Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR 27. JÚNÍ 1984 29 15. Hxa6 — c4, 16. Hc61 — Rc5, 17. De2 — Rfd7, 18. Rxc4 — Rb8 Svörtum hefur nú tekist að „vinna" skiptamun, því hrókur- inn á c6 fellur fyrir riddara. En til þess að fá þetta fram hefur svartur orðið að fórna tveimur peðum og nú fellur eitt til við- bótar: 19. Hxc5! — dxc5, 20. Rxe5 — Bf6, 21. Rd3 — Bd4+, 22. Khl - Hb7, 23. Rdl! — Rd7, 24. c3 — Bf6, 25. Re3 Skiptamunurinn hefur greini- lega verið allt of dýru verði keyptur fyrir svartan því það er eingöngu tímaspursmál hvenær hann verður undir peðaskriðu á miðborðinu. 25. — I)a5, 26. Rg4 — He8, 27. Df3 — Bg5? Nú tapar svartur strax. Meiri mótstöðu veitti 27. — Da6. 28. Bxg5 — hxg5, 29. e5! — c4, 30. Rb4 - Hxb4 Ef 30. - Rxe5 þá 31. Rxe5 - Hxe5, 32. Rc6 - Dc7, 33. d6! o.s.frv. 31.cxb4 — Dxb4, 32. e6 — Rc5, 33. f6 — Rxe6, 34. dxe6 — Hxe6, 35. fxg7 — De7, 36. Dc3 — f5, 37. h3 — Kh7 Ef 37. - fxe4 þá 38. Hf8+. 38. Dc2 — He4, 39. Rf6+! — Dxf6, 40. Dxe4 og svartur gafst upp. Fri 17. júní-fagnaöi i Ibiza. Lýðveldisfagnaður á Ibiza — eftir Jón Karl Helgason Ibiza, 20. júní. Samhliða útrás kúnna á vorin, sigla hópar íslenskra nýstúdenta utan, að loknu prófafrekum, í því skyni að láta líða úr sér streitu liðinna átaka. Þetta misserið lá höfuðstraumurinn til spænsku eyjunnar Ibiza, en í byrjun mán- aðarins dvöldu hér útskrifuð menningarverðmæti sex æðri menntastofnana og nutu lífsins af kappi. Fyrstu dagana kom kunnugleg- ur rigningarsuddi í veg fyrir heimþrá meðal Frónbúanna en síðastliðnar tvær vikur hafa hin æskuteitu ungmenni búið við ský- lausan fagnað eins og hann þekk- ist bjartastur í ferðaskrifstofu- auglýsingum. Eftir nokkra byrj- unarörðugleika ganga samskiptin við eyjaskeggja orðið ágætlega; engilsaxnesk einkvæðisorð með spænskum framburði fleyta manni í gegnum heilu máltíðirnar þó vissrar taugaspennu kunni að gæta undir lok þeirra. Það er nefnilega ætíð fræðilegur mögu- leiki á því að kokkurinn heiti Bill, svo þegar beðið er um reikninginn af ýtrustu kurteisi og sagt: „bill please”, komi noöufellandi vöðva- fjall askvaðandi frá eldhúsinu, með sveðju í annari hendinni og grjúpán í hinni, albúinn að svara hugsanlegum kvörtunum varðandi matinn. Einstaka íslendingi hefur þó á undraverðan hátt tekist að víkja sér undan öllum tungumála- erfiðleikum með þvi að samræma mál innfæddra okkar eldfornu norrænu tungu. Þannig hefur ís- HELGINA 7. og 8. júlí munu niðjar síra Páls Ólafssonar og Arndísar Pétursdóttur Eggers halda ættarmót ad Reykjum í Hrútafirði. Síra Páll var fæddur 20. júlí 1850, hann var sonur ólafs Páls- sonar dómkirkjuprests í Reykja- vík síðar að Melstað i Miðfirði og Guðrúnar Ólafsdóttur Stephensen úr Viðey. Frú Arndis var fædd 7. mars 1858, hún var dóttir Péturs Eggers í Akureyjum og Jakobínu Páls- dóttur Melsted amtmanns. Síra Páll og frú Arndís bjuggu að Prestsbakka í Hrútafirði frá 1880—1900 og þar fæddust öll lenska skammaryrðið „grasasni" skyndilega fengið þá auðmjúku merkingu „þakka þér fyrir“, (gracias) á spænsku. Hinn 17. júní var 40 ára lýðveld- is á íslandi minnst hér með veg- legri hátíðardagskrá. Nýstúdenta- hóparnir tóku sig saman um skrúðgöngu og teiti; í kjölfar fána- bera héldu hvítir kollar í átt til strandar þar sem borðhald fór börn þeirra, 13 að tölu. Tvö þeirra dóu í bernsku, tvær dætur þeirra létust á miðjum aldri, en hin níu náðu öll mjög háum aldri. Aldamótaárið var síra Páli veitt Vatnsfjarðarprestakall í Norður- ísafjarðarsýslu og var hann þar þjónandi prestur til dauðadags en hann lést 1928. Síra Páll var prófastur bæði í Strandaprófastsdæmi og Norður- í safj arðarsýslu-próf astsdæmi. Einnig var hann þingmaður Strandamanna frá 1886—1891. Prófastshjónin sátu þetta