Morgunblaðið - 22.06.1984, Page 14
46
MORGUNBLADIP, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984
HVAB ER AÐ GERAST URIHELGINA?
Stúdentaleikhúsid:
Frumsýnir nýtt íslenskt leikrit
Stúdentaleikhúsiö frumsýnir
á sunnudag nýtt íslenskt leikrit
eftir Eddu Björgvinsdóttur og
Hlín Agnarsdóttur, sem heitir
„Láttu ekki deigan síga, Guó-
mundur“.
Leikritiö fjallar á gamansaman
hátt um tímabiliö 1968—1984
séö meö augum Guömundar
Þórs, sem er 37 ára gamall. Hann
rifjar upp fyrir syni sínum vissa
þætti og atvik út frá minningum
sem myndir úr hans eigin mynda-
safni vekja hjá honum. Þessar
myndir lifna viö á sviöinu og sýna
fjölbreytni þá sem Guömundur
hefur reynt í lífinu. Leikstjóri er
Þórhildur Þorleifsdóttir, en aðal-
leikarar eru Kjartan Bjarg-
mundsson og Hilmar Jónsson.
Söngtextar eru eftir Þórarin Eld-
járn og Anton Helga Jónsson en
tónlist eftir Jóhann G. Jóhanns-
son.
LEIKLIST
ÞJÓDLEIKHÚSID:
Gæjar og píur
Söngleikurinn Gæjar og píur,
eftir Frank Loesser, Jo Swerling og
Abe Burrows sýndur í Þjóðleikhús-
inu í kvöld og á laugardagskvöld
og sunnudagskvöld. Síöustu sýn-
ingar veröa á þriðjudags- miöviku-
dags- og fimmtudagskvöld.
TÓNLIST
EGILSBÚÐ OG
VALASKJÁLF:
Dansbandiö og
Stjúpsystur
Dansbandiö skemmtir í Egils-
búö í kvöld og í Valaskjálf á morg-
un, ásamt söngkonunni Önnu Vil-
hjálms og söngtríóinu Stúpsystr-
um, sem eru Saga Jónsdóttir,
Guörún Alfreðsdóttir og Guörún
Þóröardóttir.
Á dansleiknum koma auk
ofangreindra fram, fegurðarauka-
drottning íslands, rokkkóngurinn
Hallrefur og Dúddúasystur.
MYNDLIST
AKUREYRI:
Listkynning
Listkynning á verkum málarans
Kristins G. Jóhannssonar stendur
nú yfir í Alþýöubankanum á Akur-
eyri. Þar eru sýnd olíumálverk ,
sem Kristinn hefur unniö með
gömlum munstrum. Listkynningin
er haldin á vegum Menningarsam-
bands Norölendinga og Alþýðu-
bankans.
GALLERÍ PORTIO:
Myndir Stefáns
frá Möðrudal
Stefán Jónsson, myndlistar-
maöur frá Möörudal, heldur um
þessar mundir sýningu á verkum
sínum í Galleri Portinu, aö Lauga-
vegi 1. Á sýningunni eru um 500
verk, olíumálverk og vatnslita-
myndir, sem Stefán hefur málaö á
undanförnum þremur árum. Sýn-
ingin er opin alla daga vikunnar frá
kl. 15—20.
LISTASAFN ÍSLANDS:
Verk Karel Appel
í Listasafni íslands stendur nú
yfir sýning á verkum hollenska
listmálarans Karel Appel, en sýn-
ingin er framlag safnsins til Lista-
hátíöar. Verkin á sýningunni
spanna tímabiliö 1959—83. Eru
þau 48 talsins, olíumálverk, akrýl-
myndir, grafík og myndir unnar
meö blandaöri tækni
Sýningin veröur opin daglega
frá kl. 13.30—22, en henni lýkur á
sunnudag.
JL-HÚSID:
Verk Ellen Birgis
Ellen Birgis, myndlistarmaöur
hefur nú opnað sýningu í kaffiteríu
JL-hússins viö Hringbraut. Sýning-
in er önnur einkasýning Ellen, en
hún hefur áöur sýnt verk sín í Eden
í Hveragerði.
ÁSGRÍMSSAFN:
Sumarsýning
Árleg sumarsýning Ásgríms-
safns viö Bergstaöastræti stendur
nú yfir. Á sýningunni eru olíu- og
vatnslitamyndir, m.a. nokkur stór
málverk frá Húsafelli og olíumál-
verk frá Vestmannaeyjum frá árinu
1903, en þaö er eitt af elstu verk-
um safnsins.
Sýningin er opin alla daga,
nema laugardaga, frá kl.
13.30—16, fram í lok ágústmán-
aöar.
MOSFELLSSVEIT:
Litir og form
„Litir og form“ er yfirskrift
myndlistarsýningar sem nú stend-
ur yfir í Héraösbókasafninu í Mos-
fellssveit. Þar sýnir Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir verk sem hún hefur
unniö meö akrýl-litum og í silki-
þrykk. Sýningin stendur út júní-
mánuö, opin um helgar frá kl.
14—19 og aöra daga frá kl.
13—20. Sýningunni lýkur 29. júní.
LISTASAFN
EINARS JÓNSSONAR:
Sýning í Safnahúsi
og höggmyndagaröi
Listasafn Einars Jónssonar hef-
ur nú veriö opnaö eftir endurbæt-
ur. Safnahúsið er opiö daglega,
nema á mánudögum, frá kl.
13.30—16 og höggmyndagarður-
inn, sem í eru 24 eirafsteypur af
verkum listamannsins, er opin frá
kl. 10—18.
