Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 134. tbl. 71. árg.____________________________________FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Comecon- fundi lokið í Moskvu Mo.skvu, 14. júní. AP. FUNDI markaðsbandalags kommúnistaríkja, COMEC- ON, lauk í dag, en hann var hinn fyrsti sinnar tegundar í 15 ár. Fulltrúar á fundinum komust að samkomulagi um að leggja niður kerfi, sem hefur verið notað í átta ár til að ákveða verð á sovéskri olíu, en um það hafa verið skiptar skoðanir. Yfirmaðurinn sem tilkynnti um niðurstöður þessar á fundi með fréttamönnum sagði hins vegar að Sovétríkin gætu ekki orðið við kröfum bandamanna sinna um auknar olíusendingar. Konstantin Chernenko, forseti Sovétríkjanna, hélt ræðu við lok fundarins og hvatti bandamenn sína til að berjast gegn aftur- haldsöflum heimsvaldasinna í Bandaríkjunum, að því er segir í fregnum sovésku fréttastofunnar Tass í dag. Leiðtogarnir tíu sem sátu fund- inn komust að samkomulagi um samvinnu í efnahagsmálum. Einnig undirrituðu þeir yfirlýs- ingu þar sem fjallað er um mik- ilvægi friðar og alþjóðlegrar samvinnu í efnahagsmálum, segir í fregnum Tass-fréttastofunnar. Reagan Chernenko Reagan til fundar við Chernenko? Washington, 14. júní. AP. RONALD REAGAN Banda- ríkjaforseti boöaði til blaða- mannafundar seint í kvöld (aö ísl. tíma) þar sem hann hugðist tilkynna að hann væri reiðubúinn til viðræðna við Konstantin Chernenko, forseta Sovétrfkjanna með ákveðnum skilyrðum. Talsmaður sovéskra stjórn- valda tilkynnti í kvöld að þau væru reiðubúin til viðræðna við Bandaríkjastjórn, en tók undir fyrri yfirlýsingar Reag- ans þess eðlis að slíkur fundur yrði að vera vel undirbúinn. Hann lagði áherslu á að eng- inn slíkur fundur hefði komið til tals. Persaflóaríki biðja um aðstoð Öryggisráðsins Manama. Bahrain, 14. júní. AP. lltanríkisráðherrar sex Arabaríkja við Persaflóa tilkynntu í dag, að þeir vildu forðast að lenda í átökum við írani og fóru þess á leit við Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna að það reyndi að binda endi á árasir írana á olíuskip Persaflóaríkjanna. Viðræður utanríkisráðherranna hafa staðið undanfarna þrjá daga í Taif í Saudi Arabiu og verið leynilegar. f yfirlýsingum sem fram komu að fundinum loknum var lýst ánægju með ályktun Öryggisráðs- ins 1. júní síðastliðinn þar sem fordæmdar voru árásir írana á olíuskip á siglingaleiðum um Persaflóa að undanförnu. f yfirlýsingu Arababandalags- ins segir að nauðsynlegt sé að tryggja öryggi þeirra þjóða sem ekki taka þátt í stríðinu. Einnig er fordæmd harðlega árás á olíuskip- ið Kazima frá Kuwait. Aðalritari Arabandalagsins, Abdullah Bishara, lagði áherslu á það í yfirlýsingu sinni að þau ríki sem aðild eigi að Arababandalag- inu hefðu trú á diplómatískum lausnum mála og öllum samninga- viðleitunum, með því skilyrði að þær kæmu ekki niður á þjóðar- hagsmunum. Sfmamynd AP. Mikil mótmæli stöðvuðu umferð um Bombay í dag, en það voru um 4.000 síkhar sem að þeim stóðu. Fjöldi kvenna var meðal mótmælendanna, sem fordæmdu árásir hersins á Gullna musterið í Amritsar. 