Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 35

Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 35
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 35 j Sovézkur kafbátur af „Whisky“-gerö aem strandaði í sjenska skerjagarðinum. inn sýndi það svart á hvítu hvern- ig ætti að fást við þessa óboðnu gesti. Slíkt hefði styrkt trúna á mátt Svía til þess að standa vörð um hlutleysi sitt og þar með — samkvæmt hernaðarlegri hug- myndafræði þeirra — aukið ör- yggið. Yfir þessum seinasta áf- anga eltingaleiksins hefur leyndin aftur á móti verið miklu meiri. Herinn hefur gefið þá skýringu, sem líklega er að hluta til rétt, að opnari fréttamiðlun gæti gert óvinunum hægara um vik að kom- ast undan. En ekki er vafi á því að stjórnvöld eru ekki eins hrifin af því að auglýsa vangetu sína gagn- vart þessari ógnun fyrir alheimi. Nú má oft heyra að aðgerðir þeirra séu að mestu leysi eðlilegt eftirlit og fyrirbyggjandi ráðstaf- anir. Það er ekki lengur kötturinn sem eltir músina — heldur músin köttinn. Átök í innanríkis- stjórnmálunum Um eitt eru menn sáttir og það er að sjóherinn þurfi aukið fjár- magn. Nýlega komu stjórnin og stjórnarandstaðan sér saman um aukin útgjöld til varnarmála. Það er þekkt staðreynd að hægri öflin hér hafa jafnan talið herinn van- nærðan en jafnaðarmenn sem nú eru í stjórn hafa leitast við að skera niður þann póst sem gengur til varnarmála. En lengra nær eindrægnin ekki. í vetur og vor hefur innanríkispólitfkin ein- kennst af hörðum átökum um utanríkismálin. Greinilegt er að það áfall sem trúin á öryggi hlut- leysisins hefur orðið fyrir liggur hér að baki, þótt á yfirborðinu virðist ekki vera tekist á um það grundvallaratriði. Sænska stjórnin, bæði sú núver- andi og fyrrverandi stjórn Borg- araflokkanna, hefur í þessum átökum ætíð tengt saman hlut- leysisstefnuna og mikilvægi þess að verja landhelgina. Varnar- málaráðherrann, Anders Thun- borg, sagði á blaðamannafundi, er yfirhershöfðinginn hafði lagt fram lokaskýrslu sfna, að þótt ekki hefði tekist að hafa hendur f hári þrjótanna hefði Svíþjóð sýnt það að eindreginn vilji væri fyrir hendi að verja landhelgina og eng- inn gæti verið f vafa um að allt hefði verið gert til þess að svo mætti verða. Vonaðist hann til þess að þetta yrði til þess að tiltrú erlendra ríkja til hlutleysis Svía biði ekki hnekki þótt árangurinn væri ekki sá sami og erfiðið. í þessu sambandi er það skiljanlegt hve mikla áherslu Olof Palme, for- sætisráðherra, lagði á það í við- ræðunum við Andrej Gromyko, utanríkisráðherra Svoétríkjanna, að fá fram yfirlýsingu frá honum um það að Sovétrikin viðurkenndu hlutleysisstefnu Svía og virtu landhelgi þeirra. Hann fékk þá yf- irlýsingu og lagði þá mikið upp úr henni. Ekki er að efa það að sál- fræðileg áhrif slikra yfirlýsinga geta haft sitt að segja, en hversu mikið á þeim er byggjandi er aftur annað mál. Það er almannarómur hér í Svfþjóð að Sovétríkin liggi enn á bak við seinustu neðansjáv- arinnrásirnar og það gera ráða- menn í Kreml sér Ijóst. Að þeir hafa ekki ásakað NATO-ríkin beint fyrir það að það séu þau sem hér séu að verki, styrkir lfkurnar á þvf að það séu einmitt Sovétrfkin sem vita upp á sig sökina. Móderataflokkurinn, sem er lengst til hægri í sænskum stjórn- málum, og stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, hefur gagnrýnt stjórn jafnaðarmanna fyrir það að fordæma ekki nægilega hörðum orðum þessar innrásir og hika þeir ekki við að nefna Sovétríkin í þessu sambandi. Þeir telja það al- gjöra óhæfu að stjórnin taki nú aftur upp eðlilega sambúð og viðskipti við Sovétríkin, sem hafa verið í lágmarki undanfarið vegna undangenginna atburða. Or þeirra röðum hafa einnig komið harðorð- ar gagnrýnisraddir í garð forsæt- isráðherra fyrir einstakar ákvarð- anatektir og framkvæmdir. Þeir telja að hann hafi ekki gefið þjóð- inni nægar upplýsingar um sam- skipti sín við sovésk yfirvöld og embættismenn. Forsætisráðherr- ann