Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 15

Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 15
Míp rM0RGlíN8LAÐId&, (MiaVilírUÖA&UB 27, áCNÍ4984 15 i r Hótel Saga hlýtur tvær viðurkenningar og gerir samstarfssamning við British Airways Frá blaðamannafundinum. Talið frá vinstri: Jónas Hvannberg, Francois Fons, Lúðvík Hjálmtýsson, Konráð Guðmundsson, Wilhelm Wessman, Birgir Þorgilsson og Ármann Guðmundsson. framkvæmdastjóri fyrir komi til með að verða eftir tíu ár? „Ég get ómögulega sagt þér hvernig fyrirtæki verða að tíu árum liðnum; ég tala reyndar með sem- ingi um næstu tólf mánuði. Auðvit- að vonar maður það besta. Fyrir- tæki í iðnaði i þessu landi eru nefni- lega afskaplega háð ytri aðstæðum, sem er óeðlilegt. Fyrirtæki í sjávar- útvegi eiga hluta afkomu sinnar undir gæftum og guði almáttugum. Það hjálpar okkur náttúrulega að hafa guð almáttugan i okkar liði, en þó er annað meginatriði að fyrir- tækin hafi starfsfrið. Starfsfrið fyrir opinberum afskiptum. Mér hefur fundist alveg frá því að ég byrjaði að fylgjast með orðum og athöfnum ráðamanna í þessu landi, að iðnaður hafi alltaf verið i þriðja sæti hvað mikilvægi varðar i is- lenskum þjóðarbúskap. Það er ekki fyrr en nú, þegar syrtir í álinn í sjávarútvegi og þjóðin stendur á blístri á óseldum niðurgreiddum landbúnaðarafurðum, að mænt er vonaraugum til iðnaðarins og gert ráð fyrir að sá atvinnuvegur sjái um að skapa næstu kynslóð íslend- inga ný störf. Þetta er gott og blessað og von- andi gengur sú hugsun eftir. Ég þykist reyndar fullviss að svo verði, þaö er að segja ef afskipti ríkisins verða ekki þeim mun meiri. Það er mín skoðun, að iðnrekstri, sem og öllum atvinnurekstri, sé best borgið i höndum einstaklinga. Það hlýtur að segja sig sjálft, að þegar ein- staklingar fjárfesta í fyrirtæki, jafnvel leggja aleigu sína í fyrir- tæki, þá eru það hagsmunir hans og fjölskyldu hans, að fyrirtækið skili arði. Gildir þá einu hvort hanr vinnur þar sjálfur eða ekki. Eðli- lega hlýtur hann að fylgjast grannt með rekstrinum, því allt hans fé er í húfi. Með öðrum orðum, þá fjár- festa einstaklingar í rekstrinum með þá von í huga, að reksturinn skili arði — að það verði gróði á fyrirtækinu. Ef menn hugsa ekki þannig er næsta vist að reksturinn gengur ekki. Auðvitað verður þessi hugsjón að vera innan skaplegra marka, en það versta sem stjórn- málamönnum hefur tekist að kenna þjóðinni er, að það sé ljótt að græða. Hvernig á að vera hægt að reka fyrirtæki ef ekki má græða?" RÍKIÐ OG EINKAFRAMTAKIÐ — Eru ríkisrekin fyrirtæki af hinu illa? „Sú hugsun læðist að manni, að mönnum, sem vinna hjá fyrirtæki I eigu ríkisins, sé ekki eins umhugað um að fyrirtækið gangi vel og hin- um sem starfa á einkagrundvelli. Um daginn hitti ég mann sem kom til mín á skrifstofuna. Hann var þá nýráðinn framkvæmdastjóri hjá fyrirtæki i eigu ríkisins, sem sett hafði verið á stofn úti á landi og á að framleiða vörur samskonar og við framleiðum nú I Hreini hf. Við tókum tal saman og tjáði hann mér að hann vildi gjarnan eiga við okkur gott samstarf og jafnvel ein- hverja samvinnu. Spurði hann síð- an hvort við ættum ekki að samein- ast um að auka sölu fyrirtækjanna á kostnað innflutts varnings. Ég tók þessu vel, en spurði hvernig hann hygðist verðleggja vöru sína. Sagðist hann ekki vera búinn að gera það upp við sig, enda væri hann ekkert bundinn við að rekst- urinn bæri sig. Þess vegna hefði hann nú komið til okkar þar eð hann vildi miklu frekar ná markaði frá innflutningnum en okkur. En ef við vildum samkeppni við hann, þá gæti hann hæglega leikið sér að því að undirbjóða okkur og þannig komið okkur út af markaðinum. Ég varð afskaplega hvumsa við, en við- mælandi minn