Morgunblaðið - 22.06.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.06.1984, Qupperneq 13
M0RGUN8LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984 45 ar skoöunarferðir, máltíöir, gist- ingar og raunar fjölmargt annaö eru innifaldar í veröinu, en þaö er 23.900 þýsk mörk, sem jafngildir um 257 þúsund íslenskum krón- um. Airtour-ferdin Þessi ferö veröur farin heldur síöar í haust, eöa þann 21. nóv- ember til 12. desember og veröur flogiö austur á bóginn í upphafi feröarinnar. Förin hefst á því aö flogiö er til Kaíró, og síöan liggur leiöin þaðan til Mauritius, Sri Lanka, Bali, Sidney, Fidji, Thaiti, Acapulco, New York, og svo til baka til Frankfurt. Einnig í þessari ferö veröur eingöngu gist á lúxus- hótelum eöa 5 stjörnu hótelum. Veröiö er heldur hærra í þessari heimsreisu, en þeirri sem greint er frá hér aö framan, eöa nálægt 270 þúsund krónum, og þar eru inni- faldar allar feröir, skoöunarferöir, máltíöir og fjölmargt fleira, svo sem sérstakt kvöldveröarboö hjá prinsinum Conkorda af Megwi á Bali. Grænlend- ingar fá hótel í Jakobshöfn GRÆNLENSKA landsstjórnin mun opna 40 herbergja hótel i Jakobshöfn, á norövestur- strönd Grænlands í október í haust í samvinnu viö Flugfélag Grænlands og SAS. Veröur opnun hótelsins í tengslum viö vígslu Jakobshafnarflugvallar, sem mun gera Flugfélagi Grænlands kleift aö fljúga Dash-7 vélum til Disco-flóa, í staö þyrlna. 40 herbergi veröa f hótelinu eins og áöur segir, og veröa þau öll meö baöi og salerni. Hóteliö verður rekiö af Arctic Hótelunum. Við bjóðumupp úfieiraenmatseðiíímri segirtiCum. Sjáxtm meðaC cmruxrs um emkasctmkvœrm jyrir starfsmarmahópa, jeCagasamtök, Errúðkaup, átthagasamtök, cettarmót o.fC. Llrn CxeCgar erurrt \nð með Cánar feákixánsceía griCCveisCur. Fyrir 6ömin erum \nð með 6áta sem þau geta sigCt á x>atnrnu. lCíunið að xnð erum ernrág með 6ensín, oCíusöCu og þjónustumiðstöð jyrir tjaCcCErúa og CtjóEftýsafóEíi. Verið veCfiomin. Atfu Við vdtum cEvdCarafsíátt jyrír þá sem vilja dveíja í núðri vifat Tísfcusýmng í kvöíd ki 21.00 sýna Módeísamtökui gbesiíegan uttarfatnað ftú Áíafvssi 0* HÖTBL YALHÖLL ÞINGVÖLLUM • SÍMI 99-4080 æskunni og öll list hans á rætur aö rekja til hennar, trúi ég. Svo þaö er engin tilviljun aö ég spjalla eitthvaö um hafiö. Og eyöimörkina, eins og ég geri í Síngan Rí. Því ég er fædd- ur á eyöimörk. Alinn upp á sandi milli Krossavíkur og Hellissands. Og þarna er mikill himinn. Hann kemur í nýju bókina mína. Nú, ég drukknaöi viö þennan sand þegar ég var sjö ára. Ég má segja aö þá hafi ég unniö mikinn sigur, aö hafa ekki fariö úr sambandi, því margir ná sér aldrei eftir slíka drukknun. Djúpiö fjallar um þennan þátt úr lífi mínu, svo sem tvær, þrjár sekúnd- ur. Hvort ég kom of nálægt ööru lífi? Ég veit þaö ekki fyrir víst. En ég veit ekki hvort viö höfum nokkurn tíma náö saman, ég og sá sem drukknaöi. Borgarinn Steinar hefur veriö harla hallærislegur. Hann hef- ur oft beöiö hinn um hjálp á erfiöum stundum. En hinn varöar ekkert um þennan borgara. Hefur hvorki skiln- íng né áhuga á honum. Og öfugt. — Þú segir aö Djúpiö sé sjálfsævísaga. Einhverntíma fékk ég á tilfinninguna aö þaö sé sama aöalpersónan í Faröu burt skuggi og Djúpínu ... — Já? Nei, nei, ööru nær. Ann- ars þótti mér dáldiö vænt um þessa sögu, Farðu burt skuggi, því ég skrifaöi hana á stuttum tíma, mig minnir aö þaö hafi gerst á 4—5 dögum, og þaö var í þorpinu Vila Praia de Ancora í Norður-Portúgal. Viö vorum þar saman, viö Barbara blessunin, konan mín. Og þetta var þaö eina sem ég