Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
Tillaga vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins:
íslendingar veiöi
129—162 langreyðar
EKKERT útlit er fyrir að breyting
verði á þeirri ákvörðun að banna
hvalveiðar frá og með árinu 1986,
en fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins í
ár hefst á mánudaginn kemur í Bu-
enos Aires í Argentínu og stendur
næstu viku. Eitt af verkefnum
fundarins er að ákveða hvalveiði-
kvóta fyrir íslendinga fyrir næsta
ár, sem væntanlega verður síðasta
hvalvertíðin.
Fundir undirbúningsnefnda
Alþjóðahvalveiðiráðsins standa
nú yfir og eru þrír íslendingar
komnir til Argentínu í tilefni
fundarins, þeir Kristján Lofts-
Grafarvogur:
Lóðaúthlutun í 3.
áfanga að hefjast
ÚTHLUTUN lóða í 1. og 2. bygg-
ingaráfanga í Grafarvogi er nú að
mestu lokið, en að sögn Hjörleifs
Kvaran, skrifstofustjóra borgarverk-
fræðings, eru nú eftir fimm lóðir af
363. Hjörleifur sagði að úthlutun 81
lóðar í 3. byggingaráfanga myndi
væntanlega hefjast í næstu viku, bú-
ið væri að skipuleggja svæðið og
bjóða út framkvæmdir, en skila-
frestur verktaka til að gera lóðirnar
byggingarhæfar rennur út í október
á komandi hausti.
„Við vorum aldrei svartsýnir á
eftirspurn eftir lóðum í Grafar-
o
vogi,“ sagði Hjörleifur, „en hún
hefur verið mun meiri en við átt-
um von á. Við gerð fjárhagsáætl-
unar á þessu ári var ekki gert ráð
fyrir að lóðirnar seldust allar og
þar var heldur ekki gert ráð fyrir
því að þessum áttatíu lóðum yrði
bætt við.“
1 Grafarvogi er töluvert um að
menn byggi svokölluð einingahús,
eða um 20% a.m.k. Byggingaraðil-
um voru úthlutaðar 75 lóðir undir
einingahús, auk þess sem ýmsir
aðilar sem fengu úthlutað lóð
beint frá borginni hafa keypt slík
hús.
son, forstjóri Hvals hf., Kjartan
Júlíusson, frá sjávarútvegsráðu-
neytinu og Jóhann Sigurjónsson,
líffræðingur, frá Hafrannsókn-
arstofnun. Þá er gert ráð fyrir að
Hans G. Andersen, sendiherra Is-
lands í Bandaríkjunum, sæki
fundinn einnig. í Alþjóðahval-
veiðráðinu eiga sæti nálega 40
þjóðir.
Á hvalvertíðinni í ár, sem hófst
á sunnudaginn var, er leyfilegt að
veiða 100 sandreyðar og 167 lang-
reyðar, eða það sama og leyft var
að veiða í fyrra, auk þess sem við
íslendingar stundum einnig veið-
ar á hrefnu og veiddum um 300
dýr á síðasta ári. Á fundi vísinda-
nefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins
sem haldinn var í Brighton á
Englandi fyrr í ár, varð sú breyt-
ing á afstöðu nefndarinnar að í
stað þess að leggja fram tillögu
um ákveðin fjölda langreyða sem
mætti veiða vertíðina 1985, lagði
hún til kvóta, sem er á bilinu
129-162 langreyðar og eftirlætur
það Alþjóðahvalveiðiráðinu að
ákveða nánar fjölda dýrana. Það
gæti þvi farið svo að kvóti íslend-
inga á hvalvertíðinni 1985 yrði
tölvert minni, en hann er í ár og
var á síðasta ári.
Þá hefur einnig verið gerð til-
laga um það að hrefnukvótinn
verði minnkaður um helming.
Berglind heldur utan í dag
í Miss Universe-keppnina
ÞAÐ VAR nóg að gera hjá Berg-
lindi Johansen, fegurðardrottn-
ingu íslands, þegar Ijósm. Mbl.
leit inn hjá henni í gær, en hún var
þá að leggja síðustu hönd á undir-
búning fyrir ferð sína utan árdegis
í dag. Berglind heldur nú til
Florida í Bandaríkjunum, þar
sem hún verður fulltrúi íslands í
Miss Universe keppninni, sem
haldin er í Miami. Þar dvelur
hún í tæpar fjórar vikur, en
keppnin sjálf verður haldin þann
9. júli. Hver þáttakandi í keppn-
inni fær sinn umsjónarmann,
eða „mömmu", eins og oft er
katlað og verður Erla Ross, ís-
lensk kona sem búsett er í
Florida „mamma“ Berglindar
næstu fjórar vikur. Þá mun Þór-
ir Gröndal, ræðismaður vera
fulltrúi íslands á staðnum með-
an á keppninni stendur.
