Morgunblaðið - 25.05.1984, Side 24
56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAl 1984
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Bönd
um
háríö
Hattar, húfur og bönd um
háriö þykir nú nær ómissandi
ef fylgjast á meö tískunni.
Margar ungar stúlkur sýna
mikla hugkvæmni í höfuö-
búnaöi, aörar kjósa að vera
nákvæmlega eins og sú
næsta. En hvaö um þaö, þaö
getur komið sér vel í vinda-
sömu landi að geta bundið
niöur háriö, svo ekki fari allt
úr skoröum. Bönd og klútar
V
um hiríö, í stíl viö
fötin, geta veríó bæöi
þægileg og falleg.
eins og þeir, sem hér sjást á
myndum, geta líka veriö til
prýöis.
Rúllukragi
og húfa
út í eitt.
Rúllukragi og húfa út í eitt
Þó tekið sé aö hlýna í veðri og voriö á
næstu grösum, er samt ekki liöinn sá
tími að grípa þarf til húfu, sérstaklega ef
til stendur ferðalag út í náttúruna, upp
til fjalla eöa út með sjó. Nú, og svo
kemur aö öllum líkindum annar vetur á
eftir þessum. Úr ullargarni er hægt aö
prjóna strokk, slétt og brugðið, lengd
ca. 35—40 cm. Strokkurinn er góður til
aö halda hita á hálsi og þá liggur hann
tvöfaldur, en þaö er einnig hægt aö
teygja hann upp svo úr verði höfuðfat.
Þetta virðist hin besta lausn, t.d. þegar
veöurútlit er ótryggt og vafamál hvað
taka á meö af fatnaöi. Með strokknum
eru slegnar tvær flugur í einu höggi, ef
komast má svo aö oröi.
Breidur upprúllaöur \ \
klútur eða léttur tref- \
ill, getur verið klæði- '
legur hötuðbúnaöur. .
Þar að auki er af hon-»
um akjói.
Matur
Bergljót Ingólfsdóttir
Púrru- og eplasalat
Avaxta- og
grænmet-
issalöt
Púrru- og eplasalat
2 púrrur
1 epli
10—15 hnetur
1 tómatur
2 matsk. olía
2 tsk. sítrónusafi
Allt skoriö smátt og olíu með
sítrónusafa hellt yfir, brytjaöar
hnetur settar yfir.
Salat úr appelsínum,
hnetum og grænmeti
Appelsínur, grænt salat, sell-
erí, valhnetukjarnar, majones og
rjómi.
Appelsínurnar eru afhýddar
og skornar í næfurþunnar sneiö-
ar, sellerístilkarnir skornir mjög
smátt, hneturnar saxaöar fremur
smátt.
Salatiö sett á skammtadiska,
neöst eru sett salatblöö, yfir er
svo sett blanda af því sem búiö
er aö brytja, nema hneturnar.
Rétt áöur en bera á salatiö fram
er sett ein til tvær matskeiðar af
majones, hrært upp meö rjóma,
á hvern disk, hnetum stráö yfir.
Marineradar appeiaínur
3—4 appelsínur, börkurinn
tekinn af og ávöxturinn skorinn í
mjög þunnar sneiöar.
Lögur: 2 matsk. edik, 1 dl
vatn, 3 matsk. sykur, 8 negul-
naglar, brot úr kanilstöng.
Þaö sem fara á í löginn sett í
pott og suðan látin koma upp,
kælt, negull og kanill tekinn úr
og leginum hellt yfir appelsínu-
sneiöarnar, geymt á köldum
staö um tíma áöur en boriö er
fram. Haft meö kjöti eöa öörum
mat.
Amerískt salat
Salathöfuö
góö epli
hnetur
1 lítil dós ananaskurl
majones
þeyttur rjómi
paprikuduft
sítrónusafi
Salatiö skorið í strimla, eplin
skorin í teninga, lögurinn látinn
drjúpa af kurlinu, hneturnar
brytjaöar. Majonesiö er blandað
með rjóma í hlutföllunum tveir á
móti einum, hrært vel og
bragöbætt meö paprikudufti og
sítrónusafa, (salti ef vill) og salat
og ávextir settir út í.