skrifaöi á tveimur árum. Svo héldum viö til Þýska- lands þar sem Barbara fór aö vinna og ég aöallega aö drekka, því ég komst ekki á neinn skriö viö neitt annaö en þaö. Barbara er gædd frábærri innsæisgáfu, en hún brást einu sinni. Hún hélt aö ég væri ofurseldur drykkjusýki og baö mig margsinnis aö fara til sálfræöíngs og láta hann koma lagi á mig, en ég vissi aldeilis aö þaö var lag á mér og lét aldrei veröa af því. — Leggurðu mikið uppúr inn- blæstri? Þarftu aö vera heitur til að geta skrifaö? — Ég vil ekki móöga þennan mikla mátt meö því aö segja aö ég þekki hann. En ég má þó segja aö ég hafi notiö þess aö vera i einhvers konar leiöslu. Nei, þetta er ekki þaö aö vera heitur. Hugurinn er þvert á móti kaldur. ískaldur. Jafnvel ópersónulegur. En hann er óskeik- ull. Hann velur ávallt réttu orðin, og þau eru ávallt einfalt mál og foröast þaö aö drekkja efninu f flúri, sem hinni fullu meövitund hættir oft til aö nota. Ég má jafnvel segja að maöur sé í mikilli fjarlægö viö sjálft efniö og skrifi einfaldlega vegna þess aö svona hlýtur allt aö farai Enda reynist oft erfitt eftir á aö hnika oröi. Ég hef ekkert á móti slíkri leiöslu, jafnvel þótt mér finnist oft sem ég veröi aö sjálfum djöflinum meöan á henni stendur, því óg er latur og kann þar aö auki ekki aö hugsa. — Nú verður útvarpsþéttur um þig á sunnudaginn undir titlinum „Utangarösskáld". Þú sagðir sjálf- ur aö þú hafir aldrei getað orðið prúður borgari, og mér hefur skil- ist að þú hafir lítið stundað normal líf þegnanna sem slá sér niöur á ákveðnum bletti, safna fyrir húsi og stunda fasta vinnu, heldur mest verið á þvælingi, hingaö og þangað, oft einn og blankur, jafn- vel í öðrum heimsálfum? — Það er ekki til í mér vottur af nokkurs konar karakter, guöi sé lof. Karakterinn hafa þeir sem ráöa yfir heiminum, og jafnvel rithöfundar hafa hann, svo lángt gengur þaö! Þessir miklu bolmagnsmenn eiga allt sitt líf einhvern KR-félaga úr vesturbænum aö vini og geta aldrei slitið venslin viö hann, svo aö KR veröur ávallt gamla góöa KR. Ég get hins vegar aldrei átt vin, og fari einhver að gera vel til mín er mér nóg boöiö og verö einhvern veginn tilaö slíta allt samband. Þetta er í alla staöi harla ópraktískt, er manni sagt, og þaö er ofur skiljanlegt. Mannlegt eöli lætur ekki aö sér hæða. Aö vera einhvers konar herramaöur, vandur aö viröíngu sinni og meö gott borgaralegt mannorð, kemur til aö skipta rithöf- und meira máli en þaö að hann skrifi vel. Hann selur vel ef hann gengur aö jafnaöi vel til fara um bæinn. Og ef hann hefur gáfu til aö geta nuddaö dáldiö í pólitískum kerfum annaö veifiö og skrifa svo aö kjaftur hæfi skel er honum borg- iö. En ég kæri mig ekki um aö vera rithöfundur, því óg hef skömm á því. En aö vera meö þægilegar dill- ur í kollinum, þaö er annað mál, og þaö er allt sem ég nenni aö sækjast eftir. Aö vera utangarösmaöur, er þaö ekki þaö að vera lifandi maöur? Ef viö lítum í söguna megum viö sjá aö þeir hafa haldiö heiminum nokkurn veginn meö fullum sönsum; annars er varla um neitt lag aö ræöa yfir- leitt. Gott og vel, svo þaö er fariö aö kalla mig utangarösmann? Nokkuö seint! Því ég er löngu búinn að vera þaö. Já, satt er þaö, ég má segja aö ég lifi í paradís hérna á Víöinesi, þar sem ég hef haldiö mig í rúmlega ár. Ég er bara þannig gerður, aö mér leiöast vellystingar til lengdar, og ég hlýt um síöir aö flýja mína para- dís eins og Adam foröum. Ég vona bara aö ekki veröi fariö aö tala vel um mig, því þaö á ég bágt meö aö þola. Ég hef bariö mann fyrir þaö, og ég vona