Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 31
mt íHCn .vs HUOAaujiivaiM .oioajuhuohom MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 smíði. Þá sótti ég til hans ýmsar faglegar upplýsingar, einkum þeg- ar ég var að smíða eitthvað í kam- esið. Upp frá því vorum við allatíð góðir kunningjar, en samvinna og samstarf okkar hófst ekki fyrr en við stofnun Meistarafélags iðnað- armanna í Hafnarfirði fyrir 16 ár- um. Frá þeim tíma hefur samstarf okkar verið náið og með afbrigð- um gott. Af þessum 16 árum þá hefur Stefán Rafn verið formaður í 13 ár. Hann leiddi félagið fyrstu skrefin, en þar var um vandasamt verk að ræða. Stofnun Meistarafé- lags iðnaðarmanna var brautryðj- andastarf I félagsmálum iðnað- armanna, unnið við óvenjulegar aðstæður, einkum vegna marg- háttaðra samskifta við utanað- komandi verktaka, bæði innlendra og erlendra, og óvenju mikillar spennu í byggingaframkvæmdum á fyrstu árum félagsins. Forystuhlutverkið innti Stefán vel af hendi. Félagið uppfyllti þær vonir, sem við það voru bundnar og hefur rekið sína þjónustustarf- semi allar götur sfðan það var stofnað, þrátt fyrir það, að í Hafn- arfirði hafa samtök atvinnurek- enda átt erfitt uppdráttar vegna nálægðarinnar við stórabróðir I Reykjavík. Meistarafélag iðnað- armanna, sem við Stefán Rafn ásamt mörgum góðum mönnum höfum starfað við í 16 ár, eru einu samtök atvinnurekenda í Hafnar- firði, sem lifsmark er með og reka einhverja starfsemi í bænum. Fyrir þetta nána og mikla sam- starf og okkar góðu kynni færi ég Stefáni innilegustu þakkir og óska honum allra heilla á þessum merkis degi. Einnig færi ég hans ágætu eiginkonu Dúnu, eins og hún er kölluð af vinum og kunn- ingjum og fjölskyldu þeirra hjóna allri, innilegar þakkir fyrir góð kynni og árna þeim heilla á þess- um merku tímamótum. Vinir Stefáns og kunningjar hitta hann í dag þar sem hann tekur á móti gestum í húseign sinni að Strandgötu 1—3, Skip- hóli, frá kl. 17 til 19. Lifðu heill Stefán Rafn. Ólafur Pálsson. þess að heimta laun mörkuð eftir hverri stund. Hann vann sér jafnt traust viðskiptavinanna og fyrir- manna fyrirtækisins. Starf hans var hollt og heilladrjúgt. Eftir að Helgi hóf sjálfstæðan rekstur varð hann fljótlega virtur af viðskiptavinunum. Þeir báru til hans fullt traust, og meira en það. Þeir leituðu til hans í vanda og nutu ráða hans og vináttu á marg- an hátt. Hann varð þeim hollur ráðgjafi og tryggur vinur. Starf fasteignasala er oft vandasamt og til þess að verða vinsæll í þvi starfi, þarf vissa kosti, drengskap og heiðarleik. Þá kosti hefur Helgi í ríkum mæli. Oft eru það glögg einkenni manna, hvernig þeir verja tóm- stundum sínum og hvaða áhuga- mál þeim eru kærust. Helgi hefur sýnt það í verki í áhuga sínum á félagsmálum, að hann ann því góða og fagra. í Lions-hreyfing- unni finnur hann sjálfan sig, hug- sjónir til að vinna öðrum gott, þeim máttarvana í þjóðfélaginu. Hann styrkir þá sem hallir eru undir ok fátæktar, vöntunar eða sjúkdóma með þvi efla félagsskap eins og Lions-hreyfinguna, auka á samheldni Lions-manna og taka þátt í söfnunum hennar til styrkt- ar fyrrnefndum. Hann er I hópi bestu og sönnustu hugsjónamanna