Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984 Kuwait vill fá sovésk hergögn Kuwait, 26. júní. AP. KUWAIT-STJÓRN hefur snúið sér til Sovétríkjanna og falast eftir kaupum á nýtísku vopnabúnaði, eftir því sem fram kom í fréttum bér í dag. Þetta gerist skommu eftir að Bandaríkin hafa hafnað beiðni stjórnarinnar um svokallaðar Stinger-flaugar. Verkfóllin í Bretlandi: Verkfalls- menn í ham London, 26. júní. AP. BRESKA lögreglan handtók í dag 50 námuverkamenn þegar allt að 1.000 verkamenn héldu uppi verkstöðvun- um í tveimur helstu kolanámum í Skotlandi og norðurhluta Englands. Einnig röðuðu þeir sér fyrir framan aðalstöðvar stjórnar ríkisreknu kola- námanna í Yorkshire og vildu meina skrifstofufólki inngöngu. Verkfallsverðirnir höfðu varnað öllum inngöngu inn í aðalstöðv- arnar í nær klukkustund, áður en lögreglan kom á staðinn. Köstuðu þeir múrsteinum, eggjum og flösk- um í starfsfólk sem vildi halda til vinnu. Engan sakaði þó i þessum aðgerðum verkamannanna. Einn farmur af járngrýti komst framhjá verkfallsvörðum inn í stálsmiðju í Suður-Wales, en verk- fallsmenn hafa reynt ýmsar að- gerðir til að stöðva rekstur smiðj- unnar i mótmælaskyni við lokun kolanámanna. * Járnbrautar- starfsmenn neituðu að flytja tvo aðra farma. Forystumenn náma- manna segja að ekki sé nema tim- aspursmál hvenær járnbrauta- starfsmenn stöðvi allan flutning járngrýtis til verksmiðjunnar. Tæplega 1.000 verkfallsverðir grýttu rútu, sem í voru verkamenn á leið til vinnu i Dérbyshire í Norður-Englandi, og slösuðust tveir lögreglumenn og sjö verk- fallsmenn voru handteknir. Rútan komst leiðar sinnar þrátt fyrir árásina. Mikill hiti hefur verið í verkfallsvörðum í Derbyshire, þar sem um 80 verkamenn hófu aftur vinnu þar í siðustu viku. Tvö stærstu verkalýðsfélög járnbrautarstarfsmanna hafa ákveðið að fara í 24 klukkustunda samúðarverkfall með kolanámu- mönnum og munu farþegalestir til höfuðborgarinnar stöðvast á mið- vikudag. Varnarmálaráðherrann, Salem Al-Sabah, sagði í gær, að hann héldi til Mosvku 9. júlí nk. til þess að ganga frá samningi um vopna- kaup. „Þessi ferð er þáttur i þeirri stefnu stjórnarinnar að eiga sem jöfnust skipti við risaveldin," sagði ráðherrann við fréttamenn. Bandaríkin hafa tregðast við að verða við beiðni Kuwait-stjórnar um Stinger-flaugarnar af ótta við, að þær lentu í höndum Palestínu- skæruliða, sem Kuwait hefur stutt dyggilegast allra arabaríkja. Nýlega fengu Saudi-Arabar 400 Stinger-flaugar. Byggðist það á þeim forsendum, að þeir þyrftu á flaugunum að halda til að verja olíumannvirki og olfuskip. Ekki hefur verið tíundað, hvers konar vopnabúnað Kuwait-stjórn liyggst kaupa í Sovétríkjunum, en áreiðanlegar heimildir telja, að þar sé m.a. um að ræða flugskeyti og skriðdreka og nemi viðskiptin hundruðum milljóna dollara. AP/ Símamynd. Walter Mondale á fundi í Minnesota. Að bal.i honum stendur Edward Kennedy öldungadeildarþingmaður, sem lýst hefur stuðningi við útnefningu Mondales við forsetakosningarnar í haust. Mondale og Hart ákveða að sættast Amnesty: 1.699 líflátnir á síðastliðnu ári LoBdon, 26. júní. AP. EKKI færri en 1.699 manns voru tekin af lífí í 39 löndum á síðastliðnu ári, segir í frétt frá mannréttinda- samtökunum Amnesty International í dag. Ennfremur segir, að raunveru- legar tölur yfír líflátna kunni þó að vera miklu hærri, vegna þess hve algengt sé, að leynd hvfli yfír aftök- Fram kemur í fréttinni, að þrjú lönd skera sig úr, Kína, íran og írak. Þar voru 1.399 manns líflátin á síðastliðnu ári, eða 82 af hundr- aði þeirra sem þá voru teknir af lífi miðað við fyrrnefnda tölu. ltrekuð eru tilmæli Amnesty International um, að dauðarefsing verði hvarvetna afnumin. Sérstak- ur uggur er sagður rfkja innan samtakanna vegna þess hve aftök- um hafi fjölgað í Bandaríkjunum á síðustu árum. Talsmaður AI, Mark Grantham, sagði í fréttavið- tali, að á árinu 1983 hefðu um 1.160 dauðadómar verið kveðnir upp í 63 löndum. í Bandaríkjun- um, þar sem dauðadómum frá fyrri árum hefði ekki verið full- nægt um skeið, hefði fjöldi dauða- dæmdra á síðasta ári verið 1.300 New York, 26. jóní. AP. WALTER Mondale og Gary Hart sættust á fundi í dag og lýstu yfír því í fundarlok að saman myndu þeir vinna að því að sigrast á Ron- ald Reagan í forsetakosningunum í haust. „Það sem okkur greinir á um eru