Morgunblaðið - 22.06.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984
M
Ég spurði kunningja minn, hvort
þaö væri ekki dýrt spaug aö eiga
dóttur og þurfa aö gifta hana
brott.
— Nei, sjáöu til — sagöi hann.
— í V-Evrópu hefja menn hjúskap
meö tvær hendur tómar og eyða
svo ævinni í aö eignast þak yfir
höfuöiö og allt sem því tilheyrir.
Viö fáum þaö allt í byrjun og frá
brúökaupsdegi okkar vinnum viö
bara og söfnum fé til þess aö geta
byggt dætrum okkar hús og þar
meö tryggt þeim góö mannsefni.
Niöurstaöan er sú sama.
BRÚDKAUPS-
DAGURINN
En víkjum nú aftur aö þorps-
brúðkaupinu. Þaö er eins og fyrr
segir, viöburöur er snertir alla
íbúa þorpsins.
Aö morgni brúökaupsdagsins,
sem ávallt er sunnudagur, færa
vinir brúögumans hann í
brúökaupsklæöin og á meöan
syngja þeir söng um hverja ein-
staka spjör, sem þeir færa hann í.
Söngvarnir hafa iíka aö geyma aö-
varanir og ráöleggingar til brúð-
gumans, t.d. aövörun um aö kon-
an hans kunni aö lumbra á hon-
um, ef hann drekki um of.
Dæmigert Kýpurbrauö
bakaö úti í garöi.
Á sama hátt klæöa vinstúlkur
brúöarinnar hana í brúöarskartið
og færa henni ráöleggingar í
söngvaformi. Þar er henni uppá-
lagt aö gæta manns síns vel, gefa
honum góöan mat, hiröa vel um
fötin hans o.sv.frv.
Hjónavígslan fer fram í kirkju,
en samkvæmt lögum er þaö eini
löglegi vígslumátinn.
Eftir athöfnina marsera
þorpsbúar til veislunnar meö
prestinn og brúöhjónin í farar-
broddi. Nú rennur upp stund
sælkera þorpsins og eftirvænting
ungra sem aldinna skín úr hverju
andliti.
Er fyrsta lota boröhaldsins er
afstaöin, hefur skyndiiega einn
karlmannanna upp raust sína og
syngur eitt erindi eöa vísu. Um leiö
og því líkur, tekur annar viö og
svarar. Hefst nú einvígi milli þeirra
og reynir hvor um sig aö kveöa
hinn í kútinn. Veislugestir taka
jafnan undir 2. og 4. Ijóölínu vís-
unnar og minnir þetta oft á sam-
kvæmissöng heima á Fróni eöa í
Færeyjum.
Kvæöin fjalla yfirleitt um ást,
heitmeyjar, ástarsorg og tryggöa-
rof og eins er oft um skopvísur aö
ræöa. Er eftirminnilegt að hlýöa á,
þegar tónlistin og hin kjarnmikla
mállýska Kýpurbúanna sameinast
í slíkri hljómkviöu.
Síöan hefst dansinn. Brúöhjón-
in dansa alein og viöstaddir
hengja á þau peninga, sem eiga
aö auövelda þeim aö hefja bú-
skapinn. Eftir þaö er stiginn al-
mennur dans og stendur gleö-
skapurinn fram eftir nóttu.
Áöur fyrr stóðu brúðkaups-
veislur oft í viku, en nú láta menn
yfirleitt sólarhringinn nægja.
í stórbæjum Kýpur eru nú óöum
aö komast á aörlr brúökaupssiöir,
sem meira eru í ætt viö þaö, sem
viö þekkjum. Þaö er því eins og aö
kynnast löngu liönum dögum, aö
upplifa þorpsbrúökaup á þann
hátt, sem ég gerði.
