Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 16

Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 16
16 _____________ MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984_ Hvert stefnir í heilbrigð- ismálum þjóðarinnar? — eftir Gunnar Helga Guðmundsson Efnahagsmálin hafa verið í brennidepli síðastliðið ár. Lands- menn hafa nú loks gert sér grein fyrir að fjármunir eru takmarkað- ir og hugsa þarf vel til þess hvern- ig þeim er varið. Við Islendingar státum af heilbrigðiskerfi, sem margir telja mjög fullkomið. Burðarmálsdauði er einn sá lægsti í heiminum og ævilengd nálægt því hæsta sem þekkist. Við eyðum nú tæplega 10% af vergri þjóðar- framleiðslu til heilbrigðismáia og nálgumst þar með þær tvær þjóð- ir, sem verja mestum peningum í heilbrigðiskerfið, en það eru Svíar og Bandaríkjamenn. En hvernig er þessum peningum varið? Er árangur í takt við eyðsluna? Hér á landi hefur reyndar umræða um þessi mál verið sáralítil og al- menningur lítið látið í sér heyra. Þróunin í Bandaríkjunum Undirritaður átti þess nýlega kost að dvelja við kennslu og störf í heimilislækningum við háskól- ann í Miami, Flórída í Bandaríkj- unum um tæplega fjögurra mán- aða skeið. Komst ég þar að raun um að veruleg umræða er þar meðal lækna og almennings um það hvernig fjármunum til heil- brigðismála er varið. I Bandaríkj- unum hefur kostnaðaraukningin í heilbrigðisþjónustunni verið afar hröð undanfarin ár og þar er nú eytt yfir 10% af vergri þjóðar- framleiðslu til heilbrigðismála. Menn spyrja nú hver afraksturinn sé. Einn þeirra er skurðlæknirinn Thomas H. Ainsworth, sem nýlega hefur skrifað bók um lækninga- báknið (medical establishment), er hann nefnir „Lifið eða deyið (Live or Die)“. Ainsworth vann um árabil sem sérfræðingur í skurðlækningum við bandarísk sjúkrahús og einnig sem yfirlækn- ir. 1 mörg ár starfaði hann síðan sem forstjóri bandarísku sjúkra- húsasamtakanna og sem slíkur aflaði hann sér víðtækrar þekk- ingar og reynslu á þarlendu heil- brigðiskerfi. Hann telur að lækn- ingabáknið svonefnda sé komið úr böndunum og þenjist út stjórn- laust. Kostnaðurinn aukist sífellt, en æ erfiðara sé að koma auga á árangurinn. Stærstur hluti fjár- magns til heilbrigðismála fari til sjúkrahúsa- og sérfræðiþjónustu. Ainsworth telur að 96% af kostn- aði við heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum fari í meðferð sjúkdóma, en einungis 4% fari í heilsuvernd eða fyrirbyggjandi aðgerðir. Mér telst til að tölur séu ekki ósvipaðar hér á landi og kem- ur að því síðar. 1 bók sinni færir Ainsworth rök fyrir því að mögu- legt sé að hindra tilkomu 50% allra sjúkdóma. Hann telur þrjá sjúkdómaflokka ábyrga fyrir u.þ.b. 70% af dánartölum, en þetta eru kransæðasjúkdómar, heilabl- óðfall og lungnakrabbamein. Af þessum sjúkdómum sé hægt að hindra 90% af öllu lungna- krabbameini með því að koma í veg fyrir reykingar fólks. Þá telur hann einnig að hægt sé að fyrir- byggja 90% af kransæðasjúkdóm- um og heilablóðföllum með ein- földum heilsuverndaraðgerðum þ.e. koma í veg fyrir tóbaksreyk- ingar, meðhöndla háþrýsting og halda fituefnum í blóði innan eðli- legra marka. Þessum þáttum sé ekki nægur gaumur gefinn af heil- brigðisyfirvöldum og læknum, en þeim mun meiri peningum eytt í að meðhöndla fólk með langvinna og ólæknandi sjúkdóma í stað þess að beina meira af fjármagninu í þá átt að fyrirbyggja þá. ótrúleg- ar upphæðir fari í tæknilegar hlið- ar læknisfræðinnar, enda krefjist læknar ætíð fullkomnustu og nýj- ustu tækjanna, sem þeir fái oftast nær, og þeir tíðum einir látnir um að dæma um þörfina. Ainsworth talar um „ástarævintýri" (love af- fair) lækna og tækninnar. Honum finnst að of margir læknar noti tæki og ýmsar rannsóknir í þágu sjúklinganna án þess að gera sér grein fyrir hvað rannsóknin eða meðferðin kosti og hver ávinning- urinn sé fyrir sjúklinginn. Hin mikla tæknivæðing hafi því blind- að margan lækninn og leitt til ofnotkunar á ýmsum rannsóknum og stundum reyndar gripið til þeirra án þess að hugsað sé til fullnustu hvers vegna um þær er beðið. f hringiðu tækninnar og tækjanna vilji sjúklingurinn gleymast og sé oft meðhöndlaður sem einhvers konar „tilfelli", en ekki eins og sjálfstæð manneskja með tilfinningar og hugsun. Það vill því miður oft brenna við að sjúklingurinn er ekki spurður álits eða hafður með í ráðum. Samband læknis og sjúklings verður því æ ópersónulegra. Það má þó ekki skilja orð mín svo að hér sé verið að mæla gegn tækniþróun innan læknisfræðinnar. Auðvitað hefur hún að mörgu leyti orðið til góðs og gerbreytt aðstöðu til sjúkdóms- greiningar og valdið byltingu í meðferð margra sjúkdóma. Hins vegar er farsælast að tæknin og hinn mannlegi þáttur haldist í hendur þegar kostur er á án þess að annað útiloki hitt. Ástandið á íslandi Ástand heilbrigðismála hér á fslandi er að mörgu leyti ekki ólíkt því sem það er í Bandaríkjunum og lýst er hér að framan. Kostnað- urinn við heilbrigðiskerfið hefur vaxið gífurlega síðastliðin tíu ár eða svo. Nær öilu fjármagni hefur verið eytt til sjúkrahúsa og sér- fræðilegrar þjónustu, en sáralitlu til frumheilsugæslu og heilsu- Gunnar Helgi Guðmundsson „Ég tel að læknasam- tökin, almenningur og stjórnmálamenn þurfi að taka höndum saman og spyrna gegn núver- andi þróun heilbrigðis- kerfis okkar. Beina þarf sjónum til annarra átta og margefla frumheilsu- gæslu og þar með allt heilsuverndarstarf. Ljóst er að þegar til lengdar lætur er heilsu- vernd ódýrari og skilar sér í auknu heilbrigði þjóðarinnar.“ verndar. í skýrslu frá borgar- læknisembættinu í Reykjavík, sem kom út haustið 1982, kemur margt athyglisvert fram. Fjallað er um þróun kostnaðar við heilbrigðis- þjónustu í Reykjavík frá 1970—1981. Miðast kostnaður við verðlag ársins 1981. Hér sést að sjúkrahúsakostnaður hefur vaxið feiknarlega (mynd 1) og að rekst- ur sjúkrahúsa í Reykjaík tekur til sín yfirgnæfandi hluta af fjár- magni því sem eytt er til heil- brigðismála í Reykjavík. Einungis 1,5% er eytt til heilsuverndar. Til heimilislækninga renna aðeins 1,8%. Á tímabilinu 1979—1981 minnka framlög til heimilislækn- inga úr 5,0% niður í 1,8% og fram- lög til heilsuverndar úr 3,8% niður í 1,5%. Á sama tíma aukast heild- arútgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu úr 5,8% árið 1970 í 8,4% árið 1981. Sjúkrahúsin gleypa sem sagt svo til allt fé til heilbrigðis- mála og er það langt umfram þróun þjóðarframleiðslu (mynd 2). Þrátt fyrir stóraukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins, og þá aðal- lega til sjúkrahúsanna, höfum við engar áþreifanlegar sannanir fyrir bættu heilbrigðisástandi þjóðarinnar. Ef litið er t.a.m. á tölur yfir ævilengd íslendinga þá sést að þær hafa þreyst tiltölulega lítið til hins betra frá árinu 1950, en einmitt frá þeim tíma hefur aukningin orðið mest á kostnaði ,við heilbrigðiskerfið. Þetta verður þeim mun meira áberandi ef litið er á hina miklu aukningu ævi- lengdar frá 1850—1950 (mynd 3). Svipuð þróun hefur orðið í öðr- um löndum svo sem Bandaríkjun- um og Bretlandi. Margir eru nú þeirrar skoðunar að hin mikla áhersla á meðferð sjúkdóma, tækniþróun og uppbyggingu sjúkrahúsabáknsins hafi ekki skil- að sér sem skyldi. Hins vegar hafi frumheilsugæsla og þar með i