Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.06.1984, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 Reykjavíkurmeistarar á skíöum NU þegar snjóa fer sem óðast að leysa, kveðja skíðamenn í Reykjavík rísjóttan vetur meö veitingu veglegra verðlauna- gripa til hlutskörpustu kepp- enda í göngu og alpagreinum, sem verslunin Hagkaup hefur gefiö Skíöaráöi Reykjavíkur í þessu skyni. I alpagreinum er árangur keppenda mældur í stigum sem menn ávinna sér í héraösmótum vetarins og telur besti árangur í þremur af fjórum mótum. En í göngugreinum ráöast úrslit í ein- stökum mótum. Hart var barist í sumum flokkum og réöust úrslit oft ekki fyrr en í síöasta mótinu og uröu úrslit þessi: Reykjavíkurmeistarar í alpa- greinum: sttg Stúlkur 8 ára og yngri Stefania Williamsdóttir, Á 83 Drengir 8 ára og yngri Kristján Kristjánsson, KR 90 Stúlkur 9—10 ára Helga Pótursdóttir, ÍR 83 Drengir 9—10 ára Pálmar Pétursson, Á 90 Stúlkur 11 — 12 ára Selma Káradóttir, ÍR 90 Drengir 11 — 12 ára Pótur Haraldsson, Fram 64 Stúlkur 13—14 ára Þórdis Hjörleifsdóttir, Vík 90 Drengir 13—14 ára Egill Ingi Jónsson, ÍR 90 Stúlkur 15—16 ára Kristín Ólafsdóttir, KR 77 Drengir 15—16 ára Þór Ómar Jónsson, ÍR 83 Konur: Helga Stefánsdóttir, ÍR 83 Dýrleif Arna Guömundsdóttir, Á 83 Karlar: Helgi Geirharösson, Á 77 Reykjavíkurmeistarar í göngu- greinum: Piltar 5 km Þórir Ó. Ólafsson, SR Konur 5 km Sigurbjörg Helgadóttir, SR Karlar 15 km Ingólfur Jónsson, SR Karlar 30 km Ingólfur Jónsson, SR Ðoöganga 3 x 10 km Karlar, A-Sveit SR Ingólfur Jónsson, Halldór Matthíasson, Matthias Sveinsson. Boöganga 3 x 3,5 km Konur, Sveit SR Sigurbjörg Helgadóttir, Lilja Þorleifsdóttir, Ásdís Sveinsdóttir. Verðlaunaveitingin fór fram í hófi sem Skíöaráð Reykjavíkur héit keppendum miövikudaginn 6. júní í Þróttheimum. Þangaö var einnig boöiö keppendum og fulltrúum fyrir- tækja sem unniö höfðu til verö- launa í árlegri Firmakeppni SKRR sem er ein höfuötekuöflun þess. • Sigurvegarar í hinum ýmsu aldursflokkum mað verölaunagripi sina. Hlaupabrautin í Laugardal: Nýtt efni á leiðinni EINS OG þeir hafa eflaust séð sem lagt hafa leið sína ( Laugar- dalinn er hlaupabrautin á Val- bjarnarvöllum ekki í nothæfu ástandi. Ástæða þessa er aö tartan-lagið sem er á brautinni er ónýtt og því var gripiö til þess ráðs að rífa lagið af henni og nú á að fara að setja nýtt lag þannig að frjálsíþróttafólk getur tekiö gleði sína á ný. Ekki er þó allt eins og best verö- ur á kosiö í þessu sambandi. Efniö sem kom frá Svíþjóö og nota átti passar ekki saman viö þaö sem til var fyrir því búiö er aö breyta blöndunni í gúmmíkvoöunni. Af þessum ástæöum þurfti að endur- senda það og nú er beöiö eftir aö fá rétta blöndu og vonast er til aö þaö veröi byrjaö aö leggja þaö eft- ir rúma viku. Aö sögn Baldurs Jónssonar, vallarstjóra, væri búiö aö koma brautinni í nothæft ástand ef ekki heföi komið til þessi vitleysa meö efniö. Hann kvaö fyrirtækið ytra ekki hafa látiö þá vita aö búiö væri aö breyta blöndunni og því heföu þeir veriö grandalausir. „Öll viö- skipti okkar viö þetta fyrirtæki hafa veriö mjög leiöinleg," sagði Baldur. Hann sagöi einnig aö malbikiö sem er undir tartan-laginu væri á sumum stööum ekki eins og best veröur á kosið. Efsta lagiö á efninu heföi hleypt vatni í gegn og mal- bikið því bólgnaö. Ekki væri þó hægt aö gera viö þetta því þaö kostaöi formúu og þá væri alveg eins hægt aö taka brautina og henda henni. Baldur sagöi aö þetta væri allt verktökunum aö kenna, þeir heföu ekki nokkurn áhuga á aö vanda til verka hjá smáþjóö eins og islendingum. sus Fyrirliggjandi í birgðastöð Heildregnar pípur Sverleikar: 1“ - 10“ Din 2448/1629/3 ST35 oOO O o Oooo QOo SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 48 leikmenn hafa skorað í fyrstudeildarkeppninni í knattspyrnu hafa verið skoruö 69 mörk í þeim sex umferðum sem búnar eru. Flest mörk hafa Ak- urnesingar gert, eöa tíu talsins, en Víkingur og KA fylgja fast á eftir með niu mörk hvort félag. Markaskorunin var ekki mikil í fyrstu umferöinni, aðeins sex mörk skoruö þá. Síöan fór þetta stigvax- andi. Tólf mörk í 2. umferö, 13 í þeirri þriöju og 14 í fjóröu umferö. I 5. umferö kom dálítiö bakslag því bá voru aöeins skoruö 6 mörk en í síöustu umferð tóku menn aftur fram markaskóna og skoruöu hvorki fleiri né færri en 18 mörk. Þeir leikmenn sem skoraö hafa mörk í sumar eru nú orðnir 48 tals- ins og skiptast þeir þannig á milli félaga: KR, Þór, ÍA og Víkingar hafa sex markaskorara innan sinna raöa, Keflavík, Fram og KA hafa fimm markaskorara hvert fé- lag, Breiöablik fjóra, Þróttur þrjá, og Valsmenn hafa aöeins tvo. — sus. 160 leikmenn í ÞEIM leikjum sem lokið er á ís- landsmótinu í 1. deild hafa alls 160 leikmenn tekið þátt fyrir sín félög, aö vísu mislengi en allir eitthvað. Keflvíkingar hafa notaö fæsta leikenn til þessa, aöeins 14. Síöan koma Valur, Þróttur og KA, sem öll hafa notaö 15 leikmenn, Breiöa- blik, Víkingur og Þór hafa öll notaö 16 leikmenn, Frammarar og Skagamenn hafa notast viö 17 leikmenn hvort félag og KR-ingar hafa notaö 19 leikmenn, enda hafa margir þeirra átt viö meiösl aö stríöa. — SUS. Morgunblaðið/ Krittján. • Hinir nýju eigendur Líkamsrækterstöðvarinnar í Engihjalla. Frá hægri: Ólafur Sigurgeirsson, Óskar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri, Birgir Borgþórsson, Viðar Sigurðsson, Þorsteinn Thorsteinsson, og Sveinn Jónsson, formaöur KR. Lyftingadeild KR flytur í Engihjallann EIGENDASKIPTI hafa oröið að Æfingastööinni að Engihjalla í Kópavogi. Hefur veriö stofnað hlutafélag um rekstur stöövarinn- ar og er lyftingadeild KR eigandi 1/7 hlutafjár. Lyftingadeild KR rak áöur Jaka- ból í Laugardal og hefur þaö veriö lagt niöur og öll tæki flutt í Engi- hjallann. Viö þá viöbót hefur skap- ast mjög fullkomin aöstaöa til allra æfinga frá þungaþjálfun til al- mennrar líkamsræktar. Sérstakt herbergi hefur veriö tekiö í notkun undir lyftingar svo ekki skapist ónæöi fyrir hinn almenna viö- skiptavin æfingastöövarinnar. Sér- stakur salur meö parketgólfi er í æfingastöðinni og veröur hann notaöur undir kvennaleikfimi á morgnana frá 9.00—11.00 og síö- an á kvöldin undir músikleikfimi, aerobic o.fl. Eftir hádegi og til kvölds veröur síöan kennsla í breakdansi. Til kl. 16.00 er hægt aö fá Ijósatíma í stööinni án þess aö vera jafnframt meö æfingakort. Þjálfarar og leiðbeinendur eru all- margir og opnunartími frá kl. 7.00 á morgnana til kl. 22.00. Fram- kvæmdastjóri er Óskar Sigur- pálsson. Einkunnagjöfin Keflavíkurvöllur: ÍBK — Fram 2:1 (0:0) Mörkin: Helgi Bentsson á 75. mínútu og Ragnar Margeirsson á 87. mínútu fyrir ÍBK, Kristinn Jónsson á 88. mínútu (víti) fyrir Fram. Dómari: Guömundur Haraldsson. Áhorfendur: 950. Einkunnagjöf: ÍBK Þorsteinn Bjarnason 8 Gísli Eyjólfsson 7 Valþór Sigþórsson 7 Óskar Færseth 6 Guðjón Guðjónsson 6 Siguröur Björgvinsson 6 Ingvar Guðmundsson 5 Einar Ásbjörn Ólafsson 7 Helgi Bentsson 7 Ragnar Margeirsson 7 Kristinn Jóhannsson 6 Rúnar Georgsson (vm.) 5 Fram: Guðmundur Baldursson 6 Þorsteinn Vilhjálmsson 6 Trausti Haraldsson 7 Sverrir Eínarsson 7 Bragi Björnsson 6 Kristinn Jónsson 7 Steinn Guöjónsson 6 Ómar Jóhannsson 6 Guömundur Steinsson 6 Guðmundur Torfason 6 Viðar Þorkelssor. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.