Morgunblaðið - 15.06.1984, Page 27
_____________________________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
Gísli Guðnason
Stokkseyri - Minning
Fæddur 6. janúar 1909.
Dáinn 5. júní 1984.
Ég krýp og faðma fótskör þína
frelsari minn á bænastund
ég legg sem barnið bresti mína,
bróðir í þína líknarmund
og hafna auðs og hefðarvöldum
fel mig í þínum náðarföldum.
Með þessum orðum vil ég minn-
ast mágs míns, Gísla Guðnasonar
frá Sandgerði, Stokkseyri, en
hann lést 5. þ.m. á Borgarsjúkra-
húsinu eftir stutta legu og verður
útför hans gerð frá Stokkseyrar-
kirkju í dag. Hann var fæddur 6.
jan. 1909 og bjó alla sína ævi að
Sandgerði. Foreldrar hans voru
hjónin Vilborg Sturlaugsdóttir frá
Starkarhúsum Stokkseyri og
Guðni Gíslason, ættaður ofan úr
Hreppum. Gísli var yngstur
þriggja barna þeirra en hin eru
Sturlaugur fæddur 1904, giftur
undirritaðri og búa í Þorlákshöfn
og Margrét fædd 1906, gift Kristni
Júníussyni og búa í Reykjavík.
Gísli var mjög léttur og kátur
þrátt fyrir öll sín veikindi sem oft
voru meiri en hann vildi vera láta.
Hann hafði gott lag á að koma
öðrum í gott skap hvort sem hann
var heima eða að heiman. Kona
Gísla er Guðrún Þ. Tómasdóttir
frá Efri-Gegnishólum og var hún
honum stoð og stytta í fjörutíu og
átta ára sambúð þeirra. Þau eign-
uðust tvö börn, Magnús vörubif-
reiðastjóra, giftan Oldu Einars-
dóttur. Þau búa í Þorlákshöfn
ásamt sonum sínum Gísla Rúnari
og Einari Frey. Vilborgu, sem býr
í foreldrahúsum ásamt dóttur
sinni Guðnýju Rúnu og má því
segja að Gísli og kona hans Rúna
hafi verið henni sem aðrir foreldr-
ar frá því hún fæddist og einnig
öðrum barnabörnum sínum. Gísli
átti einn son fyrir, Garðar, sem er
giftur og býr í Hafnarfirði.
Þau Gísli og Rúna voru mjög
gestrisin og gjafmild, kannski
stundum um efni fram. Þau voru
miklir dýravinir hvort sem voru
þeirra eigin skepnur eða annarra.
Rúna kona Gísla er búin að
verða fyrir miklum áföllum því sl.
vetur létust bæði systkini hennar
og mágkona með fárra vikna
millibili. Svo nú síðast maður
hennar en við vonum að algóður
Guð styrki hana nú sem alltaf.
Börnum okkar Sturlaugs þótti
alltaf gaman að hitta frænda sinn
og var þá oft glatt á hjalla hvort
sem þau voru í Sandgerði eða ann-
ars staðar. Því er sár söknuður í
hugum þeirra.
Elsku Rúna mín, ég og öll fjöl-
skylda biðjum algóðan Guð að
veita þér og fjölskyldu þinni styrk
og huggun því eftir lifir minningin
um góðan dreng sem gekk á Guðs-
vegum.
Aðalheiður Eyjólfsdóttir
Á útfarardegi vinar míns, Gisla
Guðnasonar í Sandgerði, langar
mig að biðja Morgunblaðið fyrir
örfá kveðju- og þakkarorð.
í hugann kemur fyrst þakklæti
til hins látna fyrir frændsemis-
tryggð við konu mína sem fædd er
í Sandgerði og uppalin þar með
móður sinni í skjóli afa síns og
ömmu og móðurbræðra. Ég geymi
____________________________27_
í hugskoti mínu minningu um við-
mót Gísla í Sandgerði þegar ég
ungur að árum gerði mér tíðar
ferðir á heimili hans, til fundar
við heimasætuna frænku hans.
Gísli hafði jafnan tiltæk létt til-
svör sem ungur maður kunni vel
að meta og þessi lífsstíll hans
breyttist ekki þó aldur færðist yfir
og heilsa hans væri ekki alltaf
sterk.
Gísli var einstakur skilamaður í
öllum viðskiptum og snyrtimenni
um allt sem hann umgekkst.
