Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
Ásgeir
Fyrsta vélknúna skip íslendinga
Eftirfarandi rsðu flutti Guð-
tnundur Guðmundsson útgerðar-
maður við afhjúpun skrúfunnar af
gufubátnum Asgeiri frá ísafirði. En
Asgeir var fyrsta vélknúna skip ís-
lendinga og kom til landsins í júlí-
lok 1890 og var notað til áætlunar-
ferða um ísafjarðardjúp. Skrúfan
hefur verið varðveitt síðan Ásgeir
litli hætti siglingum 1915, en Olíu-
samlag útvegsmanna lagði fram fé
til að koma þessari sögufrægu
skrúfu fyrir, almenningi til sýnis.
Skrúfan stendur við hafnarhúsið.
ÍJIfar
Gleðilega hátíð góðir tilheyr-
endur.
Hér verður aðeins staldrað við í
dagskrá sjómannadagsins og litið
til fortíðarinnar með því að af-
hjúpa minnisvarða tileinkaðan
fyrsta vélknúna skipinu og jafn-
framt fyrsta gufuskipinu er Is-
lendingar eignuðust, en skipið var
Ásgeir litli 34 rúmlestir að stærð.
I Þjóðviljanum, 4. árg., mánu-
daginn 6. jan. 1890, er sagt frá að-
draganda þess að Ásgeir litli var
keyptur til Isafjarðar.
Greinin nefnist „Gufubátsferðir
um ísafjarðardjúp" og þar segir:
Það eru nokkur ár liðin síðan sú
hugmynd vaknaði fyrst meðal
betri manna í ísafjarðarsýslu, að
gufubátsferðir um Isafjarðardjúp,
þennan landsins fiskisælasta
fjörð, væri einkar nauðsynlegt
skilyrði, til að létta samgöngur og
viðskipti manna á milli og lyfta
héraði þessu á hærra stig í ýmsum
efnum.
Eins og oft vill verða þar, sem
um stór framfarafyrirtæki er að
ræða, strandaði þetta fyrirtæki
aftur og aftur á félagsleysinu,
þessum gamla meinvætti, sem svo
oft gerir vart við sig í þessu landi.
Sérstaklega gerði það málinu
mikið mein, hve dauflega verslun-
arstéttin ísfirska tók því þegar í
upphafi. Það var ekki nóg með það
að verslunarstéttin vildi sjálf eng-
an eyri leggja fram fyrirtækinu til
framdráttar, heldur munu úrtölur
hennar og fortölur, hafa haft lam-
andi áhrif á ýmsa er annars hefði
mátt vænta að styrkt hefðu mál-
efnið.
En því gleðilegra er til þess að
vita að nú skuli einn ísfirski kaup-
maðurinn og það sá, sem flestir
munu telja til þess færastan
ýmsra hluta vegna, hr. Ásgeir G.
Ásgeirsson, hafa tekið málið sér í
hönd og það svo rækilega að gufu-
báturinn er þegar keyptur og á að
byrja ferðir sínar fram og aftur
um Djúpið á komandi vori.
Það er líka margt, sem mælir
með því að slík fyrirtæki séu
fremur undir stjórn og forsjá ein-
staks manns en undir forsjá
opinberra nefnda sem ýmsu hafa
Öðru að sinna, þó að það á hinn
bóginn geti haft töluverða agnúa,
með því að aldrei er við því að
búast að þörfum almennings verði
eins vel borgið, þegar um gróða-
fyrirtæki einstaks manns er að
ræða, eins og þegar fyrirtækið er
beinlínis stofnað til að bæta úr^
þörfum almennings.
