Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 33

Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 Afhjúpun skrúfunnar af gufubátnum Ásgeiri frá ísafirði Stofnandi Ásgeirsverslunar var Ásgeir Ásgeirsson frá Rauðamýri í Nauteyrarhreppi fæddur árið 1817. Hann stundaði sjómennsku á opnum bátum fyrst en tók við stjórn á þilskipi 24 ára gamall. Ásgeir sigldi síðan til Danmerkur til náms í siglingafræðum og tók skipstjórapróf 1848 þá 30 ára gamall. Eftir það var hann ávallt kallaður Ásgeir skipherra. Með Ásgeiri og Jóni Sigurðssyni forseta tókst mikil vinátta og áttu þeir bréfaskipti um margt er til framfara horfði á Islandi á þeim tíma. Ásgeir skipherra andaðist í Kaupmannahöfn 1874 60 ára að aldri. Þá var sonur hans, Ásgeir Guðmundur Ásgeirsson, 24 ára gamall og tók hann við stjórn Ásgeirsverslunar og jók umsvif fyrirtækisins mjög mikið. Á seinni hluta 19. aldar var mikill framfarahugur i mönnum er stjórnuðu atvinnufyrirtækjum hér á Isafirði og var Ásgeir G. Ásgeirsson þar í fararbroddi. Á þeim tíma mun ísafjörður hafa verið einn stærsti útgerðarstaður á íslandi og atvinnulíf með mikl- um blóma. Mönnum varð snemma ljóst að nauðsynlegt var að koma hér upp aðstöðu til þess að mennta menn til skipstjórnar, í stað þess að þurfa að fara til Danmerkur og afla sér skipstjórnarréttinda. Árið 1852 var stofnaður hér vís- ir að sjómannaskóla fyrir for- göngu Ásgeirs skipherra o.fl. Skólastjóri og kennari varð Torfi Halldórsson frá Alviðru í Dýra- firði og hafði hann numið skip- stjórnarfræði í Danmörku. Þessari kennslu mun hafa verið haldið uppi í allmörg ár og var þar kominn fyrsti sjómannaskólinn á Islandi. Síðar fluttist Torfi til Flateyrar og hélt þar áfram kennslu. Fyrstu ár þilskipaútgerðar á ís- landi munu skipin ýmist hafa ver- ið ótryggð eða trygging keypt hjá tryggingarfélögum í Danmörku. Utgerðarmenn á Isafirði stofn- uðu á árinu 1854 með sér samtök er þeir nefndu „Ábyrgðarsjóð þilskipa", voru stofnendur fimm- tán. Skip voru einungis í ábyrgð frá 15. mars til 15. sept. og voru þó sett þau takmörk að fyrir fimm- tánda dag aprílmánaðar og eftir 31. ágúst máttu skipin ekki fara lengra suður með landi en svo að Látrabjarg sé í suður og ekki lengra norður en að Hornbjarg sé í suðaustur. Þetta var fyrsta tryggingarfélag skipa er stofnað var á fslandi. Eins og ég gat um í upphafi verður nú afhjúpaður minnisvarði um Ásgeir litla. Þegar skipið hætti siglingum um Isafjarðar- djúp árið 1915 var það sett á land hér í Neðstakaupstað, á því svæði sem hús Vestra stendur nú. Um allmörg ár var skipið notað til íbúðar en síðan skorið niður í brotajárn, en skrúfu skipsins var haldið til haga með það í huga að koma henni fyrir á viðeigandi stað. Þessu hefir nú loksins verið hrundið i framkvæmd. Minnis- merkið var fjármagnað af Olíu- samlagi útvegsmanna. Hönnuður minnisvarðans er Pétur Guðmundsson en smíðina framkvæmdi Vélsmiðja Sigurleifs Jóhannssonar. Málningu annaðist málingarverkst. Georgs Bærings- sonar. Ég vil nú biðja Jón Egilsson vélstjóra að gera svo vel að af- hjúpa þennan minnisvarða. Guðmundur Guðmundsson fyrir margt löngu orðin slík að eina leiðin til að komast af í henni er í krafti þekkingar á því sem menn kjósa helst að hafa sér til dundurs. Virðist því ekki úr vegi að gera nú undantekningu þegar litið er til framtíðarinnar þótt ekki sé nema í tilraunaskyni. Þessi sannindi eru auðvitað öll- um ljós og því ástæðulaust að fjöl- yrða um þau, enda hafa þjónar fólksins haft í mörgu öðru að snú- ast en að velta fyrir sér forsendum þekkingarinnar. Samt hlýtur það lengi að hafa staðið til. Reyndar furðu lengi. En vitað er að þekk- ingar verður aflað með námi og námið verður ekki stundað nema einhver hafi þegar tök á þekking- unni sem nema skal. Þekking sem slík er aftur á móti reist á rann- sóknum og viðleitni manna gegn- um tíðina til að öðlast skilning og tök á þeim veruleika sem við búum. Og líkt og er með aðra starfsemi mannsins þá þarf ein- hverja aðstöðu til að sinna þekk- ingaröfluninni; til rannsókna. kennslu og náms. Ella verður aldrei neitt. Sú starfsemi sem kallast rannsóknir, kennsla og nám verður trauðla stunduð nema innanhúss — og með því hús eru afmörkuð stærð taka þau ekki endalaust við eins og ómælið. Einnig getur hver kennari einung- is sinnt takmörkuðum fjölda nem- enda svo vel sé, þ.e. svo þekkingar- öflun nemandans sé sem árang- ursríkust og