Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 1
)
!• * »
FÓLKIÐ KAUPIR
KARTÖFLU
í BÍLUM GRÆN-
METISVERZL.
MB—Reykjavik, þriðjudag.
Kartöflustriðið svonefnda
stendnr enn. í dag sendi Græn
metisverzhin landbúnaðarins
bfl í Kðpavog og seldi úr hon
trni kartöflnr og uppi eru ráða
gerðir um að senda bfla víðar
til þess að auðvelda húsmæðr
um að ná í Þessa nauðsynja-
vöru, sem smásöluverzlanir
hafa nú sett á „bann!ista“
vegna þess að þær telja sig
ekki hagnast nægilega á að
selja Hana.
Blaðið átti í dag tal við
Jóhann Jónasson, forstjóra
Grænmetisverzlunar landbúnað
arins og sagði hann að allt sæti
við sama í „kartöflustríðínu".
AUmargir fisksalar halda áfram
að selja kartöflur, mikið hefur
selzt í hinum nýja grænmetis
markaði í Síðumúla 24, en þar
er á boðstólum alls kyns græn
meti auk kartaflna á vægu
verði og í dag var gerð fyrsta
tilraun til að selja kartöflur
úr bíl- Var sendur bíll í Kópa
vog. Jóhann kvaðst ekki hafa
verið relknað með mikilli sölu,
enda lítill tími gefizt til að
auglýsa söluna, en þó hefði
reyndin orðið sú að talsvert
mikið hefði selzt. Væri nú í
athugun að auka þessa þjón
ustu og myndi sennilega næst
verða farið tíl Hafnarfjarðar
og svo um þau hverfi Reykja
víkur, sem verst væru sett.
Jóhann kvað sér ekki kunnugt
um neinar mótaðgerðir kaup
manna vegna þessarar bílasölu
og hefðu engin mótmæli borizt
frá þeim vegna hennar.
FÉÐ FLYKKIST
NIÐUR í BYGGÐ
MB-Reykjavik, þriðjudag.
Illviðrakaflanum, sem gengið hef
ur yflr Norðurland að undanförnu
er nú lokið, og í dag var þar yfir
leitt bezta veður, en fjöll eru
enn alhvít. Heyskapur hefir stað
ið i stað viðast norðanlands í um
hálfan mánuð og í snjónum síð
ustu vikuna hefur fé flykkzt nið
ur til byggða og hefur verið rek
ið til réttar á a. m. k. fjórum
stöðum i Húnavatnssýslu og
Skagafjarðarsýslu.
í dag skein sól á Norðurlandi
eftir nær óslitinn illviðrakafla í
hálfan mánuð. Síðustu viku hef
ur snjóað meira og minna og
eru fjöll alhvít. Fé hefur flykkzt
niður í byggð og hefur sums stað
ar verið rekið til réttar. Á
fimmtudaginn var réttað í Staðar
rétt í Skagafirði og á sunnudag
inn í Sauðárkróksrétt. í gær var
svo réttað í Vatnsdalsrétt og í
dag í Auðkúlurétt. Heldur virtist
þeim Vatnsdælingum féð rýrt,
en á það ber að lita að það var
blautt og svangt, en náð var í
það fram fyrir girðingu, þar sem
það var á hagleysu vegna snæv
arins. Skagfirðingar telja féð
hafa litið allvel út.
Erlingur Davíðsson, ritstjóri á
Akreyri, kannaði þessi mál fyrir
blaðið í Eyjafjarðarsýslu og Þing
eyjarsýslum. Hann kvað fé víð
ast hvar hafa komið heim til
byggða og sums staðar í ríkum
mæli, nefndi hann t. d. að við
fjárgirðingu Akureyrarbæjar
hefðu i gær verið mörg hundruð
fjár og frammi í Saurbæjar- og
Hrafnagilshreppum væri mikið
fjöldi kominn. Þar væru bændur
Framhald á 14. síðu
Ráð-
herra-
skiptin
Reykjavík, 31. ágúst 1965.