forna höfuðból Vatnsfjörð með mikilli fram á veitingastað einum, kyrj- aðir voru ættjarðarsöngvar, hátíð- arbragir og eitt jólalag uns radd- bönd brustu og dansmennt tók við. Héðan í frá fer hinum björtu áhyggjulausu dögum ört fækk- andi: Hóparnir hverfa einn af öðr- um heim á leið, þar sem framtíðin bíður með sín óleystu verkefni, fallna víxla og blotnandi bleyjur. rausn og myndarskap og voru oft með um 30 manns í heimili. Auk barna sinna ólu þau upp fjögur sonarbðrn sín og mörg fóst- urbörn, sem öll voru þeim kær eins og eigin börn. Þau voru mjög hjúasæl. Kristrún Magnúsdóttir var hjá þeim í hálfa öld, fóstraði hún öll börn þeirra og fósturbörn og nefndu þau hana ætíð fóstru. Við andlát síra Páls fluttu frú Arndís og Kristrún til Páls sonar þeirra hjóna að Þúfum í ísafjarðardjúpi. Af þeim hjónum er kominn mik- ill ættbogi, sem mun fjölmenna að Reykjum í Hrútafirði 7. og 8. júlí. KrétUtilkynning Ættarmót á Reykjum um og afar nákvæmum upplýs- ingum. Þær upplýsingar, sem eru fyrirliggjandi í Sovétríkjunum um efnahagsmál, mannfjölda og þjóðfélagsmál, eru hins vegar af- ar ófullkomnar en gætu þrátt fyrir það komið stjórnvöldum í leiðinlega klípu ef þær væru birtar. Þess vegna eru þær leyndarmál eins og t.d. tölur yfir barnadauða, sem hafa ekki verið birtar síðan 1975, og kornfram- leiðslan, sem hefur verið ríkis- leyndarmál frá árinu 1981. Tölvan — banabiti kommúnismans? Af þessu er ljóst, að tölvubylt- ingin mun valda Sovétmönnum gífurlegum erfiðleikum. Venju- legir sovétborgarar munu ekki fá að kynnast fullkomnum tölvu- kerfum eða hafa aðgang að al- þjóðlegum fjarskiptanetum og þess vegna munu Sovétmenn ekki geta fylgst með hinni hröðu þróun tölvutækninnar eða nýtt sér þær upplýsinganámur, sem nú eru að ljúkast upp fyrir al menningi á Vesturlöndum. Tölvutæknin, sem nú er farin að ná til minnstu einingar sam- félagsins, einstaklingsins, mun verða þeim þjóðfélögum til veru- legs framdráttar, sem ekki reyna að hindra upplýsingaflóð- ið. Þess vegna er það ólíklegt, að Sovétmenn, sem búa við hrörn- andi efnahagslíf og ætla að láta tölvubyltinguna fram hjá sér fara að mestu, geti til lengdar haldið núverandi sessi sínum meðal þjóðanna. Þetta mál hlýt- ur að vera gömlu mönnunum í Kreml nokkurt áhyggjuefni. Loren (Iraham er próíessor rið Tækniháskólann í Massachusetts í Handaríkjunum og hefur um langan aldur fylgst með vísinda- og tækni- málum i Sorétríkjunum. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: íslenzkt fjallaloft á Bandaríkjamarkaði ? Það er ekki óeðlilegt, að ís- lendingar leggi hausa sína í bleyti og reyni að láta sér detta í hug, hvað hægt sé að framleiða og flytja út á erlenda markaði, til að vinna upp minnkandi fisk- afla. Blöðin grípa fegins hendi fréttir af svona bollaleggingum, margar næsta furðulegar, og svo birtast fyrirsagnir með spurn- ingarmerki eins og hér að ofan. Ég vil ekki verða eftirbátur ann- arra og hér er því mitt framlag: Blaðið hefir fregnað, að áform séu uppi um stórfelldan útflutn- ing á íslenzku fjallalofti. Stofnað hefir verið fyrirtæki, íslenzka Loftfélagið hf., til þess að annast pökkun og útflutning á íslenzku lofti, sem við hér heima teljum svo sjálfsagðan hlut, en orðið getur eftirsótt vara í útlöndum og uppspretta dýrmæts gjald- eyris fyrir þjóðina. Loftfélagið hefir nú þegar var- ið allmiklu fé til markaðsrann- sókna í Bandaríkjunum og i Vestur-Evrópu. Á þessum há- þróuðu iðnaðarsvæðum er mikil loftmengun og þar býr fólk, sem hefir efni á því að kaupa sér inn- flutt fjallaloft til neyzlu. Mark- aðskönnunin hefir m.a. leitt i ljós, að hægt ætti að vera að selja á Bandaríkjamarkað einan um 16 milljarða rúmmetra af lofti á ári fyrstu þrjú árin, en svo má búast við auknu magni eftir