Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 22

Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Visa-ísland: Takmörkuð sjálfs- ábyrgð korthafa í frétUtilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist frá greiðslu- kortafyrirtækinu Visa-ísland segir, að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að taka upp takmarkaða sjálfs- ábyrgð korthafa. Mun áhætta kort- hafa minnka, ef kort þeirra glatast og eru misnotuð áður en hvarf þeirra uppgötvast og næst að tilkynna kort- missinn. Hinar nýju reglur tóku gildi hinn 21. sl. og verða þcr sérprentað- ar og sendar öllum korthöfum. Um þessar mundir er rétt um ár liðið frá því að starfsemi Visa- íslands hófst. Þá voru korthafar um 2.300 talsins, en eru nú um 16.500. Söluaðilar, er veita Visa- þjónustu, eru nú tæplega 1.100. Frá ársfundi Sambands norrænna málmiðnaðarmanna á Hótel Esju. Morgunbladið/Júlíus. Fallbyssan stóð fyrir sínu, þótt næstum 100 ára sé. Myndin er tekin þegar skotið reið af. Fallbyssuskot á Seyðisfírði SeyAisrirði, 23. júni. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var skotið úr gamalli fallbyssu, sem er frá árinu 1885 og hefur verið komið fyrir við bæjarskrif- stofurnar. Hleðslumaður var Ein- ar Sigurgeirsson, skotmaður Jó- hann B. Sveinbjörnsson og stjórn- andi Þorvaldur Jóhannsson, bæj- arstjóri. Kjartan. Norrænir málmiðnaðar- menn þinga á íslandi SAMBAND norrænna málmiðnað- armanna heldur ársfund sinn hér- lendis um þessar mundir. Aðilar að sambandinu eru 5 málmiðnaðar- mannasambönd á Norðurlöndum og er Málm- og skipasmiðasamband ís- lands aðili að norræna sambandinu. Þetta er fyrsta sinni, sem ársfundur norræna sambandsins er haldinn hér, en hann er annars haldinn til skiptis I aðildarlöndum sambands- ins. Samkvæmt upplýsingum Guð- jóns Jónssonar, formanns Málm- og skipasmiðasambands íslands, sitja fundinn rúmlega 30 fulltrúar og er fundurinn haldinn að Hótel Esju. Hann hófst í gærmorgun. Samböndin á hinum Norðurlönd- unum eru mjög mikil og voldug samtök og er t.d. sænska sam- bandið stærst verkalýðssambanda þar i landi. Á fundinum kynna að- ildarsambönd Sambands nor- rænna málmiðnaðarmanna verk- efni sín fyrir hinum, fulltrúarnir bera saman bækur sínar og fjallað er um starf og verkefni norræna sambandsins. Þá er rekinn á veg- um norræna sambandsins sam- hjálparsjóður, sem aðildarfélögin eiga aðgang að, bjáti eitthvað á í verkefnum landssambandanna. Tveir íslenskir fulltrúar sitja fundinn, en frá hinum löndunum eru fulltrúar um 7 frá hverju landi. Ársfundur SÍH á Akureyri FJÓRÐI ársfundur Sambands ís- mismunandi sjónarmiði. Stærsta lenskra hitaveitna verður haldinn á Akureyri dagana 28. og 29. júní. Meginviðfangsefni fundarins verð- ur, auk venjulegra aðalfundarstarfa og umræðna um málefni hitaveitna, að ræða um varmadælur, en þær eru um þessar mundir að festa rætur I íslenskum orkubúskap. Á fundinum munu þrír fyrirles- arar flytja erindi um varmadælur og fjalla um viðfangsefnið frá varmadæla landsins er að