Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
5
Norræna húsið:
Knut Ödegárd
ráðinn forstjóri
NORSKA skáldi Knut Ödegárd hef-
ur verið ráðinn forstjóri Norræna
hússins í Reykjavík. Hann mun taka
við starfinu 1. nóvember nk., en
ráðningin er til fjögurra ára.
„Ég er glaður og stoltur yfir
þessari ráðningu, og hlakka mikið
til að taka við starfinu," sagði
Knut ödegárd í samtali við Mbl. í
gær, en hann er nú staddur í
Þrándheimi. „Ég get hins vegar
ekki sagt neitt á þessu stigi um
hvernig starfseminni verður hátt-
að, enda fékk ég að vita um ráðn-
ingu mína í gær. En ég er nokkuð
vel kunnugur Norræna húsinu í
Reykjavík, því að ég hef til dæmis
lesið upp úr ljóðum mínum þar, og
haldið sambandi við starfsmenn
þess,“ sagði Knut ödeg&rd.
Knut Odegárd hefur auk rit- og
skáldstarfa verið menningar-
fulltrúi í Þrændlögum frá því 1975
og útgefandi Norska forlagsins í
Osló, en áður var hann menning-
Knut Ödegird
arfulltrúi Kristjánssunds. Hann
hefur einnig verið bókmennta-
gagnrýnandi við norska dagblaðið
Aftenposten, en alls hafa komið út
15 bækur eftir hann.
Eimskip:
Móttaka í Sundahöfn
í TILEFNI af 70 ára afmæli Eim-
skips á þessu ári efnir félagið til
móttöku fyrir viðskiptavini í kvöld.
Móttakan verður haldin á athafna-
svæði félagsins í Sundahöfn, og til
hennar hefur verið boðið flestum
viðskiptavinum félagsins auk ýmissa
annarra gesta.
f frétt frá Éimskip segir, að
gestum verði boðið i hringferð um
Sundahafnarsvæðið og þeim gerð
grein fyrir starfsemi félagsins
þar. Éinnig verður sýning á tækj-
um og ýmsum búnaði félagsins,
auk þess sem sýndar verða myndir
og munir frá fyrri árum í starfi
Éimskips.
Á þessu ári hefur Eimskip
minnst 70 ára afmælisins með
ýmsum hætti. f janúar var öllum
starfsmönnum félagsins boðið til
Kjarvalsstaðir:
íslenski dans-
flokkurinn sýnir
FÉLAGAR úr íslcnska dansflokknum
munu sýna stuttan dans á Kjarvals-
stöðum laugardaginn 16. júní nk. Það
eru Auður Bjarnadóttir, Lára Stefáns-
dóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Asta
Henriksdóttir sem hafa samið dans við
samnefnt verk, „Dans" eftir Snorra
Sigfús Birgisson.
Einleikari verður Nora Kornblueh
sellóleikari, en Snorri Sigfús Birg-
isson samdi verkið „Dans“ sérstak-
lega fyrir hana. Verkið er u.þ.b. átta
mín. og verður sýnt inni á sýningu
Louisu Matthíasdóttur á Kjarvals-
stöðum.
móttöku á aðalskrifstofu félags-
ins. Móttakan fyrir hluthafa var
að loknum aðalfundi sem haldinn
var í aprílbyrjun, en móttakan í
dag, föstudag, er aðalmóttakan í
tilefni 70 ára afmælisins.
í blöðum var afmælisins minnst
á sjálfum afmælisdeginum 17.
„MÉR finnst þeir flokkar sem fyrir
eru, ekki svara kröfum tímans. Það
eru öfl innan þeirra sem valda því að
engu er hægt að breyta, þrátt fyrir
að innan þeirra sé að finna góðan
vilja og mikinn kraft, og sú var
niðurstaða mín um Sjálfstæðisflokk-
inn,“ sagði Sigrún Þorsteinsdóttir í
Vestmannaeyjum í samtali við
Morgunblaðið, en hún sagði sig úr
Sjálfstæðisflokknura á stjórnarfundi
í Landssambandi Sjálfstæðis-
kvenna, 24. maí síðastliðinn.
„Auðvitað hafa flokkarnir gert
margt gott og Sjálfstæðisflokkur-
inn líka, þeir áttu rétt á sér á sín-
um tíma. En nú eru breyttir tímar
og þarf aðrar aðferðir. Það þarf
fólk til starfa, sem virkilega lætur
sig varða aðra. Það eru öfl innan
allra flokkana sem togast á og
samtrygging innan og milli allra
flokkana. Það þarf að eiga sér stað
grundvallarstefnubreyting og ég
mun vinna að því að sú stefnu-
janúar. Sérstakt fylgirit fylgdi
blaðinu News from Iceland í
febrúar og afmælisins þannig
minnst erlendis. í tilefni móttök-
unnar í kvöld er gefið út sérstakt
afmælisrit til kynningar á þeirri
starfsemi sem fram fer hjá Eim-
skip í dag.
breyting geti orðið að veruleika,"
sagði Sigrún ennfremur.
Sigrún var í 10. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins við
síðustu kosningar og sat í full-
trúaráði Sjálfstæðisfélagana í
Vestmannaeyjum, auk þess að
vera í landssambandi Sjálfstæð-
iskvenna. Hún bauð sig fram til
varaformanns Sjálfstæðisflokks-
ins á síðasta landsfundi, en laut í
lægra haldi fyrir Friðrik Sophus-
syni.___________ ______
Yfirlýsing
Mbl. hefur borist eftirfarandi ynrlysing:
EFTIR að hafa setið sáttafund með
Eggert Haukdal hjá biskupi hinn 5.
þessa mánaðar lýsi ég þvi yfir, að ég
dreg allar kærur gegn sóknarbörn-
um að fullu og öllu til baka og læt í
ljós þann eindregna vilja, að fá að
lifa í sátt og friði við öll mín sókn-
arbörn.
Sr. Páll Pálsson, Bergþórshvoli.
Sigrún Þorsteinsdóttir:
Flokkarnir svara
ekki kröfum tímans
Hæ jibbi jibbi jibbi hei
er að koma 17. júní
fullar
■ '
Laugavegi 66. Laugavegi 30, Glæsibæ, Austuratræti 22
Síml frá skiptibordi 45800
’Taf( *.■»"***