Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 36
,T2 HIT0A3U2IVQIM .GQQAáSHOiMOtf
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
Máni 949 frá Ketilsstöðum var sýndur á síðasta landsmóti og hlaut þá fyrstu
verðiaun. Á föstudaginn faer hann dóm fyrir afkviemi sín.
Frá Kaldármelum 1980. Stóðhesturinn Ófeigur með afkvæmum.
Tvö fjórðungsmót
haldin á næstu dögum
Það verður mikið um að vera hjá
hestamönnum næstu tvær vikurnar
en þá verða haldin tvö fjórðungsmót,
annað á austurlandi og hitt á vestur-
landi. Fyrra mótið verður haldið að
Fornustekkum skammt frá Horna-
firði. Hefst það á fimmtudaginn en
seinna mótið sem haldið verður á
Kaldármelum í Kolbeinsstaðahreppi
befst viku seinna.
Dagskrá mótanna verður með
befðbundnu sniði, kynbótasýning,
gæðingakeppni, unglingakeppni og
kappreiðar.
Hornfírðingar annast fram-
kvæmd á Fornustekkum
Oftast er það svo þegar haldin
eru fjórðungsmót að félög í við-
komandi fjórðungi sjá um fram-
kvæmd mótanna í sameiningu. En
að þessu sinni sjá Hornfirðingar
einir um framkvæmd mótsins.
Hafa þeir unnið mikið undirbún-
ingsstarf á mótssvæðinu og er bú-
ið að byggja tvílyft steinhús sem
er jafnframt félagsheimili þeirra í
Hornfirðingi.
Tveir stóðhestar verða sýndir
með afkvæmum en það eru þeir
Máni 949 frá Ketilsstöðum sem
hlaut fyrstu verðlaun sem ein-
staklingur á síðasta landsmóti og
Sproti frá Stórulág. Þrír stóðhest-
ar verða sýnir í flokki sex vetra og
eldri og tveir fjögurra vetra hest-
ar. Sjö hryssur verða sýndar með
afkvæmum, 24 i flokki sex vetra
og eldri, sjö í fimm vetra flokki og
fjórar í fjögurra vetra. í gæðinga-
keppni taka þátt 44 hestar, 21 í
A-flokki og 23 í B-flokki. Ungl-
ingar verða fjörutíu, 20 í hvorum
aldursflokki. Ekki fengust ná-
kvæmar upplýsingar um þátttöku
í kappreiðum en að sögn forráða-
manna mótsins er hún sæmilega
góð. Auk þessa verður sýning
ræktunarhópa og sölusýning.
Kvöldvaka verður á laugardags-
kvöldið og verður skemmtiefni allt
heimafengið. Reiknað er með að
einhverjir komi ríðandi til Horna-
fjarðar og þá helst frá Héraði og
þá er vitað um nokkra sem fóru
ríðandi frá Reykjavík og austur.
Gróska í afkvæmasýn-
ingum á Vesturlandi
Það mun óhætt að segja að mik-
il gróska sé í sýningum á af-
kvæmahrossum hjá Vestlending-
um því það verða hvorki meira né
minna en fimm hestar sýndir með
afkvæmum, en þeir eru Hlynur
910 frá Bárustöðum, Dreyri 834
frá Álfsnesi, Þráður 912 frá Nýja-
Bæ, Leiknir 875 frá Svignaskarði
og Glanni 917 frá Skáney. Hryssur
með afkvæmum eru tólf talsins og
eru þar á meðal nokkrar þekktar
hryssur. Að sögn manna sem
fylgst hafa með forskoðun er talið
að allir stóðhestarnir séu við eða í
fyrstu verðlaunum eftir forskoðun
en þessir hlutir skýrast væntan-
lega sunnudaginn 8. júlí næstkom-
andi. Sýning á einstökum stóð-
hestum verður heldur fátækleg að
þessu sinni, aðeins einn hestur í
flokki sex vetra og eldri og þrír
fjögurra vetra folar verða sýndir.
Álls verða fimmtíu hryssur sýnd-
ar sem einstaklingar, 33 sex vetra
og eldri, 13 fimm vetra og 4 fjög-
urra vetra. Sextíu gæðingar munu
vera skráðir, um þrjátíu í hvorum
flokki. Einnig verður boðið upp á
töltkeppni og taka 25 keppendur
þátt í henni. Á sýningu ræktun-
arhópa sýna átta ræktunarbú eða
félög afrakstur sinn, þ.á m.
