Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
Kristján Jens-
son — Minning
Þann 24. maí sl. var gerð útför
Kristjáns Jenssonar frá ólafsvík.
Hann var fæddur á fæðingardegi
Jóns Sigurðssonar, forseta, 17.
júní 1913. Foreldrar hans voru
hjónin Metta Kristjánsdóttir og
Jens Guðmundsson, sjómaður í
Ólafsvík. Þau eignuðust 3 syni,
Guðmund, Kristján og Bárð, sem
var þeirra yngstur og er hann nú
einn þeirra á lífi, býr í Ólafsvík og
er formaður verkalýðsfélagsins
Jökuls. Faðir þeirra féll frá, er
drengirnir voru á barnsaldri. Eina
dóttur, Sigríði, átti Metta frá
fyrra hjónabandi. Er hún enn á
lífi og býr í Ólafsvík.
Fyrri maður Mettu hafði einnig
látist ungur af slysförum um borð
í skipi sínu við störf sín. Ekki þarf
getum að því að leiða, að erfiðar
aðstæður hafa verið hjá Mettu eft-
ir fráfall síðari manns hennar
með 3 unga syni og dótturina, sem
var nokkru eldri en þeir, en hún
var dugleg, greind kona og
kjarkmikil.
Ekki er mér kunnugt um
bernsku Kristjáns þó að ég sé upp-
alinn í næsta nágrenni Ólafsvíkur.
þá var ég allnokkru yngri en hann.
Kristján mun hafa sem ungur
drengur dvalið í eins konar fóstri í
sveit fjarri móður sinni á Svarf-
hóli í Miklaholtshreppi. Þá bjuggu
þar Sigurgeir Sigurðsson og Þór-
dís Þorleifsdóttir. Þar mun hann
hafa verið um allmörg ár, en kem-
ur þaðan til ólafsvíkur til móður
sinnar, er hann hafði komist til
nokkurs þroska. Móðir hans giftist
í þriðja sinn og var ætíð virtur
borgari í þorpi sínu, mikil
frammámanneskja í félagsmálum.
Einkum áttu slysavarnir hug
hennar, átti sem fleiri um sárt að
binda í þeim efnum, en sjóslys
höfðu verið tíð í ólafsvík á öðrum
áratug þessarar aldar og mun á
+
Maöurinn minn,
GUÐBJÖRN EIRÍKSSON
fré Arakoti á Skeióum,
lést á Hrafnistu í Beykjavik fimmtudaginn 14. júní.
Dagný Sigurbjörg Jónadóttir.
Sonur okkar og bróöir,
ARON HALLDÓRSSON,
lést á heimili sínu Kleppsvegi 66 miövikudaginn 13. júní.
Þórey Kristjánsdóttir, Halldór S. Björnsson
og systkini.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma,
ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Hliöarenda, ölfusi,
veröur jarösungin frá Hjallakirkju laugardaginn 16. júni kl. 14.00.
Ólafur Þóröarson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn,
HELGI GÍSLASON,
bóndi og hreppsstjóri,
Tröðum i Hraunhreppi,
verður jarösettur á ökrum laugardaginn 16. júní kl. 14.00.
Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 10.30.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Katrín Guömundsdóttir.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
TRAUSTI FRÍMANNSSON,
vélvirki,
Fellsmúla 8,
sem lést þriöjudaginn 5. júní veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 15. júní kl. 13.30.
Hrefna Gunnlaugadóttir,
Gunnlaugur Rafn Traustason,
Jóhann Frímann Traustason,
Péll Geir Traustason,
Birna Dís Traustadóttir,
Davíö Freyr Traustason.
.
+
Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma,
ANNA GUOMUNDSDÓTTIR,
Lyngbrekku 9, Kópavogi,
sem andaöist í Borgarspítalanum aöfaranótt 10. júní veröur jarö-
sett frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum, laugardaginn 16. júní
kl. 2 eftir hádegi.