hefur brugðist hart við þess- um ásökunum og sakað talsmenn Móderataflokksins um það að grafa undan áliti annarra rfkja á aðgerðum og stefnu stjórnarinnar. Hann hefur krafist þess að þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni til hlutleysisstefnunnar og gefið f skyn að einstaka fulltrúar flokks- ins væru hættulegir sjálfstæði og öryggi landsins. Einkum hefur spjótunum verið beint að Karl Bilt þingmanni, aðaltalsmanni flokks- ins í varnarmálum og fulltrúa f öryggisnefnd þingsins. Hann hef- ur aðgang að upplýsingum sem flokkuð eru sem trúnaðarmál með tilliti til öryggis ríkisins. Stjórnin hefur fordæmt hann fyrir viðræð- ur sem hann átti við háttsetta menn innan bandariska hersins og CIA í fyrra, eftir að fyrri skýrslan um kafliátaleitina kom út. Önnur mál svipaðs eðlis hafa komið upp sem benda til þess að skortur sé á samstöðu um aðferðir stjórnar- innar. Einhverjir aðilar í utanrík- isþjónustunni hafa látið fjölmiðl- um i té upplýsingar sem flokkaðar voru sem trúnaðarmál og hafa komið stjórninni illa — sérstak- lega forsætisráðherranum, sem sjálfur heldur í flesta þræði varð- andi þetta mál sem og utanríkis- málin almennt. Þessi mál hafa komið til umfjöllunar f stjórn- arskrárnefnd þingsins sem sýnir það hversu alvarlegs eðlis þau eru fyrir öryggi og varnir landsins. Árangur og áhætta Það er ekkert grín að brjóta landhelgi ríkja með þvf að senda inn vopnum búinn farartæki og það jafnvel alveg upp að mikil- vægum hernaðarbækistöðvum. Eins og nýlega sást greinilega í vrki, hafa Sovétríkin þá reglu að skjóta niður umsvifalaut alla far- kosti sem þannig brjóta af sér gagnvart þeim sjálfum. Ef við ger- um ráð fyrir að hér sé um að ræða Sovésk farartæki þá er það aug- ljóst, að aðgerðir þeirra eru ekki hættulausar. Stjórnmálalega virð- ast Sovétrfkin taka mikla áhættu, jafnvel þótt haft sé f huga að þau séu tæknilega miklu betur búin til þessara átaka en Svíþjóð. Það er ekki undarlegt þó spurt sé hvað þvf valdi að þessi áhætta sé tekin. Hver er hernaðarleg þýðing sænska skerjagarðsins og Eystra- saltssvæðisins fyrir Sovétríkin og Varsjárbandalagið? „Haf friðarins“ Valdahlutfoll í Eystrasalti Hernaðarlegt mikilvægi Eystra- salts virðist hafa aukist fyrr Sov- étríkin. Hér má nefna ýmislegt þessu til stuðnings svo sem hina auknu hernaðarlegu þýðingu Norðurlanda og Norður-Evrópu almennt, aukna hervæðingu á þessum slóðum o.s.frv. Ég vil hér nefna eitt atriði sérstaklega sem gæti varpað ljósi yfir þessar dul- arfullu kafbátaferðir f sænska skerjagarðinum sem Svfar virðast ekki eiga nein ráð við. Kristian Gerner sagnfræðingur hér í Lundi er sérfræðingur í málefnum varð- andi Sovétríkin og stefnu þeirra í Mið-Evrópu. Hann hefur nýlega varið doktorsritgerð sína: The Soviet Union and Central Europe in the Post War Era — A Study in Precarious Security. Hann bendir á það að grundvallarstefna Sovét- rfkjanna sé að tryggja öryggi sitt með því að leggja undir sig eða gera hagstæða varnarsáttmála við þau lönd sem liggja að landamær- um þeirra eða nálægt þeim. Frá upphafi þessa áratugs hafa Sovét- ríkin orðið að horfast í augu við það að Pólland getur orðið veikur hlekkur í þessari varnarkeðju, sem bæta verður upp á einhvern hátt með því að tryggja stöðuna í Eystrasalti. Landakortið sýnir það svart á hvítu að austurströnd Svíþjóðar, og þá ekki síst Karls- krona, er mikilvæg fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína í norð- austurhluta Evrópu og Skandina- víu. Og þá vaknar spurningin, hvers virði er sænsk hlutleysis- stefna f augum Sovétríkjanna sem trygging fyrir hagsmunum þeirra á svæðinu. Þessu er auðvelt að svara. Málgögn Sovétstjórnarinn- ar hafa við ýmis tækifæri látið það í ljós að Svíar geti ekki varið land sitt ef til átaka kæmi — þeir eru t.d. varnarlausir gagnvart kjarnorkueldflaugum. Leiðangrar kafbátanna (jafnvel kjarnorku- vopnabúinna) langt inn í land- helgina hafa líklega því hlutverki að gegna