Skuggafélagið sem sýnir hross út
af Skugga 201 frá Bjarnanesi. Þá
verða sýnd hross út af Borgfjörð
909, Hvanneyri, Áshildi 3477 frá
Nýja-Bæ, Brönu 772 frá Tungu-
felli, Ljónslöpp 2958 frá Krossi,
Skeifu 2799 frá Kirkjubæ og einn-
ig verða sýnd hross frá Hallkels-
staðahlíð út af Val frá Vatnsleysu.
í kappreiðar eru skráð um átta-
tíu hross og verður keppt í 150 og
250 metra skeiði, 250, 350 og 800
metra stökki og 800 metra brokki.
En þess má geta að keppt verður í
sömu greinum á Fornustekkum.
Búist er við miklum fjölda ríðandi
manna á mótið og verður sér girð-
ing fyrir ferðahrossin þar sem
rekið verður inn tvisvar á dag
fyrir þá sem vilja nota hrossin
meðan á mótinu stendur. Einnig
býður hestamannafélagið Faxi
upp á aðstöðu fyrir ferðahross í
girðingu sem félagið hefur
skammt frá Ferstiklu. Síðast var
haldið fjórðungsmót að Kaldár-
melum 1980 og vakti staðurinn þá
athygli sem gott mótssvæði. Nú
hafa átt sér stað nokkrar fram-
kvæmdir og má þar nefna bætta
hreinlætisaðstöðu og aðstöðu fyrir
veitingasölu. Byggður hefur verið
nýr hringvöllur og hús fyrir dóm-
ara voru byggð þannig að ekki
ætti að væsa um þá meðan á mót-
inu stendur. Eru þetta svipuð hús
og notuð voru á Melgerðismelum í
fyrra, Fimm talsins, eitt fyrir
hvern dómara og ritara. Fyrir þá
sem hyggjast fara ríðandi má geta
þtjs að í ráði er að koma upp án-
ingarhólfi þar sem hægt verður að
geyma hross yfir nótt. Þegar þetta
er skrifað hefur ekki verið ákveðin
endanleg staðsetning á þessu
hólfi, þó mun líklegt að það verði
undir svokölluðum Grímsstaða-
múla.
Og svona i lokin má geta þess að
fjórir dansleikir verða á Horna-
firði dagana sem mótið stendur
yfir. Á föstudags- og laugardags-
kvöld verða dansleikir í Mána-
garði og félagsheimili hesta-
manna, Stekkhóli, sem er eins og
áður sagði á mótsstaðnum.
Afmæliskveðja:
Guðrún Gunnars-
dóttir Akranesi
Flúðir:
Ferðamönnum hefur
farið fjölgandi - Golf-
völlur tekinn í notkun
Saga íslenskrar alþýðu verður
sjálfsagt seint færð í letur að ein-
hverju gagni. Saga alþýðufólks á
íslandi er víða vörðuð margskonar
þrengingum af öllu tagi og lífsbar-
áttan mikil. Þar skiptast á skin og
skúrir, gleði og sorg, hungur og
vosbúð, oft er stutt milli lífs og
dauða í þeirri sögu.
Á öndverðum dögum Kristjáns
kóngs þess 9da með því nafni var
mikið um að vera norður í Þing-
eyjarsýslu. Mikil umskipti verða á
högum fólks í kjölfar geysimikils
öskugoss í Öskju, fjölmargir flytj-
ast búferlum burt, margir jafnvel
í aðrar álfur. Bjarni Guðlaugsson
er maður nefndur. Hann er fædd-
ur og uppalinn f einni afskekkt-
ustu sveit landsins, norður við
strendur Ishafsins, Þönglabakka-
sókn í Fjörðum. Er það nær nyrst
á skaga þeim er liggur milli Eyja-
fjarðar og Skjálfanda. Bjarni
fluttist ungur burt úr fæðingar-
sveit sinni og sest að suður í
Borgarfjarðarsýslu, sunnan
Skarðsheiðar. Gunnar hét sonur
Bjarna. Lengst af var Gunnar
bóndi í Fellsaxlarkoti í Skil-
mannahreppi eða á árunum
1910—1939. Hann var annálaður
sem gestrisinn greiðamaður enda
var bær hans í þjóðbraut langt
fram á bílaöld. Gunnar kvæntist
Þórdísi Halldórsdóttur bónda á
Vestri-Reyni, ólafssonar og Gróu
Sigurðardóttur konu hans. Systir
Þórdísar, Kristín, er látin fyrir
nokkrum árum háöldruð, 103 ára
gömul.
Þeim Gunnari og Þórdísi varð 6
dætra auðið: Guðrún, Halldóra,
Sigríður, Fanney, Gróa og Lára.
Er Guðrún þeirra elst, f. 27. júní
1904 og því 80 ára um þessar
mundir.
I dag leyfi ég mér að senda
ömmu minni, Guðrúnu Gunnars-
dóttur, dálitla afmæliskveðju.