Blóm og kransar afþökkuö en þeir sem vildu minnast hennar eru
beönir um aö láta Akureyjarkirkju eöa líknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Fanney Pálsdóttir,
Kristinn Óskarsson.
þeim áratug hafa farist hátt á 3.
tug sjómanna.
Eflaust hefir Kristján farið að
stunda sjó strax og hann hafði
aldur til eftir að hann kom úr
sveitinni til fjölskyldu sinnar.
Snemma kom í ljós, að hann var
vaskur og harðfengur og lét
ógjarnan hlut sinn fyrir öðrum.
Ungur fór Kristján til Reykjavík-
ur og var um árabil á togurum og
lengst á Snorra goða. Kristján var
allvel hagorður.
Til ólafsvíkur kemur Kristján
aftur nokkru fyrir síðari heims-
styrjöldina. Þá var kreppan í al-
gleymingi sem kunnugt er og
Olafsvík fátækt þorp. Hafnarskil-
yrði voru þar afleit, en unnið var
að hafnargerð þó hægt gengi sök-
um fjarskorts. Þessi höfn var gerð
með smábátaútgerð í huga og kom
að verulegum notum fyrir þá, er
framkvæmdum miðaði áfram.
Rétt fyrir styrjöldina var byggt
þar hraðfrystihús og gjörbreytti
það að sjálfsögðu atvinnulífi stað-
arins. Afleitt ástand var þar í hús-
næðismálum, enda man ég ekki til,
að þar hafi verið byggt neitt íbúð-
arhús allan 4. áratuginn.
Fljótlega eftir komu sína þang-
að tók hann forystu í verkalýðsfé-
laginu og mun hafa verið formað-
ur Jökuls í nálega 2 áratugi. Þá
var hann einnig í leikfélaginu og
ungmennafélaginu. Kristján var í
eðli sínu mikill félagsmálamaður,
munaði mikið um liðveislu hans og
var honum gjarnt að taka foryst-
una. Hann var vel máli farinn og
talaði jafnan blaðalaust, djarfur í
framkomu og ávallt vígreifur,
hvort sem var í ræðustól eða í við-
tali við vinnufélagana, orðheppinn
og hispurslaus. Hin eiginlegu
kynni okkar Kristjáns urðu ekki
fyrr en eftir að hann giftist
frænku minni, Fríðu Björnsdótt-
ur, en þau munu hafa gifst nálægt
stríðsbyrjun. Þau eignuðust 3
börn, sem öll lifa föður sinn: Björn
búsettur á Akureyri, Hrafnhildur
búsett í Reykjavík og Metta Iris,
sem einnig er búsett í Reykjavík.
Fríða var góð kona, ákaflega
hógvær og grandvör til orðs og
æðis, góð húsmóðir og einkar góð
móðir barna sinna. Hún lést 1965
eftir þunga sjúkdómslegu.
Að sjálfsögðu stundaði Kristján
sjóinn áfram eftir að hann var
búsettur í Ólafsvík og fór þá einn-
ig á togara syðra, en algengt var
þá, að sjómenn þar stunduðu sjó á
vetrarvertíð í verstöðvum sunnan-
lands. Kristján hafði mikinn
áhuga fyrir umbótum í þorpinu og
var hann aðalhvatamaður þess, að
stofnað var þar byggingafélag
verkamanna, sem byggði margar
íbúðir í Ólafsvík á stríðsárunum.
Framkvæmd verksins hvíldi mest
á honum og Oscar Clausen, rithöf-
undi, er þá bjó í Ólafsvík. Þetta
var mikið átak til að leysa íbúða-
vanda fólksins í þorpinu auk þess
sem einstaklingar byggðu hús þar
á sama tíma. Höfnin var að sjálf-
sögðu mikið áhugamál hans sem
allra þorpsbúa og var hann lengi í
hafnarnefnd og um tíma í hrepps-
nefnd. Á stríðsárunum átti svo að
heita, að höfnin væri fullgerð eins
og hún var teiknuð í upphafi, en
hún var svo grunn, að hún þornaði
að mestu um fjöru, þegar stór-
streymt var. En munur flóðs og
fjöru er ákaflega mikill við
Breiðafjörð sem kunnugt er. Þá
var helst til ráða að lengja norður-
garð hafnarinnar fram á meira
dýpi. Erfitt var með fjármögnun
frá því opinbera þar sem á sama
tíma var verið að byggja lands-
höfn í Rifi. Þetta tókst nú samt og
unnt var að nota stærri báta, en
síðar var byggð góð fiskihöfn þar.