INNLENT
Bensín á heildsöluverði
5 fyrirtæki
sýna í París
FIMM ÍSLENSK fyrirtæki taka
þátt í alþjóðlegri matvælasýn-
ingu sem verður haldin í París
dagana 18.—22. júní nk.
Islensku fyrirtækin sem taka
þátt í sýningunni með fram-
leiðslu sína eru: Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, sem sýnir
frosnar fiskafurðir; Sambandið,
sjávarafurðadeild, sem sýnir
frosnar fiskafurðir; Sölustofnun
lagmetis, sem sýnir niðurlagðar
sjávarafurðir; Samband ís-
lenskra fiskframleiðenda, sem
sýnir saltfisk; og Lýsi hf., sem
sýnir lýsi í neytendaumbúðum
og lýsisperlur.
„Þessi tilraun fékk góðar undir-
tektir, en ég hef ekkert ákveðið um
framhald þar á,“ sagði Jón Péturs-
son, eigandi Botnsskála í Hvalfirði
í samtali við blm. Mbl. Jón seldi
þar bensín, sem hann hefur í um-
boðssölu frá olíufélaginu Skeljungi
hf., á heildsölverði frá fostudegi til
mánudags sl. Heildsöluverðið
reiknaði hann með því að draga frá
verði hvers lítra af bensíni því sem
nemur umboðslaunum, þannig að
verð lítrans var kr. 21,65 í stað
22,30 króna.
„Ég get ekki séð neitt ólöglegt
við þetta,“ sagði Jón aðspurður.
„í mínum samningi við Skeljung
er ekki kveðið á um að ég þurfi að
taka mín umboðslaun og ég get
því ekki séð að olíufélaginu skipti
það máli hvort ég tek þau eða
ekki. Annars skyldi ég ætla að
slíkt tilboð kæmi bæði Skeljungi
Ekki gert á vegum Skeljungs, segir Indriði
Pálsson, framkv.stj. um sölu bensíns á heild-
söluverði í Botnsskála um hvítasunnuhelgina
og þeim sem selja bensín fyrir
fyrirtækið í umboðssölu til góða,
bæði í auglýsinga- og söluaukn-
ingarskyni.“
— Vilt þú breyta einhverju
varðandi bensínsölu?
^Ég er hlynntur því að um-
boðsmenn olíufélaganna fái
hærri álagningarprósentu innan
bundins hámarksverðs á bensíni,
þannig að við getum ráðið meiru
um verðlagningu á því og haft
sveigjanleika á verðinu innan
þess ramma."
„Það er rétt að einn af umboðs-
aðilum Skeljungs hefur selt
bensín á tilboðsverði, en ég vil
Dönsk stjórnvöld:
Lofa að athuga með
skaðabótagreiðslur
NÚ HORFIR betur á um skaðabóta-
greiðslur til Einars Hákonarsonar,
sem missti bát sinn, þegar danskur
skipverji á herskipinu Beskytteren
sigldi honum í strand síðastliðið
mánudagskvöld.
Beskytteren lagði úr höfn á há-
degi í gær með skipverjann inn-
anborðs, en farbanni hans hafði
verið aflétt. Ingvi Ingvason, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, átti í gærmorgun fund með
Janus Paludan, sendiherra Dana,
og sagði Ingvi að sá fundur hefði
verið afar gagnlegur og góður andi
ríkt. „Við skýrðum út fyrir sendi-
herranum stöðu málsins og óskir
íslenskra aðila. Síðdegis í gær
fengum við síðan boð frá dönskum
stjórnvöldum þar sem þau lýstu
sig reiðubúin til að athuga skaða-
bótagreiðslur á grundvelli grein-
argerðar, sem íslenska stjórnin
mun senda þeirri dönsku. Sú
greinargerð mun líklega koma í
næstu viku. Hvert framhaldið
verður er alveg óvíst. Hvað sem
því líður eru þetta afar jákvæð
viðbrögð af hálfu Dana og ég er
vongóður um að málin leysist á
farsælan hátt,“ sagði Ingvi.
