Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 11
X MTOViKUDAGtJR 1. septemlier 1965 TÍMINN JANE GOODELL 59 súpu, fisk, kjöt og kaKöflur? Það, sem skipti máli, var að komast út og fá eitthiraÉð annað, en við vorum vanar að fá á hverjum degi. Við þráðum allar biteiytingar og veittum okkur þær á mis- munandi hátt. Við bjnftuðum að elda framúrskarandi fínar máltíðir á litlu vélinniyokkar í skálanum. í búðum, sem voru sæmileg eftirlíking aíf; nýlenduvöruverzlunum okkar heima, keyptum við blönduðjísalöt á dollar pundið. Flestar verzlanir seldu bandarískar monrsuðuvörur fyrir himinhátt verð, og áður en lauk, höfðu iþessar einföldu máltíðir kostað okkur að meðaltali fjóra dcíllara á mann, en þær voru samt þess virði. Niðursoðinn ogiþurrkaður matur getur orðið eins og hey á bragðið þegarnbúið er að borða hann í sex mánuði. Hvort það var líka af þrá eftir tilbreytingu eða vegna þess, að við áttum vo« á Hertoganum af Kent til tedrykkju, sem halda átti honum til heiðurs, veit ég ekki, en skömmu fyrir hinn ótímabæifa dauða hans, byrjuðum við að verða svolítið óánægðar meg útlit okkar. Einkennisbúningarnir okk- ar voru farnir að tcosna á ermunum, og olnbogarnir voru orðnir slitnir og pokar komnir í pilsin okkar að aftan. „Námu- manna“ húfumar ókkar voru líka famar að láta á sjá, og þótt þær hefðu eirtuj sinni verið stífar voru þær nú farnar að hanga máttlausar niður yfir ennið eins og velkt hvítkál. Nýir einkennisbúnitrigar vom á leiðinni, en við vissum ekki nákvæmlega, hvenæjr við máttum eiga von á þeim. Fengjum við aðeins nýja hátta, þá myndi það hressa mikið upp á útlitið! Hugmynd! 'Vi'ð gætum búið til nýjar húfur úr pils- unum, sem við vorjum hættar að nota. Þar var hægt að fá nægilegt efni í bát_( Erfitt var að trúa því, að smámunir eins og þessir gætu or?iið okkur til sérstakrar ánægju. En svo varð nú samt, og |>ó enn meira, þegar drengirnir tóku eftir gerðum okkar og Ikrósuðu útlitinu. -t/ea * , ,1Ss Tveir yfirmennfc'tómstundastarfsins, Frank Hagan ög Laké Russel, sem farnh; vom að hafa áhyggjur af því hvað lítið var gert, ákváðuiínú að slá tvær flugur í einu höggi. Rætt var um að Akuireyri, annar stærsti bærinn á íslandi, yrði miðstöð tómstundastarfsins fyrir þá hermenn, sem staðsettir vom í þeim landshluta. Líta varð yfir staðinn, með þetta í huga. Hvers vegiiafekki að taka með sér þangað fjórar stúlk- rfðan hinar, í önnur ferðalög, þar til allar hefðu fengið að lyfta sér eitthvað upp og breyta til? Petta var álitin fyrirtaks hugmynd. Doris, Betsy Lane, Cam og ég urðum fyrir valinu í þessa fyrstu ferð. Að hugsa sér, að óþægilegt ferðalag yfir ekki meira en fimm hundruð kílómetra veg, og sem ekki átti að taka meira en viku, skyldi verða til þess að vekja hjá okkur tilhlökkun, sem ekki hefði verið meiri þótt við hefðum verið að leggja upp í ferð í kringum hnöttinn! Það hljómaði hlægilega og barna- lega. En einnig á þennan hátt hafði mat okkar á hlutunum, breytzt á þeim sex mánuðum, sem liðnir vom frá því við komum til landsins. Framfarir. Ferð okkar til Akureyrar átti ekki að vera mikið frá- bragðin frá þeim sem verið hafði, þar sem við urðum að hafa með höndum skemmtidagskrár í öllum herbúðum á leið- inni. Ekki var heldur um hvíld að ræða, því allan daginn var ekið eftir ósléttum, mjóum vegum og að kvöldi vorum við slituppgefnar. Samt var gaman að vera nú á ný á ferð. Þar við bættist að við gistum á íslenzkum hótelum á leið- inni og það var skemmtileg reynsla. Að Hótel Borg undan- teknu eru íslenzku hótelin vissulega nokkuð, sem