Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
Æskulýðsráð Reykjavíkur
Árleg Verðlaunahátíð í Gerðubergi
A myndinni sést Jóhannes Stefánsson, forstjóri Veitingahallarinnar, t.h.
afhenda Stefáni Vagnssyni verðlaunin. Eiginkonur þeirra fylgjast með.
Hallargarður
í Veitingahöll
ÚRSLIT hafa verið tilkynnt í verðlaunasamkeppni sem efnt var til um nafn á
innri sal Veitingahallarinnar. Á þriðja þúsund tillögur bárust. í frétt frá
Veitingahöllinni segir að innanhúsdómnefnd Veitingahallarinnar hafi valið
nafnið Hallargarðurinn, en alls bárust II tillögur um nafnið. Verðlaunin,
sem eru kvöldverðarveisla með öllu fyrir fjóra, hlaut Stefán Vagnsson í
Reykjavík eftir að dregiö hafði verið úr nöfnum ellefumenninganna.
I tilefni afmælisins hafa nýir
matseðlar verið settir saman og er
sérstaklega minnt á sjávarrétta-
matseðil, sem verður á boðstólum
í Hallargarðinum í hádeginu í allt
sumar svo og á fimmtudagskvöld-
um.
I vínstúkunni stendur nú yfir
sýning á 19 stækkuðum og hand-
unnum litmyndum eftir Rúnar
Gunnarsson ljósmyndara frá ný-
afstaðinni fegurðarsamkeppni ls-
lands. Veitingahöllin og Rúnar
hafa gert með sér samning um 4
slíkar sýningar á ári á myndum
frá sérstökum atburðum í þjóðlíf-
inu.
Á þjóðhátíðardaginn ætlar
Veitingahöllin að minnast árs af-
mælisins með sérstöku hátíðar-
kaffi, sem m.a. verður sett upp
utan dyra ef veður leyfir. Af þvi
tilefni hefur verið bökuð ein
stærsta Hnallþóra ársins, sem á
að nægja að minnsta kosti 300
gestum auk annarra kræsinga,
sem hafa seitt til sin þúsundir
gesta um helgar frá því að kaffi-
hlaðborðið var fyrst kynnt í vetur.
ÁRLEG verðlaunahátíö Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur fyrir nemendur í
grunnskólum borgarinnar var haldin
í menningarmiðstöðinni Gerðubergi
föstudaginn 11. maí sl.
I fréttatilkynningu sem Morgun-
blaðinu hefur borist frá Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur segir að
þátttaka hafi verið góð og að u.þ.b.
130 unglingar hafi hlotið viður-
kenningu fyrir ágæta frammistöðu.
Einnig er tekið fram að í vor hafi í
fyrsta skipti verið keppt í bridge og
forritagerð fyrir tölvur.
I fyrsta sæti á bridgemótinu
hafnaði Vogaskóli með 43 stig.
Sveit skólans skipuðu þeir Jón
Garðar Guðmundsson, Gunnar
Þorri Þorleifsson, ólafur Þröstur
Ólafsson, Guðmundur Helgi Garð-
arsson og Helgi Bogason. I öðru
sæti hafnaði a-sveit Breiðholts-
skóla með 35 stig og í þriðja sæti
sveit Laugalækjarskóla með 22
stig.
I samkeppni um forritagerð fyrir
tölvur bar Helgi Björnsson, Lauga-
lækjarskóla, sigur úr býtum. í öðru
sæti hafnaði Sverrir Þorvaldsson,
Breiðholtsskóla, og í þriðja sæti
hafnaði Aðalsteinn Valdimarsson,
Breiðholtsskóla.
A-skáksveit Fellaskóla vann
nauman sigur á mótinu með 27 Vfe
vinning. Sveitina skipuðu þeir
Hannes Hlífar Stefánsson, Sveinn
Stefánsson, Jóhann Sigurbjörnsson
og Sigurður B. Halldórsson. f öðru
sæti hafnaði a-sveit Hvassaleit-
isskóla með 27 vinninga og í þriðja
sæti hafnaði a-sveit Breiðholts-
skóla með 26 vinninga.