smámunir í samanburði við það sem skilur okkur og Reagan forseta að,“ sagði Mondale eftir fundinn. Hart sagðist myndi halda áfram tilraunum til að hljóta útnefningu demókrata- flokksins við kosningarnar i haust, en yfirlýsingar beggja á blaðamannafundi bentu til sátta og vinskapar þeirra í millum. Báðir neituðu því að til um- ræðu hafi verið sá möguleiki að Hart yrði varaforsetaefni Mondales. Sagði Mondale að við- ræður þeirra hefðu fyrst og fremst snúist um með hvaða hætti þeir gætu lagt Reagan að velli og hvernig tryggja mætti sem mesta kosningaþátttöku til þess að ná því takmarki. Samstarfsmenn forsetaefn- anna sögðu þá hafa náð sam- komulagi um málamiðlun, sem felur í sér að Hart dregur ekki í efa kjörgengi fulltrúa á flokks- þinginu, sem bundnir eru af stuðningi við Mondale, gegn samþykki Mondales við tillögur um breyttar reglur um val for- setaefnis 1988. Málamiðlun þessi tókst fyrir tilstilli Edward M. Kennedys öldungadeildarþingmanns, og hefur hún fært Mondale og Hart mun nær hvor öðrum, enda þótt Hart segist áfram sækjast eftir útnefningu. Kennedy hefur sagst styðja útnefningu Mondal- es við forsetakosningarnar. D’Aubuisson ber af sér sakir Flöskuskeyti frá Wallenberg FLÖSKUSKEYTI frá Raoul Wall- enberg fannst á Borgundarhólmi á laugardag, en samkvæmt staðsetn- ingu í skeytinu er Wallenberg í haldi á eyju á þeim slóðum sem Frans Josef-eyja er. Það var sláturhússstarfsmað- ur á Borgundarhólmi, sem fann flöskuskeytið er hann fór í gönguferð síðdegis á laugardag meðfram strönd eyjunnar. Tók hann eftir grænni vínflösku í sandinum og að miði var innan í. í flöskunni var stutt bréf á ensku, sem undirritað var af Ra- oul Wallenberg. Wallenberg var sendifulltrúi Svía í Ungverja- landi þegar hann hvarf í Búda- pest 1945. Aðstoðaði hann gyð- inga í Ungverjalandi til að kom- ast hjá ofsóknum nasista. Bréfið frá Wallenberg hljóðar svo: „Hjálp, ég er í haldi á eyju á 60. gráðu austlægrar breiddar og 80. gráðu norðlægrar lengdar. Ef einhver finnur þetta bréf, þá legðu mér lið.“ Var bréfið skrif- að með blýanti á hvítan pappír. Rússar halda því fram að Wallenberg hafi látist úr hjarta- slagi í fangelsi í Moskvu 1947, en lítill trúnaður hefur verið lagður á þá fullyrðingu, og burtflúnir Sovétmenn segjast hafa séð Wallenberg Wallenberg á lífi löngu seinna. Sænsk yfirvöld hvöttu sovéska ráðamenn fyrir skömmu til að skýra frá sannleikanum um Wallenberg og afdrif hans. Miami, 26. júnt'. AP. ROBERTO D’Aubuisson, leiðtogi hægrimanna í El Salvador, vísaði á bug ásökunum um að hann væri við- riðinn áform um að ráða Thomas Pickering sendiherra af dögum. D’Aubuisson kom til Flórída í dag þar sem hann hyggst hvíla sig meðal venzlafólks þar til hann fer á fund utanríkisnefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings á mið- vikudag. Kvað D’Aubuisson ásakanirnar óviðurkvæmilegar og siðlausar. Jesse Helms öldungadeildarmaður gagnrýndi einnig fréttaflutning þar sem D’Aubuisson var bendlað- ur við áætlanir um að ráða Picker- ing af dögum. Kvaðst Helms meira að segja hafa orðið við beiðni stjórnar Ronald Reagans og beðið D’Aubuisson að tryggja ör- yggi Pickerings f E1 Salvador. D’Aubuisson hefur einnig legið undir grun um að hafa verið við- riðinn morðið á Oscar Romero erkibiskupi í San Salvador fyrir fjórum árum, auk þess sem hann er sagður stjórna dauðasveitum hægrimanna í E1 Salvador. George Schultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur hins vegar látið þau ummæli falla að engar áreiðanlegar vfsbendingar væru fyrir hendi um aðild leiðtoga hægrimanna að hryðjuverkum. Jackson og Castro hittast Kúbu, 26. júnf. AP. JESSE JACKSON, forsetaframbjóð- andi demókrata, kom í dag til Kúbu til að eiga viðræður við Fidel Castro, forseta. Castro sagði að heimsókn Jacksons myndi hugsanlega verða til að bæta samskipti Kúbu og Banda- ríkjanna. Hundruð Kúbana fylgdust með, þegar Jackson og Castro tókust í hendur á Havana-flugvelli. Jack- son sagði að kominn væri tími til að þjóðirnar tvær sættust og sam- an gætu þær staðið að friði f þess- ari heimsálfu. Castro sagðist hafa boðið Jack- son til Kúbu vegna vináttu við Bandaríkin, og hefði hann heiðrað kúbönsku þjóðina með komu sinni. Jackson hefur verið á ferð um Mið-Ameríku, og mun dvelja á Kúbu i tvo daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.