Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 15.06.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Á bókin að lifa eða deyja? Sagan og ljóðið hafa verið vinir íslendinga frá alda öðli. Þeir fluttu hvort tveggja með sér til íslands og hafa ræktað þessa mikilvægu arf- leifð æ síðan. Bókin hefur verið heimilisvinur íslendinga, grundvöllur tungu okkar og menningar. Betri heimilisvin hafa íslendingar ekki átt gegn- um aldirnar og svo mjög mátu forfeður okkar bókina, að þeir töldu, að betra væri að vera berfættur en bókarlaus. Nú á bókin undir högg að sækja. Það kom m.a. fram á að- alfundi Almenna bókafélagsins, sem er eitt öflugasta og merki- legasta menningarfélag lands- ins, eins og kunnugt er. í þeim garði hafa verið unnin mörg stórvirki í andlegum efnum. I Almenna bókafélaginu fóru borgararnir að rækta garðinn sinn, þegar að þeim var sótt. Okkur ber skylda til að standa vörð um þennan garð og af þeim sökum verður að sjá svo um, að bókafélagið verði ávallt í forystu fyrir þeim öflum sem að menningu standa í þjóðfé- laginu nú og í framtíðinni, ásamt öðrum forlögum sem hafa staðið vel að verki. En útgáfufyrirtæki eiga und- ir högg að sækja, ekki síður en bókin. Sumir segja, að ástæðan sé sú, að rithöfundar skrifi ekki nógu góðar bækur og má vel vera, að ýmsar bækur séu ekki nógu góðar, en við þurfum ekki að bera neinn kinnroða fyrir beztu bækurnar á markaðnum. Við erum enn bókaþjóð, og stundum einnig bókmennta- þjóð. Það sér þó ekki á, þegar menn hefja listahátíðir á loft, þá gleymist bókin að mestu. Hitt er annað mál að sumt er merkilegt á listahátíð, ekki sízt myndlistin. Mikilvæg íslenzk list á að skipa öndvegi á lista- hátíð. Og hægt er að brydda upp á ýmsum nýjungum til að vekja athygli á hlutverki bók- arinnar. En svo er að sjá sem íslendingar séu að fella hana endanlega inní einn mánuð árs- ins, desember. það er þó óhæfa. Við eigum að brjótast út úr þessum vítahring. Við eigum að rækta bókina á öllum tímum árs. Góð bók hefur verið tízku- fyrirbrigði, ekki síður en annað, sem athygli vekur í samtíman- um. Miklar bókmenntir eru sí- gild verk sem fylgt hafa þjóð- inni á langri og oft erfiðri göngu. Vonandi verður svo áfram. Hér verður ekki prédikað að auka eigi styrki til bókarinnar eða þeirra sem að henni standa. Þó mætti vera betur búið að rithöfundum en nú er. En á hitt skal bent, að ein af ástæðunum fyrir því, að bókin á undir högg að sækja, er þrýstingur af alls konar efni að utan vegna ör- tölvubyltingarinnar og aukinn- ar ásóknar erlendra mynd- bandaframleiðenda og sjón- varpsmynda. Einhverju sinni var hafin mikil herferð gegn erlendu sjónvarpi á íslandi. Nú þykir sjálfsagt, að íslenzka sjónvarp- ið sé með svo miklum erlendum blæ, að varla má á milli sjá. Flest af því sem bezt er í sjón- varpinu er erlent efni, því mið- ur. Þar eru einnig erlendar dreggjar. í sjónvarpinu er fljót- andi erlend fjöldaframleiðsla og gerviefni eins og Dallas, sem ætti að duga í tvo, þrjá þætti. Ameríkanar vita að efnið í Dallas lýsir engu, allra sízt bandarísku þjóðlífi, þótt Fidji- búar, Svíar og stór hluti íslend- inga haldi það. Annað efni er- lent er eftirminnilegt eins og afarvel gerð samtöl í Löðri, en sá þáttur var útþynntur af gróðahyggju, og svo stór list eins og Nikulás Nickleby, enda eru breskir leikarar í sérflokki og Dickens höfuðskáld. Sjónvarpið á að leggja miklu meiri rækt við innlent efni en það hefur gert og kosta til mik- ilvægra hluta miklu meira fé en verið hefur. Sjónvarpið er afar sterkur miðill. Það sáum við ekki sízt í þættinum um vor- tónleika Vínarhljómsveitar- innar, sem voru ræktandi og eftirminnilegir, en auk þess einnig í þáttum eins og sjón- varpsmýndum upp úr smásög- um suður-afrísku skáldkonunn- ar Nadine Gordimer, sem hafa verið afbragðsgóðar, enda er hún frábær höfundur og við- fangsefni hennar brýn og krefj- andi. Þessir þættir eftir sögum hennar sýna svart á hvítu, hvernig góðir sjónvarpsmenn geta notað góðar bókmenntir. Fyrri þáttur Gordimers var þannig úr garði gerður, að hann var nánast smásaga í