Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 14
14 TSMENN MIÐVIKUÐAGUR 1. september TILKYNNING Samkvæmt samningum milli Vörubílstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveiteridasambands íslands og samningum annarra sambandsfélaga verður leigugjald fyrir vörubifreiðir frá og með 1. september 1965 og þar til öðruvísi verður ákveðið, eins og hér $egir: Dagv. Eftirv. Nætur- & helgidv. Fyrir 2Vz tonna vörubifreið Kr. 137.10 159.10 181.10 2Vi 3 tonna hlassþ — 153.00 175.00 197.00 1 1 co 1 00 1 — 169.00 191.00 213.00 31/2 4 — — — 183.60 205.60 227.60 _ 4—41/2 — — — 196.90 218.90 240.90 1 1 LO 1 1 — 207.60 229.60 251.60 5—51/2 — — 216.80 238.80 260.80 — 51/2—6 — — — 226.20 248.20 270.20 6 61/2 — — 234.10 256.10 278.10 61/2 7 — — 242.10 264.10 286.10 1 <1 & 1 1 — 250.10 272.10 294.10 1 1 co 1 £ I> 1 — 25810 280.10 302.10 LANDSSAMBAND VÖRUBIFREIÐASTJÓRA. MÁL SUSÖNNU REITH TEKIÐ FYRIR HJÁ BORGARFÓGETA EJ-Reykjavík, mánudag. Reith útgerSamaður hefur nú farið fram á það yið dómstólana, að Björgun h. f. verði meinað að ráðstafa Susönnu Reith á nokkurn hátt. Má búast við að mál þetta verði tekið fyrir í fógetaréttinum í vikulokin, eða eftir helgina. Eins og kunnugt er, kom Reith útgerðarmaður, fyrri eigandi Sus önnu Reith, sem strandaði á Rauf arhöfn í sumar, hingað til lands fyrir nokkru og gerði kröfu til skipsins. Telur hann sig aldrei hafa afsalað sér eignarréttinum á skipinu. FÉÐ KEMUR NIÐUR Framhaid at Dls 1 yfirleitt búnir að heyja tún sín og hleyptu fénu á þau, er það kæmi til byggða. Hann kvað hvergi hafa verið réttað enn á þessu svæði. Um færð hafði hann þær fréttir, að Axarfjarðar heiði hefði lökazt vegna snjóa fyr ir helgina og hefði verið ófær eða illfær í dag, Siglufjarðarskarð væri ófært enn og Lágheiði hefði verið haldið opinni með veghefl um. Á mánudagsnóttina hefðu jeppar verið fastir á veginum milli Möðrudals og Grímsstaða og hefði þá mikill snjór verið á öllum öræfum og allt austur í Hrafnkelsdal. Iilviðrakafli þessi hefur einnig hamlað heysbap, eins og gefur að skilja. Erlingur sagði að hann hefði fengið þær fréttir að á Langanesi og í Þistilfirði hefði innan við hebningur bænda náð að heyja helming af fyrri slætti og sumir sáralítið. Blaðið náði í dag tal af Einari Stefánssyni á Egilsstöðum, en hann var þá staddur á Bakka firði. Hann kvað þar ákaflega kuldalegt og hefði snjóað langt niður í fjöll. Hann fór þangað á laugardag um Möðrudalsfjöll og Vopnafjörð og fékk þreifandi byl. Nú kvað hann orðið nokkum veginn heiðríkt. Hann kvað hey skap mjög mismunandi á veg kominn, en margir ættu eftir að heyja mjög mikið. Sömu sögu væri að segja af Héraði, þar væru sumir allvel á veg komnir með heyskapinn, en aðrir ættu mjög mikið eftir. Fé hefði kom ið mikið niður fyrir austan, en þar hefði ekkert verið réttað, enda engar girðingar sem fé stöðvast við. Hann kvaðst hafa heyrf á mönnum að þeim litist prýðilega á féð, enda væri gróður til fjalla eystra með allra bezta móti og gróðri hefði farið þar fram, alveg þar til snjóaði. IÞROTTIR veggi í