hægt er að furða sig á. Þau keppa við „Grand Hótel“ eða öllu heldur við Aðaljárnbrautarstöðina sjálfa í New York (Grand Central station) — hvað snertir umferð og starfsemi, sem virðist fara fram óaflátanlega allan sólarhringinn. Fyrstu nóttina ákváðum við að gista á litlu hóteli. Ég geri ekki ráð fyrir, að þar hafi verið fleiri en fimmtán her- bergi, og hvert herbergi var lítill ferhyrningur, sem leyfði ekki, að gengið væri fram og aftur um gólfið. Þar sem fólk var að koma og fara alla nóttina, veltum við því fyrir okk- ur, hvernig hægt væri að veita öllu þessu fólki einhvern viðurgjöming í svona takmörkuðu húsrými. Gengið var á þungum stígvélum upp og niður þröngan stigann, sem var vlð hliðina á herberginu mínu. Heyra mátti Iágværar radd- ir fyrir framan dyrnar. Þá heyrðist, þegar opnaðar voru aðrar dyr og þeim síðan lokað og viðræðurnar héldu áfram, og ég sá fyrir mér langa röð, sem beið fyrir utan. Allt' í einu var hurðinni á herbergi mínu hrundið upp og í mjúkri birtunni, sem smaug inn á milli gluggatjaldanna sá ég, að einhver hristi höfuðið ■ gmnjulega. Veran hélt áfram að hrista höfuðið og ég heyrði óánægjurödd sem rausaði eitthvað á máli, sem ég skildi ekki. Síðan hvarf höfuðið úr dyragætt J 42 sagði hann — Míá' datt í hag, að ef þú kærðir þig efeki um ibúðina, þá gæti ég beðiði-ifrú Bradley og Gwen að flytja hinigað. Að minnsta kosti um tíma. Iber seldu húsið sitt, þegar Bradloy dó, og hafa ekki fengið sér amnað húsnæði í staðinn. Þær erui að svipast um eftir íbúð handa sJír. __ Pað væri mjög hentugt, sagði Ray og bmrðist við að sýn- ast róleg. Hún í.fann til afbryði. Hún sá þau í aioida í stofunni, ÖU þrjú — í stoifiunni hennar. A kvöldin mundu (þau draga glugga- tjöldin niður ogj kveikja eld í arn inum. Það mur/cli snarka skemmti lega í viðarku'Wiunum og heitan, gulrauðan bjarrna leggja á þau þrjú. Þau þurftu alls ekki á henni að halda. Hún ttiafði fyrirgert rétti sínum til að vera þar. Fyrir nokkr um mánuðum tmundi hún líklega ekki hafa telá/5 sér þetta nærrí, en nú læsti ueinstæðingskenndin sig um hjartauaitur hennar. Druce opnaði stofudymar. Sam talinu var lokið. Ray rétti úr sér og gekk framhjá honum út í for- stofuna. Hún nam staðar við stig- ann og leit við. — Þú hefur verið mér góður, Druce, sagði hún lágt. — Ég er þér mjög þakklát . . . Henni var erfitt um að tala. Hún var með kökk í hálsinum og hann sveið í augun — Það tekur ekki að minn ast á það, sagði hann og röddin var hás. — Við skulum vona, að við finnum hamingjuna hvort í sínu lagi. — Já, hvíslaði hún. Aftur var þögn. Þögn, sem kæfði alla von og alla drauma. — Jæja, vertu þá sæl, Ray. Ég fæ mér miðdegisverð í klúbbnum, sagði hann dálíítið hranaiega. Hann hafði snúið sér frá henni, þegar hann heyrði veiklulega rödd hennar aftur. — Viltu ekki taka í höndina á mér, Ðruce? Hann kipptist við. En á næsta augnabliki brosti hann hlýlega og rétti henni höndina. — Til ham- ingju Ray, sagði 'hann lágt. Kæfandi þungi þagnarinnar kringum þau var horfinn. En í stað inn var komin spenna eftirvænt- ingarinnar, en hún fékk ekki útrás í orðum. í nokkrar sekúndur biðu þau bæði eftir að eitthvað mundi ske. En svo sleppti hann hendi hennar og fór inn í bókaherberg- ið. Það heyrðist skellur þegar hurðin lokaðist á eftir honum. — Ég vona, að Druce hætti ekki að borga mér lífeyrinn, þó að þessi smásnurða hafi komið á þráðinn hjá ykkur, sagði frú Red- mond, þegar Ray var flutt heim til hennar. — Smásnurða! sagði Ray beizk- lega. En hvað það var líkt móð- ur hennar að lita svona