SJÁ N.ÆSTU SÍÐU
íslenzk
Frímerki
Jón Aöalsteinn Jónsson
Enginn efi leikur á því, aö ís-
lenzkir gestir, sem heim-
sækja NORDIU 84, muni al-
mennt hafa mestan áhuga á aö sjá
þaö íslenzka frímerkjaefni, sem
boöið veröur upp á. Þess vegna vil
ég i þessum þætti fara nokkrum
orðum um þau ísienzku söfn eöa
hluta úr þeim, sem sýnd verða.
islenzk frímerki, stimplar og bréf
veröa í 69 römmum. Eölilegast er
aö minnast fyrst á þá safnara hér-
lendis, sem taka þátt í sýningunni
og sýna íslenzkt efni. Þeir hafa allir
áöur tekið þátt í frímerkjasýning-
um og eru þess vegna velþekktir f
hópi íslenzkra safnara. Eins hef ég
sagt frá þeim og söfnum þeirra áð-
ur, bæöi hór í þættinum og annars
staöar. Er því síöur ástæöa til aö
fjölyröa um söfn þeirra nú. Menn
veröa einungis aö koma og sjá.
Hjalti Jóhannesson sýnir elztu
tegundir stimpla, sem notaöir voru
viö ógildingu frímerkja. Hefur hann
einskorðað söfnun sína viö
svonefnda upprunastimpla (ööru
nafni antikva- og lapidar-stimpla)
og svo kórónu- og tölu- eöa núm-
erastimpla. Hefur hann náö saman
mjög skemmtilegu safni af þessum
stimplum. Er safn hans í stööugri
framför, enda leggur hann mikla
alúð viö þaö.
Siguröur Þormar veröur viö hliö
Hjalta meö enn aðra gerö íslenzkra
stimpla, sem ýmist hafa veriö kall-
aöir brúarstimplar eöa svissneskir
stimplar. Af þeim eru margar gerö-
ir allt frá fyrstu tíö 1948 og fram á
þennan dag, enda skiptir Siguröur
safni sínu i tvennt og sýnir þaö í 15
römmum. Hefur hann eins og Hjalti
dregiö þetta stimplasafn saman á
stökum merkjum og bréfum eöa
bréfsnyfsum.
Jón Halldórsson er þekktur fyrir
stimplasafn sitt á 20 aura Safna-
húsinu frá 1925 og hefur náö veru-
lega langt meö þaö efni. Veröur
safn hans í sjö römmum. Aö auki
sýnir Jón i fimm römmum safn ís-
lenzkra spjaldbréfa.
Guðmundur Ingimundarson
sýnir okkur enn átthagasafn sitt frá
Vestmannaeyjum, en hann hefur
stööugt veriö aö bæta við þaö og
laga. Hér leggur hann áherzlu á aö
ná saman á frímerkjum og bréfum
eða snyfsum öllum þeim stlmplum,
sem notaðir hafa veriö í Eyjunum.
Hefur Guömundur náö saman
verulegu efni, enda tekur hann
fram, aö hann sýni hluta úr stærra
safni.
Þá er upptalinn hlutur ísl. safn-
ara í Islands-deildinnl, ef svo má
nefna hana. Því miður eru margir
frímerki á NORDIU 84
Mesta frímerkjasýning
á íslandi!
í LAUGARDALSHÖLL
3.-8.JÚLÍ
Andersson í Gautaborg er kunnur
islandssafnari og hefur tekiö þátt í
sýningum hérlendis. Hann sýnir nú
forfrímerkjabréf og póststimpla
fyrir 1893 í fimm römmum.
Loks sýnir bandarískur maöur,
George Sickels, sem er aö góöu
kunnur í rööum isl. safnara, sér-
stætt safn, sem nefnist Island,
stríösbréf. Safniö sýnir póstsögu
erlendra herja, sem voru á Islandi í
síöari heimsstyrjöldinni. Hér er um
mjög takmarkaö söfnunarsviö aö
ræöa, enda mun margt af þessu
efni mjög fágætt.
Af framangreindu geta menn
séö, aö ýmislegt verður á boöstól-
um á NORDIU 84 og hefur þó fátt
Auk 'ién'ugáfu á frfmerkfum
og mnnispenmgi verða á
boðsrófvm fhtri tftuvóttar
sérvlgafur.