kvik- mynd, en svo eftirminnilegur, að sjónvarpsmyndin fékk, svo sjaldgæft sem það er, listrænt gildi. Færir menn, ekki sízt sjón- listamenn, geta fjallað þannig um bókmenntaleg efni, að úr verði eftirminnileg list í sjón- varpi. Oftast er sagt, að sjón- varpið sé ekki fyrir bækur eða bókmenntir, þetta séu tveir ólíkir miðlar. En við eigum ekki að hlusta á slíkar fullyrðingar. Við eigum að gefa bókinni líf í sjónvarpinu með því að bera hana þar fram á listrænan hátt, en ekki gera hana að hornreku eða drepa hana með þögninni. Það er rétt sem Pétur Pétursson hefur sagt hér í blað- inu, að sjónvarpið vanrækir bitastætt íslenskt efni, t.a.m. sem uppfyllingu milli dagskrár- liða. Við eigum frábær sönglög, ljóð og laust mál, sem sómi væri að í sjónvarpi. Önnur ástæða þess, að bókin á undir högg að sækja, er sú staðreynd, að hún er orðin of dýr miðað við ýmislegt annað. Bókin á aldrei að verða munað- arvara á íslandi, en að því stefnir. Það er rétt, sem stóð í Þjóðviljanum nýlega, að laun- afólk hefur varla efni á að kaupa bækur því verði, sem nú tíðkast. Á þessu þarf að ráða bót, því mikið er í húfi, að sam- bandið rofni ekki milli íslenzkr- ar alþýðu og bókarinnar. Einn reyndasti bóksali landsins full- yrðir, að bezta ráðið til þess að rétta bókinni hjálparhönd sé að afnema söluskatt á henni. Ríkisvaldið hlýtur að íhuga slíka leið og er Morgunblaðinu kunnugt um, að fjármálaráð- herra hefur fullan hug á því að rétta hlut bókarinnar. Ríkis- valdið hefur hér ekki minnstum skyldum að gegna við bókina og hlutverk hennar í íslenzku þjóðlífi. Að vísu verður bókin að spjara sig sjálf. Aðstoð og styrkir munu ekki greiða götu hennar, en það getur varla ver- ið eðlilegt ástand, að rithöfund- ur, sem unnið hefur að bók- menntaverki árum saman, fái 11% af útsöluverði bókar, þeg- ar upp er staðið, en ríkið um 30% — auk þess sem ríkið tek- ur skatta af tekjum hans og jafnframt skatta af öllum þeim sem bókina framleiða, bæði út- gefendum, prent- og bókbands- fyrirtækjum og bóksölum, og að sjálfsögðu skatt af tekjum þeirra, sem við bókiðju starfa. Ætli láti ekki nærri, að ís- lenzka ríkið taki upp undir helming útsöluverðs af hverri einustu bók, sem kemur á markað, þannig að það fái í sinn hlut 500 kr. af 1000 kr. bók. Hér er um mikla tekjulind að ræða, auk þess sem ríkið fær efni í skólabækur tiltölulega vægu verði og sáralítið er greitt fyrir útlán bóka í bókasöfnum. Það er þá helzt, að rithöfundar fái laun sín þar í formi styrks eða viðurkenninga og þætti það einkennilegt, ef öðrum þjóðfé- lagsþegnum væri smalað sam- an einu sinni á ári eða einu sinni á fimm ára fresti til að afhenda þeim laun sín að við- stöddum blaða-, sjónvarps- og útvarpsmönnum, svo það fari nú ekki framhjá þjóðinni hverj- ir hreppsómagarnir eru í raun og veru. Nei, allt þetta þarf að íhuga. Ekki er unnt að láta við svo búið standa. Rithöfundar verða að fá sæmileg laun fyrir vinnu sína, ekki síður en aðrir þjóð- félagsþegnar. Ríkið getur ekki hirt megingróðann af verkum þeirra, þannig að þeir eru í raun og veru meira og minna þjóðnýttir, og síðast, en ekki sízt, verður að ýta undir bókina með því að lækka verð hennar að tiltölu við annað, sem upp á er boðið í þeirri hörðu sam- keppni, sem myndbanda-, sjón- varps- og hljómplötuöld hefur kallað yfir okkur. Ef við þekkj- um ekki vitjunartíma okkar í þessum efnum, munum við einn góðan veðurdag standa uppi bóklaus þjóð, en ekki þjóð bók- anna, eins og Ben Gurion sagði í virðingar- og þakklætisskyni á Þingvöllum, þegar hann bar okkur sællar minningar kveðj- ur og árnaðaróskir þjóðar bók- arinnar við Miðjarðarhaf. Breska farþegaþotan á Keflavíkurflugvelli: Sprengju! Þotan til Englands en farþegarnir áfram Breska farþegaþotan sem lenti á Kenavíkurflugvelli í fyrradag vegna sprengjuhótunar hélt í gær til baka til Englands en allir farþegarnir héldu áfram vestur um haf með annarri vél á vegum flugfélagsins. í fyrrinótt var leitað að sprengju í þotunni en án árangurs. Ekki er vitað hver kom mið- anum með sprengjuhótuninni fyrir á salerni þotunnar. Er talið að miðanum gæti allt eins hafa verið komið fyrir áður en hún fór frá Englandi. Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallar- stjóra á Keflavíkurflugvelli, sem hafði yfirstjórn aðgerðanna með höndum, var unnið að þessu máli samkvæmt fyrirframgerðu skipulagi um slík til- felli og hefði allt gengið vel. Engin sprengja fannst Á vegum Flugleiða var öllum þeim farþegum sem það vildi komið í gistingu á hótelum á Suðurnesjum og í Reykjavík, en 50 til 60 manns kusu heldur að halda til í flugstöðv- arbyggingunni. Sérfræðingar frá SAS-sérsveit breska hersins komu til landsins í fyrrakvöld með Herc- ules-flugvél konunglega breska flughersins, og höfðu þeir með sér sérþjálfaðan sprengjuleitarhund og tækjabíl. Leituðu þeir í þotunni í fyrrinótt með aðstoð áhafnar þot- unnar, starfsmanna flugfélagsins, varnarliðsmanna og slökkviliðs- manna. Engin sprengja reyndist vera í þotunni. í gærmorgun var allur far- angur tekinn út úr vélinni og honum raðað upp. Síðan var farið með far- þegana í hópnum og þeir látnir taka handfarangur sinn og vísa á töskur sínar. Sá farangur sem ekki gekk út var gegnumlýstur og þar með var talið fullreynt að sprengjuhótunin hefði verið gabb. Þá var klukkan tæplega eitt í gær og byrjað að lesta þotuna sem fara átti með farþegana til áfangastaðar sem er Los Angeles í Bandaríkjunum. Um klukkan 14.30 hélt þotan af stað og voru allir far- þegarnir með, einnig þeir sem lagðir höfðu verið inn á sjúkrahús vegna meiðsla eftir lendingu hinnar þot- unnar rúmum sólarhring áður. Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Mbl. í gær að málið hefði ekki verið upplýst á meðan farþegarnir dvöldu hér og vildi hann ekki staðfesta að grunur hefði beinst að neinum sérstökum. Sagði hann að sprengjuhótunin gæti allt eins hafa verið sett í þotuna í Eng- landi. Skömmu síðar fór Hercules- vélin af stað áleiðis til Englands með sérsveitina, hundinn og tækin og klukkan 16 hélt þotan, sem sprengjuhótuninni hafði verið kom- ið fyrir í daginn áður, til baka til Englands. Lögreglustjórinn vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvað stóð á sprengjuhótunarmiðanum, en samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá blaðafulltrúa í höfuðstöðv- um British Airways í London í gær þá stóð einungis á miðanum að sprengja væri í vélinni, eins og reyndar kom fram í Mbl. í gær. Ekki vissi blaðafulltrúinn til að minnst hefði verið á Líbýu á miðan- um eins og sagt var frá í einu dag- blaðanna í gær. Talsmaðurinn sagði, er hann var spurður hvort einhverjir farþegar væru grunaðir, að hann hefði engar upplýsingar um það. íslenska lögreglan hefði með málið að gera en augljóslega hefði það ekki verið fyrst allir farþegarn- ir hefðu haldið áfram til Los Angel- es. Unnið samkvæmt fyrir- framgerðu skipulagi Pétur Guðmundsson hafði með höndum yfirstjórn og samræmingu aðgerða vegna sprengjuhótunarinn- ar. En lögreglustjórinn sá um ör- yggishlið málsins og rannsókn af- brotsins. Pétur sagði að hliðstæð at- vik hefðu átt sér stað á Keflavíkur- flugvelli. Átti hann við flugránið 1973 þegar þota frá TWA-flugfélag- inu lenti á Keflavíkurflugvelli. En einnig hefðu komið sprengjuhótanir vegna véla sem lent hefðu á Kefla- víkurflugvelli. Sagði hann að miðað við áður fengna reynslu og þróun hefði verið samin starfslýsing sem unnið hefði verið eftir. Þessar reglur hefðu staðist ágæt- lega en þær yrðu þó endurskoðaðar í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefði við þennan atburð. Sagði hann að Bretarnir hefðu verið mjög ánægðir með þá fyrirgreiðslu sem þeir hefðu fengið hér og farþegarnir hefðu þakkað en ekki kvartað. Sagði Pétur að það hefði verið afrek út af fyrir sig að tekist hefði að halda uppi öllum flugsamgöngum á meðan á þessu öllu stóð og sagði að slökkvi- liðsmennirnir og allir þeir sem tekið Jk K \Á y Farþegarnir sáu ekki mikiö af íslandi á meðan á rúmlega sólarhringsdvöl hér á lai tímans í flugstööinni. Var biðin þeim stundum þreytandi eins og sést á þessari myi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.