að sýna Svíum og öðrum að þeir eru ekki þess umkomnir að verja landamæri sín, og væri nær að gera varnarsamning um Eystrasalt við Sovétríkin. Hag- stæður varnarsamningur við Sví- þjóð mundi styrkja stöðu Sovét- ríkjanna á þessu svæði og ýta her- afla NATO út úr Eystrasalti að miklu eða öllu leyti. Eystrasalt yrði þá „Friðarins haf“ undir eftirliti Sovétríkjanna, en hlutleysisstefna Svíþjóðar fengi þá nýtt innihald a.m.k. Það er vafasamt að það hlutleysi sem Svíar eru að reyna að verja sé f raun og veru virt eða viðurkennt sem staðreynd í herfræði sovéskra yfirvalda. Tal þeirra síðarnefndu um „virkt hlutleysi" bendir í þá átt. Það þýðir að þegar til átaka kemur sé í raun og veru ekkert hlutleysi tekið gilt, þvf það hljóti að vera takmark hvers ríki að með ráðstöfunum meira eða minna hernaðarlegs eðlis, að tryggja ör- yggi sitt. Ekki þarf að fara í grafgötur með það að „virkt hlut- leysi“ Svíþjóðar í þessu sambandi þýðir að hagsmunir Sovétríkjanna yrðu ríflega teknir til greina. Finnlandsering framundan? Með „samningum" sínum við Finnland hafa Sovétríkin tryggt öryggis hagsmuni sfna, og spurn- ingin er hvort þau stefni að ein- hverju svipuðu varðandi Svíþjóð. Fullyrða má að sterk öfl hér í Sví- þjóð muni beita sér af alefli gegn hverju skrefi sem stigið yrði f þá átt. Hlutleysið er nefnilega þáttur í sænskri sjálfsvitund og þjóðarsál. Helstu beimikHr: DtgbUtin Dngena Nybeter og Sydsrenska DagbladeL TímariL Cooperat- ioa aad Coaflict, Finsk Tidskrífí og Statret- ensskaplig tidskrift 1982—84. sentutölum er það gjald, sem fjár- mögnunarfirmað (bankinn) tekur fyrir sinn snúð. Hjá sumum krít- arkortafyrirtækjum er þetta gjald allt að 2 prósent af lánsfjárhæð- inni, en hjá öðrum er það um 5_gr 9.kr. pr/mánuð. Lánstíminn er þannig að 10 prósent af skuld- inni greiðist mánaðarlega. Einnig má nota kortið sem greiðslukort, sbr. t.d. bensínkort, og eru þá eng- ir vextir reiknaðir, þ.e. skuldin er öll greidd í einu lagi er reikning- urinn kemur til bankans. Afborgunarkaup eru algengust í bílakaupum, húsgagnabransanum og í sjónvarps- og hljómtækja- verslunum. í bifreiðakaupum verða menn að vísu að greiða minnst 20 prósent af kaupverði bílsins skv. nýjum neytendalögum frá síðasta ári og afganginn verð- ur að greiða innan 36 mánaða. Þessi langi tími er jú ekki hættu- laus, því vaxtakostnaður verður þeim mun meiri eftir því sem tfm- inn lengist. Það má því segja að eftir því sem lánið verður léttara, þeim mun dýrara verður það. Þess má geta að verðbólga er 5—8 prósent í Svíþjóð og kemur til með að verða f lægri mörkunum út þetta ár. Til samanburðar má benda á að vextir af venjulegu spariláni eru 15—20 prósent, en það er eitt ódýrasta bankalánið fyrir almenning á markaðnum f dag. Lánþeginn getur t.d. sparað 700,- s.kr. í 8 mánuði og fær þá þrisvar sinnum stærri upphæð eða 16.800,- s.kr. Mest er hægt að fá í formi spariláns um 42.000,- s.kr. (159.000,- ísl. kr.). Hlaöa krítarkortin undir kaupgleöi? Bandarískur hagfræðingur hef- ur látið svo umsagt að krítarkort- in gerðu viðskiptavininn að betri kúnna í augum verslunarinnar. Sölumennskan verður léttari og kúnninn þarf minna tiltal en við staðgreiðslukaup. Undir eðlilegum kringumstæðum er viðskiptavin- urinn hræddur við stórar upphæð- ir og innkaup. En þegar hann heyrir um afborgunarkaup, er þessari hræðslu skotið til hliðar. Kúnninn heldur áfram að ákveða sig að fá vöruna á meðan afborg- unum stendur. Hver viðskiptavin- ur kaupir meir, er hann sér að hann getur skotið greiðslunni á frest. Honum er ekki eins í mun að gera samanburð á verði eða að reyna að prútta niður verð vör- unnar. Þannig mæltist hinum am- eríska hagfræðingi, Pachard að nafni. Vafalaust eru deildar meiningar um ágæti krítarkortann, en eitt er víst að þróun þeirra f Svíþjóð verður ekki stöðvuð í nánustu framtíð. Tölvur Vínsmökkun Ljósmyndun SIORÐ Askriftarsimi 84966

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.