aö þaö þurfi ekki aö endurtaka sig. Mig lángar aö geta horft á mig i nokkurri fjarlægö og þurfa ekki aö taka sjálfan mig of alvarlega, því þaö er fremur hallærislegt. Reykja- vík hefur aö vísu reynt aö skikka mig, en hún hefur ekki lengur efni á því. Ég mun hins vegar láta hana gera þaö sem ég vil. Hafi ég þjáöst var ég ekki of góöur til þess! — Þú ert hérna með óútgefin handrit, þar á meðal heila skáld- sögu sem hvergi hefur birst eöa verið lesin upp. Hvað geturðu sagt mér um hana? — Ég gæti talaö um nýju bókina mína, og það er einmitt hennar vegna sem óg tek tali. Hún veröur aö komast til fólks, og einkanlega úngs fólks, sem er meö á mínum nótum. Og um leiö má ég segja aö ég sé nútímamaður, því ég lét mig ekki veröa eftir á leiöinni. Ég er allt um þaö ýngri í dag en ég var um tvítugt. Þaö er ekkert til í þessum heimi sem takandi er mark á né byggj- andi á nema fólk. Stundum er talaö um aö Reykjavík sé farin aö spillast. En ef þaö er satt? Guöi sé lof! Þaö er kominn tími til aö lífiö hristi af henni gamla freöna drungann. Þaö er kraftur og fjör i spillíngunni og hún má vissulega dansa dáldiö lengur ef hún hefur þrek til þess. En ég óttast hins vegar úrkynjunina, þann blund og þann sljóa sem ég held aö sjónvarp og vídeó hljóti aö hafa í för meö sér. Ég held aö ef fólk les ekki bók mína muni þaö blundast inní kassagláp og hrein- lega vankast. Ég hef aö vísu gefist upp á útgef- endum, sem Thor sagöi fyrir nokkru og meö réttu aö kæröu sig ekki um bækur sem væru lesandi, og ég ætla aldrei framar aö leita til þeirra. Hins vegar væri ekki nema sjálfsagt aö eitthvert flugféiagiö gæfi hana út! því hún fjallar aö nokkru leyti um flug; fjórar aöalpersónur hennar reykvískir flugmenn sem hafa gam- an af háspekilegum hugleiöingum. En jafnvel þótt ég viti ekki hvaö aft- ur er né fram á flugvél er þetta ein- hver besta bók um flug sem um er aö ræöa, og mér finnst ekki nema sjálfsagt aö hún veröi seld á öllum flugvöllum, þvi hún æsir fólk til flugs! Og hún mundi engu síöur ná sínu lagi yröi hún leikin í útvarpi eöa sjónvarpi, svo ég er aldeilis ekki á flæöiskeri staddur. — Jæja Steinar, segðu mér: „Hvaö var þaö sem réöi því að þú fórst aö skrifa? Hvað er þaö sem drífur þig áfram? — Skáldskapurinn hefur leitt mig úr tveimur hjónaböndum, og blessaöur sé hann ævinlega. Já, ég hef haldiö mér fast viö hann. Ég hef valiö skáldskap vegna þess ein- faldlega aö ég er latur. Ég hef valið skáldskap vegna þess aö í skáld- skap þarf maöur ekki aö hugsa. En þar meö er kominn yndisleiki í efniö: aö skáldskapur lætur ekki aö sér hæöa. Hann fer ekki endi- lega til þeirra sem mest gala um snilli. Hann stendur nefnilega á núlli. Listin stendur ævinlega á þessu gamla sínýja núlli og er ávallt aö byrja. Ég hef enga löngun og varla nokkra getu til aö vera meö stæla, og ég fagna því aö þurfa ekki lengur að draga á eftir mér þunga pramma af komplexum. Ef líf mitt hefur einhvern tilgang þá hefur þaö tilgang aö því leyti sem ég tel aö mér vegni bærilega. Aö ööru leyti er þaö tilgángslaust meö öilu. Ég veit aö mér mun aldrei auönast þaö aö lifa hamíngjusömu lífi, jafnvel ekki í einn dag. En eitthvert líf get ég fengiö af þeirri blekkíngu sem þaö er aö lifa. Ég tek því meö þökk aö þoia nokkra raun ef ég verö fallega blekktur, því mér leiöist hamíngjan. Því hve ónotalega manni líður þeg- ar allt leikur í lyndi, hversu tómt er þaö aö vera sæll. Og þaö, aö hljóta alsælu, hve innantómt er þaö! Einar Kárason tók viðtaliö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.