Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 9
■55K' MHVVIKUDAGUR 1. september 1965 TÍMINN Hún les Passíusálmana í eigin- handarriti sr. lallg Vigdísi Magnúsdóttur kafði ég ekki hitt fyrr en um daginn austur á Stokks eyri, að ég heimsótii hana í sterku siðsumarsólskini eftir helliskúr og voru þó tæpast meira en austantór- ur framundan, þegar við komum út úr þokunni á heiðinni- Mér hefði sjálf- sagt veitzt erfitt að geta rétt til um aldur konunn- ar við fyrstu sýn, eftir út liti einu að dæma, svo kvik er hún enn í hreyfingum, málhress og mir.nug, og sjónin það skörp og áhug- inn vakandi, að eftir að hún komst á hundraðasta árið fór hún að lesa Passíu sálmana eftir Ijósprentuðu eiginhandarriti séra Hall- gríms, vill síðan helzt ekki lesa þá öðruvísi, segist alla tíð hafa verið mesti bóka- ormur. Mann sinn missti hún fyrir tæpum tuttugu árum, og af sjö börnum þeirra eru aðeins tvö á lífi, tvíburabræður komnir á áttræðisaldur, og er annar vist maður á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Vigdís lét sér ekki nægja að koma börnum sínum á legg, heldur tók hún í fóstur dóttur systur sinnar. sem fór til Ameríku, og nú seinni árin hefur hún búið hjá dóttur þeirrar fósturdóttur sinnar, Margréti Sturlaugsdótt ur og manni henmar, Herði Pálssyni skipstjóra á Stokk- seyri — Ertu upprunnin hér á næstu grösum, Vigdís? — Nei, ég er fædd í Rangár vallasýslu, á Bjalla í Landsveit, þar sem foreldrar mínir, Magn ús Magnússon og Arnheiður Böðvarsdóttir, byrjuðu sinn búskap. Þar ólst ég upp' til sjö ára aldurs/ þá fluttumst við á næsta bæ, Holtsmúla, og vorum þangað til sjö ára ald urs, þá fluttumst við á næsta bæ, Holtsmúla, og vorum þang að til ég var 14 ára, og þar í sveit fermdist ég, en ég er víst það eina eftirlifandi af 14 ferm ingarsystkinum. Daginn eftir ferminguna fluttist faðir minn búferlum að Úthlíð í Biskups tungum og var þar iengst af, eða þangað til hann fluttist að Laugarvatni, þar sem hann bjó síðast. — Voruð þið mörg systkin in? — Við vorum nú ellefu, en ekkert eftir af þeim nema ég og Böðvar á Laugarvatni, sem var einn af þeim yngstu og tólf árum yngri en ég. — Hvað manstu fyrst eftir þér? — Ég heyri sagt, að sumir muni eftir sér 2—3 ára, en það get ég ekki sagt fyrir mína parta. Ætli ég muni ekki lengst þegar ég og systur mínar tvær vorum að reka kýr einn góð an veðurdag. Líklega hefur það festst í minni af því að þá fór ég fyrst yfir læk þarna á Bjallanum. — Hve gömul fórstu úr for eldrahúsum? — >á var ég 22 ára, fór þá fram í Flóa, eignaðist þar kærasta, Þorvarð Jónsson og svo settum við saman bú í Með alholtum í Flóa og bjuggum þar í 42 ár. Þetta var mesta kot, ekkert nema kargaþýfi, og nú er það komið í eyði. Annars tók sonur okkar þar við bú- skap af föður sínum, og þá flutt umst við hingað niður á Stokks eyri og áttum heima hér all- mörg ár í húsi Jóns söðla- smiðs föður Bjama M. náms- stjóra. — En börn ykkar? — Já, við eignuðumst sjö börn, fjórar stú-lfcur og þrjá drengi. Stúlkurnar eru allar dánar og einn sonurinn, en á lífi eru tvíburabræðu-mir Jón og Ingvar, komnir á áttræðis aldur. Jón bjó lengi í sveit og er nú fluttur til Reykjavífcur. Ingvar sótti sjó hér á Stokks eyri á yngri árum en var len-gi múrari í Reykjavík, og býr nú á Hrafnistu. Maðurinn min-n dó 1946 og var^ þá kominn á ní ræðisaldur. Á sínum tíma var haidið upp á guHbrúðkaup okk ar, svo þú getur séð að maður man tvenna tímanna. Það má segja að hún sé til tvískiptanna þessi langa ævi. — Hefurðu ætíð verið við góða heilsu? — Líklega má frekar se-gja það. Þó fékk ég einu sinni í lungun, og 1 annað sinn feiknar óþægindi fyrir brjóstið, en ég verð að segja sem er, að tveir hómópatar læknuðu mig í bæði þessi skipti eins og skot. í annað sinn, og það var þegar ég eignaðist yngstu dóttur