Á síðasta Alþingi voru eins og
kunnugt er veittar 3000 kr. á ári
fyrir þetta nýbyrjaða fjárhags-
tímabil til gufubátsferða á Isa-
fjarðardjúpi og kvað Ásgeir kaup-
maður Ásgeirsson hafa í hyggju
að sækja um þessa upphæð. Til
fjár þessa er hann og auðvitað rétt
borinn, ef hann fullnægir þeim
skilyrðum, er landshöfðingi hér-
aðsbúa álítur nauðsynlegt að
setja. Vér göngum út frá því sem
gefnu að landshöfðingi muni ekki
útborga féð skilyrðislaust, enda
væri það óefað fjarri tilgangi fjár-
veitingavaldsins að veita Ásgeiri
kaupmanni Ásgeirssyni nefnda
fjárupphæð, t.d. eingöngu til þess
að flytja vörur milli sinna ýmsu
útibúa hér við Djúpið. Má því
ganga út frá því sem vísu, að
stjórnin sjái borgið hag almenn-
ings og annarra kaupmanna á ísa-
firði t.d. með því að ákveða að ætíð
skuli ákveðið lestarrúm til reiðu
til almenningsnota, að hún sjái
um að fargjald og flutningseyrir
verði sennilegt, að ferðaáætlun
gufubátsins verði almenningi hag-
anleg svo sem föng eru á.
Auðvitað ætlumst hvorki vér né
aðrir að Ásgeiri kaupmanni verði
gerðir afarkostir, þvert á móti
álítum vér fyrirtæki hans svo
þarft og lofsvert, að skylt sé að
gera honum sem hægast fyrir í
fyrstu.
Það eru því miður eigi svo mörg
framfarafyrirtæki, sem verslun-
arstétt vor hefir ráðist í, að ekki
ætti fremur að hvetja hana en
letja til að fylgja dæmi Ásgeirs G.
Ásgeirssonar kaupmanns í þessu
efni.
Þess niá vænta að sýslunefndin
í ísafjarðarsýslu muni ekki ófús á
að veita nokkurn árlegan styrk, ef
gufubátsferðunum verður svo hag-
að að þær bæti til muna úr sýslu-
vega- og samgönguleysinu í nyrðri
parti sýslunnar.
Ásgeir litli kom til Isafjarðar í
fyrsta skipti 30. júlí árið 1890 með
viðkomu á Akureyri.
Blaðið Þjóðólfur var búið að spá
því að þessu litla skipi mundi ekki
takast að komast heilu og höldnu
til landsins, en sú spá rættist ekki,
sem betur fór. Ásgeir litli var
mesta happaskip og bjargvættur
Djúpmanna um langt skeið.
Þó upphaflega væri ætlunin að
nota skipið eingöngu í flutninga-
ferðir til útibúa og fisktökustaða
Ásgeirsverslunar og í aðrar snatt-
ferðir, varð lítið úr því.
Skipið var sem sé þegar tekið á
leigu til áætlunarferða um Isa-
fjarðardjúp og nágrenni til mik-
illa hagsbóta fyrir Djúpmenn, sem
fram að þessu höfðu ekki getað
farið í kaupstað nema á sínum
litlu fjögurra og fimm manna för-
um þegar veður leyfði og stundum
orðið slys í þeim ferðum. Var því
engin furða þó Djúpmenn fögnuðu
þessum miklu samgöngubótum.
Varð Ásgeir litli þannig fyrsti
flóabáturinn hér við land.
Einstaklingsframtakið á ísa-
firði var á þessum tíma talsvert á
undan sinni samtíð hvað varðaði
útgerð almennt, bæði til flutninga
og fiskveiða. Þannig keypti Ásgeir
G. Ásgeirsson annað gufuskip er
kom í fyrsta skipti til Isafjarðar 8.
maí 1894, skipið hafði þá um
tveggja ára bil verið í viðgerð er-
lendis og var kaupverð þess kr.
60.000.
Þessu skipi var gefið nafnið
Ásgeir Ásgeirsson og var notað til
flutninga milli landa með afurðir
Ásgeirsverslunar og annarra er
þurftu á að halda. Stærð skipsins
var um 1000 rúmlestir og var það
ávallt kallað Ásgeir stóri til að-
greiningar frá Ásgeiri litla. Bæði
skipin voru í einkaeign Ásgeirs G.
Ásgeirssonar en gerð út af versl-
uninni.