hæfileikar hans fái notið sín til hins ýtrasta. Enn er- um við að tala um augljós efni, en máske svo augljós að þau sjást ekki? Háskóli íslands sem svo er nefndur virðist einmitt daemi um hið augljósa en óséða: Á hans snærum eru fáein hús og í hinu elsta bæði hátt til lofts og vítt til veggja í einu herberginu. Þar eru líka rúmlega fjögur þúsund nem- endur, en voru rúmlega þrjú þús- und fyrir þremur árum og verða rúmlega fimm þúsund eftir þrjú ár. Þar er líka slangur af kennur- um og reynt að stunda rannsóknir. En af einhverjum undarlegum ástæðum hefur húsakosturinn ekki aukist í neinu hlutfalli við fjölda þeirra sem ber að hýsa. I þessum skóla eru giska 500 skólaborð og nokkru fleiri stólar, en hvorttveggja eru fylgifiskar þekkingaröflunar. Þetta er staður- inn sem í reynd er meginforsend- an fyrir hugtakinu um „nýsköpun atvinnulífs“ — og reyndar megin- forsenda þess að við verðum ekki undirmálsfiskar í hafdjúpum ver- aldarinnar. Auðvitað nennir enginn að jarma um þessar aðstæður — þær eru svo augljósar að hverjum og einum ætti að vera í lófa lagið að sjá þær. Eða kannske eru þær svo augljósar að þær sjást ekki, ólíkt hinum fjölmörgu óljósu en sjáan- legu minnismerkjum sem verða á vegi okkar hér og þar um land og sjó. l'órður Kristinsson er prófstjóri í Háskóla íslands. munni var 25 „microamper". Eftir að AMALGAM-tannfyllingar voru fjarlægðar, hurfu sjúkdómsein- kenni að fullu. Karlmaður, 44 ára, hafði þjáðst af svima í 8 mánuði og stöðugri vanlíðan og uppköstum. Fram- kvæmdar voru ýmsar rannsóknir, er leiddu til ágiskana um orsakir. Sem betur fór reyndust þær rang- ar. Að lokum var mældur straum- styrkur í munni. Hann reyndist 20 „microamper" milli gulls og amalgam-fyllinga. Þegar þær voru teknar hurfu öll sjúkdóms- einkenni. Þessi seinni dæmi eru tekin upp úr grein eftir dr. med. Hans Raue, Wiesbaden, sem birt var í tímarit- inu: „Matur og heilsa". Hann getur þess einnig, áð frá júlí 1977 til miðs febrúar 1980 hafi 99 sjúklinga hans reynst vera með yfir 6 „microamper" í munni, og með ýmsum sjúkdómseinkennum, sem hann getur um. Mats Hansen, dósent við háskól- ann í Lundi, lítur ekki á þetta sem sjúkdóm heldur eitrun með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Hann kvað raunar svo fast að orði, að það væri hneisa að nota AMALG- AM. Kvikasilfur sé hættulegt eit- ur í tannviðgerðarefnum, sem sé smám saman að brjóta niður heilsu sænsku þjóðarinnar. Hann vill láta banna allt AMALGAM. I þess stað eigi tannlæknar að nota vel prófaðar, sterkar gullblöndur eða blöndu úr kísil og gleri. En AMALGAM sé forkastanlegt að nota. Hann bendir á og rökstyður, hve gífurlegt eitur kvikasilfur sé. Það tengist blóði og vefjum, án þess nokkuð verði við gert, setjist í heila, lifur og nýru, hafi áhrif á miðtaugakerfið með langri röð sjúkdómseinkenna. Jafnframt geti kvikasilfrið haft áhrif á erfðaeig- inleika. Hann fordæmir því notk- un tannviðgerðarefna með kvika- silfri, en segir, að flestir fullorðnir Svíar beri kvikasilfur í munnin- um. I greininni er bent á, að kvika- silfurseitrun gegnum AMALGAM hafi verið uppgötvað í Þýskalandi um 1920, en vísindalegar og vel staðfestar staðreyndir hafi verið hundsaðar. I tímaritinu Miljö och framtid er á þetta bent, og að ef til vill séu tannfyllingar ein höfuðorðsök slæmrar heilsu fjölda fólks. Ofangreind dæmi, og þá sér- staklega Gunnars Wikströms, sem lýsir 13 ára sjúkdómsvíti, eru óhugnanleg. Tannlæknar hafa notað AM- ALGAM í góðri trú og ekki vitað um yfir 60 ára gamlar sannanir gegn AMALGAM. Hér er hvorki rúm né ástæða til að vitna í fleiri heimildir. En augljóst er, að í þessu met- tannskemmdalandi, er hér um mál að ræða, sem skiptir tannlækna og almenning svo miklu, að ekki verður fram hjá því gengið. Til þess eru ofangreind dæmi og upp- lýsingar Mats Hansons dósents um afleiðingar kvikasilfurseitrun- ar of alvarlegar. Þess vegna ber að vekja athygli almennings á mál- inu. Marteinn Skaftfells er fyrrverandi formaður Heilsuhringsins. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BRC6TU! MYNDASÖGURNAR ✓ Vikuskammtur afskellihlátri SRtnPIHMM ^SÖLUBOÐ 4* Borðsalt 750 gr. Qulrætur og baunir Vi dós Qrænar baunir Vi dós Blandað grænmeti Vi dós kOv Bourbonkex /A^APUD Kartöflu skrúfur ...vöruverð í lágmarki m Ii0rj0nw! b! « Metsölubladá hverjum degi! AUGLÝSINGASTOFA KRiSTtNAR MF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.