hefja rekstur sinn á Akureyri og verður hún formlega tekin í notkun i tengslum við fundinn. Ennfremur mun iðnaðarráðuneytið leggja fram skýrslu með nýju mati á orkuverði og samanburði hinna ýmsu hitaveitna, að þvf er segir í fréttatilkynningu Sambands fs- lenskra hitaveitna. Skákkeppnin Sovétrfldn-heimsliöið: Heimsliðið stendur höll- um fæti í biðskákum Skák Margeir Pétursson AÐ SEX biðskákum ótefldum I fyrstu og annarri umferð keppni landsliðs Sovétríkjanna við úrval skákmanna frá öllum öðrum lönd- um heims, hefur heimsliðið hlotið 7V4 vinning en Sovétmenn 6'h. Allir bestu skákmenn heims, að Bobby Fischer undanskildum, eru nú samankomnir í London til að taka þátt í keppninni, þ.á m. Sovét- mennirnir Karpov og Kasparov sem í haust munu tefla einvígi um beimsmeistaratitilinn. Að sögn sér- fræðinga í London eru þó miklar líkur á að forysta heimsliðsins standi ekki lengi, því að í tveimur biðskákum úr annarri umferð eru Sovétmenn taldir eiga miklar vinn- ingslíkur, Tukmakov stendur bet- ur gegn Ljubojevic og Sokolov á betra tafl gegn Torre. Alls verða tefldar 40 skákir f keppninni, fyrstaborðsmennirn- ir Karpov og Andersson tefla fjórar skákir, sömuleiðis Kasp- arov og Timman á öðru borði og þannig koll af kolli. Teflt er á tfu borðum þannig að um tíu fjög- urra skáka einvigi er að ræða, en skipta má inn tveimur vara- mönnum. 1970 sigruðu Sovét- menn naumlega Keppnin Sovétríkin-heimur- inn fer nú fram í annað sinn. í fyrra skiptið sem liðin mættust sigruðu Sovétmenn með minnsta hugsanlegum mun, 20V4— 19Vfe. Nú fjórtán árum síðar hafa orðið geysilegar breytingar á liðunum, m.a. af pólitískum ástæðum. Þá tefldi Korchnoi á þriðja borði fyrir Rússa, og er enn á þriðja borði, en hefur skipt um lið. 1970 urðu miklar deilur milli þeirra Larsens og Fischers um það hvor þeirra ætti að tefla á fyrsta borði. öllum á óvart gaf Fischer eftir og sigraði Petrosjan 3—1 á öðru borði. Nú er Larsen vara- maður og að sjálfsögðu þýddi ekkert að bjóða Fischer að vera með. Þá leiddi Spassky, þáver- andi heimsmeistari, sovézku sveitina, en nú kom hann til greina í hvorugt liðið vegna þess hversu stutt er síðan hann varð opinber útlagi frá Sovétríkjun- um. Friðrik ólafsson var vara- maður í heimsliðinu og tefldi eina skák við Smyslov, en nú kom enginn íslendingur til greina í heimsliðið, hvað sem síðar verður. Liðsuppstillingin hefur komið á óvart Hefðbundin sjónarmið virðast ráða ríkjum við uppstillingu sov- ézku sveitarinnar, sem er þannig skipuð: 1. Karpov, 2. Kasparov, 3. Polugajevsky, 4. Smyslov, 5. Vaganjan, 6. Beljavsky, 7. Tal, 8. Razuvajev, 9. Jusupov, 10. Sok- olov, varamenn: Tukamkov og Romanishin. Flestum þótti sjálfgefið fyrir- fram að Korchnoi yrði á fyrsta borði heimsliðsins, en svo virðist sem liðinu hafi verið stillt upp með það fyrir augum að stíll þeirra Andersons og Timmans hentaði betur gegn Karpov og Kasparov. A.m.k. er vægast sagt hæpið að fullyrða að Anderson sé sterkasti skákmaður heims utan Sovétríkjanna. Þá eiga