Tildrögin að því að Ásgeir
keypti stærra skipið voru þau að
hann hafði gert tilraun til þess að
stofna innlent gufuskipafélag til
millilandasiglinga og strandferða,
en félagar hans gengu úr skaftinu
að síðustu. En Ásgeir var bjart-
sýnn og stórhuga og hafði óbifan-
lega trú á fyrirtækinu, réðst hann
því einn í fyrirtækið þó ekki yrði
það eins umfangsmikið og upp-
haflega var til ætlast. Ásgeirs-
verslun hafði áður um mörg ár
gert út seglskip til millilandasigl-
inga.
Þórður Kristinsson skrifar:
„Atvinnutækifærin“ og að-
stæður til náms og rannsókna
Islendingar hafa dundað við það
síðastliðna áratugi að byggja yfir
sig og undir sig, ef svo má orða.
Undirbyggingin eru allskyns
virkjanir hingað og þangað um
landið og verksmiðjur og togarar
eða það sem einu nafni kallast at-
vinnutæki. Að vísu segja illar
tungur að um of hafi verið hamast
við togarasmíði og -kaup, með því
líkt og túnið þolir tiltekinn kúa-
fjölda hverfi allt kvikt úr sjónum
sé hann ofbeittur. Virðist reyndar
að menn hafi vitað þetta fyrir en
ekki nennt að skoða hug sinn í
tíma, enda ljóst að ástæðulaust er
að velta sér upp úr vandamálum
sem ekki eru orðin áþreifanleg
þótt þau séu augljós.
Yfirbyggingin er m.a. húsin sem
menn hafa reist sér og lætur
nærri — án þess fullyrðingin sé
nákvæm eða rannsökuð — að
svokallaður mikill meirihluti
þjóðarinnar búi í nýlegum húsum
sem risið hafa frá því lýðveldið
komst í hámæli í stríðslok. Menn
leggja að vísu ólíkan skilning í
hugtakið „nýtt“ og ræðst sjálfsagt
af því hversu skammt er síðan
tekið var til við að reisa hérlendis
hús sem halda vatni og vindum. I
því efni kemur upp í hugann arabi
nokkur frá Egyptalandi sem
staddur var í „gömlum" kastala í
Evrópu og hlýddi á fjálglegt hjal
leiðsögumanns sem vart mátti
vatni halda af stolti yfir elli kast-
alans; en hann var byggður á 14.
öld. Skildi arabinn hvorki upp né
niður í þessu hjali og benti leið-
sögumanni á að í sínu heimahér-
aði teldist téður kastali nánast
nýbygging; hús flokkuðust ekki
gömul fyrr en þau hefðu staðið í
nokkur þúsund ár.
En einn góðan veðurdag hlýtur
að líða að því að flestir verði
komnir í hús. Og hvað þá? Reynd-
ar er húsasmíðin einungis eitt
dæmi af mörgum, virkjanir og
Pórrtur Kri.stins.son
togarar eru önnur og þau eru
mörg fleiri — en öll saman hafa
þau haft ofan af fyrir þjóðinni um
skeið. Hún hefur haft eitthvað
fyrir stafni í bókstaflegri
merkingu; sem auðvitað er nauð-
synlegur þáttur í viðleitni manns-
ins að komast af. Hins vegar kann
mönnum að vefjast tunga um tönn
þegar slík markmið, hvort sem
þau eru rétt eða röng, eru að baki
stafnbúanum og ómælið eitt blasir
við. Þá er að finna eitthvað sem
hann getur beint stefnunni að. Og
samkvæmt yfirlýsingum umboðs-
manna fólksins og kjörinna þjóna
— sem í gælu eða af misskilningi
nefnast stjórnmálamenn — hefur
nú verið fundið upp hugtakið
„nýsköpun atvinnulífs“ eða eitt-
hvað þess háttar og talin upp í því
efni svonefnd „atvinnutækifæri" í
allskyns tæknigreinum og nátt-
úrufræði.