PÓSTHÚS OG
SÖLUBÁSAR
Á SÝNINGARSVÆÐINU
149 sýnq
Auk þess
Blómasýning
Landakortasafri
Barmmerkjasafi1
Listmunir — ijós\
Veitingasaia
§/ a’Si/'
mm \
v^O
Sérsiimpiar
sýningaritmar
NORDIA 84 —SÝNINGARNEFND
ísl. safnarar allt of tregir til aö sýna
isiandssöfn sín, en vitaö er, aö þau
eru mörg góö til hérlendis.
Margir erlendir safnarar eiga
fágætlega góö Islandssöfn og þaö
svo, aö viö hljótum aö öfunda þá
af. Einhvern tímann hef ég minnzt
á hóp danskra safnara, sem hafa
sérhæft sig í íslenzkum frímerkjum
og raunar ísl. frímerkja- og póst-
sögu. Hafa þeir unniö margt ágætt
á því sviöi. Þrír úr þessum hópi
sýna nú hér í fyrsta skipti, og er
verulegur ávinningur í þátttöku
þeirra. Sjálfur þekki ég svolítiö til
safna þeirra og vil þess vegna
benda væntanlegum sýningargest-
um á aö skoöa söfnin vandlega.
Hliö viö hliö veröa tvö mjög
áhugaverð söfn í 20 römmum.
Ebbe Eldrup sýnir í 10 römmum
island 1827—1919. Er þetta frá-
bært sérsafn, sem hefst fyrir daga
ísl. frímerkja og lýkur, þegar fri-
merki Kristján X. koma út 1920.
Eldrup leggur áherzlu á póstsög-
una og mun auk frímerkja sýna
fjölda sjaldséöra umslaga, þar sem
lesa má úr fjölmargt um buröar-
gjöld o.fl. Orla Nielsen sýnir svo í'
10 römmum fsland 1847—1933.
Ég sá þetta safn á sýningu í Dan-
mörku á liðnu hausti. I því eru
margir mjög góöir hlutir. Nielsen
hefur m.a. safnaö prentunum aura-
merkja, svo aö eitthvaö sé nefnt,
og jafnvel giímt viö aö setja saman
arkarhluta úr notuöum merkjum.
Ekki kæmi mér á óvart, aö
margur stanzaöi viö söfn þessara
tveggja Dana.
Þriöji Daninn í þessum hópi er
Torben Jensen, sem ýmsir kannast
viö hér á landi, enda bjó hann hér
um tíma og á íslenzka konu, Bínu
Kristjánsdóttur frá Akureyri. Tor-
ben og þau bæöi eru áhugasamir
safnarar. Torben hefur einkum
hallað sér aö útgáfu frímerkja meö
mynd Kristjáns X. Hér sýnir hann í
fjórum römmum yfirprentanir
þessara merkja og alis kyns af-
brigöi þeirra og piötugalla. Eins
veröa hér umslög meö alls konar
burðargjöldum.
Enda þótt margir ágætir Svíar
eigi gott ísl. frímerkjaefni, fer ekki
mikiö fyrir því á NORDIU 84. Ingvar
-
»0
xn
-*n
eitt veriö nefnt. Rétt er svo aö taka
það fram í lokin, svo aö ekki valdi
misskilningi, aö örfáir ísl. safnarar
taka þátt í öörum deildum sýn-
ingarinnar og vonandi með áhuga-
vert efni í augum gesta, en ég
sleppi umræöum um þau söfn aö
sinni.
Nú er ekki nema hálfönnur vika,
þar til NORDIA 84 veröur opnuö
almenningi. Vil ég eindregiö hvetja
alla áhugamenn um frímerki og frí-
merkjasöfnun til þess aö sækja
þessa samnorrænu frímerkjasýn-
ingu, enda óvíst, hvenær næsta
tækifæri býöst til aö skoöa jafn-
fjölbreytta sýningu hérlendis.
Munið NORDIU 84
sýningardagana 3.-
júlí nk.
og
Eigum nokkur hjól til afgreiöslu strax á þessu frábæra verði. Einnig hægt aö fá meö
stuttum fyrirvara GPZ 750 turbo og GPZ 900 Ninja.
SVERRIR ÞÓRODDSSON
K-KAWASAKI sími 91-82377