mína, sem þú sérð myndina af þarna á veggnum, var það svo. að ég fékk þessar óskap legu kvalir í brjóstið Maður inn mihn fer þá að tala um að Vtgdis MagnuSdóttir. Tímamynd—GB fara til læknis. En þá er því eins og hvíslað að mér, að rétt ara sé að leita til hómópata. Ég hafði sem sé hvorki mætur né ómætur á hómópötum. Og ég segi við manninn minn, að helzt vilji ég láta leita til hans ísólfs Páissonar, hann var nefnilega hómópati, faðir hans Páls. Nú, hann fer og kemur með glösin þrjú, þrjá og fimrn dropa úr hverju. Og ég var ekki búinn að fá marg ar inntökur og liggja lengi þeg ar ég fann ekki lengur til Ég veit ekki enn, hvers vegna ég kaus að fá hjálp hómópata, ég hafði svo sem enga skoðu-n stofn að mér eða hugsað mikið um mun á læknum og hómópötum, heilbrigðir þurfa ekki læknis við. Nú. í hitt skiptið og það var áður, fékk ég í lungun, mik ili og vondur hósti og hentist upp úr mér mikið sull með blóði í hóstaköstunum. Þá var farið til hans Brynjólfs Minna- Núps, ég sagði líka, að það ætti að fara til Brynjólfs frá Minna-Núpi, sem ég þekkti og vissi að fékkst við þetta. Ojæja, sendingin frá honum dugði þá svo vel, að mér bráð batnaði og he-f ég ekki fundið til síðan. Svo skal ég segja þér það, að nú fyrir nokkrum árum voru allir, ungir og gamlir, jafnt karlar sem konur, skoð aðir og þá var ég í Reykjavík og fór í þessa skoðun. Það var gamall læknir þarna yfir, og ég fer að spyrja hann, þegar röðin kom að mér og allir gegnumlýstir. hvort ekki finn ist eitthvað athugavert við lungun í mér, og hann segir að það sé nú ekki aldeilis, ég sé stálhraust í lungunum, en ein hvern tíma hafi ég samt fund ið til, en það sakaði ekki, það væri voða stórt bris í lunganu, það sér hann svo ekki var um að villast. Af þessu geturðu séð, að vel hafa hrifið meðölin frá honum Brynjólfi frá Minna Núpi. — Var Brynjólfur mikið á ferð um sveitin-a, t. d. að skrifa upp sögur eftir fólfci? — Það varð ég ekki mikið vör við. Hann hélt oftast til á Eyrarbakka. Og það var mikið vinfengi milli hans og Guðmundar „bóka“ sem svo var kallaður og vann við bók hald í vestari búðinni á Bafck anum. Margar vísur og kveðl ingar eftir Guðmund bóka fófu á kreifc. Brynjólfur dó á und an hon-um og þá komst G-uð mundur svo að orði, að það væri undarlegt, „að ha-nn skyldi aldrei síma, úr því hann væri kominn yfir rúm og tíma.“ — Hvernig var vísan? — Já, Guðmundur var ekta gott skáld, og þegar vinur hans Brynjólfur frá Minna Núpi var úr töl-u lifenda, kvað Guðmundur: Ekkert skil ég 1 að þú aldrei skulir síma, ú-r því hafinn ertu nú yfir rúm og tíma. og síðan nokkrar vísur og loks þessi: Vertu sæll, ég s-akna þín e-n sé þig, vin-ur, aftur, þegar sumarsólin skín og sálar þroskast kraftur. — Hafðirðu gaman af ljóð- um? — Já, og ég hafði gaman af bókum. Hefði ég lifað í eftir læti, eins og mörg börn gera, h-efði ég ekki gert neitt annað en liggja í bókum. — Voruð þið systkinin öll svona bókhneigð? — Ég held ég hafi verið verst með það að láta á móti mér að vera efcki sífellt að lesa, þega-r hægt var. Ég hefði viljað fá að gefa mig alla að þessu, en það var talin fásinna og alls ekki siður í þá daga. En þó að maður ætti auðvelt með að læra, þá þarf enginn að stæra sig af því, það var eins og hvert annað lán. En því get ég ekki neit að, ég var óttalega ónáttúruð fyrir að vera yfir kindum, en maður varð að gera þetta, han-ga yfir rollunum og hafa vakandi auga með þeim. En mér leiddist þetta oft skelfi lega. Svo var nágrannakona oft á vegi mínum, sem betur fór, því hún laumaði að mér bók oftar en séð varð til. Og þá þurfti ég að ekki að kvíða deginum í hjá setunni, t. d. ef hún hafði meðferðis eitthvað eftir Hjálmar í Bólu. En þetta var eins og eitur í augum hinna fullorðnu að maður hefði Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.