Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 16
^...............'v-TI Sigríður felldi Ljóma - og bauð til erfisdrykkju AK—Reykjavík, þriðjudag. Sigríður Jóna Jónsdóttir hef ur fellt Ljóma sinn og grafið liann i hcstagrafreit sínuin heima á Rauðsgili, þar scm hinn rauði gæðingur hcnnar hvíldi fyrir. S. 1. laugardag bauð Sigríð ur þeim sveitungum, sem þiggja vildu, til erfisdrykkju eftir Ljóma heima á Rauðsgili. Var þar margt manna saman komið og veitingar höfðing legar. Landsmenn muna eftir Sig- ríði Jónu og Ljóma hennar. Um þau var ekki svo lítið skrif að í blöðin síðustu dagana í júlí fyrir tveimur árum. er Sigríður lá úti fimm daga á Amarvatnsheiði, týndi Ljóma og reiðtygjum en bjargaðist sjálf þrátt fyrir hamfaraveður og fannst upp við Arnarvatn. Ljómí var Þá 22 vetra. Sigríð ur hafði ætlað yfir Arnarvatns heiði og Stórasand til Hvera valla en hreppti illviðri. Talið er, að Sigríður hafi Framhald á bls 14 WWwlCla*—Wí5í<fiktjda,g»r T. september 1965 — 49. árg. Miklar breytingar á náms- ti/högua í heimspekideild í KOLLAFJÖRÐ IGÞ—Reykjavík, þriðjudag. Tíminn hefur frétt að fyrstu lax arnir séu gengnir í laxastöð ríkis ins í Kollafirði á Þessu sumri. Þeir fyrstu komu í sumar sem leið, eða þrír talsins þá. Nú munu hins vegar vera komnir um tuttugu laxar í tjarnirnar. Hafa átta þeirra verið handsamaðir og var sá þyngsti þeirra tólf pund. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur verið tregt um lax í sumar í laxveiðiám landsins og lax hef ur gengið seint. Það eru því tölu verðar líkur til þess að enn eigi eftir að fjölga verulega í Kolla fjarðarstöðínni nú í haust. Blaðinu er ekki kunnugt um hve miklu magni af seiðum var sleppt fyrir tveim árum, sem eru stofninn að þeim laxi, sem nú kemur, en það eru taldar góðar heimtar að tíu .af hundraði skila sér til baka. í fyrra var tvö hundruð Þúsund laxaseiðum sleppt í Kollafjarðar stöðínni, en samkvæmt kenning unni um tíu af hundraði, ættu tuttugu þúsund laxar að skila sér til Kollafjarðar á næstu tveimur árum. Mundi freyða töluvert af þeim hóp í ekki meira vatni en er upp frá. TUTTUGU LAXAR £RU KOMNIR FJÓRIR RÁÐNIR TIL ÍS- LENZKA SJÓNVARPSINS EJ—Reykjavík, þriðjudag. Fjórir menn hafa nú verið ráðn ir við íslenzka sjónvarpið. Þeir eru Emil Rjörasson, dagskrárstjóri frétta- og frœðsludeildar, Steindór Hjörleifsson, deiídarstjóri lista- og skemmtideildar, Jón D. Þor steinsson, deildarverkfræðingur og Gísli Gestsson, kvikmyndatöku maður. Séra Emil Bjömsson fæddist 21. september 1915 á Felli í Breiðdal, S-Múlasýsiu. Hann varð stúdent frá M. A. árið 1939, stundaði nám í ViðsikiptadeiRd Háskðla fsl. 1939- ‘41 og Iauk prófi þaðan í ýmsum greinum, og varð cand. theol. frá Háskóla fslands árið 1946. Hann varð fréttamaður við útvarpið 1944, og er fulltrúi fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann er formað ur Blaðamannafélags íslands. Steindór Hjörleifsson er löngu landskunnur leikari. Hann fæddist 22.. júlí 1926 á Hnífsdal. Lauk prófi úr leiklistarskóla Lárusar PálSsonar 1949 og gerðist síðan leikari hjá Þjóðleikhúsínu í tvö ár, en hefur síðan verið leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur verið í stjórn Leikfélagsins um langan tíma og er nú formað ur þess. Steindór var um tíma hjá ITV í Bretlandi og kynnti sér