Englendingar fleiri menn í lið- inu en búast mátti við: 1. And- erson, 2. Timman, 3. Korchnoi, 4. Ljubojevic, 5. Ribli, 6. Seirawan, 7. Nunn, 8 Húbner, 9. Miles, 10. Torre, varamenn: Chandler og Larsen. Úrslit 1. umferðar 1. Karpov — Anderson biðskák 2. Kasparov 'h Timman 'h 3. Polugajevsky 'h Korchnoi 'h 4. Smyslov — Ljubojevic bið- skák 5. Vaganjan 'h Ribli 'h 6. Beljavsky — Seirawan biðskák 7. Tal Vi Nunn 'h 8. Razuvajev — Hubner bið- skák 9. Jusupov 'h Miles 'h 10. Sokolov 0 Torre 1 Biðskákirnar verða tefldar áfram í fyrramálið. Líklegt þyk- ir að Ljubojevic vinni Smyslov og Beljavsky vinni Seirawan, en skák Razuvajevs og Húbners var að flestra mati jafnteflisleg. Úr- slit umferðarinnar velta því væntanlega á skákinni á fyrsta borði, en þar stendur Karpov heldur betur. Bent Larsen hafði ekki mikla trú á varnarmögu- leikum Andersons í fyrrakvöld: „Karpov mun sigra auðveldlega. Anderson hefur ekkert mótspil," sagði Daninn í samtali við AP- fréttastofuna. Nýbakaði Sovétmeistarinn, hinn 21 árs gamli Andrei Sok- olov, átti slæman dag gegn Torre og féll á tíma i erfiðu endatafli. 2. umferð 1. Karpov 'h Anderson 'h 2. Kasparov ‘h Timman ‘h 3. Polugajevsky 0 Korchnoi 1 4. Tukmakov — Ljubojevic biðskák 5. Vaganjan ‘h Ribli 'h 6. Beljavsky 1 Seirawan 0 7. Romanishin 'h Nunn 'h 8. Rasuvajev 'h Húbner 'h 9. Jusupov 'h Miles 'h 10. Sokolov — Torre biðskák Ef biðskákirnar sex fara eins og sérfræðingar eiga von á verð- ur staðan væntanlega I0'h—9'h Sovétmönnum í vil þegar keppn- in er hálfnuð. í gærkvöldi átti að tefla biðskákir, en þriðja um- ferðin verður tefld í dag, mið- vikudag. Æsispennandi skák úr fyrstu umferðinni Hvítt: Lev Polugajevsky Svart: Viktor Korchnoi Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. Rc3 — Bb7, 5. a3 — d5, 6. cxd5 — Rxd5, 7. e3 — g6 Korchnoi sigraði Kasparov með þessu afbrigði í fyrstu ein- vígisskák þeirra í London í vet- ur. Polugajevsky svarar með nýrri og mjög hvassri leið. 8. h4 — Bg7, 9. h5 — c5I? Hér kemur ekki síður til greina að hróka stutt. 10. Bb5+ — Bc6, 11. Bd3 — Rd7, 12. e4 — Rxc3, 13. bxc3 — Dc7, 14. Bg5!? — h6, 15. Bh4 — cxd4, 16. cxd4 - g5, 17. Bg3 — Db7,18. De2 — Rc5! Eina tækifæri svarts til að ná mótspili. Hvítur verður nú að fórna skiptamun því eftir 19. Re5 — Rxd3+, 20. Dxd3 — Bxe4, 21. Db5+ — Ke7 rennur sókn hans út í sandinn. 19. dxc5 — Bc3+!, 20. Rd2 — Bxal, 21. 0-0 — Bd4, 22. Ba6 — Dd7, 23. cxb6 — axb6, 24. Rf3 — Hxa6! Hvítur hótaði 25. Hdl mjög óþyrmilega. Nú er 25. Dxa6 svar- að með 25. — Bb6!, 26. Da8+ — Ke7 og hvfta drottningin á eng- an reit. 25. Rxd4 - Dxd4 Ekki 25. - Hxa3?, 26. Db2 og 25. - Ha8, 26. Db2! - 0-0, 27. Rxc6 — Dxc6, 28. Df6 gefur hvít- um mjðg góð sóknarfæri. 26. Dxd4 — 0-0, 27. Hel — Ha8. Jafntefli þó svartur sé peði yfir eftir 28. De2 — Hxa3. Mislitu biskuparnir ættu þó að tryggja hvítum jafntefli eftir 29. Dc2!, en það kemur þó nokkuð á óvart að baráttumaðurinn Korchnoi skuli slíðra vopnin að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.