Morgunblaðið - 22.06.1984, Page 20
í fyrri grein minni um Kýp-
ur sagði ég nokkuð frá eyj-
unni og sögu hennar, en
hér veröur leitast við að
bregða upp svipmyndum
úr þjóðlífinu á þeim hluta
landsins, sem grískumæl-
andi menn ráða. Eins og ég
gat um í fyrri grein minni
eru íbúar Kýpur nú um 650
þús. talsins og þar af eru
hinir grískumælandi íbúar
um 500 þús. Þeir grísku-
mælandi búa á aðeins um
5500 ferkílómetra lands-
svæði, sem gerir það aö
verkum, að byggðin er nær
samfelld og í heild minnir
hún mest á víðáttumikiö
sveitaþorp. Menn virðast
líka þekkja mikið til
náungans og fylgjast náiö
með athöfnum hans.
Stutt er síðan þjóðlíf Kýpur
bar með sér mikil áhrif frá
menningu Miðausturlanda,
enda landið um aldir hluti
Dans í brúdkaupi.
af stórveldi hinna tyrk-
nesku Ottómana. Á síðustu
áratugum hafa lífshættir æ
meir fengið svip frá Vest-
ur-Evrópu, en breytingin er
hægfara eins og flest ann-
að á Kýpur. Taktur lífsins
er hér ekki sá, sem viö eig-
um aö venjast á Norður-
löndum. Aö fara í banka
tekur óratíma, strætis-
vagnaferðir eru fremur fáar
og óreglulegar og bílstjór-
inn á þaö til aö breyta um
leiö, ef hann telur það
henta sér eða kunningjum
sínum betur. Allt er þetta
þó auöveldlega umboríð af
brosmildum og alúölegum
Kýpurbúum, sem ennþá
hafa nægan tíma til þess
að láta sér annt um gesti
og tala viö þá, — já, eink-
um og sérílagi — tala viö
þá. Slíkt þykir þumbara-
legum Frónbúanum fram-
andlegt í fyrstu.
SEINNI GREIN UM KÝPUR
ÆVISÖGUR OG ■ M. M
ANNAD SPJALL
Oftsinnis hefur leigubílstjóri
sagt mér meginatriöin í ævisögu
sinni á leiö milii borgarhluta í Nic-
osiu. Kona, sem ég hitti í fyrsta og
eina sinn í verslun, er á leið minni
varö, sagöi mér frá börnum sín-
um, eiginmanni og öörum ná-
skyldum jafnt sem fjarskyldum
fjölskyldumeölimum og lífi þeirra.
Aö skilnaöi gaf hún mér súkku-
laöibita í þakklætisskyni fyrir aö
hafa hlustaö á sig.
Þegar á ferð minni til Kýpur
meö áætlunarflugvélinni frá Búlg-
aríu kynntist ég þessum eiginleika
Kýpurbúans. Við hliö mér sat
roskinn maöur, er tók mig tali og
var einkar liöugt um málbeiniö.
Hann spuröi um hagi mína og
þegar ég tjáöi honum aö feröin
væri farin til þess aö stunda
grískunám á Kýpur var eins og viö
heföum þekkst frá fæöingu minni.
Hann taldi þaö öldungis fullvíst, aö
ég myndi brátt elska Kýpur meira
en fööurland mitt og án efa myndi
ég hitta ungan, lagiegan Kýpurpilt
og um framhaldiö þyrfti ekki aö
spyrja.
Hér má reyndar bæta því viö,
aö ég hef síöan kynnst þeirri út-
breiddu skoöun eyjarskeggja, aö
stúlkur séu fyrst og fremst ungar
til þess aö giftast. Megi þær eng-
ann tíma missa meöan æsku-
blóminn varir.
En samferöamaöur minn í flug-
vélinni sagöi mér lika, aö ef ég
ætti leiö um heimabæ sinn, þá
væri ég velkomin í heimsókn,
hvenær sem væri. Hann bætti þvi
síöan viö, aö eftir tvær vikur
myndi hann halda hátíölegt brúö-
kaup yngstu dóttur sinnar og væri
upplagt, ef ég vildi heimsækja fjöl-
skylduna viö þaö tækifæri. Þetta
væri einstakt tækifæri til þess aö
vera viöstödd þorpsbrúökaup eins
og þau ættu aö vera.
BRUDKAUPID
Og þaö reyndist sannarlega
rétt, aö enginn skyldi láta slíkt
tækifæri ónotað.
Vinir
brúögumans
__ ________________1 raka hann á
1 A /XI irúökaupsdaginn
bruðkaup
öll fjölskyldan
að starfi
viö körfugerö.
aeyju
ástar-
gyðjunnar
Lefkara-dúkar og -útsaumur
eru heimsfrægir.
Allt er handunniö og konurnar
sitja daglangt úti fyrir húsum
sínum í Lefkara og sauma út.
Leirker þessi hafa um
aldaraöir veriö notuö
til aö geyma kalt vatn.
Um aldir hefur lífsbaráttan hér
veriö hörö. Landiö hefur nú um
stutta stund veriö sjálfstætt, en
annars hefur þjóöin stuniö undan
stjórn mismunandi slæmra drottn-
ara af erlendum uppruna. Tylli-.
dagar og tækifæri til skemmtana
voru fá.
Stórviöburöur á viö brúökaup
voru undantekning, sem allt þorp-
iö hlaut aö taka þátt í, jafnt í und-
irbúningi brúökaupsveislunnar
sem í veislunni sjálfri. Brúökaups-
dagar voru heföbundnir og opin-
berir hátíöisdagar í hverri byggö.
HÚSNÆDI í
HEIMANMUND
Aö stofna til hjónabands var
áöur fyrr mál foreldra og fjöl-
skyldu, en þátttaka hjónaefna í
málinu kom fyrst til á síöari stigum
þess.
Á seinni árum er þetta þó aö
breytast og unga fólkið krefst nú
aukins ákvöröunarréttar um hjú-
skap sinn.
Enn er þaö þó svo, aö stúlka
getur helst ekki gengið í hjóna-
band án heimanmundar, sem
venju samkvæmt skal vera hús
eöa annað íbúöarhúsnæöi.
Þessi siður, — hús í heiman-
mund — mun víðar tíökast í þess-
um heimshluta, en ég hef fengiö
þá skýringu á uppruna hans, aö
hann sé trygging konunnar og
hennar séreign, ef maöurinn skilur
viö hana. Einnig hef ég heyrt þá
skýringu, aö heimanmundurinn sé
höfuöprýöi hverrar konu og auki
mjög líkurnar á góöum ráöahag
hennar.