnir gagnrýna
Bandaríkjamenn
CIA virðist hafa hætt að leggja tundurdufl fyr-
ir utan strönd Nicaragua fyrir hálfum mánuði
BrUwtel, Kaupmannahörn, Madrid. Washinj;-
ton, 11. aprfl. AP.
HAFT er cftir tveimur háttsettum emb-
ættismönnum Bandaríkjastjórnar að
bandaríska lcyniþjónustan hafi hætt
lagningu tundurdufla fyrir utan strönd
Nicaragua fyrir tveimur vikum. I*essar
athafnir CIA hafa sætt mikilli gagnrýni
undanfarna daga og öldungadeild
Bandaríkjaþings hefur hvatt til þess að
þeim verði hætt.
AP hefur eftir öðrum bandarísk-
um embættismanni að George P.
Shultz, utanríkisráðherra, hafi haft
efasemdir um tundurduflalagnirnar,
en hafi hins vegar ekki lagst gegn
þeim í þeirri von að þær hindruðu
vopnasendingar frá Nicaragua til
skæruliða í E1 Salvador.
Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa
aðgerðir bandarísku leyniþjónust-
unnar eru ríkisstjórnir Belgíu, Dan-
merkur og Spánar, en i yfirlýsingu
dönsku stjórnarinnar voru Banda-
ríkin þó ekki nefnd á nafn.
Sovétmenn hafa fagnað samþykkt
bandarísku öldungadeildarinnar og
sagði TASS-fréttastofan I kvöld að
hún væri meiriháttar áfall fyrir
Ronald Reagan forseta.
Fréttaskýrendur telja að deilurn-
ar um tundurduflin muni leiða til
þess að fulltrúadeild Bandaríkja-
þings muni synja beiðni stjórnar
Reagans forseta um aukafjárstyrk
að upphæð 21 miiljón dollara til upp-
reisnarmanna í Nicaragua.
Chernenko
var kjör-
inn forseti
Moskvu, II. aprfl. AP.
Konstantin U. ('hernenko, leiðtogi
sovézka kommúnistaflokk.sins, var
kjörinn forseti Sovétríkjanna, hinn
10. í röðinni, á fundi /Kðstaráðsins.
Kjör hans var einróma, eins og jafnan
er í atkvæðagreiðslum ráðsins.
Mikhail S. Gorbachev, sem geng-
ur næstur Chernenko að völdum í
Kreml, bar upp tillögu um Chern-
enko er lýst var eftir framboðum,
og fagnaði síðan kjöri. Gorbachev
sagði Chernenko mikinn baráttu-
mann kommúnisma og friðar er
hefði ótvíræða pólitíska hæfileika,
einnig væri hann mikill stjórnandi.
Gorbachev treysti stöðu sina sem
AP/Símamynd.
Konstantin U. Chernenko kýs sjálfan
sig er /Eðstaráðið kaus nýjan forseta
Sovétríkjanna i kjölfar fráfalls Yuri
Andropovs.
næstvaldamesti maður Sovétríkj-
anna er hann var kjörinn formaður
utanríkisnefndar Æðstaráðsins, en
því starfi gegndi Chernenko 1 tfð
Andropovs og Mikhail A. Suslov I
tíð Brezhnevs.
Mauno Koivisto, forseti Finnlands, og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, veifa til mannfjölda af svölum
forsetahallarinnar í Helsinki í gær. Síl»»»ynd ap
Vigdís Finnbogadóttir í Finnlandi:
„Gagnkvæmar heimsóknir
færa þjóðir nær hvor annarri“
HELSINKI skartaði sínu fegursta
þegar forseti fslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, kom í gær í opinbera
heimsókn til Finnlands. íslenskir og
finnskir fánar blöktu við hún í borg-
inni og á flugvellinum beið heiðurs-
vörður hermanna, finnsku forseta-
hjónin, Mauno Koivisto og kona
hans Tellervo, og margt annarra
fyrirmanna.
Að lokinni móttökuathöfninni
skiptust þjóðhöfðingjarnir á gjöf-
um og afhenti Vigdís forseta-
frúnni finnsku að gjöf víravirkis-
armband en forsetanum Skarðs-
bók. Að því búnu var lagður
blómsveigur á leiði Mannerheims,
marskálks og forseta, en síðar um
daginn tók Vigdís á móti full-
trúum erlendra ríkja.
Mikið hefur verið skrifað um
heimsókn forseta fslands í finnsk-
um blöðum og ítarlega sagt frá ís-
landi og fslenskum málefnum.
í gærkvöldi sat forseti fslands
veislu Finnlandsforseta og sagði
hann m.a. í ræðu sinni, að menn-
ingarlegt samstarf og samvinna
þjóðanna tengdi þær mest og best.
í ávarpi forseta fslands vitnaði
hún f Hávamál þar sem segir, að
oft skuli vinar síns vitja og sagði,
að gagnkvæmar heimsóknir færðu
þjóðirnar nær hvor annarri.
Sjá frekari fréttir af forseta-
heimsókninni á bls. 25.
Geimfarinn James van Hoften að viðgerðarstörfum á palli á enda krana þess, sem notaður var til að ná hinum bilaða
bandaríska gervihnetti, „Solar Max“, um borð í geimferjuna Challenger. Neðst til vinstri sést annar geimfari, George
Nelson, en geimfarnir um borð í ferjunni eru fimm.
Tækniafrek f geimnum:
Viðgerð á „Sol-
ar Max“ lokið
Kanaveralhöfða, II. apríl. AP.
GEIMFARARNIR bandarísku í geimferjunni Challenger,
George Nelson og James van Hoften, luku viðgerð á gervi-
hnettinum Solar Max í dag og virðist viðgerðin hafa heppnast
vel. Geimfarar hafa aldrei áður dvalið jafn lengi utan geim-
fars, eða í sjö stundir og sjö mínútur. Er þaö sex mínútum
lengri tími en í geimgöngu Jerry Carr og Bill Pogue, sem
dvöldu í Skylab 1973.
Geimgangan var einnig notuð
til frekari tilrauna með geim-
göngubúnaðinn, sem fyrst var
notaður í síðustu ferð Challeng-
er. Spann van Hoften hringi og
tók alls konar lykkjur í flutn-
ingarými ferjunnar, og lofaði
tækið eftir á.
Fyrirhugað er að geimferjan
lendi í geimstöðinni á Kennedy-
höfða um hádegi á föstudag.
Verðurhorfur þar eru hins vegar
slæmar og í kvöld bentj veð-
urspá til þess að líkur fyrir við-
unandi aðstæðum væru aðeins
60%. Hugsanlegt er að þetta
leiði til þess að Challenger verði
í staðinn að lenda á Edwards-
herflugvellinum í Kaliforníu eða
dvölin í geimnum verði enn
framlengd um einn dag.
Sjá nánar frétt á bls 23.