Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 24

Morgunblaðið - 15.06.1984, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1984 LISIAHÁltÐ í REYKJAVIK lrU. JÚNÍ 1984 Píanótónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Þorsteinn Gauti Sigurðsson hélt tónleika í Bústaðakirkju sl. þriðjudag og flutti tónlist eftir Ginastera, Chopin, Ravel og Liszt. Þorsteinn Gauti stendur á þeim skilum er að- greina starfsævina frá náms- tímanum, erfiðum tíma fyrir flesta, þar sem fer fram mis- kunnarlaust endurmat á öllu er viðkomandi hefur aflað sér og erfið uppfylling væntinga er voru aflvaki þeirrar ákvörð- unar að gerast listamaður. Þorsteinn Gauti ræður yfir töluverðri tækni, þó nokkuð virðist hann beita henni mis- jafnlega. Það vekur athygli, að þrátt fyrir kraftmikinn leik, var hægri höndin ekki eins markvisst notuð í hröðum hlaupum og í hljómbundnum rithætti. Fyrir bragðið sló nokkrum fölva á leik Þor- steins. Þá var athyglisvert ð Chopin var ekki vel „sunginn" og ekki leikinn með þeim glæsileik er búast hefði mátt Þorsteinn Gauti Sigurðsson við af hendi Þorsteins Gauta, en eftir Chopin lék hann E-dúr-æfinguna úr op. 10 og fjórðu Ballöðuna í f-moll. Svo virðist sem tónlist eins og eftir Ravel og Liszt eigi betur við leikskilning Þorsteins og var Mefistovalsinn t.d. mjög vel leikinn. Ondine eftir Ravel var á köflum vel leikinn, þó nokk- uð skorti á að leikið væri með ýmis blæbrigði á fínlegri nót- unum. Þorsteinn Gauti er efni- legur píanóleikari en af þess- um tónleikum, sem voru í stysta lagi, verður það aðeins ráðið að hann hefur ekki að fullu fundið sitt svið, er enn leitandi og óviss með sig sjálf- an. Til þess að finna sér leið og skilja sjálfan sig verða menn að fá tíma, vaxa upp fyrir allar væntingar og kröfur annara, verða frjálsir og tala því máli sem hverjum og einum er eig- inlegt. Pétur Pétur Jónasson, gítarleikari, og Hafliði Hallgrímsson, selló- leikari, héldu tónleika í Bústaðakirkju sl. miðvikudag og fluttu tónlist eftir Tele- mann, Ponce, Walton og tvö verk eftir Hafliða Hallgríms- son. Tónleikarnir hófust á són- ötu eftir Telemann, fallegu verki fyrir gítar og selló, sem þeir fluttu ágætlega. Trúlega hentaði betur samspil gítars og gömbu, því litlu mátti muna að sellóið kæfði gítarinn. Annað verkið var svo tilbrigðaverk Pétur Jónasson og Hafliði Hallgrímsson. og Hafliði eftir Ponce, sem er Mexíkani, er m.a. stundaði nám hjá Dukas í París. Það þarf ekki að tíunda það að Pétur lék verkið vel. Eft- ir hlé lék Pétur þrjár Bagatell- ur eftir Walton og tókst honum nokkuð vel upp og lék verkið frábærlega vel. Meginuppistaða tónleikanna voru svo tvö verk eftir Hafliða Hallgrímsson, það fyrra Fimm æfingar fyrir „Stiga Jakops" fyrir einleiks- gítar, og Samspilsverk fyrir gítar og selló, er höfundurinn nefnir „Tristia". í tónlist Haf- liða má greina ýmislegt fallega unnið og er línan farið að eiga meira rými í verkum hans en áður. Það sem einkenndi flesta þættina voru stuttar hending- ar, aðskildar með einskonar tóndvöl (fermata). í nokkrum þáttum mátti þó heyra tónferli er átti sér töluverðan aðdrag- anda að hápunkti. í heild eru verkin fallega og fínlega unnin, nokkuð nostursleg og einlit en á stundum leikandi í gerð. Einar Jóhannesson og músíkhópurinn þriðja kóngs á Englandi (1738—1820). Þetta var mekanískt (gangverks) orgel, sem gat spilað átta lög. Á plaggi sem fylgdi orgel- inu stóð: „This organ var George the third for Birds to sing“. Má ímynda sér kónginn reyna að kenna fuglum sínum tónlist, og syngja fyrir þá upp úr verkum Hándels, sem hann hafði í miklu — eftir Hákon Leifsson Einsog oft áður hefur mönnum þótt heldur lítið um nýja tónlist á yfirstandandi Listahátíð. Þó verð- ur ekki neitað að tvennir tónleikar