Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 40
AUSTURSTRÆV 22 AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SÍMI 11633_____ INNSTRÆTI, SlMI 11340
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
„Þetta kemur allt,
engin hætta á öðru“
Rætt við skipstjórana á Guð-
björgu ÍS og Akureyrinni EA
ÞOKKALEGUR aHi er um
þessar mundir hjá togurum á
Vestfjarðamiðum og norður af
Horni. Morgunblaðið ræddi
við tvo skipstjóra, sem voru
þar með skip sín í gær. Þeir
voru báðir bjartsýnir á fram-
haidið, þó tregt væri hjá þeim í
bili og töldu ekki verða vand-
kvæði á því að ná kvóta skip-
anna.
Guðbjartur Ásgeirsson,
skipstjóri á Guðbjörgu ÍS,
sagði þá vera á Stranda-
grunni og afli væri sæmi-
legur, 2 til 4 tonn eftir um
þriggja tíma tog. Þeir væru í
góðum þorski, en misstórum.
Nokkuð góð veiði hefði verið
Gott hal af fiski, en slíkt
befur verið heldur sjaldgæft
upp i síðkastið.
á miðunum í lok síðustu viku
og um helgina, en nú væri
rólegra yfir því. Á sjómanna-
daginn hefðu þeir verið
komnir með 200 tonnum
meira en á sama tíma í fyrra
svo það mætti verða lélegt,
næðist kvótinn ekki. „Það er
engin ástæða til að örvænta,
bara halda sinn kós. Þetta
kemur allt, engin hætta á
öðru,“ sagði Guðbjartur.
Jón Magnússon, skipstjóri
á frystitogaranum Akureyr-
inni, sagði þá vera um 50
mílur norður af Horni á grá-
lúðu og væri afli fremur
tregur. Að öðru leyti hefði
þetta gengið þolanlega, en
þætti þó aldrei nóg. Þeir
væru bjartsýnir á að ná
kvótanum, enda komnir með
um 2.000 tonn, þar af 700 af
þorski upp úr sjó. Fiskiríið
virtist vera í lágmarki nú og
færi ekki neðar. Því hlyti
þetta að fara vaxandi að
nýju og hann væri bjartsýnn
á framhaldið.
Þyrlusveit varn-
arliðsins heiðruð
Þyrlubjörgunarsveit varnarlidsins var í gær veitt á Keflavíkurflugvelli við
hátíðlega athöfn viðurkenning fyrir að hafa bjargað 200 manns hér á landi og
umhverfis það síðan sveitin tók til starfa hér árið 1971. Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra færði yfirmanni þyrlusveitarinnar, Joseph M. Nall, viður-
kenningarskjalið, sem tók við því fyrir hönd þeirra 55 liðsmanna sem eru í
þyrlusveitinni. Sjá nánar frásögn á miðopnu.
Dansað til Spánar
Snemma í morgun lögðu átta krakkar á aldrinum 16—19 ára af stað til
Torremolinos á CosU del Sol. ÞetU er hópur á vegum dansskólans
Uansnýjungar, sem dansar næstu tvær vikurnar fyrir gesti stærsU tívolís-
ins á staðnum. Þjálfari þeirra og aðaldanshöfundur er Kolbrún Aðal-
steinsdóttir. Eins og sjá má á myndinni var kraftur í dönsunum á síðustu
æfingunni í gærkvöldi.
Útgerðarfélag Akureyrar:
20 milljóna tap á
útgerðinni á árinu
Sólbakur, eini togarinn sem skilaði
hagnaði síðasta ár, lá bundinn við bryggju
ÁÆTLAÐ Up á útgerð Útgerðarfé-
lags Akureyringa fyrstu fimm mán-
uði þessa árs er um 20 milljónir
króna og auk þess er umUlsvert
Up á fiskvinnslu fyrirtækisins. Á
öllu síðasU ári nam Up af útgerð-
inni samUls 20,5 milljónum króna.
Aðeins Sólbakur, sem lá við
bryggju allt árið, skilaði bókfærð-
um hagnaði.
Gísli Konráðsson, annar fram-
kvæmdastjóra ÚA, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að þorsk-
leysið væri aðalvandinn. Skip fé-
lagsins fyndu þorskinn varla og
hefðu því aðallega snúið sér að
karfa og grálúðu. Miðað við já-
kvæðan rekstur væri karfaveiðin
alveg dauðadæmd því með henni
væri bæði tap á veiðum og
vinnslu. Því mætti fyllilega segja
það, að minna tap væri á togur-
um, sem lægju við bryggju en
togurum, sem gerðir væru út á
karfa. Fjármagnskostnaður
vegna skipakaupa væri sá sami,
hvort sem skipið væri á veiðum
eða lægi við bryggju. Á karfa-
fiskiríi hefðu skipin alls ekki upp
í fjármagnskostnaðinn og því
væri meira tap af þeim veiðum
en legu við bryggju, en aldrei
yrði af því gróði að leggja skip-
um.
Rekstrartap af skipum Útgerð-
arfélagsins á síðasta ári var sem
hér segir: Kaldbakur 2.139.158
krónur, Svalbakur 2.576.300
krónur, Harðbakur 9.252.625
krónur og Sléttbakur 7.012.423
krónur. í bókhaldi kom Sólbakur,
sem lagt hefur verið og lá við
bryggju allt síðasta ár, út með
hagnað upp á 458.000 krónur. Út-
reiknuð verðuppfærsla vegna
verðbreytinga nam samtals
1.340.000 krónum en ýmis kostn-
aður við skipið, sem er skuld-
laust, nam 964.000 krónum. Hins
vegar nam hagnaður Útgerðarfé-
lagsins um 2,5 milljónum króna á
síðasta ári, aðallega vegna verð-
mætaaukningar birgða frá árinu
áður.
Ríkið borgaði tann-
viðgerðir fyrir Baly
„BALY fékk sömu meðferð og ís-
lenskur bónbjargarmaður, sá sem
segir sig til sveitar, myndi fá,“
sagði Karl Jóhannsson, hjá Út-
lendingaeftirlitinu er blm. Mbl.
spurði hann í gær hvort Baly
hefði notið þjónustu tannlæknis á
meðan hann var hér á landi, á
kostnað ríkisins, og staðfesti
Karl að svo hefði verið, en ein-
ungis hefði þó verið gert við það
sem bráðnauðsynlegt hefði talist
að gera við, til þess að firra
manninn kvölum.
Karl sagði að Baly hefði
óskað eftir því að fá tannlækn-
isþjónustu oftar en ástæða
hefði þótt til að veita hana, og
hann bætti við „Við létum hann
fá sömu meðferð og íslenskir
bónbjargarmenn fá og þetta
var ákveðið í samráði við
dómsmálaráðuneytið. Bón-
bjargarmenn geta fengið tann-
læknisþjónustu sem bráðnauð-
synlegt er að veita þeim til þess
að firra þá kvölum."
Stefán Hirst, gjaldkeri Út-
lendingaeftirlitsins upplýsti
blm. Mbl. í gær að Útlendinga-
eftirlitið hefði greitt tannlækni
þeim sem þjónustaði Baly 4100
krónur, samkvæmt reikningi.