Aðspurður svaraði Einar Há-
konarson að greinargerð kæmi frá
sér og lögmanni sínum í dag.
„Greinargerðin er unnin af Könn-
un sf. sem er umboðsaðili Lloyds’s
á fslandi. Þaðan fer hún til ís-
lenskra stjórnvalda, sem munu
byggja sína skýrslu á henni. Héð-
an í frá er málið ekki lengur í
okkar höndum og við bíðum bara
átekta. Ég vona þó svo sannarlega
að úr þessu rætist því annars er
um milljón króna tap að ræða
fyrir mig,“ svaraði Einar að lok-
taka það skýrt fram að Skeljung-
ur hefur ekkert með það að
gera,“ sagði Indriði Pálsson,
framkvæmdastjóri hjá Skeljungi
hf. „Viðkomandi seldi bensínið á
heildsöluverði sem hann kallaði
svo, dró eigin smásölulaun frá
settu verði á hverjum bensín-
lítra. Hvort þetta er ólöglegt vil
ég ekki segja, en hitt verður að
hafa í huga, að verðjöfnun er á
bensíni um allt land, sem verð-
lagsráð ákveður á hverjum tíma,
í þeim tilgangi að bensín sé selt á
sama verði til allra landsmanna.
í samningi sem Skeljungur gerir
við sína umboðssala er skýrt
kveðið á um að bensín skuli selt á
því útsöluverði sem verðlagsráð
ákveður.
í verðuppbyggingunni eru
margir þættir teknir inn í og
smásöluiaunin eru einn þeirra.
Smásölulaunin eru nú ekki há
upphæð og ég hefði haldið að við-
komandi aðilar væru ekki of sæl-
Ríkisútvarpið:
8 sóttu um
8 MANNS sóttu um stöðu varadag-
skrárstjóra útvarps, en Ingibjörg
Þorbergs lætur af því starfi nú i ágúst.
Að sögn Guðbjargar Jónsdóttur,
starfsmannastjóra ríkisútvarpsins,
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
hver hlýtur stöðuna.
Eftirtaldir sóttu um stöðuna:
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Björn Árnason, Gunnar Stefánsson,
Haukur Ágústsson, Jóhanna Katrín
Eyjólfsdóttir, Þórdís Bachmann og
Ævar Kjartansson. Einn umsækj-
andi óskaði nafnleyndar.
ir af þeim. Að minnsta kosti hef-
ur sá aðili sem um ræðir ekki
tab'ð svo vera og verið framar-
lega í flokki þeirra sem á undan-
förnum árum hafa krafist hærri
smásölulauna. Til að mynda neit-
aði hann að selja bensín frá
Skeljungi við Hreðavatnsskála,
sem hann rekur einnig, nema að
umboðslaunin yrðu hækkuð. Því
máli lyktaði svo að Skeljungur
fjarlægði þaðan söludælur sínar
á síðástliðnu hausti."
— Mun Skeljungur grípa til
aðgerða vegna þessa?
„Á meðan menn standa við
gerða samninga gerum við auð-
vitað ekki neitt, en áskiljum
okkur rétt til að láta athuga mál-
ið ef ekki er farið eftir settum
reglum. Svona nokkuð hefur ekki
komið fyrir áður og ég vil ítreka
það að þetta var ekki gert á veg-
um fyrirtækisins," sagði Indriði
Pálsson.
Bókauppboðí
Klausturhólum
Verslunin Klausturhólar,
Skólavörðustíg 6b í Reykjavík,
heldur bókauppboð á morgun,
laugardaginn 16. júní kl. 14. AIls
munu verða boðnar upp 240
bækur, fleiri en nokkru sinni
fyrr, að sögn Guðmundar Axels-
sonar í Klausturhólum.
Guðmundur sagði, að meðal
bókanna á uppboðinu væru t.d.
Spaks manns spjarir og Hálfir
skósólar eftir Þórberg Þórð-
arson, Mannamunur eftir Jón
Mýrdal og frumútgáfa I—II
bindis íslenskra þjóðsagna í
safni Jóns Árnasonar.
Bækurnar verða til sýnis að
Klausturhólum í dag kl.
13-18.