Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
Þjálfunarskóli Ríkisins á Akureyri:
„Óljóst hvort nemendur fái
kennslu á komandi vetri“
„ÞAÐ VAR fyrirsjáanlcgt að skól-
inn yrði húsnæðislaus næsta vetur
en undanfarið hefur hann verið til
húsa í húsnæði sem Vistheimilið
Sólborg á, en heimilið þarf nú á
húsinu að halda til eigin nota,“
sagði Þorbjörg Sigurðardóttir, er
hún var spurð hvert útiitið væri
fyrir starfsemi Þjálfunarskóla ríkis-
ins á Akureyri næsta vetur.
„Nú erum við að leita að hús-
næði fyrir starfsemi skólans fyrir
næsta vetur en höfum ekki enn
fundið það. Hins vegar er í fram-
tíðinni fyrirhugað að skólinn
verði til húsa í sérálmu við Síðu-
skóla, sem er í byggingu, en ekki
hefur verið samþykkt neitt um
fjárveitingu til þessarar álmu á
fjárlögum þessa árs og því ekki
fyrirsjáanlegt að við komumst í
varanlegt húsnæði næstu 2—3
árin.“
Þorbjörg sagði að enn væri
óljóst hvort nemendur fengju
kennslu á komandi vetri en hún
vonaðist til að Þjálfunarskólinn
yrði búinn að finna húsnæði áður
en starfsemin ætti að hefjast í
haust. „Við höfum fengið umboð
til að leita okkur að húsnæði. Það
var haldinn fundur með fulltrú-
um menntamálaráðuneytisins
hér fyrir norðan og niðurstaða
hans var að veita okkur umboð til
að leita að leiguhúsnæði fyrir
næsta vetur en vissulega þarf að
vinna að varanlegri lausn á þessu
máli og það verður gert með því
að veita fé til byggingar sérálm-
unnar við Síðuskóla," sagði
Þorbjörg að lokum.
Heilsubrunnur í Húsi Verslunarinnar
HEILSUBRUNNURINN nefnist ný nudd- og Ijósastofa sem opnuð
hefur verið í Húsi Verslunarinnar við Kringlumýri. Þar er boðið upp á
sturtur, gufuböð, alhliða líkamsnudd og sólarlampa með andlitsljósum.
Er stofan opin alla daga frá kl. 08—21.30 og á laugardögum frá kl.
10—14. Eigendur stofunnar eru Gígja Friðgeirsdóttir, Fjóla Þorleifs-
dóttir og Sigurbjörg ísaksdóttir, sem allar starfa þar, auk Sesselíu
Helgadóttur. flr fréttatilkynningu
5
z
Njótið qóðm vdtínqa
ipgiuumrwaji
Við bjóðumupp áfláraenmatseðittim
segir til ujtu
Sjáum meðaC cmnars ttm etnkasamkvcemi jyrir
starfsmanruxfiópa, féCagasamtöfi, 6rúðkaup,
átthagasamtök, ættarmót o.fl.
Um FieCgar erum \nð með fiinar fákivinsceCu
griCCveisCur.
Fyrir börrárt erum \nð með 6áta sem þctu geta sigCt á vatrúnu.
Murdð að við erum einnig með 6ensín, oCíusöCu og þjónustumiðstöð fyrir
tjaídbúa og 6jóCíxýsafóCít. Verið veíkomin.
O
HÓTBL YÁLHÖBL
ÞINGVÖLLUM • SÍMI 99-4080
Hjúkrunarfræöingar skora
á heilbrigðisyfirvöld:
Gerið átak í
geðvernd barna
Á FJÖLMENNRI námsstefnu hjúkr-
unarfræðinga á Hótel Loftleiðum þann
18.—19. maí var samþykkt að skora á
heilbrigðisyfirvöld að vinna að bættu
geðverndarstarfi fyrir fjögurra ára
börn í kjölfar þeirra skoðana sem nú
fara fram á þessura börnum. Bent var
á nauðsyn þess að koma á samræmdu
heiidarskipulagi fyrir allt landið ef
fjögurra ára skoðanir eiga að skipa ein-
hvern ákveðinn sess í fyrirbyggjandi
geðverndarstarfi heilsugæslustöðva.