baðherbergjum. Geng ið hefur verið frá loftræstinga rásir — og pípulagninga- menn eru komnir langt með verk sitt. Hinn langþráði draumur íþróttamanna um að komast í viðunandi íþróttahús, fullboð legt til keppni í inniíþróttum, j rætist því senn. En þótt hægt I verði að byrja keppni í höllinni strax í desember, er ekki þar með sagt. að öllum framkvæmd um við þetta mikla mannvirki sé lokið, en þá verður m. -a. i eftir að ganga frá áhoríenda svæðinu. Áhorfendasvæðið er staðsett norðan megin í húsinu (sömu megin og inngangurinn) og á að koma þar fyrir sæt um fyrir 2 þúsund manns. Til að byrja með verður aðeins um stæði að ræða. En þrátt fyrir, að ýmis legt kunni að vera ólokið í legt kunni að vera ólokið í desember, ber að fagna því, að á þeim tíma skuli verða hægt að taka húsið til notk unar fyrir íþróttafólk. NÁMSTILHÖGUN Framhald at 16. síðu. lesnar á síðustu tveimur árum BA-stigsins. Hinag tii hefur BA-próf ver ið fólgið í því að taka þrjú stig í aðaigrein og tvö í aukagrein, en nú verður einu stigi bætt við, þannig að menn verða annað hvort að taka þrjú stig í tveimur greinum, eða þrjú í einni tvö í annarri og eitt í þeirri þriðju. en kennslugrein getur eins stigs grein in ekki orðið og þar við bætist að til þess að hægt sé að lesa til kandidatsprófs þarf BA-maður að hafa þrjú stig í tveimur greinum. Við þetta bætast svo tvö for próf, próf í almennum málvísind um og próf i hljóðfræði fyrir alla þá, sem leggja stund á tungumál, og einnig verður krafizt forprófs í latínu fyrir þá, sem ekki hafa stærðfræðideildarstúdentspróf. Þessar breytingar á námstilbög un verða til þess, að nám til BA prófs lengist um eitt ár undir venjulegum kringumstæðum, verð ur fjögur ár í stað þriggja til þessa. Nú verða einnig settar regl ur um hámarksnámstíma, og skulu BA-menn hafa lokið námi innan 4Vz árs frá þeim tíma er þeir innritast. f samræmi við hina nýju reglu gerð verða stofnuð þrjú ný prófessorsembætti við háskól- ann, í ensku almennri sagnfræðí og í Norðurlandamálum, en þar að auki verða ráðnir þrír nýir kennarar tveir í íslenzkum fræð um og aukakennari í almennum málvísindum og hljóðfræði til forprófs. Þeir stúdentar, sem þegar eru innritaðir í háskólann geta hald ið áfram námi sínu án þess að fylgja þessari nýju tilhögun, en verða þó að hafa lokið námi inn an hæfilegs tíma. Nýja námsskip unin nær aðeins til stúdenta sem innritast eftir að breytingin hefur tekið gildi. LJÓMI FELLDUR Framhald af 16. síðu. farið milli fimmtíu og sextíu ferðir yfir Kaldadal ríðandi. Hún átti rauðan gæðing lengi, og þegar hún feidi hann, vildi hún láta prest syngja yfir mold um hans en fékk ekki. Er Rauð ur grafinn á Rauðagili. Ljómi var náfrændi Rauðs, þótt jarp ur væri, góðhestur, þægur og traustur en varla talinn gæð ingur. í sumar lagði Sigríður eitt sinn af stað á honum úr Reyk holtsdal og ætlaði ofan daia fram í Lundareykjadal. Á heið um ofan Flókadals missti hún Ljóma ofan í og náði honum ekki upp og gekk til byggða í Flókadal eftir hjáip. Þegar menn komu á vettvang var Ljómi kominn upp úr af sjálfs