hreyfingarinnar í Lions-klúbbnum Þór og hefur gegnt þar formanns- störfum af miklum sóma og dugn- aði. Helgi hefur einnig tekið virkan þátt í sameiginlegum störfum hreyfingarinnar f Reykjavík og í umdæminu, verið þar í trúnað- arstöðum og lagt þar margt gott til mála. Helgi er hamingjumaður í einkalífi sínu. Eg vil óska konu hans, Kristínu Einarsdóttur, til hamingju um leið og ég flyt hon- um mínar bestu hamingjuóskir á merkum tímamótum á ævi hans. Lifðu heill. Jón Gíslason Brotist inn í hús Qsta- og smjörsölunnar: tækjum stolið tveimur skyggnusýningarvélum. Allmörg innbrot voru framin í Lögreglan leitar nú innbrots- höfuðborginni um helgina og þjófanna. skemmdir unnar. Vatnstjón á rakarastofu Dýrum TALSVERÐAR skemmdir voru unnar i húsi Osta- og smjörsölunnar við Snorrabr- aut aðfaranótt sunnudagsins þegar brotist var þar inn. Hurðir ýmissa fyrirtækja, sem þar eru til húsa, voru brotnar upp og rótað í hirsl- um og skápum. Mest varð tjónið hjá fyrirtæk- inu Skyggnu h.f. Þaðan var stolið dýrri ljósmyndavél af gerðinni Mamiya RB67 ásamt með tveim- ur linsum, Sharp myndsegulb- andstæki, sjónvarpstæki og NOKKURT tjón varð af völdum vatns á rakarastofunni í Hafnar- stræti 8 í fyrrakvöld er heita- vatnsrör sprakk í húsinu. Versl- unin Parísartískan er á sömu hæð, en vatnið náði ekki þangað inn. Það var um kl. 21, að lögregl- unni var tilkynnt um að sjóðandi vatn rynni út um dyr rakarastof- unnar. Mikil gufa var í stofunni er inn var komið og ljóst að skemmd- ir af völdum sjóðandi vatnsins voru nokkrar. esiö reglulega af ölmm fjöldanum! Á tröppumar, veröndina og svalirnar LOKSINS Útihandrið Árfells eru nýjung á íslandi. Þau eru úr tré. Loksins er hægt að Ijá fallegum húsum umgjörð við hæfi. Valið stendur ekki lengur milli kaldra járnhandriða og þunglamalegrar steinsteypu. Hér opnast nýjar leiðir. EININGAR Árfells útihandriðin eru byggð upp af einingum sem mjög auðvelt er að laga að mismunandi aðstæðum. - - Á veggi eða slétta fleti, á undirstöðu úr tré eða steinsteypu. Hentar jafnt á litla tröppu sem stóra verönd - - og stíllinn leynir sér ekki. STÍLL Við hönnunina gengum við út frá því að handriðin væru sterk og hlýleg. Heildarsvipurinn er þannig heimilislegur og traustur en fegurð og léttleiki trésins leynir sér ekki. Þessi handrið hafa stíl. Stólpar, blómakassar og Ijósker gefa þér möguleika á að skapa sérstakan persónulegan blæ og litinn velur þú. ÞJÓNUSTA Við gerum teikningar og verðtilboð, þér að kostnaðarlausu, og bjóðum að sjálfsögðu góð greiðslukjör. Hringdu eða líttu inn. Þeir sem panta strax geta fengið handriðin sett upp með skömmum fyrirvara. PATENT PEND. 2831 11 Vestur í Bandaríkjunum, milli Klettafjallanna og Kyrra- hafsins, m.a. í Kalifomfu og Oregon, vex Douglas tréð, sem getur náð allt að 90 m hæð og 3—4 m í þvermál. Úr Douglas trénu er unninn viðurinn Oreg- on-pine, sem við notum í Ár- fells-utihandriðin. Reynslan sýnir að Oregon-pine hentar mjög vel sem útiviður við ís- lenskar aðstæður. Hér á landi hefur ending Oregon-pine ver- ið mjóg góð þar sem mikið hefur reynt á viðinn, svo sem i útihurðum. ÁRMÚLA 20 SÍMAR 84630 OG 84635

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.