Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ1984 3 „Fálkamafían hótaði á sikileyska vísu“ — segir Miroslav Peter Baly í viðtali viö Bild og Hamburger Abendblatt eftir komuna til Hamborgar MIROSLAV Peter Baly er nú kominn til heimaborgar sinnar í Þýskalandi, Köln. Hann og hans athæfi hafa vakið athygli víðar en hér á landi, því þýska pressan gerir honum og hans sögu nokkur skil í gær. Til dæmis eru dagblöðin Bild Zeit- ung og Hamburger Abendblatt með allítarlegar frásagnir af Baly og viðtöl við hann. Bild greinir frá því að El- iza Heeren hafi komið til Hamborgar á miðnætti 24. júní, og þar hafi hafnarlög- reglan í Hamborg tekið á móti Baly, 23 ára Kölnarbúa. Bild birtir örstutt viðtal við Baly, þar sem hann segir m.a.:„Ich war im Auftrag der Falken-Mafia Unterwegs," sem þýðir á íslensku að hann hafi verið sendur hingað af fálkamafíu. Þá segir Baly að Englendingar og arabar greiði 10 þúsund mörk fyrir einn fálkaunga, sem er jafn- virði liðlega 100 þús. ísl. króna. Eitt fálkaegg sé metið á 1500 þýsk mörk, sem er jafnvirði liðlega 15 þús. ísl króna. Baly greinir frá því að sá sem hafi fengið hann til íslandsfararinnar, hafi greitt honum 7400 mörk sem áhættuþóknun og fyrir út- lögðum kostnaði, en það jafngildir um 75 þús. ísl. krónum. Baly greinir jafnframt frá því að hann hafi ekki átt annars úrkosta en að reyna að stinga af, þar sem hann hafi átt yfir höfði sér 30 þús- und marka sekt, en ekki átt nema um 200 mörk í fórum sínum. Hamburger Abendblatt er með talsvert ítarlegri frá- sögn af Baly og forsögu málsins en Bild Zeitung. Þar er jafnframt birt viðtali við Baly, þar sem hann segir að fálkamafían hafi hótað hon- um, ef þessi leiðangur hans til íslands mistækist. „Fálkamafían hótaði mér á sikileyska vísu, ef leiðangur- inn mistækist," segir Baly í viðtalinu við Hamburger Ab- endblatt og svipaða sögu seg- ir hann í Bild. Hamburger Abendblatt birtir auk frá- sagnar fjórar myndir, sem eru af Eliza Heeren í Ham- borgarhöfn, af lögregluþjóni sem heldur í öxlina á Baly við komuna til Hamborg, ein mynd er af íslandsfálka og loks birtir blaðið mynd af þeim Baly-hjónum, sem ekki er alveg ný af nálinni. Hamburger Abendblatt greinir frá því í frásögn sinni, að eftir að dómur féll og þau Baly-hjón voru dæmd til þess að greiða samtals 50 þúsund marka sekt, hafi þeim báðum verið sleppt úr fangelsi, vegna þrýstings frá þýska sendiráðinu í Reykja- vík. Frúin hafi fengið að fara úr landi, en Baly hafi orðið að bíða í landinu, vegna biðstöðu í dómsmáli. Hann hafi því hafst við á Hjálp- ræðishernum, og daglega hafi hann orðið að tilkynna sig hjá útlendingaeftirlitinu. Hann hafi hitt skipverja af Eliza Heeren á götu og beðið skipstjórann um að hjálpa sér af landi brott, en hann hafi neitað. Þá hafi hann gripið til þess ráðs að fela sig um borð, og þar hafi hann hírst á þriðja dag, hungraður og kaldur. Viðræðunefnd Alcan til Akureyrar í dag FULLTRÚAR kanadíska ál- hringsins Alcan komu til landsins síðdegis í gær með einkaþotu fyrirtækis síns til viðræðna við stóriðjunefnd, Landsvirkjun og iðnaðarráðherra. Fulltrúar Lands- virkjunar og stóriðjunefndar tóku á móti kanadísku