á þetta. Frú Redmond hafði alltaf 'okað augunum fyrir því, sem henni hentaði ekki að sjá. Ef til 411 var það þess vegna, sem líf hennar hafði orðið svona tilgangsliust. Ray horfði hugsandi á móður sína, en sagði ekkert. — Heldurðu, að hann geri það? endurtók frú Redmond kvíðin. — Vafalaust ekki, sagði Ray af sannfæringu. — Það væri ekki líkt honum. Hann er þvert á móti allt of rausnarlegur — það er gall- inn á honum. — Bull! sagði frú Redmond hvöss. — Mér finnst þetta undar- legt, en síðan þú fórst frá hon- um, ertu alltaf að útmála hvilíkur ágætismaður hann sé. Ég skil -kki hvers vegna þú varst ekki áfram hjá honum, úr því að hann er svona dásamlegur. Þú þykist vera nútímakona, en svo situr þú og þráir dag eftir dag, eins Og stáss- mey frá átjándu öid. Þetta fer að fara í taugarnar á mér. — Afsakaðu, mamma, muldr- aði Ray angurvær. Hún sat og spennti greipar um hnén og starði í eldinn á arninum.1 Henni leið afar illa innan um öll j húsgögnin í þröngri stofunni hjá móður sinni. og fannst illmögu- legt að snúa sér við. Hún þráði gamla heimilið sitt, þar hafði hún 11 Rest bea* koddar Endurnýjum gömlu sængurnar Eigum dún og fiðurheld ver æðardúns. og gæsadúnssængur og kodda af vmsum stærðum — PÓSTSENDUM - Dún- og fiðurh reinsun Vatnsstig 3 — Simr 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) ráðið húsgagnaskipuninni sjálf og þar hafði farið vel um hana. Ray var svo eymdarleg, að frú Redmond fékk sting fyrir hjart- að. Hún stóð erfiðlega upp úr djúpum hægindastólnum og gekk til dóttur sinnar, og lagði handlegg inn um herðar hennar. — Vertu nú ekki svona dauf, barnið mitt. Við getum farið til Parísar eða suður að Miðjarðarhafi, ef þú vilt, og gleymt öllum þessum leiðind- um. Með þessi tvö þúsund þín á mánuði höfum við efni á að búa í beztu gistihúsu m. . . — Nei, ég vil ekki fara í ferða lag, mamma, sagði hún lágt. — Ég er að hugsa um að fara að vinna — Vinna? hváði frú Redmond forviða. Ray brosti. Móðir hennar hefði varla orðið meira hissa þó hún hefði sagzt ætla að flytjast til Sí- beríu. — Já, sagði hún með meiri áherzlu en áður. Ég er orðin leið á að lifa sem sníkjudýr. Ég ætla að fá lán af peningum Drue til bess að geta stofnað verzlun. En síðar ætla ég að endurgreiða hvern einasta eyri. — Endurgreiða? hváði frú Red mond og tók andköf. Er hún að verða brjáluð, hugsaði hún með ser. - Góða bam. Hann er maður ínn þinn og skyldugur tii að ala önn fyrir þér. Hvers konar vinnu þykist þú ætla að taka fyrir? Ray lagði viðarkubb í eldinn. — Við Rita Noland ætlum að stofna verzlun. Við höfum nið í húsnæði rétt við Fifth \venue Við vorum að tala um þetta í dag, og hún er ólm í það. Og það er- um við reyndar báðar. — En hvað ætlið þið þa að selja? spurði frú Redmond, sem trúði þessu ekki meir en svo ecn þá. Hún nefndi orðið „Selja- með megnustu fyrirlitningu. — Það er leyndarmál, fyrst um sinn, sagði Ray hlæjandi og stóð upp. — Ég ætla að ganga út da- litla stund. Það er svo þungt loft hérna inni. Ég kem bráðum aftur. Þegar hún kom út í hrema íoft- ið, var hún alveg óráðin í hvert hún ætti að halda. Kvöldloftið var svalt og hressandi, er það lék um heitar kinnar hennar. Hún fann, að ef hún hefði verið Iengur inni hjá móður sinni, mundi samtahð hafa ebinzt að Druce, rétt einu sinni. Og hún vildi ekki ræða um hann við móður sína. Eftir dálitla stund tók hún eftir, að af gömlum vana hafði hún tek- ið stefnuna í áttina heim. Hún nam staðar á gangstéttmni og horfði á húsið. Það var orðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.