Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNt 1984
21
sveitin hefði átt mjög gott sam-
starf við íslenskar björgunar- og
leitarsveitir um allt land þann
tíma sem hún hefði dvalist hér-
lendis og margoft veitt aðstoð
þegar lífsháski hefði steðjað að.
Sagði hann að hinn góði árangur
af starfi sveitarinnar væri fyrst
og fremst að þakka ósérhlífni all-
ra er hlut ættu að máli. Liðsmenn
sveitarinnar hefðu hvað eftir ann-
að sýnt í verki ótrúlegt þol og
hæfni, sem endurspeglaði hina
ströngu þjálfun þeirra.
Að ræðunni lokinni afhenti Geir
Hallgrímsson Joseph M. Nall, yf-
tnynd af einni Sirkorsky-þyrhi sveitar-
björgunarstarfinu.
Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, flytur ræðu við athöfnina í gær. Honum á hægri hönd situr yfirmaður varnarliðsins, Ronald Narmi, og honum á vinstri hönd
er Joseph M. Nall, yflrmaður þyrlusveitarinnar, Detachment 14. í baksýn er ein af þyrhim sveitarinnar. MorgunbiaSií: kee.
irmanni þyrlusveitarinnar, inn-
rammað heiðursskjal. Þvi næst
flutti Joseph M. Nall stutt þakk-
arávarp þar sem hann þakkaði
þann mikla heiður sem sveitinni
væri sýndur með þssari viður-
kenningu. Sagði hann að til þess
að hægt væri að inna af hendi
björgunar- og leitarstörf yrði
samstarf á milli íslensku björgun-
arsveitanna og varnarliðsins að
vera gott og að á undanförnum
árum hefði skapast góð samvinna
í milli þessara aðila. Sagði hann
að samstarfið hefði verið mjög
ánægjulegt og mjög sérstök tengsl
hefðu komist á milli þeirra. Hann
sagði að lokum að til þess að ná
góðum árangri væri allt undir því
komið að vera vel á verði og í góðri
þjálfun.
Að lokinni athöfninni var við-
stöddum boðið til kaffidrykkju i
félagsheimilinu Stapa í Keflavík,
þar sem Geir Hallgrímsson af-
henti liðsmönnum sveitarinnar
minningargjöf í þakklætisskyni
fyrir vel unnin störf á liðnum ár-
um og viðurkenningarskjal fyrir
björgun 200 mannslífa og hug-
rekki á hættustundu. Þá færði
Joseph M. Nall Geir Hallgríms-
syni mynd að gjöf af einni þyrlu
sveitarinnar sem þakklætisvott
frá þyrlusveitinni.
Það var þröng á þingi við num borðin á útiskákmótinu, því margir stöldruðu við
í góða veðrinu til að fylgjast með skákunum.
lands (Björn V. Þórðarson), og
Landsbankinn B (Arnaldur
Loftsson) 2 v.
34. Trygging hf., (Þröstur
Árnason) 1 lÆ v.
35. Almennar tryggingar (Þrá-
inn Vigfússon ) 1 v.
36. Línuhönnun (Ólöf Þráins-
dóttir) 0 v.
Skákstjórar voru Árni Jakobs-
son, Guðbjartur Guðmundsson,
ólafur Ásgrímsson, Þorsteinn
Þorsteinsson og Þráinn Guð-
mundsson.
Nefnd Islands og Efnahagsbandalagsins:
„Áherzla lögð á að tollfrjáls
innflutningur á saltfiski
verði áfram heimilaður“
Gianluigi Giola, aðstoðarframkvæmdastjóri í utanríkisdeild Efnahagsbandalags-
ins (t.v.) og Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri Viðskiptaráðuneytisins.
(Ljósm. Mbl. Emilía).
— sagði Þórhallur Ásgeirs-
son ráðuneytisstjóri
„VIÐ lýstum meðal annars yflr
áhyggjum okkar af hækkun tolla á
vörutegundum, sem við flytjum út eins
og saltsíld og söltuðum ufsaflökum,
enda þótt það mál heyri ekki undir
fríverslunarsamning fslands og Efna-
hagsbandalags Evrópu,“ sagði Þór-
hallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í
viðskiptaráðuneytinu í samtali við
Mbl. í gær, en hann stjórnaði viðræð-
um embættismannanefndar íslands
og Efnahagsbandalags Evrópu, sem
fóru fram í Reykjavík í gær.
Þórhallur sagði ennfremur að
gerð hefði verið grein fyrir efna-
hagsástandinu á íslandi og löndum
Efnahagsbandalagsins og viðskipt-
um þeirra á milli á fundinum, og
hefði komið fram að fslendingar
hefðu ekkert við viðskiptasamning
íslands og Efnahagsbandalagsins
að athuga. „En við vildum vekja at-
hygli á ýmsum hagsmunamálum
okkar svo að þau féllu ekki í
gleymsku, enda eru mannaskipti tið
innan nefndarinnar," sagði Þórhall-
ur. Hann sagði að fulltrúar fslands i
nefndinni hefðu lagt áherslu á sér-
stöðu samnings íslands og Efna-
hagsbandalagsins þar sem hann lúti
meðal annars að fiskveiðum og fisk-
afurðum, svo að unnt væri að ná
jöfnuði i viðskiptum milli fslands og
landa Efnahagsbandalagsins, en
þeim væri ekki nema að litlu til að
dreifa í samningum bandalagsins
við áðrar þjóðir innan þess. „Við
höfum orðið varir við að sumar
þjóðir vilja koma á verndartollum
fiskinnflutnings innan bandalags-
ins sem getur komið okkur illa,“
sagði Þórhallur. Þá kvað hann aðild
Portúgals og Spánar að Efnahags-
bandalaginu hafa verið rædda á
fundinum og hefðu íslensku emb-
ættismennirnir skýrt frá því að ís-
lendingar hefðu þar mikilla hags-
muna að gæta því að saltfiskinn-
flutningur til þessara landa hefði
numið 8,5% af heildarútflutningi
okkar í fyrra. Því lögðum við
áherslu á að tollfrjáls innflutningur
á saltfiski yrði heimilaður áfram
innan bandalagsins eftir að Portúg-
alir gerast aðilar að því,“ sagði
Þórhallur.
Aðspurður kvað Þórhallur engar
ákvarðanir hafa verið teknar á
fundinum í gær, enda um venju-
legan nefndarfund að ræða, sem
haldinn sé tvisvar á ári.