dáðum en var haltur. Komst hann þó heim að Rauðsgili en var haitur síðan. Þar gerðust yfirgangshestar af nágranna- bæjum harðleiknir við hann og léku hann svo, að hann var vart gangfær. Var þá ekki um annað að gera en fella hann, enda var hann orðinn 24 vetra. BILA OG BÚVÉLA SALAN | '/Miklatorg Sími 2 3136 I ÞÁKKARÁVÖRP Innilegar þakkir og kveðjur til þeirra, er glöddu mig á sjötíu ára afmæli mínu 26. ágúst s.l. Sólborg Sigmundsdóttir, Helgastöðum. Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu viS fráfall eigin- manns míns, föSur okkar og tengdaföSur Hilmars Stefánssonar bankastjóra. Sérstaklega þökkum við bankaráðl og starfsmannafélagi BúnaSar- banka íslands vinsemd og vlrðingu. Margrét Jónsdóttir Þórdís Hilmarsdóttir SigríSur og Stefán Hilmarsson. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vlnarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar? tengdaföður og afa, Guðmundar Jónssonar frá Hundastapa, Mýrum Sigurbjörg Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þakklæti tll ailra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, við andlát og jarðarför litla drengsins okkar Reynis Guð blessi ykkur öll, Guðrún Hafliðadóttir, Kristinn Markússon. HÓl—Reykjavík, þriðjudag. Klukkan rúmlega 9 í kvöld var slökkviliðið kvatt að Ármúla í Reykjavík. Hafði kviknað þar í timbri. Var töluverður eldur í timbrinu, en tókst að slökkva eft- ir klukkutíma. Auglýsið í fímanum BÍLAKAUP Saab ‘65 skipti mögul. ó VW ‘63 til ‘64. Renault Dolphine ‘63 ekinn 25 þús km góðir greiðslu skilmálar, verð 80 þús. Commer Cob ‘63 skipti möguleg á sendibíl. Verð 90 þúsund. Consul Cortina ‘63 skipti mögul. á ódýrari bíl, verð 130 þúsund. Moskvitsj ‘55 skipti möguleg á yngri Mosk- vitsj. Moskvitsj station ‘65 ekinn 7 þús. km. með útvarpi, verð 129 þús staðgr. Moskvitsj ‘63 skipti möguleg, verð 95 þús. Prinz ‘63 ekinn 25 þús. km. skipti mögul. á Opel Kapitan eða öðru. Verð 80 þús. • Opel station ‘63 skipti eru möguleg á VW yngri en ‘60, verð 150 þús. Opel Kadett ‘63 ekinn 26 þús km. skipti mögul. á Taunus 17m ‘65. Opel Kapitan ‘60 Deluxe, mjög góður, skipti mögul. á VW eða öðru, Verð 135 þús. Chevrolet ‘55 með nýl. vél og í góðu standi, fæst með góðum kjörum. Ford station ‘55 fæst útborgunarlaust m. trygg um greiðslum. Verð 50 þús. International ‘52 sendiferðabíll í góðu standi. verð 20 þús.kr. samkl. Buick ‘54 2ja dyra Hardtop fallegur, með nýrri sjálfskipt- ingu, skipti mögul. verð samkl. Setra ‘57 21 farþega, góður bíll, verð samkl. Mercedes Benz 190 ‘58 skipti mögul. Verð 120 þús. Ford ‘57 skipti mögul. á góðum jeppa. Verð samkl. Zodiac ‘56 skipti mögul. á góðum jeppa á svipuðu verði. VW ‘63 vill skipta á Saab ‘65 VW 55 með ársgamalli vél, verð 40 þús. staðgreitt. Chevrolet ‘59 4 door Hardtop 6 sýl sjálfsk. skipti mögul. verð 80—90 þús. Rússajeppi ‘56 skipti mögul. á ódýrari bíl. Verð 75 þús. Opel Caravan ‘60 skipti mögul. á Rússajeppa m. diesel vél eða nýl. Willys. BÍLAKAUP (Rauðará Skúlagötu 55. Sími 15812.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.