Á fundi ríkisráðs í
Reykjavík í dag féllust
handhafar valds forseta ís
lands á lausnarbeiðni Guð
mundar f. Guðmundssonar
frá ráðherraembætti. Jafn
Ifraimt viar Emil Jónsson,
sjávarútvegs- og félags-
málaráðherra skipaður ut
anríkisráðherra í stað
Guðmundar í Guðmunds
sonar með sama verksviði
og hann hafði. Þá var
Eggert Þorsteinsson, al-
þingismaður, skipaður
sjávarútvegs- og félagsmála
ráðherra í stað Emils Jóns
sonar með sama verksviði
og hann hafði.
Þá var staðfest aðild ís
lands að Norðurlandasamn-
ingi um afnám vegabréfaeft
irlits, staðfest var breyting
á reglugerð fyrir Háskóla
íslands, gefin út tilskipun
um nýja lyfjaskrá og stað
festar ýmsar afgreiðsliar,
sem fram hafa farið utan
fundar.
Frétt frá rfkisráðsritara.
BRÓÐIR HAMMARSKJÖLD KREFST
SKADABÓTA VEGNA SKRIFA UM
AÐ HANN HAF! FYRIRFARID SÉR
NTB—Stokkh. þriðjudag.
í dag hófust réttarhöld
í rrtáli því, sem bróðir Dag
Hammarskjöld, Sten, hefur
höfðað gegn nokkrum
sænskum blöðum og útgef
enda vegna skrifa þeirra
um Dag Hammarskjöld.
Borgarrétturinn í Kalm
ar vísaði á bug þeirri
kröfu Sten Hammarskjöld,
að bók sem gefin hefur ver
ið út um dauða Dags, verði
gerð upptæk. Hefur Sten
krafizt skaðabóta að upp-
hæð 100.000 til 150.000
sænskar krónur af útgef-
andanum. Verður það mál
tekið fyrir 23. september.
Einíg hefur Sten Hammar-
skjöld stefnt blöðunum Syd-
svenska Dagbladet og Idun-
Veckojournalen 'fyrir að hafa
birt greinar um dauða Dags
Hammarskjöld, þar sem því
er haldið fram, að hann hafi
komið fyrir sprengju í flug-
vélinni, sem hann fórst með,
þannig ráðið sjálfum sér og
samferðamönnum sínum bana
Aðalritstjóri Sydsvenska Dag
bladet sagði í réttínum i dag,
að blaðið hefði ekki ætlað að
breiða út ósannar sögur um
dauða Hammarskjölds- heldur
hefði aðeins verið skýrt frá
grein um málið, sem birzt nefði
í þýzka vikublaðinu Der Spieg
el. Hefði Þetta verið liður i
fréttaþjónustu blaðsins, og
hefði í ritstjómargrein daginn
eftir að fréttin birtist, verið
vísað á bug fullyrðingum Der
Spiegel.
Ritstjóri Idun-Veckojourn-
alen hefur lýst yfir, að það hafi
verið mistök að birta grein þá
um dauða Hammarskjölds. sem
tekin var úr bandariska tíma
ritinu Fact.
Rithöfundurinn Bent Stjern
crantz hefur nýlega gefið út
bók um dauða Dags Hammar
skjölds, þar sem hann fullyrð
ir, að Dag hafi fyrirfarið sjálf
um sér og þeím 15 mönnum.
sem voru með honum í hinni
örlagaríku för yfir Kongó fyrir
fjórum árum. Einnig er þar
rætt margt um kynferðislíf
Hammarskjölds og trúarhug-
myndir hans.
Sten Hammarskjöld krefst
100000 sænskra króna af Syd-
svenska Dagbladet og jafn-
hárrar upphæðar af Idun-Vecko
journalen Nema skaðabótakröf
urnar því 300000—350000
sænskum krónum.
'mBKmá
V , - ,** *
'
Dag Hammarskjöld
Dag Hamarskjöld. aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, fórst á-
samt fimmtán manns, er hann
var á leið til fundar við Moise
Tsjombe í Katanga. Flugvélin
fórst hinn 18. september 1961.
Ekki eru taldar iíkur á, að
sprenging hafi orðið i vélinni.
wwppfpiwipw
RmssaB