Fleiri heilsugæslustöðvar víðsveg-
ar um landið hafa nú í hyggju að
skipuleggja fjögurra ára skoðanir.
Reynsla þeirra hjúkrunarfræðinga
sem þegar hafa unnið við þessar
skoðanir bendir ótvírætt til áhuga
foreldra á þessari starfsemi innan
heilsugæslunnar. Hjúkrunarfræð-
ingar vilja leggja sérstaka áherslu á
að við fjögurra ára aldur er barnið
komið á það þroskastig að mun auð-
veldara er að meta hvar þaö stendur
en áður. Tvö ár eru enn í skólagöngu
og enn er hægt að vinna mikið varn-
arstarf og finna leiðir til úrbóta ef
um erfiðleika er að ræða.
Skorað er á heilbrigðisyfirvöld að
taka afstöðu til þessara atriða sem
allra fyrst og gera nauðsynlegar
ráðstafanir. Erindið er brýnt því
margir foreldrar og fjögurra ára
börn bíða úrlausnar mála sinna.
Fréttatilkynning.
Leiðrétting
LEIÐRÉTTING í minningargrein
(100 ára) um Sigríði Teitsdóttur í
Hítardal á Mýrum.
Þau hjónin, Sigríður og Finn-
bogi eignuðust 11 börn á árunum
1910—1928 (ekki 1918 eins og sagt
var).
Aðeins er getið ættingja sem
eru dánir, en féll niður eitt nafn:
Dánir eru ... og Ásta kona
Björns. (Þetta nafn gleymdist.)
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á Laufskógum 8, Hverageröi, eign Agústu M.
Frederiksen o.fl., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 22. júni 1984
kl. 14.00 eftir kröfu Landsbanka islands og Búnaöarbanka Islands.
Sýslumaður Arnessýslu.
Nauðungaruppboð
sem aulgýst var í 102., 105., og 107. tbl. Lögbirtingablaösins 1983 á
húseigninní Hafnargötu 16, Seyöisfiröi. þinglystri eign Guöna Guö-
mundssonar, fer fram eftir kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og
Jóns Bjarnasonar hrl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 20. júní 1984 kl.
10.00 f.h.
Bæjarfógetinn á Seyðistirói.
Nauðungaruppboð
sem aulgýst var í 24., 26., og 29. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 á
húseigninni Austurvegur 49, Seyöisfiröi, þinglýstri eign Jóns B.
Arsælssonar, fer fram eftir kröfu Magnusar M Norödals lögfr. og
Hafssteins Sigurössonar hrl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 20 júni
1984 kl. 11.00f.h.
Bæjarfógetinn á Seyöisflröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 24.. 26. og 29. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 á
húseigninni Austurvegur 36. Seyöisfiröi. þinglýstri eign Fiskvinslunnar
hf., fer fram eftir kröfu Vilhjálms H Vilhjálmssonar hdl. á elgninni
sjálfri miövikudaginn 20. júní 1984 kl. 14.00 e.h.
Bæjarfógetinn á Seyöisfiröi.
Nauðunungaruppboð
á Heiömörk 44, Hverageröi, eign Gunnars Einarssonar o.fl. fer fram á
eigninni sjálfri föstudaginn 22. júní 1984 kl. 13.30 eftir kröfu Gjald-
heimtunnar í Reykjavík.
Sýslumaöur Árnessýslu.
Vantar bát
Góður 11 tonna bátur óskast til kaups fyrir
traustan kaupanda á Vestfjörðum.
Vantar allar gerðir báta og fiskiskipa á skrá.
Miöborg fasteigna- og skipasala.
Sími 25590.