gera nútímaverkum nokkur skil, þ.e. tónleikar Hafliða Hallgríms- sonar og Péturs Jónassonar, sem reyndar voru í Bústaðakirkju í fyrrakvöld og þó enn frekar tón- leikarnir, sem Einar Jóhannesson og Músíkhópurinn halda í kvöld á sama stað. Þar verður eingöngu flutt nútímatónlist frá síðustu tveim til þrem áratugum, þrjú tón- verk eftir íslendinga, Áskel Más- son og John Speight (sem raunar er fæddur á Englandi) og tvö eftir Peter Maxwell Davies, sem margir telja mesta núlifandi tónskáld Breta. Maxwell Davies fæddist 1934 og stendur því á fimmtugu. Hann hef- ur síðan fyrstu verk hans heyrðust opinberlega (1955—6) verið talinn einn gáfaðaðist tónsmiður Breta og hann hefur nú á síðustu árum unn- ið sér heimsfrægð fyrir frumleika og ferskleika, ekki síst í verkum, sem á einn eða annan hátt tengjast leikhúsi. Hann byggir þó tónamál sitt i rauninni mjög á gömlum hefðum og sækir gjarnan innblást- ur í tónlist miðalda og endurreisn- artímabilsins. En úrvinnsla hans úr þeim áhrifum er hinsvegar mjög nýstárleg og óhemju spennandi. Yrkisefni sín sækir hann oftar en ekki á ystu nöf mannlegrar reynslu og ritháttur hans fyrir raddir og hljóðfæri er einnig oft á mörkum hins framkvæmanlega. Hann var á sínum tíma ein aðal driffjöðrin í tólistarhópnum „Fires of London", en þeir félagar hafa unnið öðrum fremur að því að kynna evrópska nútímatónlist á Englandi. Stjórn- aði hann oft „Pierrot Lunaire" eftir Schönberg og hóf þá að semja slík „leikræn" músíkverk sjálfur. Eitt þeirra, og líklega það frægasta, er „Eight songs for a mad king“, sem verður aðalverkefnið á tónleikun- um í kvöid. Það var samið 1969 við texta eftir Randolph Stow. Kveikj- an að þeim ljóðum mun vera orgel, sem var eitt sinn í eigu Georgs uppáhaldi „með hrjúfri, slitinni rödd, illa farinni af daglöngum ein- ræðum ..." þessi þjóðhöfðingi var ekki heill á geði og stundum gerði hann sér grein fyrir því og grét. Söngvunum átta er ætlað að leiða menn inn í hugarheim kóngs- ins og heyra eintal hans þegar hann hlustar á fugla sína. Nokkrar setingar eru raunar hafðar orðrétt- ar eftir Georg þriðja. Fjórir hljóðfæraleikaranna sitja í búrum og tákna spörva kóngsins, sem hann talar við og reynir að kenna stef úr Messíasi. Hlutverk kóngsins sem John Speight fer með að þessu sinni, krefst mikilla átaka í leik og söng. Með því að blanda saman ólíkum stíltegundum og með notk- un búranna, sem geta með rimlum sínum minnt á fangelsi eða sjúkra- rúm, vill Davies hugsanlega varpa fram þeirri spurningu hvort aðal- persónan sé í raun og veru Georg þriðji, eða einhver, sem ímyndar sér að hann sé kóngurinn. Flytjendur „Eight songs for a mad king“ eru auk John Speight þau Bernard Wilkinson, flauta, Einar Jóhannesson, klarinett, Guð- ný Guðmundsdóttir, fiðla, Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla, Carmel Russil, selló, David Knowles, píanó og Árni Áskelsson, slagverk. Einar Jóhannessn mun leika annað verk eftir Peter Maxwell Davies, ásamt breska píanóleikar- anum David Knowles, þ.e. „Hym- os“, sem var samið 1967. Verk Ás- kels Mássonar voru bæði frumflutt í London fyrr á árinu, þau eru Kad- enza fyrir einleiksvíólu, sem Unnur mun leika og Tríó með þeim Einari, Guðnýju og Unni. „Solo“ fyrir flautu eftir John Speight verður hinsvegar frumflutt þarna, af Bernard Wilkinson og er um leið eini tónlistarfrumflutningurinn á allri Listahátíð. Það ætti að liggja nokkuð í aug- um uppi, að þetta eru býsna áhuga- verðir tónleikar, bæði fyrir þá sem unna tónlist og leikhúsi. Það, að klarinettsnillingurinn okkar, Einar Jóhannesson, stendur fyrir þeim og skipuleggur er ekki síður „garantí" fyrir að flutningur verður eins vandaður og góður og tök eru á. Góða skemmtun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.