ftrekaði að vegna eðli vinnustaðarins, sem er vernd- aður vinnustaður, þá væri ekkert sem segði til um að nauðsynlegt væri að reksturinn skilaði arði. Ég er nú svo undarlega gerður, að mér finnst þetta furðuleg afstaða. En ég vil segja að lokum, að mér finnst vera töluverð bjartsýni ríkj- andi meðal manna I iðnaði. Hún er þó kvíðablandin, þvi ef sá árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á undanförnum mánuðum glatast, held ég að ömurleg lifsreynsla bíði okkar — og skiptir þá ekki máli við hvað menn vinna eða hjá hverjum." Á blaðamannafundi sem Hótel Saga efndi til 25. júní sl. kom fram að hótelið hefur nýlega hlot- ið alþjóðlega viðurkenningu, „The International Award to Tourist and Hotel Industry“. Þessi viðurkenning er veitt fyrir- tækjum um allan heim, sem á ein- hvern hátt eru talin skara fram úr í ferðamannaþjónustu. Spönsk út- gáfusamtök, OFICE, sem sérhæfa sig í ferðamálaritum, veittu Hótel Sögu viðurkenninguna f Madrid fyrir skömmu. Árið 1984 er niunda árið sem verðlaun þessi eru veitt og hafa ýmis heimsþekkt fyrirtæki áður hlotið þau. Áður hefur eitt ís- lenskt fyrirtæki, Ferðaskrif- stofa ríkisins, hlotið verðlaunin, en það var árið 1983. Einnig hefur Grillið hlotið verðlaun nýlega frá frönskum samtökum, sem helga sig mat- argerðarlist. Samtökin heita Chaine des rotisseurs og voru stofnuð árið 1284. Þau voru starfandi allt til ársins 1789. Um 1950 voru þau svo endur- vakin til þess að sameina áhuga- og atvinnumenn í mat- argerðarlist um allan heim í samtökum sem helga sig há- gæðum við alla matargerð. Þegar samtökin útnefna nýja meðlimi verða viðkomandi, að viðlögðum heiðri sínum, að gangast undir formlegan eið, sem m.a. krefst stöðugrar, skil- yrðislausrar athygli og alúðar við matreiðslu. Tveir af aðstandendum Gildis hf., sem rekur Grillið á Hótel Sögu, hafa fyrir hönd Grillsins hlotið inngöngu í þessi samtök, en það eru framkvæmdastjór- inn, Wilhelm Wessman, og Francois Fons, framkvæmda- stjóri matreiðslusviðs. Sam- kvæmt reglum samtakanna eru veitingastöðum veittar mis- munandi gráður og hlaut Grill- ið við þetta tækifæri tvær af þeim æðstu. Formleg aðild verður staðfest við hátíðlega at- höfn í Frakklandi á næstunni. En fleira hefur verið á döf- inni að undanförnu, því Hótel Saga hefur gert samning við breska flugfélagið British Airways um samstarf á næstu árum. Samstarf þetta felur í sér að Hótel Saga verður í hópi hót- ela sem nefnd eru „British Airways Associate Hotels", en þau eru um 150 fyrsta flokks hótel um allan heim. British Airways mun sjá um að auglýsa þessi hótel m.a. í sérstakri hót- elskrá sem dreift er víða og er prentuð í yfir 100.000 eintökum. British Airways er stærsta flugfélag á vesturlöndum og með þessu samstarfi öðlast Hótel Saga ákveðinn gæða- stimpil sem er viðurkenndur um allan heim. Einnig má búast við auknum viðskiptum þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma í gegnum bókun- arkerfi British Airways. Að lokum má geta þess að verið er að ljúka við breyt- ingarnar á Grillinu. Að sögn Konráðs Guðmundssonar, hót- elstjóra, er kominn nýr heildar- svipur á salinn. Borðaskipan hefur verið breytt lítilsháttar og komið er skilrúm eftir miðj- um salnum. Einnig hefur verið skipt um stóla og skartar salur- inn nýjum litum. Grillið eftir breytingarnar. bjóðum aðeins gæðagrípi Mesta úrval landsins af þekktum viöurkenndum merkjum. 10 ára ábyrgð á stelli og framgaffli. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þekking — öryggi — reynsla. Sveigjanleg greiðslukjör. Sérverslun i meira en hálfa öld .. Reióhjólaverslunín ORNINN Spitalastíg 8 simar 14661 - 26888 £ fCYCLES \PEUCEOT @ KALKHOFF s c

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.