Allt er þetta vísast góðra gjalda
vert og óþarfi að hafa í flimting-
um, en á hitt má benda svona inn-
an sviga að ef til vill beri að hefja
Ieikinn á því að huga rækilega að
forsendum þessara nýju hugtaka;
m.ö.o. eru hin nýju „atvinnutæki-
færi“ þess eðlis að þau gera kröfu
til undirstöðuþekkingar á við-
fangsefni sínu. Og reyndar vill svo
einkennilega til að veröldin er
Amalgam
— eftir Martein
Skaftfells
I 3.-4. hefti af blaði Heilsu-
hringsins, Hollefni og heilsurækt
1983, birti undirritaður útdrátt úr
greinum í sænsku tímaritunum
„Saxons“ og „Miljö och framtid",
til að vekja athygli á AMALGAM.
Síðan hafa borist ný gögn, sem öll
styðja óneitanlega þær alvarlegu
upplýsingar, sem þar voru birtar.
I Hollefni og heilsurækt, sem
kemur út í þessum mánuði, verður
ýtarleg grein um þetta efni. En
þar sem þetta snertir alla yngri
sem eldri með AMALGAM-tann-
fyllingar og þá sem ætla að fá
tannfyllingar — og í þann hóp
bætast víst margir daglega — þá
„Augljóst er aö í þessu
met-tannskemmdalandi
er um mál að ræða, sem
skiptir tannlækna og al-
menning svo miklu að
ekki verður fram hjá því
gengið.“
ber að vekja almenna athygli á
AMALGAM og þeim afleiðingum,
er geta fylgt því. Hver sleppur og
hver ekki, veit enginn fyrirfram.
Hvað er AMALGAM?
AMALGAM er tannfyllingar-
efni eins og silfur, kopar, sink, tin
Marteinn M. Skaftfells
o.fl., sem kvikasilfri er blandað í.
Milli málma í tannfyllingunum
myndast rafstraumur, sem tærir
fyllingarnar, og kvikasilfrið, sem
er afarhættulegt eitur, berst inn í
líkamann og getur valdið marg-
víslegum sjúkdómseinkennum. Og
best er að láta dæmin sjálf tala.
Skýrasta dæmið, sem ég hef séð
fetið, gat ég um í nefndri grein.
!g tek það hér upp og bæti fleiri
við, er sanna alvöru þessa máls,
sem ljóst er, að tannlæknar og
læknar hafa ekki gert sér grein
fyrir.
Sænskur maður, Gunnar Wik-
lund, veitti því athygli 1967, að
ekki væri allt með felldu, hvað
heilsu hans snerti. Hann fékk
svimaköst, átti erfitt um mál og
tapaði minni. Þetta sama ár fékk
hann gullspöng á tennur og leið þá
mun betur.
1%8 gerði hann sér grein fyrir,
að orsakanna væri að leita í tann-
fyllingunum. Hann var tengdur
rafiðnaðinum, og bar af hendingu
spennumæli að munninum. Og
mælirinn sýndi, að hann var með
„rafhlöðu“ í munninum. Og
straumstyrkurinn reyndist vera
80 „microamper". Það var næstum
ótrúlegt. Það fannst læknunum
einnig og hristu höfuðið. Hann
myndi hafa unnið allt of mikið og
ætti að slaka á.
I 13 ár var hann meira og minna
óvinnufær. „Milli 1975 og ’78 var
ég rúmliggjandi," segir hann.
„Fæturnir báru mig ekki.“ Sjúk-
dómseinkennin líktust MS-veik-
inni. Vöðvar rýrnuðu og 1979 vó
hann ekki nema 49 kg, en normal-
þyngd hans var 78 kg, þá fyrst
viðurkenndu læknar, að veikindi
hans væru ekki ímyndun.
Gunnar skipti um tannlækni.
Tannfyllingarnar voru teknar og
hann fékk gullfyllingar í staðinn.
„Ella væri ég ekki lifandi nú,“ seg-
ir Gunnar.
Með hinum nýju fyllingum gjör-
breyttist heilsa hans og hann
þyngdist um 20 kg. Og á nú
hamingjusamt heimili, hlaðinn
lífsorku og starfsgleði.
Hér skal getið fleiri dæma:
Kona, 33 ára, kvartaði yfir slæmu
migreni, sérstaklega var það erfitt
14.—18. dag tíðatímabila hennar.
Þá var hún rúmliggjandi og ófær
til vinnu.
Við mælingu kom í ljós, að
straumstyrkur (oral galvanism) í