5.000 síkhar strjúka úr indverska hernum Nýju Delhf, U. júní. AP. INDIRA GANDHI, forsætisráðherra Indlands, sagði á fundi með leiðtogum sjö stjórnarandstöðuflokka í dag, að tekist hefði sigrast á uppreisnarmönnum í hernum úr trúflokki síkha. Meira en 5.000 hermenn síkha hafa hlaupist undan merkjum í níu fylkjum, samkvæmt heimildum í hernum. Áður hafði verið tilkynnt að a.m.k. 102 liðhlaupar síkha hefðu verið felldir og fjöldi handtekinn á undanförnum tveimur dögum. Síkhar hafa efnt til mótmæla undanfarna daga til að lýsa andúð sinni á árásinni á mesta helgistað þeirra, Gullna musterið í Amritsar í Punjab-fylki í síð- astliðinni viku. Indverska stjórnin hefur gefið út nákvæma skýrslu um bardagana við Gullna muster- ið og dreift til allra fjölmiðla. Þar segir að hinir herskáu síkhar hafi verið vel birgir vopnum, sem smygglað hafi verið frá Pakistan. Einnig kemur fram sú ásökun á hend- ur síkhum að þeir starfi undir merkjum ónefndra erlendra afla og hafi það að markmiði að gera Punjab-fylkið sjálf- stætt. Stjórnvöld segja að 300-400 herskáir síkhar og um 90 her- menn hafi fallið í átökunum við musterið og um 320 her- menn hafi særst. Aðrar heim- ildir benda til að ekki hafi færri en 1.000 manns látið lífið í átökunum. Tveir síkhar voru skotnir til bana í dag af hermönnum í bænum Tarn Taran, sem er um 25 kílómetra suður af Amritsar, að því haft er eftir heimildamönnum innan hers- ins. Bæði franir og írakar virðast hafa haldið í heiðri samkomulag um að láta af loftárásum á íbúða- hverfi, en í dag var hart barist á vígstöðvunum meðfram Shatt Al- Arab-fljótinu. Lech Walesa Lætur Walesa af störfum? Varsjá, 14. júní. AP. „ÞAÐ ER hugsanlegt að ég láti af störfum um stundarsakir eftir bæj- ar- og sveitarstjórna kosningarnar 17. júní,“ sagði Lech Walesa, leið- togi Samstöðu, í yfirlýsingu í dag. Hann tilkynnti að hann hygðist ekki kjósa í sveitarstjórnakosn- ingunum næstkomandi sunnudag. Hann sagðist hins vegar ekki vilja gera frekari tilraunir til að hafa áhrif á skoðanir kjósenda, þar sem hann vildi vita hvernig málin stæðu raunverulega. Leiðtogar Samstöðu hafa hvatt stuðningsmenn sína til að kjósa ekki í kosningunum á sunnudag til að mótmæla banni við frjálsum verkalýðsfélögum sem sett var í desember 1981 þegar herlög tóku gildi. Kosningar þessar eru hinar fyrstu sem haldnar eru frá stofn- un Samstöðu í ágúst 1980. Walesa vildi ekki tjá sig frekar um yfirlýsingu sína í dag, en sagði að allar fréttir um að hann ætlaði að segja af sér sem leiðtogi Sam- stöðu væru „heimskulegar". Sýrlendingar stilla til friðar í Líbanonher Beirút, 14. júní. AP. ÞESS er vænst að sýrlensk stjórn- völd sendi innan þriggja daga aðal- samningamann sinn í líbönskum málefnum til Líbanon til að reyna að leysa deilur múhameðstrúarmanna og kristinna um endurskipulagningu hersins, sem valdið hafa nýrri stjórn erflðleikum, að því er haft var eftir embættismönnum og áreiðanlegum hcimildum í dag. Líbanska stjórnin, sem hlaut traustsyfirlýsingu þingsins síð- astliðinn þriðjudag, stendur ráð- þrota frammi fyrir því að sameina líbanska herinn og byggja hann upp á ný þannig að jafnvægi sé milli múhameðstrúarmanna og kristinna. Kona lést og hermaður særðist í átökum múhameðstrúarmanna og kristinna í nótt í suðurhluta Beir- út, og í allan dag var hart barist við „grænu línuna" svokölluðu, sem skilur að hverfi kristinna manna og múhameðstrúar, með þeim afleiðingum að tveir menn létust og sex særðust alvarlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.