heilsuvernd og fyrirbyggjandi lækningastarf verið vanrækt. Ólafur Ólafsson, landlæknir, hef- ur margsinnis bent á mikilvægi heilsuverndar og undir hans orð tók nýlega ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, í ritstjórnargrein þann 30. maí síðastliðinn og fagna ég því. Of fáir heimilislæknar? Of margir sérfræðingar? Á síðustu áratugum hefur þróunin verið sú hér á landi að yfirgnæfandi meirihluti íslenskra Iækna hafa gerst sérfræðingar í hinum ýmsu greinum læknisfræð- innar, en tiltölulega litill fjöldi lagt fyrir sig heimilislækningar. (Þess ber að geta hér að heimilis- lækningar eru nú sérnám innan læknisfræðinnar og viðurkennt af læknadeild Háskóla íslands, en ég hef kosið til aðgreiningar að kalla þá heimilislækna, sem hafa heim- ilislækningar að aðalstarfi, en aðra þá er hafa sérmenntað sig í öðrum greinum læknisfræðinnar sérfræðinga.) Eins og málin standa í dag telst mér til að hlut- fallið milli sérfræðinga og heimil- islækna sé þannig að um 75% þeirra séu sérfræðingar og um 25% þeirra séu heimilislæknar. Mjög svipuð þróun hefur orðið í Bandaríkjunum og er hlutfall sér- fræðinga þar enn hærra. Thomas Ainsworth, sem ég vitnaði í hér á undan, l'innst það skjóta skökku við að þegar það sé almennt viður- kennt að heimilislæknar geti sinnt 80—90% af öllum vandamálum sjúklinga, sem þurfa læknisaðst- oðar við, þá séu þeir á sama tíma innan við 20% (í Bandaríkjunum) af öllum læknum. Vegna skorts á heimilislæknum og yfirmönnunar í sérfræðingastétt séu sérfræð- ingar í a.m.k. 60% tilvika að sinna sjúklingum sem vel menntaður heimilislæknir geti annast með margfalt minni til- kostnaði. Ainsworth telur sér- fræðingana ofursérhæfða (overqu- alified) og því ekki hæfa til að si- nna heimilislækningum, enda ekki þjálfaðir til þess. Aðstæður hér heima eru um margt svipaðar og Thomas Ainsworth lýsir í bók si- nni. Við höfum menntað of marga sérfræðinga í hinum ýmsu grein- um læknisfræðinnar, en of fáa heimilislækna. Thomas Ainsworth er þeirrar skoðunar að heimilisl- æknirinn sé best hæfur til að bera ábyrgð á og sinna forvarnarstarfi og eigi að vera leiðandi afl þar. Á alþjóðaþingi heimilislækna, sem haldið var í Singapore vorið 1983, kom fram í könnun sem gerð var meðal aðildarþjóða alþjóða- samtaka heimilislækna (WONCA), að hjá langflestum þjóðum er hlutfall heimilislækna og sérfræðinga 1:1 eða heimilis- læknar eru 50% lækna. Meðal fjögurra þjóða var hlutfallið 3:1 og hjá enn öðrum fjórum þjóðum var hlutfallið 4:1, þar sem heimilisl- æknar voru fleiri. Hjá einungis þremur þjóðum var hlutfallið öfugt, þ.e. sérfræðingar voru fleiri en heimilislæknar, en það var hjá Hollendingum 2:1, Bandaríkja- mönnum 6:1 og hjá Svíum 9:1. Könnunin náði ekki til íslands, þar sem hlutfallið er trúlega 3:1 eins og kom fram hér á undan. Svíar eru reyndar að umbylta sinu heilbrigðiskerfi yfir í það að auka hlut frumheilsugæslu í heilbrigð- isþjónustunni og þar með auka fjölda heimilislækna verulega. Svíar telja að þetta muni gefa af sér betri og um leið mun ódýrari heilbrigðisþjónustu. Offjölgun lækna — dýr- ara heilbrigðiskerfi? Offjölgun sérfræðinga endur- speglar annað vandamál, en það er hin mikla aukning á fjölda ís- lenskra lækna undanfarin ár. Lík- lega býr engin þjóð í heimi eins vel að læknum og við. Á næsta ári munu að öllum líkindum útskrif- ast um 50 læknar úr einum ár- gangi læknadeildar Háskóla fs- lands og á þarnæsta ári munu út- skrifast um 70 læknar úr einum árgangi. Lætur nærri að við höf- um nú einn lækni fyrir hverja 400 íbúa og ef íslenskir læknar erlend-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.