Á borðtennismóti pilta bar
a-sveit Hagaskóla sigur úr býtum,
en sveit skólans skipuðu þeir
Snorri Briem, Kjartan Briem og
Valdimar Kr. Hannesson. 1 öðru
sæti hafnaði a-sveit Breiðholts-
skóla og í þriðja sæti a-sveit Oldu-
selsskóla.
Á borðtennismóti stúlkna sigraði
a-sveit Ólduselsskóla en hana skip-
uðu María Hrafnsdóttir, Ása
Geirdal og Þóra Geirdal. 1 öðru
sæti hafnaði a-sveit Breiðholts-
skóla og í þriðja sæti b-sveit Öldu-
selsskóla.
Fyrstu verðlaun í myndbanda-
og kvikmyndasamkeppni hlaut
mynd Laugalækjarskóla „Icelandic
street culture" eftir Guðjón H.
Ólafsson, Pétur Óskarsson, Jón
Kaldal og Björgvin Friðriksson.
Keppendur í forritagerð fyrir tölvur.
Önnur til þriðju verðlaun hlaut
annars vegar mynd Álftamýra-
skóla „Skaup ’84“ og hins vegar
mynd Laugalækjarskóla „Ástar-
saga“.
Fyrstu verðlaun í ljósmynda-
samkeppni hlaut Sigurberg Hauks-
son Breiðholtsskóla, önnur verð-
laun hlaut Kristján Garðarsson
Hagaskóla og þriðju verðlaun hlaut
Einar Sigurðsson Fellaskóla.
Ennfremur kemur fram í frétta-
tilkynningu Æskulýðsráðs að við-
urkenningar hafi verið veittar fyrir
þátttöku i leiklistarmóti sem sex
leiklistarhópar hafi tekið þátt i.
Ljósm. Mbl. KÖE.
Torfærukeppni á
Hellu á morgun
ÁRLEG torfæruaksturs-
keppni Flugbjörgunarsveitar-
innar á Hellu verður haldin á
laugardaginn, 16. júní, og
hefst hún kl. 14. Keppt verð-
ur í tveimur flokkum, alls um
tíu bflar.
Aðstaða fyrir áhorfendur hefur
verið löguð nokkuð frá því sem
verið hefur með því að breytingar
hafa verið gerðar á keppnissvæð-
inu og aðkeyrslunni. Gera að-
standendur keppninnar sér vonir
um að áhorfendur verði margir, og
benda á, að ekki taki nema liðlega
klukkustund að aka að Hellu frá
höfuðborgarsvæðinu.
Aðgangseyrir er 200 krónur
fyrir fullorðna. Tólf ára og yngri
fá ókeypis inn, enda séu þeir í
fylgd með fullorðnum.
Tilboðum tekið í ríkis-
víxla að upphæð
30 milljónir:
Lægsta með-
alávöxtun
frá upphafi
TILBOÐ í kaup á ríkisvíxlum að
upphæð 30 milljónir króna voru
opnuð í gær. Þrjátíu og fjögur gild
tilboð bárust og eitt ógilt. Gildu til-
boðin voru í 244 sett af víxlum, hvert
að nafnvirði krónur 250 þúsund,
samtals að upphæð 61 milljón króna.
Tekið var tilboðum í alla út-
boðsfjárhæðina, 30 milljónir að
nafnvirði. Kaupverðið er
28.333.735 krónur sem jafngildir
25,68% meðalársvöxtum reiknuð-
um eftirá. Þetta er lægsta meðal-
ávöxtun frá því að farið var að
bjóða út ríkisvíxla. Tilboðin, sem
tekið var, voru á bilinu 236.000 til
236.500 krónur.
Næsta útboð ríkisvíxla er fyrir-
hugað í júli.
75 ára afmæli
SJÖTÍU og fimm ára er í dag,
föstudaginn 15. júní, Kristján Þor-
steinsson, fyrrum húsvörður í Fiski-
félagshúsinu hér í Reykjavík.
Hann á nú heima í Hamraborg 4 í
Kópavogi. Hann verður að heiman
í dag.
-A- spurt og svarad
I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI
Eins og undanfarin ár svarar Hafliði Jónsson garð-
yrkjustjóri spurningum lesenda um garðyrkjumál.
Hæfít er að koma spurningum á framfæri í síma
10100 klukkan 13 til 15 alla virka daga.