Stundum þótti manni það vera um
of, en þegar betur var skoðað, virti
maður verk hans og trúmennsku
við allt það sem fallegt var og til
bóta í hinu daglega lífi.
Og nú á kveðjustund eru honum
færðar einlægar þakkir frá fjöl-
skyldu minni og vinum öllum, sem
hver í sínu hugskoti minnist heið-
arleika hans og vinfesti. Guð gefi
byggð Stokkseyrar marga sonu
með lífsviðhorf Gísla í Sandgerði.
Fjölskyldu hans votta ég einlæga
samúð.
Gunnar Sigurðsson
frá Seljatungu.
Minning:
Soffía Jakobsdóttir
frá Patreksfirði
Fædd 11. febrúar 1893.
Dáin 6. júní 1984.
Tengdamóðir mín, Soffía Jak-
obsdóttir, lést að morgni 6. júní sl.
á 92. aldursári. Útför hennar verð-
ur gerð frá Garðakirkju í dag.
Soffía var fædd að Rima í Sel-
árdal við Arnarfjörð 11. febrúar
1893. Foreldrar hennar voru hjón-
in Vigdís Gísladóttir og Jakob
Kristjánsson. Var hún næstelst af
átta systkinum. Þrjú þeirra eru
látin, Málfríður, Kristófer og Leó,
eftir lifa Kristján og Helgi á
Patreksfirði, Ármann á Akranesi
og Una í Reykjavík. Einnig ólst
upp á heimilinu systurdóttir Vig-
dísar, móðir Soffíu, Soffía Lilja
Friðbertsdóttir, en hún lést 1976.
Ennfremur átti Soffía hálfsystur,
Ásgerði Guðrúnu í Reykjavík.
Foreldrar hennar fluttu með
fjölskylduna frá Selárdal til
Patreksfjarðar og síðar að Bakka í
Tálknafirði. Meðan á dvöl þeirra á
Patreksfirði stóð áttu þau heimili
út í Vatnskrók, við enda vatnsins,
sem Vatnseyri dregur nafn sitt af,
en nú er orðið lífhöfn fiskiskipa
Patreksfjarðar. Þar ólst Soffía
upp og snemma var hún lánuð út
af heimilinu til ýmissa snúninga.
Um svipað leyti og foreldrar
Soffíu flytja til Patreksfjarðar
flyst einnig önnur stór fjölskylda
þangað, en lengra um veg komin,
úr Austur-Skaftafellssýslu, sem
ekki hefur verið lítið átak á þeim
árum. í þessari fjölskyldu voru
tvær systur og sex bræður og einn
þeirra, Helgi Einarsson, varð eig-
inmaður Soffíu. Voru þau gefin
saman 5. desember 1913, en Helgi
lést 2. júní 1940. Þau eignuðust 5
börn, Einar, kvæntur Helgu Berg-
mundsdóttur frá Vestmannaeyj-
um, en þau létust með tveggja ára
millibili, þau áttu 3 börn, Jakob,
giftur undirritaðri, þau eiga 3
börn, og Steinunn Lilja dvelst á
Sólborg á Akureyri, ógift. Enn-
fremur dvaldi Una, systir Soffíu, á
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar álytkar:
Illa staðið að efnahags
málum þjóðarinnar
FUNDUR í stjórn og fulltrúaráði
Starfsmannafélags Reykjavíkurborg-
ar, haldinn 7. júní 1984, lýsir yfir and-
úð sinni á því, hvernig ríkisstjórn
landsins hefur staðið að efnahagsmál-
um þjóðarinnar í kjölfarið á lagasetn-
ingu hennar frá 27. maí 1983, um af-
nám kjarasamninga og vísitölubind-
ingu launa. Með þeim lögum var fram-
kvæmd á okkur mesta kjaraskerðing,
sem nokkru sinni hefur verið gerð í
einu lagi.
Við höfum að mestu sætt okkur
við þessa skerðingu í von um að
okkar framlag yrði metið að verð-
leikum, sem fyrsta skref til við-
reisnar bágbornu efnahagslífi þjóð-
arinnar.
Þó skrefið væri stórt og byrði
okkar þung, er þó ljóst að það nægir
engan veginn til þeirrar viðreisnar,
sem heitið var.
Öll loforð um að aðrir tækju á sig
hluta af byrðunum hafa sýnst hald-
lítil til þessa.
Atvinnufyrirtæki í landinu á sviði
verslunar og þjónustu vaxa eins og
gorkúlur á haug og skila eigendum
sínum milljóna tuga hagnaði.