Eitt af þvf dásamlegasta, sem
til er, eru góðar minningar um
liðnar stundir sem koma aldrei
aftur en lifa um aldur og ævi f
hugskoti mannshugans. Þessar
minningar verða aldrei á brott
numdar né af teknar á neinn hátt.
Llklega eru þær dýrmætar fyrst
og fremst vegna þess hversu
óforgengilegar þær eru og varan-
legar um alla ókomna tfð. Þessar
góðu minningar eru tengdar þeirri
alþýðumenntun sem blómstrar
einna mest á óbreyttum heimilum
íslensks alþýðufólks. Ég minnist
alls þess fróðleiks um horfna tíma
sem okkur nútímafólki á tímum
firringar, tækni og hraða er okkur
smám saman að hverfa sjónum.
Allar sögurnar og öll ljóðin sem ég
heyrði í þínum húsum var lífs-
þyrstum drenghnokka fyrir all-
mörgum árum einhver sú tilkomu-
mesta sæla sem til var. Og þegar
ég sá þig ungur að árum einhverju
sinni með bókarkorn í hendi varst
þú mér sönn fyrirmynd, hvar gott
væri að bera niður í leit að góðum
og traustum vinum.
Stundum hefir hvarflað að mér
að spyrja áleitinna spurninga:
hvernig fórst þú að komast í gegn-
um allt þetta endalausa basl, þetta
endalausa mótlæti og þindarlausu
baráttu gegn þjáningum og hörm-
um? Ekki er ósennilegt að óbifan-
leg trúarsannfæring þfn hafi hafið
þig yfir alla þá erfiðleika sem svo
oft virðast vera óyfirstíganlegir.
Einstæð móðir með 5 ung börn á
timum kreppu og atvinnuleysis,
það er ótrúlegt en samt satt. Á
vorin settir þú niður kartöflur í
garðholuna, yfir vertíðina vannst
þú baki brotnu f fiski, föst vinna
fékkst síðar er Sementsverk-
smiðja ríkisins tók til starfa: þá
tókst þú til hendinni við ræstingar
þegar vinnutíma var lokið á kont-
órunum. Af og til fékkst þú við
þvotta á vinnugöllum fslenskra al-
þýðumanna á Akranesi, stundum
voru gallarnir það óhreinir að
klukkutímum saman stóðst þú yfir
þessum starfa.
Jafnframt að vera fyrirvinna
þíns heimilis með fullt hús af
börnum tókst þér samt að hafa
dágóðan tfma aflögu og láta ótal
margt gott af þér leiða. Þegar
dæturnar voru á brott giftar,
fylltust von bráðar þfn húsakynni
börnum á nýjan leik. Þar voru
barnabörnin sem hafa sótt ákaft
til þín í leit að þeim eina sanna
auð: æðruleysi, þekkingu og viti til
að greina milli góðs og ills. Og nú
er enn ein kynslóð að stíga sfn
fyrstu spor.
Með mfnum allra bestu afmæl-
iskveðjum til minnar góðu ömmu,
Guðrúnar Gunnarsdóttur.
Guðjón Jensson
Hfén-Lu^Mltí, 26. jéií.
FERÐAMÖNNUM hefur farið fjölg
andi hér undanfarnar vikur. Sumar-
hótelið i Flúðurn starfar með svipuðu
sniði «g fyrri ir. Áningarfarþegar
Flugleiða koma hér og snæða hideg-
isverð i leið sinni um „Gullhringinn'*
svonefnda, nokkrir tugir i dag og
jafnvel nokkur hundruð þegar flest
er. Gistirými i hótelinu er fyrir
50—60 manns og eru „mótelhúsin"
Skjólborg þar með talin, en þau eru
opin allt irið.
Sumir hótelgestir fara i skoðuna-
ferðir til ýmissa staða hér í ná-
grenninu, svo sem að Gullfossi og
Geysi, í Þjórsárdal eða inn á öræf-
in. En fyrir þá sem halda vilja
kyrru fyrir má nefna að golfvöllur
var tekinn i notkun f nágrenni
Flúða fyrir nokkru. Það er Halldór
Guðnason á Efra-Seli sem kom
honum ukpp í landareign sinni, en
þetta er sex holu völlur. En það er
hér einnig sundlaug, bókasafn,
verslun, banki, flugbraut og
íþróttavöllur, sem reyndar stendur
til að betrumbæta í haust.
Á sumarhótelinu vinna 10
starfsstúlkur auk matreiðslu-
meistarans Karls Davíðssonar.
Hótelstjóri er Rut Guðmundsdóttir
og segir hún að bókanir á hótelið
séu með mesta móti f sumar.
Sig. Sigm.