Fíflar í görðum
Ragnheiður Einarsdóttir spyr:
Hvernig er hægt að koma í veg
fyrir fífla í görðum? Ég hef reynt
að eitra og hef þannig losnað við
hluta af fíflunum í garðinum hjá
mér, en ekki alveg. Er eitthvað ráð
til að losna alfarið við þá úr görð-
um?
Svar: Eitthvað fjallaði ég um þetta
vandamál í svörum mínum fyrr í
vor. En það hefur trúlega farið
framhjá fleirum en Ragnheiði eins
og oft vill henda í vorönnunum,
þegar fæstir hafa tíma til að fletta
blöðunum, hvað þá að lesa þau.
Sjálfsagt er að halda baráttunni
áfram og nota hormónaefnið til að
úða yfir þá, en gæta verður þess að
efnið nái ekki til tvíkímblaða
plantnanna, sem við viljum ekki
missa úr garðinum okkar. Annað
ráð, sem að vísu kostar þolinmæði,
er að skera með hnífsblaði á ræt-
urnar og sáldra salti í sárið. Þar
sem hægt er að koma því við, er
einnig ráð að leggja svartan
plastdúk yfir illgresið og halda
plastinu niðri með sandlagi. Þá
nær ekki sólarljósið til gróðursins,
sem undir dúknum lendir og hann
rotnar og verður að mold á tveim
til þrem árum. Að sjálfsögðu má
leggja moldarlag yfir plastið og sá
grasfræi. Þannig er hægt að forða
lýtum á grasflötinni í langan
tíma. En allt kemur þó fyrir ekki,
ef þess er ekki jafnframt vandlega
gætt, að biðukollur berist inn á
grasflötina frá nágrenninu. Fífill-
inn er flestum plöntum duglegri
að fjölga sér og í okkar vindasama
landi berast fræ hans óravegu og
eru þau örugg með að skjóta rót-
um hvarvetna, sem þau falla til
jarðar.
Þegar þessa er gætt, mun áreið-
anlega árangursríkast að ganga
um nágrennið og slíta blómkoll-
ana af fíflunum sem þau skarta,
áður en þeir breytast í biðukollur.
Áburður á trjáplöntur:
Pálína Gísladóttir, Grundarfirði,
spyr:
Fyrst langar mig að spyrja um
áburðargjöf á trjáplöntur í afgirt-
um úthaga, þar sem gróðursett er
í grassvörðinn:
Er hentugt að nota húsdýra-
áburð? Hvers konar húsdýraáburð
þá helst?
Eða er betra að nota garðáburð
sem ætlaður er á matjurtir? Er
hann þá borinn á rétt við stofninn
eða er hann leystur upp með vatni
og síðan hellt í kringum plönturn-
ar?
Af eigin reynslu finnst mér til-
búinn áburður auka á grasvöxt, en
hvaða tegund tilbúins áburðar er
heppilegust?
Lússækinn brekkuvíðir:
Getur lússækinn brekkuvíðir
skaðað annan trjágróður í nánd
við hann, til dæmis birki, lerki,
furuoggreni?
Ef brekkuvíðirinn er ekki úðað-
ur og á hann sækir maðkur, getur
maðkurinn þá skaðað trjágróður-
inn í nánd eða skaðar hann ein-
göngu víðinn?
Gróður í Öskjuhlíö:
Einnig hefur sú spurning leitað
á hugann, eftir að hafa gengið í
Öskjuhlíð, hversu stórar plönturn-
ar hafi verið þegar þær voru gróð-
ursettar þar? Hvernig var áburð-
argjöf þar háttað við gróðursetn-
ingu og hvernig var umhirða síð-
an? Gróðurinn þama í Öskjuhlíð-
inni finnst mér ákaflega fallegur.
Svar 1: Á norðanverðu Snæfells-
nesi mun sennilega vera erfiðara
en á flestum öðrum svæðum hér á
landi að fást við trjárækt með
skjótum árangri og efast ég ekki
um, að áhugamenn í garðyrkju og
skógrækt eru tilbúnir að leggja
Pálínu lið með hollum ráðum ef
það gæti orðið til að auðvelda
henni ræktunarstarfið. Væri mér
■þökk í að heyra meira af hennar
trjárækt þar vestra og kærkomið,
ef hún hefði beint samband við
mig, hvenær sem hún telur sér
henta.
Við gróðursetningu trjáplantna