Sífelldar ögranir stjórnvalda í
formi aukinna álaga, og oft á þá sem
síst skyldi, misbjóða svo réttlætis-
kennd okkar að langlundargeðið er
að þrotum komið. Fulltrúaráðið tel-
ur rétt að vara stjórnvöld landsins
við því að verði ekki að gert, getur
ekkert, alls ekkert, komið í veg fyrir
að kjarasamningum verði sagt upp
og þeim aðferðum beitt, sem duga
til stefnubreytingar.
Því felur fundurinn stjórn St. Rv.
að fylgjast vel með framvindu mála
og kalla fulltrúaráðið saman, þegar
henni þykir þurfa að taka afstöðu til
uppsagnar launaliðs núgildandi
kjarasamnings.
heimili þeirra frá 11 ára aldri.
Árið 1919 tekur til starfa Raf-
veita Patreksfjarðar og þar verður
Helgi rafstöðvarstjóri, gegndi
hann því starfi til æviloka. Soffía
stóð fyrir stóru og erilsömu heim-
ili, margur átti erindi við Helga í
sambandi við starf hans. Heimilið
var afar gestkvæmt og sjaldnast
sat fjölskyldan ein við matarborð-
ið. Snemma fór Soffía að vinna
utan heimilisins við fiskþvott o.fl.
því tilheyrandi. Eftir lát Helga
stóð hún fyrir heimilinu áfram og
stundaði alla almenna lvinnu, sem
gafst á þeim tíma, svo sem þjón-
ustustörf og fiskvinnu og margur
minnist hennar frá störfum við
Barnaskóla Patreksfjarðar. Um
árabil bjuggu þær mæðgur Soffía
og Lilja saman á Patreksfirði, en
er aldurinn færðist yfir flutti hún
til Reykjavíkur og dvaldist sein-
ustu 13 árin á Hrafnistu.
Soffía var skapmikil kona, með
sitt suðræna útlit, dökk brún augu
og dökkt hár. Hún hafði fallega
söngrödd, unni mjög ljóðum, sem
hún kunni ógrynni af. Gaman var
að heyra hana fara með þau og
gamla bragi um lífið, tilveruna og
fólkið á Patreksfirði og víðar á
hennar ungdómsárum.
Hún fór ekki varhluta af and-
streymi lífsins, en lét aldrei bug-
ast. Hún hélt sínum andlega styrk
fram til þess síðasta.
Barna og barnabörnin, sem ekki
geta kvatt ömmu Soffiu í dag,
senda sínar innilegustu kveðjur og
þakka henni öll árin, sem þau áttu
með henni.
Ég þakka henni góða og dýr-
mæta samferð og bið henni Guðs-
blessunar. Heimkoman veit ég að
verður henni góð.
Brynhildur Garðarsdóttir.
Ferming í
Þórodd-
staðakirkju
FERMING í Þóroddstaða-
kirkju í Kinn sunnudaginn 17.
júní kl. 12 á hádegi. Prestur sr.
Kristján Róbertsson.
Fermd verða: Hólmar Vil-
hjálmur Gunnarsson, Hálsi,
Jón Barði Tryggvason, Fells-
seli, Karitas Jónsdóttir, Ár-
teigi.
Við fermingu á Patreksfirði á
hvítasunnudag voru 8 börn
fermd við fermingarguðs-
þjónustu sóknarprestsins, sr.
Þórarins Þór prófasts. Nafn
einu stúlkunnar í hópi ferm-
ingarbarnanna féll niður af
fermingarlistanum, er hann
var birtur í blaðinu. Var það
af óviðráðanlegum orsökum.
Fermd var Lilja Valgerður
Jónsdóttir, Aðalstræti 124, þar
í bænum.
Ferðanestið
í lofttæmdum umbúðum að þínu vali
□ Grillaöir kjúklingar □ Smurt brauö
□ Steiktar kótilettur □ Svartfuglsegg
□ Soöin sviö □ Rófustappa
□ Soöiö hangikjöt □ Kartöflumús
□ Samlokur □ Haröfiskur
og blandaö álegg á feröaveröi
|©1
Vorumarkaöurtnn lif. Eiðistorgi n, sími 29366.
Ármúla 1 a, sími 686111.
-geriðskil
Takiðekki áhættu
semfyrst.
Gjalddagi kaskótrygginga
ökutækja var
Má HAGTRYGGHVG HF
Suðurlandsbraut 10.105 Reykjavik, sími 685588.