samninganefnd- armönnunum á Keflavíkurflug- velli. Árdegis í dag halda viðræðu- nefndirnar til Akureyrar og ræða við frammámenn þar í bæ og víðar við Eyjafjörð. Kanadamennirnir halda utan aftur á föstudaginn. Myndina tók ljósm. Mbl., Július, á Keflavíkurflugvelli í gær við komu gestanna. Norrænn flugmála- stjórnafundur hér ÁRLEGUR fundur flugmálastjóra Nordurlanda verður haldinn á Húsa- vík 4. og 5. næsta mínaðar. Þetta er í fyrsta skipti, sem flugmálastjórarn- ir halda fund í íslandi. Auk þeirra situr fundinn fulltrúi Norðurlanda hjá Alþjóða flugmálastofnuninni, ICAO. Pétur Einarsson flug- málastjóri stjórnar fundinum. Norðurlöndin hafa með sér margvíslegt samstarf á sviði flugmála, t.d. á sviði leiguflugs, tæknimáía og slysarannsókna auk víðtæks samstarfs innan ICAO. Góð veiði í Stóru-Laxá Að sögn Friðriks G. Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra, Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, er mjög góð veiði í Stóru-Laxá 4, efsta svæði. Alls hafa komið 47 laxar á land, þar af 35 á sunnudag og mánudag, en veiði hófst 21. júnf. Laxinn er vænn, meðalþyngd 12 pund og flestir á bilinu 10—17 pund. Nær eingöngu hefur verið veitt á maðk enda mikið vatn í ánni og hefur mest veiðst á svæðinu frá Bláhyl að Hólmahyl. Alls eru 5 stangir í efsta hluta árinnar. Lax- inn er grálúsugur. Friðrik sagði veiðina mun betri en á sama tíma í fyrra og kvað það lofa góðu. Á svæði 1—2, neðsta svæðinu, gengur veiði einnig vel, en þar er veitt á þrjár stangir. Alls eru komnir um 40 laxar á land, þar af tveir 17 punda. Á annað hundrað laxar veiðst í Blöndu Veiði í Blöndu hófst 5. júní sl. og er hún ólfkt betri en á síðasta ári, en þá var veiði dræm. Að sögn Friðriks hafa vel á annað hundrað laxar veiðst og er sá þyngsti 25 pund, eins og greint var frá í Morgunblaðinu f gær. Laxinn er genginn vel upp i ána. Að sögn Friðriks er fiskur einn- ig genginn upp f Svartá, en hún rennur i Blöndu, og er það mun fyrr en venjulega. Menn eru því bjartsýnir á góða veiði þar, en hún hefst 1. júlf næstkomandi. Úlfarsá dræm Á hádegi í gær veiddust 7 laxar úr Úlfarsá á bilinu 3—9 pund og voru þeir allir veiddir á maðk. Undanfarna daga hefur veiði ver- ið dræm og veiddist ekkert á mánudag og sunnudag. Veiði byrjaði 20. júní síðastliðinn. Agæt veiði í Víðidalsá Samkvæmt upplýsingum starfsstúlku f veiðiskálanum Tjarnarbrekku veiddust 11 laxar fyrir hádegi í gær f Víðidalsánni og eru þvf 101 kominn á land. Meðalþyngd er 12—13 pund en þyngsti laxinn fram að þessu var 16 punda hængur sem veiddist á svartan tópí, 28 gramma. Veiði hófst 15. júnf sfðastliðinn. Aðalveiðisvæðin eru á Brúnni og í Kerinu. Að sögn starfsstúlk- unnar er mest veitt á maðk. Sænski Klippan barnastóllinn hef- Klippan er fáanlegur í allar ur staðist próf umferðaryfirvalda tegundir bifreiða. og slysavarnarmanna með á- Klippan erfestur eða losaður á gætiseinkunn. En við hönnun örskammri stundu. stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og tvöfalt notagildi. Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 Tryggjum öryggi barnanna í bílnum, -með Klippan barnabílstólum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.