Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Verður Júgóslavía
annað Pólland?
YFIRVÖLD í Júgóslavíu hafa hert á baráttu gegn menntamönnum. Einn
maður hefur látizt síðan lögregla leysti upp fund í einkaíbúð í Belgrad,
þar sem einn fundargesta var Milovan Djilas, áður einn helzti aðstoðar-
maður Titos marskálks og höfundur bókarinnar „Hin nýja stétt“.
Skjöl andófsmanna hafa verið
gerð upptæk og fimm þeirra,
sem sóttu fundinn, hafa sætt
barsmíðum. Menntamenn búa
sig undir áframhaldandi kúgun
og eru viðbúnir pólitískum sýnd-
arréttarhöldum.
Kúgunaraðgerðirnar hafa ver-
ið harðastar í Bosníu, sem
menntamenn í Belgrad kalla
„hérað svartnættisins". Leiðtogi
flokksins þar, Branko Mikulic,
hefur nýlega tekið sæti í forsæt-
isnefndinni.
Júgóslavnesk yfirvöld virtust
vilja að handtaka Djilasar vekti
sem mesta athygli á Vesturlönd-
um. Hann hafði ekki verið hand-
tekinn síðan 1966 og með hand-
tökunni nú sýndu yfirvöld hve
langt þau eru reiðubúin að
ganga.
Fjórir eða fimm menn, sem
voru í íbúðinni, hafa verið hand-
J,eknir vegna gruns um „gagn-
oyltingarstarfsemi" og eru í
hungurverkfalli, m.a. félags-
fræðingurinn dr. Vojislav Sess-
elj, fv. starfsmaður stjórnvís-
indadeildar háskólans í Saraj-
evo. Hann tók á sínum tíma mik-
inn þátt í æskulýðsstarfsemi
kommúnista í Bosníu og gegndi
starfi flokksritara. Hann á yfir
höfði sér 15 ára fangelsi.
Sesselj lenti fyrst í útistöðum
við yfirvöld 1981, þegar hann
sakaði háttsettan flokksstarfs-
mann í Sarajevo um ritstuld.
Vandræði hans nú virðast stafa
af því að hann er serbneskur
þjóðernissinni og vill að Júgó-
slavíu verði skipt í fjögur lýð-
veldi í stað sex (auk tveggja
sjálfstjórnarhéraða). Sesselj,
sem er þrítugur, er talinn einn
skorinorðasti, afkastamesti og
hugrakkasti menntamaður Júgó-
slava af yngri kynslóðinni.
Tæpri viku áður en Sesselj var
handtekinn sagði fv. yfirmaður
lögreglunnar, Stane Dolanc, sem
nýlega tók sæti í forsætisnefnd-
inni, að lögreglan hefði lagt hald
á „gagnbyltingar-stefnuskrá“
„félagsfræðings". Flestir töldu
að hann ætti við Sesselj.
Degi síðar sagði blaðið „Oslo-
bodjene" í Sarajevo að Sesselj
væri höfundur textans, sem það
kvað hugarfóstur „bilaðs
manns“. Um hugmyndir hans
sagði blaðið: „Þær eru nánast
eins og vilsa og gröftur, sem
menga umhverfi manna og
megnan óþef leggur frá.“
Sesselj var einnig handtekinn
í febrúar þegar hann ætlaði að
kynna bókaforlögum í Belgrad
skjöl, sem hann hafði ekki fengið
birt í Bosníu, og það var eitt
þeirra, sem Dolanc minntist á.
Honum var boðið að fá að starfa
við háskóla og fá aftur inngöngu
í flokkinn, ef hann veitti upplýs-
ingar um vini sína og reyndi ekki
að fá skjöl sín birt. Hann hafn-
aði.
Við húsleit á heimilum þeirra,
sem hafa verið handteknir, hef-
ur lögreglan sýnt mikinn áhuga
á skjölum um dauða Radomir
Radovic, sem hefur beitt sér
fyrir stofnun frjálsra verkalýðs-
félaga í líkingu við Samstöðu í
Póllandi.
Radovic var einn 28 manna,
sem var boðið til fundarins í
Belgrad að hlýða á Djilas flytja
fyrirlestur um vandamál í sam-
búð þjóða Júgóslavíu. Radovic
var sleppt eins og hinum, en
hann var aftur handtekinn
tveimur dögum síðar.
Síðan hvarf Radovic og fjöl-
skylda hans leitaði að honum
dyrum og dyngjum. Yfirmaður i
lögreglunni hafði eftir Radovic
að hann vildi vera í ró og næði og
aðstandendur hans ættu að vita
hvert hann færi til þess. Nokkr-
um dögum síðar fann fjölskyld-
an lík Radovic í sumarbústað
sínum 40 km frá Belgrad.