Fyrir um það bil 30 árum fór ég
til vertíðarstarfa í Ólafsvík. Var
ég þá fyrir allmörgum árum flutt-
ur að vestan og hafði nokkrar
áhyggjur af að fá húsnæði, en
margt aðkomumanna var þá í
þorpinu. Þær áhyggjur mínar
reyndust óþarfar, því að þau
ágætu hjón, Fríða og Kristján,
buðu mér þá að vera hjá sér í fæði
og húsnæði. Þar var þó aðkomu-
maður fyrir hjá þeim. Þó að þau
byggju ekki í stóru húsnæði í þá
daga, var hjartarúm þeirra stórt.
Þar var gott að vera, þrátt fyrir
annasöm störf, sem oft gerðu erf-
itt fyrir með að mæta í matinn á
réttum tíma, en öllu slíku var tek-
ið með þeirri Ijúfmennsku, sem
frænku minni var lagið. Næsta
vetur var ég líka á vertíð í ólafs-
vík og var í fæði og húsnæði á
sama stað og hinn fyrri vetur. Þá
var verið að reisa raforkuver við
litla á, sem rennur skammt frá
þorpinu. Að lokinni vertíð er ég
ætlaði að halda heim bauðst mér
allgott starf þar, sem átti að vera
í einn mánuð. Tók ég því og var
áfram á heimili Fríðu og Krist-
jáns. Þarna var ég allt sumarið og
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö
fráfall fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
HARDAR GÍSLASONAP.
Alfreö Haröarson, Ásta S. Alfonsdóttir,
Guöbjörg Ósk Haröardóttir, Trausti Fínnsson,
Sigurgísli Harðarson, Kirstan Moesgaard,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Alúöarþakkir fyrir hlýhug og vinsemd viö andlát og jaröarför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
GUNNARS EINARSSONAR,
Miö-bas.
Unnur Þórarinsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Innilegar þakkir öllum þeim sem auösýndu okkur samúö vegna
fráfalls móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu.
SIGRÚNAR INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR,
Ránargötu 24, Akurayri.
Jón Þorsteinsson,
Ottó Þorstainsson,
Rafn Þorsteinsson,
Sigríöur Þorsteinsdóttir,
Gyöa Þorsteinsdóttir,
Gylfi Þorsteinsson,
barnabörn
Júlía Kristjánsdóttir,
María Sigurjónsdóttir,
Birna Björnsdóttir,
Kristbjörn Björnsson,
Friögeir Valdimarsson,
Hulda Karls,
barnabarnabörn.
langt fram eftir hausti. Hvergi
hefur mér liðið betur utan heimil-
is míns en hjá þessari góðu fjöl-
skyldu. Kristján var litríkur per-
sónuleiki, tilfinningaríkur og
skapheitur. Sérstaklega barngóð-
ur sem oft er um tilfinningaríkt
fólk. Hverjum manni var hann
hjálpsamari, ef vanda bar að
höndum hjá kunningjunum og gat
þá sýnt óvenju mikla ástúð þeim
er bágt áttu. Jafnframt harður og
óvæginn andstæðingi sínum og
var þá á stundum „lítt af setningi
slegið“ í hita leiksins, sem hjá
hirðmönnum Goðmundar á Glæsi-
völlum. Hann var í eðli sínu
heimsmaður, hress og öruggur í
framkomu, gjörsneyddur allri
minnimáttarkennd, maður gleði
og lífsnautnar á gleðistund í góðra
vina hópi. Fáa menn hef ég heyrt
segja betur frá spaugilegum atvik-
um en hann. Kristján var vel á sig
kominn, stæltur og fjaðurmagnað-
ur í hreyfingum, svipurinn festu-
legur og augun dökk og tindrandi.