þar sjónvarpsmál. Jón D. Þorsfeinsson verkfræðing ur er fæddur að Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum 26. desember 1933. Hann tók stúdentspróf frá Laugarvatni 1955 og útskrifaðist í janúar 1963. Síðan hefur hann starfað til skamms tíma hjá Eltra sjónvarpsverksmiðjunum í Kaup mannahöfn. Gísli Gestsson, kvikmyndatöku maður, fæddist 25. maí 1941 í Reykjavík. Hann er vanur töku sjónvarpsmynda og hefur tekið ýmsar fréttamyndir fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar, m.a. af Surtsey, eldflaugaskoti Frakkanna á Mýr dalssandi, komu Phílips prins til íslands o. fl. eða þrjár námsgreinar. Nú eru þær námsgreinar sem hægt er að leggja stund á Þessar: íslenzka (málifræði og bókmenntir) danska, norska, sænska, ensfca, þýzka, franska, sagnfræði alm.saga og ís- landssaga) landafræði og bóka- safnsfræði, en ráðgert er að í framtíðinni verði einnig hægt að leggja stund á finnsku, spænsku, latínu, grísku, almenna bók- menntasögu, aimenn málvísindi og heimspeki í deildinni. Hingað til hefur verið hægt að leggja stund á stærðfræði, eðl isfræði, efnafræði og þess konar 1 heimspekideild, en nú verða þess ar greinar kenndar í verkfræði- deild, sem mun útskrifa kennara í þeim, en eftir sem áður verður hægt að taka til BA-prófs bæði hug- og raungreinar, t. d. ensku og stærðfræði. BA-próf verður framvegis sem hirngað til lokapróf frá háskólan um, en jafnframt veitir það rétt indi til framhaldsnámis, til kandi datsprófs eða meistaraprófs. Til að byrja með verður hægt að taka kandidatspróf í íslenzku (mál fr. og bókm.) fyrir þá sem lokið hafa BA-prófi í íslenzku og ann arri grein, í sögu fyrir þá, sem hafa BA-próf í sagnfræði og annarri grein, og í íslenzkum fræðum (málfræði, bókm. og sögu) fyrir þá sem hafa BA pnóf í ís lenzku og sögu. En síðar meir verður stefnt að því, að hægt verið að taka kandidatspróf í íleiri greinum. Stefni menn að því að gerast kennarar að BA-prófi loknu verða þeir að ljúfca prófi í uppeldis- og kennslufræðum, og er gert ráð Vfyrir, að þessar greinar séu Framhald á 14 siðu Veiddu tinúð lax í Skjálf andafljóti ED-Akureyri, þriðjudag. Fyrir nokkrum dögum veiddist hnúðiax í Skjálf andafljóti, og hefi ég ekki fréttir af því að færa að fleiri hnúðlaxar hafi veiðzt hér norðanlands í sumar. Lax þessi mun hafa verið allvænn og veiddist í net í landi Granastaða í Kinn. FB-Reykjavík, þriðjudag. Á ríkisráðsfundi í dag var stað- fest breyting á reglugerð fyrir Há skóla íslands. Breytingin nær að- aUega til heimspekideildar háskól ans, og verða nú töluverðar breyt ingar gerðar á námstilhögun og prófum innan deildarinnar. Hing að til hefur verið talað um „norrænudeild" en í henni hafa þeir setið, sem hafa hugsað sér að taka kandidatspróf í íslenzkum fræðum, og „BA-deild“ sem lagt hefur áherzlu á svokallaðar „BA- greinar", þ. e. erlend tungumál, sögu, landafræði o. s. frv. Við til komu reglugerðarbreytingarinnar er gert ráð fyrir að sama fyrir komulag verði í kennslu allra námsgreina innan heimsspekideild arinnar. Blaðið náði í dag tali af prófessor Hreini Benediktssyni deildarforseta og spurðist fyrir um breytingamar. Þeir, sem hefja nám í heim spekideild stefna að því að taka BA-próf, og geta valið sér tvær Steindór Hjörleifsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.