það. Verið er að hanna verksmiðju til pökkunar loftsins, en ekki hefir verið endanlega ákveðið, hvar hún verður reist. Ekki færri en 18 staðir koma til greina og er málið nú í höndum landsfeðranna, og verður mannvirkið byggt þar, sem bezt verður boðið. Gnótt er af hráefn- inu, en samt verður að vanda mjög um með tökuna, því koma verður í veg fyrir, að hérlend mengun komist í framleiðsluna. Til dæmis má nefna slæma lykt, sem ekki á erindi á erlendan markað, eins og brennisteinsfýlu frá hverasvæðum, þef frá fisk- vinnslustöðvum, ryk o.s.frv. Verða ráðnir fimm gæðamats- menn af þefvísara tagi, og verða reykingamenn ekki teknir og neftóbaksmenn koma náttúru- lega heldur alls ekki til greina. Frá verksmiðjunni verða lagð- ar þar til gerðar plastleiðslur upp til fjalla, og verður loftinu dælt um þær í geymslutanka eða blöðrur. Mestu af því verður þjappað saman í þar til gerðum loftþjöppum til að minnka rúm- málið. Mismunandi tegundum fjallalofts verður pakkað til út- flutnings og skulu hér nefndar nokkrar: Fjallaloft með kjarr- ilmi verður ábyggilega vinsælt. Einnig er reiknað með að loft með sveitailmi muni hazla sér völl, en það verður tekið í nánd við bóndabýli og reynt að finna staði þar sem húsdýraáburður er enn borinn á tún. Svalt fjallaloft verður tekið á vetrum og geymt í einangruðum tönkum og aðal- lega sent á markað, þegar út- lenzkir eru að stikna f hitabylgj- um. Stærstum hluta framleiðsl- unnar verður pakkað í svokallað- an heimilispakka. í honum verð- ur samþjappað fjallaloft, sem ætlazt er til að notað verði til að bæta loftið f meðalstóru her- bergi í tvær klukkustundir. Aðr- ar enn stærri pakkningar, hálf- gerðar tankblöðrur, verða seldar fyrir stofnanir og veitingahús. Verður þannig gengið frá, að fjallaloftinu verði hægt að hleypa beint inn í loftræstinga- kerfi bygginganna. Boðið verður upp á neytenda- pakkningu af mjög nýstárlegri gerð. Hún verður ekki fyrir- ferðameiri en vindlingapakki og getur passað í vasa eða tösku. Eins konar rör eða snúður fylgir pakkanum og stingur neytand- inn honum f þar til gerða skoru, sem rýfur innsiglið. Aðeins þarf að bera snúðinn upp að nösinni og þá er hægt að anda að sér tæru og hressandi íslenzku fjallalofti f miðri mengaðri stórborginni. Blaðamaður náði tali af Lofti Loftssyni, framkvæmdastjóra Loftfélagsins, sem í gær var staddur á Hótel Loftleiðum. Að- spurður kvaðst hann vera mjög bjartsýnn á það, að innan árs yrði hafinn útflutningur á ís- lenzku fjallalofti. Sagði hann, að margir erlendir aðilar hefðu sýnt málinu mikinn áhuga, og væru nokkrir beinlínis farnir að slást um að fá að dreifa loftinu á erlendum mörkuðum. Málið hefði einnig komist f erlenda fjölmiðla og hefði verið farið mjög lofsamlegum orðum um þetta nýstárlega íslenzka fram- tak. Þegar Loftur var spurður um, hvaða verð myndi fást fyrir loft- ið, kvað hann það vera óljost á þessu stigi og vildi hann ekki grípa tölur úr lausu lofti. Aðal- atriðið væri að hrinda verkinu f framkvæmd, því hér væri um að ræða atvinnurekstur, sem marg- ir myndu njóta góðs af og verða myndi þjóðinni mikil búbót á þessum erfiðu tímum. Einnig mætti ekki gleyma, að þessi út- flutningur myndi auka hróður landsins úti í hinum stóra heimi. Sagði hann að lokum, að Is- lendingar gætu hér miðlað millj- ónum útlendinga af þeim gæð- um, sem þeir nytu í sínu heima- landi. „Það er vel mögulegt, að útlendingar geti f náinni framtíð sezt að snæðingi í íslenzkan stól, í íslenzkum ullarflikum, snætt íslenzkt lambakjöt, drukkið fs- lenzkt vatn með og andað að sér íslenzku fjallalofti með kjarr- ilmi. Þetta geta þeir gert inni f sinni eigin stofu f sínu mengaða útlandi," sagði Loftur Loftsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.