K J AR VALSST AÐIR:
Verk íslendinga
erlendis frá
Á Kjarvalsstöðum stendur nú
yfir sýning á verkum tíu íslenskra
listamanna, sem búsettir eru er-
lendis, en sýningin er liöur í Lista-
hátíö. Þeir sem eiga verk þar eru
Erró, sem sendi 5 stór olíumálverk
frá París, Louisa Matthíasdóttir,
sem kom frá New York meö um 50
olíumálverk, Kristín og Jóhann
Eyfells, sem komu frá Florida meö
skúlptúra og málverk, Tryggvi
Ólafsson, sem kom meö málverk
frá Kaupmannahöfn, Steinunn
Bjarnadóttir, sem kom meö
myndbönd frá Mexíkó og fjór-
menningarnir Hreinn Friöfinnsson,
Amsterdam, Þóröur Ben Sveins-
son, Dusseldorf, Siguröur Guö-
mundsson, Amsterdam, og Krist-
ján Guömundsson, Amsterdam,
en verk þeirra fylla vestursal húss-
ins.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14—22.
EDEN:
Verk Ófeigs
Ólafssonar
Málverkasýningu Ófeigs Ólafs-
sonar í Eden í Hverageröi lýkur á
sunnudag. Á sýningunni eru 28
olíumálverk og 11 vatnslitamyndir.
LISTMUNAHÚSID:
Gler og
steinsteypa
Sýning á verkum Steinunnar
Þórarinsdóttur stendur nú yfir í
Listmunahúsinu viö Lækjartorg. Á
sýningunni, sem er 4. einkasýning
Steinunnar, eru I7 skúlptúrverk,
unnin í gler og steinsteypu. Sýn-
ingin er opin virka daga frá kl.
10—18 og um helgar frá kl.
14—18, en lokaö er á mánudög-
um.
LISTASAFN ASÍ:
Líf í leir ’84
Leirlistarfélagiö heldur nú sýn-
ingu sem nefnist „Líf í leir ’84“.
Sýningunni, sem er í Listasafni ASÍ
viö Grensásveg, lýkur á sunnudag.
Á sýningunni eiga 13 listamenn
verk, en heiöursgestur hennar er
Ragnar Kjartansson.
SELFOSS:
Verk átta vefara
I Byggöa- og listasafni Árnes-
sýslu stendur nú yfir sýning á verk-
um 8 vefara, sem allir hafa unniö
undir handleiöslu Hildar Hákon-
ardóttur. Verkin á sýningunni eru
50 og stendur hún fram á sunnu-
dag.
LISTAMIDSTÖDIN:
Grafíkverk
Nú stendur yfir í sýningarsal
Listamiöstöövarinnar í nýja húsinu
viö Lækjartorg sýning á verkum 5
grafíklistamanna, þeirra Einars
Hákonarsonar, Ingibergs Magn-
ússonar, Ingunnar Eydal, Jóns
Reykdals og Ríkharös Valtingoj-
ers. Sýningin er opin daglega frá
kl. 14—18 og stendur til 1-júlí.
NORRÆNA HLJSIO:
Búningateikningar
og íslenskt prjón
Sænski búningahönnuöurinn
Ulla-Britt Söderlund opnar sýningu
í anddyri Norræna hússins á
mánudag. Á sýningunni eru bún-
ingateikningar úr tveimur kvik-
myndum, sem teknar hafa veriö
hérlendis en þær eru „Rauöa
skikkjan" frá árinu 1966 og „Para-
dísarheimt". Sýningin er opin á
venjulegum opnunartíma hússins.
i bókasafni Norræna hússins er
nú sýning á heföbundnu íslensku
prjóni, aö mestu leyti byggö upp af
munum úr Þjóöminjasafni íslands.
Sýningin er opin kl. 9—19 virka
daga og 14—17 á sunnudögum.
GEROUBERG:
Lýöveldiö 40 ára
í menningarmiöstööinni Geröu-
bergi stendur nú yfir sýning unnin
af nemendum í Fossvogsskóla.
Verkin eru unnin í tilefni af 40 ára
afmæli lýöveldisins. Sýningin er
opin mánudaga til fimmtudaga frá
kl. 16—22 og föstudaga til sunnu-
daga frá kl. 14—18. Hún stendur
til mánaöamóta.
KEFLAVÍK:
Samsýning í Fjöl-
brautaskólanum
Nemendur myndlistardeildar
Baöstofunnar í Keflavík halda nú
sýningu í Fjölbrautaskóla Suöur-
nesja. Sýningunni, sem er opin frá
kl. 20—23 virka daga og kl.
14—23 um helgar, lýkur á sunnu-
dag.
r
ÞEIM aðilum sem hafa hug á
að senda fréttatilkynningarr
í þáttinn „Hvað er aö gerast
um helgina?“ er bent á að
skila þeim eigi síöar en kl.
18.30 á miövikudögum. Efni í
þáttinn er ekki tekið í gegn-
um síma, nema utan af
landi.
Iryirnjr ó J
Norræna húsiö:
Landiö mitt, ísland
„LANDID mitt, ísland" er yfir- úr dreifbýli og þéttbýli. Verkin
skrift sumarsýningar Norræna fjalla um Island, land og þjóó.
hússins í ár. Sýningin stendur frá og meö
Á sýningunni, sem er haldin í morgundeginum til 22. júlí og
samvinnu vió Félag íslenskra veröur opin daglega frá ki.
myndmenntakennara, eru 140 14—19.
verk, unnin af 4-14 ára börnum