Morgunblaðið - 12.04.1984, Side 33

Morgunblaðið - 12.04.1984, Side 33
MORGU^BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 33 Jón eiginmaður hennar hefur misst mikið, því þau voru samhent og virtu hvort annað. Börnum sín- um voru þau það hald og traust sem við öll þurfum með. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir 61. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Við þökkum þá ástúð alla, sem okkur þú njóta lést, í sorgum og sólarleysi það sást jafnan allra best. Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (Síðustu sporin. F.A.) Helga Tengdamóðir mín, Sigríður Oddleifsdóttir, Fellsmúla 5, Reykjavík, verður jarðsett í dag, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún andaðist í Landspítalanum 4. apríl, eftir skamma legu. Hún var dóttir hjónanna Oddleifs Jónssonar og Helgu Skúladóttur, er bjuggu í Lang- holtskoti í Hrunamannahreppi. Þeirra börn urðu 7. Elst er Elín, sem dvelur á Hrafnistu í Reykja- vík, Gestur, sem dvelur á Hrafn- istu í Hafnarfirði, Jón, sem er lát- inn, Skúli búsettur í Keflavík, Guðný, sem er látin, Sigríður og yngst var Ástbjört, sem er látin. Sigríður ólst upp í Langholts- koti, þaðan fluttist hún til Reykja- víkur, þar stundaði hún verslunar- störf við góðan orðstír. Árið 1942 giftist hún Jóni Jónssyni verk- stjóra, stofnuðu þau heimili, og bjuggu í Reykjavfk alla tíð. Þau eignuðust 3 börn, þau eru: Guðni framkvæmdastjóri, maki Þórunn Haraldsdóttir, Rútur fram- kvæmdastjóri, maki Sólveig Theó- dórsdóttir, og Bjarnheiður, maki Þorgeir Bergsson véltæknifræð- ingur. öll hafa börnin stofnað sín heimili og eru barnabörnin sex. Heimili hennar var miðpunktur fjölskyldulífsins og sóttu þangað ungir sem aldnir, þangað þótti öll- um gott að koma. Missir ömmubarnanna er mik- ill, því amma Sigga var einn af föstu punktunum í tilverunni hjá börnunum, sem hún lét sér svo annt um. Umhyggja hennar fyrir fjöl- skyldunni var einlæg og órofin, henni helgaði hún líf sitt. Missir afa Jóns er mestur, þar vegur á móti minningin um þá gersemi, sem Sigríður var. Ég verð að eilífu þakklátur fyrir að eignast svo góða tengda- mömmu, og vera henni samferða um stund, hún reyndist mér frábærlega vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Tengdasonur Eftir harðan vetur er dag tekur að lengja og sólin hækkar á lofti hefur skugga borið á tilveru okkar. Það er vorilmur í lofti og blóm eru þegar farin að stinga upp kollinum. Samt erum við enn á ný minnt á dauðann. Og þegar fyrir- varinn er stuttur og óvæntur stöndum við ætíð höggdofa. í dag er jarðsett tengdamóðir mín, en hún andaðist á Landspít- alanum 4. þ.m. eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu. Frá okkar fyrstu kynnum fyrir fjórtán árum, hef ég vitað að Sigga var alveg sérstök mann- eskja. Raunar var það með því fyrsta sem maðurinn minn sagði við fyrstu kynni okkar, að hann ætti einstaka móður. Það segir sína sögu. Hún varð strax ein besta vinkona mín, ég gat alltaf rætt við hana um allt milli himins og jarðar, jafnt á gleði- og sorg- arstundum. Sigga var gædd miklum og góð- um mannkostum og ekki síst var rík í henni sú hjálpsemi og fórn- fýsi sem hún alla tíð sýndi. Alltaf hafði hún nægan tíma fyrir aðra. Það var gott að tala við hana og þiggja hjá henni góð ráð. Hún flík- aði ekki tilfinningum sínum. Hún kvartaði aldrei. Ekki er mér grunlaust um að hún hafi vitað um sjúkdóm þann sem varð henni að aldurtila. Það var ekki eðli Siggu að tala um slíkt. Mér er minnisstætt er ég fyrir stuttu hafði orð á því að hún væri ekki eins frískleg og oft áður. Þá svar- aði hún með sinni hógværð: „Það er ekkert að mér. En hvernig hafa börnin það?“ Þannig var Sigga. Það umburðarlyndi og góðsemi sem hún sýndi barnabörnum sín- um var einstakt. Alltaf var hún boðin og búin til að hafa þau hjá sér hvernig sem stóð á hjá henni. Nú verður ekki lengur farið í Fellsmúlann til ömmu Siggu til að spila og leika sér. Sigga var trúuð kona en hún flíkaði því ekki. Hún trúði að við tæki betra og fegurra líf, og það veit ég að góða endurkomu hefur hún átt handan móðunnar miklu. Er ég kveð tengdamóður mína hér í dag, er mér efst í huga þakk- læti og að hafa fengið að njóta vináttu og trygglyndis hennar. Ég bið henni Guðs blessunar. Ég sendi tengdaföður mínum og ættingjum öllum samúðarkveðjur og bið góðan Guð að gefa þeim styrk. „Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft.“ Úr Hávamálum. Þórunn Kalmar eldh úsinnrétting hefur það sem þarf í nýja Kalmar-eldhúsinu sameinast nútímaþægindi, skemmtileg hönnun og síðast en ekki síst hagstætt verð. Við bendum húsbyggjendum og öðrum sem þurfa að endurnýja gamlar innrétt- ingar á, að við getum nú vegna hagstæðari samninga boðið betra verð en áður á nokkrum gerðum eldhúsinnréttinga og fataskápa. Líttu við í sýningarsal okkar eða fáðu heimsendan BÆKLING Kalmar Skeifan 8 Reykjavík Símí 82011 Flugleiðir fljúga með farþega Atlantik til London Kynnið ykkur ferðatilboð Atlantik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.