Lögreglan sagði að Radovic
hefði framið sjálfsmorð með því
að taka of stóran skammt af ró-
andi töflum. Samkvæmt opin-
berri krufningarskýrslu lézt
hann af völdum skordýraeiturs.
Vinir hans telja að hann hafi
verið myrtur.
Aðgerðirnar leiddu m.a. til
banns á tímaritinu „Theorija",
sem hefur birt grein, þar sem
gefið var í skyn að Tito og
stjórnmálaráð hans hefðu borið
ábyrgð á afdrifum trotzkyista,
sem voru fluttir í rússneskar
fangabúðir. Skjöl frá Amnesty
International, áskoranir um að
mannréttindabrotum verði hætt
og fleiri gögn hafa verið gerð
upptæk.
Frelsi blaða í Júgóslavíu hefur
verið skert með nýjum lögum.
Nokkrir ritstjórar hafa verið
reknir, m.a. aðalritstjóri „Poli-
tika“, Dragoljub Trailovic. Aðrir
hafa sagt upp. Nokkur blöð hafa
verið bönnuð og útgáfa annarra
stöðvuð um stundarsakir, greini-
lega til að sýna að prentfrelsi
séu takmörk sett.
Blöð í Júgóslavíu hafa gert sér
far um að auka og bæta frétta-
þjónustu sína og rannsóknar-
blaðamennska hefur aukizt.
Þetta hefur leitt til ásakana
flokksleiðtoga um að sum blöð
reyni að segja ríki og flokki til
syndanna og birti greinar eftir
„hrokafulla stjórnarandstæð-
inga“.
Mikill efnahagsvandi Júgó-
slava hefur leitt til aukinna póli-
tískra og félagslegra vandamála.
Lífskjör hafa versnað og Júgó-
slavar sjá fram á að verða að
herða ennþá meir á sultarólinni.
Verðbólgan er 60% og skuldir
við útlönd nema rúmlega 20
milljörðum dollara. Ein milljón
manna er atvinnulaus. Margir
júgóslavneskir verkamenn
starfa erlendis og neyðast e.t.v.
til að snúa heim.
í þeim blaðagreinum, sem yf-
irvöld hafa verið óánægð með,
hefur þess verið krafizt að þeir,
sem beri ábyrgð á mistökum og
vanköntum, svari til saka. Jafn-
vel hefur verið talað um spill-
ingu og forréttindi flokksbrodda.
Einn helzti hugsjónafræðing-
ur flokksins í Króatíu svaraði
ásökunum á prenti um að vissir
leiðtogar væru „ekki starfi sínu
vaxnir“ og hefðu „leitt þjóðina út
í ógöngur" með því að saka blöð-
in um „smáborgaralega móður-
sýki“.
Yfirvöld í Júgóslavíu hafa tek-
ið sömu afstöðu gagnvart
menntamönnum og pólsk yfir-
völd tóku gegn samtökum
menntamanna fyrir stofnun
Samstöðu. Eins og pólsk yfirvöld
glíma yfirvöld í Júgóslavíu við
nær óleysanlegan efnahags-
vanda og leita að blórabögglum
meðal blaðamanna og mennta-
manna.
Svo alvarlegt er ástandið, svo
líkt er það ástandinu í Póllandi á
sínum tíma, að svo getur farið að
herinn verði að skerast í leikinn
eins og í Póllandi.
Kúgun hefur aldrei verið meiri
síðan Tito lézt 1980. Með aðgerð-
unum að undanförnu virðast
harðlínumennn í flokksforyst-
unni vilja sýna mátt sinn til að
beita andófsmenn hörðu. Eina
vísbendingin um tilslakanir er
að tímaritið „Min“ hefur birt
bréf frá fjölskyldu Radovics, þar
sem lögreglan er sökuð um að
ljúga um dánarorsök hans.
Aðgerðirnar í vor hófust þegar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hafði samþykkt nýjar lánveit-
ingar til að bjarga Júgóslövum.
Þeir hafa aldrei átt í eins erfið-
um viðræðum við sjóðinn og
neyddust til að samþykkja skil-
yrði, sem eiga að tryggja frjáls-
lyndara hagkerfi. En Djilas seg-
ir: „Kerfið virkar ekki og tryggir
ekki einingu ríkisins."
Hinir nývígðu prestar ásamt vígsluvottum og biskupi. Taldir frí vinstri: Séra
Emil Björnsson, Kristján Búason lektor, séra Baldur Kristjánsson, biskupinn
yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, séra Baldur Rafn Sigurðsson, séra
Hjalti Guðmundsson og séra Pétur Ingjaldsson. Ljðsmynd E.G.