Hann var góður glímumaður, enda
var hún æfð þá í þorpinu. Á
íþrottamóti þar vestra glímdi
hann eitt sinn fyrir félag sitt og
lagði þá alla keppinauta sína.
Hann var eins og margir íslend-
ingar barn vorsins og gróandans.
Hann var ljóðelskur maður og
las ljóð vel. Á góðum stundum
fékk ég hann oft til að lesa ljóð
góðskáldanna fyrir mig og naut ég
þess betur að mér fannst en að
lesa þau sjálfur. Á þeim tíma, þeg-
ar ég var hjá þeim hjónum, var
hann hættur að stunda sjó og
vann þá aðallega við vörubílaakst-
ur. Síðar varð hann hafnarstjóri
og hafði fjölskyldan þá flutt í nýtt
og myndarlegt hús, sem hún hafði
byggt.
Árið 1962 flytur fjölskyldan til
Reykjavíkur þar sem Kristján
stundaði leigubílaakstur hjá Bæj-
arleiðum til dauðadags. Eftir bú-
ferlaflutning þeirra að vestan kom
í ljós, að Fríða hafði tekið þann
sjúkdóm, sem dró hana til dauða.
Fyrir um það bil áratug giftist
Kristján eftirlifandi konu sinni,
Kötlu Ólafsdóttur. Bjuggu þau
síðast í Álftamýri 10 og þar heim-
sótti ég þau á sjötugsafmæli hús-
bóndans og var hann þá hinn
hressasti að vanda. Að vísu vissi
ég þá, að hann gekk ekki lengur
heill til skógar, en þó datt mér
ekki í hug, að þetta yrði okkar síð-
asti fundur. Hann varð að vísu
ekki gamall maður miðað við það
sem nú er talið gamalt, bar aldur-
inn vel og hélt sinni meðfæddu
reisn.
Margar eru minningarnar frá
spjalli okkar félaganna frá þeim
tíma er við vorum samtíða og sum
tilsvör hans eru mér ennþá minn-
isstæð, þó að flest af slíku sé nú
gleymt. Þó set ég hér eitt tilsvar
hans, sem ég hef oft hugleitt síðar.
Er við höfðum eitt sinn rætt um
lífið og mannleg samskipti, sagði
hann eitthvað á þessa leið: „Veistu
að ein mesta hamingja mannsins
er að fá að bæta fyrir sín brot.“ í
þessum orðum er fólginn mikill
sannleikur, sem óþarft er að ræða
frekar. Ekki man ég til þess, að í
öllu okkar spjalli höfum við rætt
mikið um guðstrú eða hin dýpri
rök tilverunnar nema þá í hálf-
gerðum gáska og alvöruleysi, þó
að hver hugsaði sitt. Eitt sinn fór
hann með lítið sumarljóð fyrir
mig, þar sem mér fannst ég kenna
annan tón en ég hafði heyrt hjá
honum, þar sem hann skynjaði til-
veru guðdómsins í ljósi sólar og
unaði náttúrinnar á kyrrum
sumardegi í þorpinu sínu:
Sólin er komin og sendir oss yl
sendir oss vissu um að guð sé hér til.
Það andar svo ylríkum unaðarblæ
á ástfólgna móður og lognkyrran sæ.
Þú ert svo góður að gefa okkur sól
gefa okkur birtu, gefa okkur skjól.
Það allt vekur yndi og ástir til þín
af alhug ég þakka að sólin nú skín.
Kristján Jensson hefir nú horfið
á vit þess guðs, sem hann skynjaði
— „í ljósflóði sólstöðudags" — og í
unaði náttúrunnar — guð ljóss og
lífs — við vinir hans óskum þess,
að hann hafi fundið þann frið, sem
við mannanna böin leitum öll að í
lífi okkar.
Ó.B.