Tveir prestar vígðir
TVEIR nýir prestar voru vígðir í
Dómkirkjunni á annan í hvítasunnu,
þeir séra Baldur Kristjánsson og
séra Baldur Rafn Sigurðsson. Bisk-
upinn yfir íslandi, herra Pétur Sigur-
geirsson, vígði, en vígsluvottar voru
Kristján Búason, lektor við guð-
fræðideild Háskóla íslands, séra
Pétur Ingjaldsson, fyrrverandi pró-
fastur í Húnavatnsprófastsdæmi,
séra Hjalti Guðmundsson, dóm-
kirkjuprestur, og séra Emil Björns-
son, fyrrverandi prestur í Oháða
söfnuðinum, sem jafnframt lýsti
vígslu.
Séra Baldur Kristjánsson hefur
tekið við starfi forstöðumanns og
prests Óháða fríkirkjusafnaðarins
af séra Emil Björnssyni, sem hef-
ur látið þar af störfum eftir 34 ára
þjónustu. Baldur er Reykvíkingur,
sonur Kristjáns Benediktssonar
og Svanlaugar Emenreksdóttur.
Hann lauk guðfræðiprófi í vor en
hafði áður lokið félagsfræðiprófi
og starfað meðal annars sem
fræðslufulltrúi BSRB og blaða-
maður hjá Tímanum og NT. Bald-
ur er 34 ára að aldri.
Baldur Rafn Kristjánsson hefur
verið settur prestur í Bólstaðar-
hliðarprestakalli í Húnavatnspró-
fastsdæmi. Baldur Rafn er Reyk-
víkingur, sonur Mögnu M. Bald-
ursdóttur og Sigurðar Guðlaugs-
sonar. Hann lauk guðfræðiprófi
frá Háskóla íslands nú í vor. Bald-
ur Rafn er 24 ára að aldri.
Þess má geta að séra Emil
skírði Baldur Rafn Sigurðsson og
fermdi Baldur Kristjánsson, sem
auk þess er eftirmaður hans sem
prestur óháða safnaðarins.
Starfsfólk útibús Útvegsbankans f Hólahverfi, frá vinstri: Birna Jónsdóttir,
gjaldkeri, Sigurjón Finnsson, deildarstjóri, Agnes Garðarsdóttir, bankaritari
og Guðrún Svafarsdóttir, útibússtjóri.
Útvegsbankinn:
Nýtt útibú í Hólahverfi
ÚTVEGSBANKI íslands hefur
opnað nýtt útibú í Hólahverfi í
Reykjavík. Útibúið er f þjónustu-
og verslunarmiðstöðinni Hóla-
garði, Lóuhólum 2—6, og er 190m2
á jarðhæð, auk kaffistofu, snyrt-
ingu og geymsla á annari hæð
hússins. Bankinn er skipulagður
með þarfir fatlaðra í huga og er
afgreiðslusalur hannaður með til-
liti til fyrirhugaðrar tölvuvæð-
ingar.
Afgreiðslutími bankans verður
mánudaga til föstudaga frá kl.
12.00 til 18.00, sem er nýbreytni og
viðleitni í þá átt að veita banka-
þjónustu eftir kl. 16.00 á daginn.
(Úr fréttatilkynningu)
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins:
Obreytt verð á hörpudiski
- rækja hækkar um 8,2 %
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins hefur ákveðið nýtt lág-
marksverð á hörpudiski og rækju.
Verð hörpudisks verður óbreytt en
verð á rækju hækkar um 8,2%. Verð-
ið var ákveðið af oddamanni nefnd-
arinnar og fulltrúum seljenda gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda.
Fulltrúar kaupenda mótmælu
harðlega atbeina oddamanns að
Þessi verðlagning gildir frá 1. júní til 30. september.
Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi:
a) 7 cm á æð og yfir, hvert kg ........................................ kr. 8,80
b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg7,15
Rækja, óskelflett f vinnslæuhæfu ástandi
a) 160 stk. og færri f kg, hvert kg ................................ kr. 20,00
b) 161 til 220 stk. í kg, hvert kg ................................... kr. 17,00
c) 221 til 240 stk. i kg, hvert kg ................................... kr. 15,10
d) 241 til 260 stk. í kg, hvert kg ................................... kr. 14,00
e) 261 til 290 stk. í kg, hvert kg ................................... kr. 13,50
f) 291 til 320 stk. í kg, hvert kg ..................•................ kr. 11,40
g) 321 til 350 stk. í kg, hvert kg ................................... kr. 9,40
h) 351 stk. o.fl. í kg, hvert kg ..................................... kr. 5,70