Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 Hann situr í bólstruðum leðurstól með báða fæt- urna upp á öðrum stólarminum meðan hann talar. Hann er í hvítri skyrtu og svörtum buxum. Á veggj- unum í kringum hann hanga málverk, þar sem því verður komið við, því herbergið er undir súð. Á gólfinu standa líka myndverk sern^ teygja sig í birt- una frá þakgluggunum fyrir ofan. Á gaflinum hangir gömul, falleg klukka, sem er stilliverk klukk- unnar á Lækjartorgi. Á kringlóttum borðum, sem þarna eru norpa svo tré, fuglar og önnur dýr í hóp- um. Við erum stödd í einkakamesi Knúts Bruuns, eiganda Listmunahússins við Lækjargötu, sem er fyrir ofan sjálft galleríið og rœðum við hann um starfsemi “hússins“. Það er margt sem ber á góma. „Við skipuleggjum svona tólf til fjórtán sýningar heilt ár fram I tlm- ann. Það gerist þannig, að listamenn leita til gallerlsins. Þeir koma með myndir af verkum slnum eða leyfa okkur aö skoða þau. Sérstaklega á þetta við um yngri listamennina, sem við þekkjum lltiö. Viö metum slðan hvort okkur finnist verkin falla að rekstri sýningarsalarins," segir hann, þegar viö ræðum rekstrarhliðina. — Þú segir við, hefur Listmuna- húsið ráðgjafa á slnum snærum, sem velja listamenn og verk þeirra á sýningar? „Hjá mér hefur unnið I tvö ár stúlka, sem heitir Svava Aradóttir, og höfum við tekið ákvarðanir sam- an. Ef ég er hinsvegar I vafa um það sem listamaðurinn er að gera, þá leíta ég ráða hjá þeim, sem ég treysti. Það eru þá einkum listamenn af minni kynslóð og yngri." — Ferð þú aldrei til listamann- anna og athugar hvort þeir vilji sýna hjá þér? „ Jú, ég reyni aö gera sem mest af þv(.“ — Hvernig metur þú hvað skal sýna og hvaö ekki? „Þetta er oft ákaflega erfitt og viðkvæmt mál, þvl auðvitað eru verk listamannanna þeim heilög," segir gallerleigandinn og bætir við: „En ég tek það fram við þá, sem ég þekki ekki, að mitt mat sé undir engum kringumstæöum listrænt mat heldur ráðist af ýmsu öðru. Eins og til dæmis þvl að ég telji að listamaðurinn sé einfaldlega ekki bú- inn að ná þeim þroska aö hann eigi erindi til aö halda einkasýningu. Svo get ég komist aö þeirri niður- stöðu, að það vantí meiri fjölbreytni I starfsemina, þvl ef ég hef haft tvo “keramikera" það árið þá bæti ég ekki við tveim I viðbót." — Hvernig spila sölumöguleik- arnir inn i þessa ákvörðunartöku? „Það er hægt að hagnast töluvert á þessum viðskiptum, en um leið verður maöur þá oft að fórna list- rænum sjónarmiöum. Ég ræki ekki gallerl ef ég gæti ekki leyft mér þann munað að hafa sllk sjónarmið. Ég vil geta hlakkað til og látið mér llða vel með þvl sem ég er að gera.“ Hann segir þetta ákveðið en hnýt- ir svo hreinskilnislega aftan við: „Samt er það eilff togstreita að láta þetta sjónarmiö ráöa, sem mér finnst vera númer eitt, tvö og þrjú og svo aftur að verða aö taka tillit til peningasjónarmiðsins. Þegar ég byrjaði með Listmunahúsiö ætlaði ég meðal annars að selja verk gömlu LJÓsm. Slgurgelr Slgurjónsson Séð yfir sali Listmunahúuins á afmaaiiuýningu Valtýs Páturssonar i marz. meistaranna I umboðssölu. Til allrar Guðs lukku þroskaöist ég frá þessu sjónarmiði nánast strax. Skemmtun- in felst nefnilega I þvl að vinna meö lifandi list I landinu og Imynda sér að maður sé að hjálpa svolltið til. Hvort þaö er rétt, er svo annar handlegg- ur.“ Og við förum að ræða um kosti þess að reka gallerl. Frásögn Knúts, sem hefur verið fremur hlutlaus, verður nú full ákefðar og hann segir: „Maöur er alltaf að uppgötva eitt- hvað nýtt I þessu starfi og viöhorfin breytast. Ég hef veriö tiltölulega Ihaldssamur I mlnum smekk en held að hann sé aö breytast. Öhlutbundin verk og þau verk, sem höfða meira til tilfinninganna eru farin að ná fastari tökum á mér. Ég er að taka niður mörg verk á minu eigin heimili, sem ég hef haft þar lengi og hengja upp allt ööruvlsi listaverk. I þeim söfnum, sem óg hefði áður hlaupiö I gegnum á fimm mlnútum, staldra ég nú við I einn til tvo tfma.“ — Hvað heillar þig svona? „Samskiptin viö listamennina, bæöi eldri og yngri og þá á ég Ifka við kornungt fólk. Ég vil gjarnan koma þessu fólki á framfæri. Það er nefnilega svo miklu skemmtilegra að meta samtlmann og til þess þarf maður aö vera nokkuð djarfur. Þaö er hinsvegar litill vandi að hafa skoð- un á þvl, sem aðrir hafa þegar slegiö föstu. Mér finnst til dæmis Nýlistasafnið stórmerkilegt. Þarna sýnir ungt fólk og þar er svo mikill áhugi og llf. Þar kom ég á sýningu hjá ungri lista- konu, Jóhönnu Ingvadóttur. Hjartað I mér tók kipp þegar ég skoðaöi myndirnar hennar og þaö lá viö aö ég hrópaði húrra! Það er gaman að skoða slika sýningu." — Þú talar um að meta samtfm- ann, hvað er að gerast hérna? „Myndlistin hefur alltaf átt sér sln skeið, sem ég ætla ekki að rekja hér enda skipta þessi tfmabil ekki meg- inmáli I mfnum huga heldur að á þeim hafa komið upp virkilega góðir og ekta einstaklingar. Ég legg meira upp úr einstaklingum I listum, en hópum. Tökum nýja málverkið sem dæmi, nú hefur það verið I tlsku og kannski tuttugu eöa Guð veit hve margir mála I þessum anda. En fáir gera það vel.“ — Sem eigandi gallerls, hvernig skilur þú á milli þess sem er gott og vont I listum? — Kannski er ekki hægt aö svara svona spurningu hugsar blaðamaður en lætur hana samt flakka. „Ætli flestir myndu ekki svara þessu eitthvaö á þá leið, aö þaö sem einum finnist gott finnist öörum vont. Ég er hinsvegar svo frekur að állta, að listamenn þurfi að hafa mikið nám aö baki, ógurlegan dugnað og metnað, en auk þess einhvern óútskýranlegan hæfileika, sem gerir þá að flnum “artistum". Slfkt fólk kemur maöur stundum auga á en svo getur manni auövitaö skjátlast. Það hefur komiö fyrir, að ég er búinn að vera I kringum sýningu I ákveðinn tlma, en finn að hún fellur eftir þvl sem ég horfi meira á hana. Tæknin virðist þó I lagi, jafnvel salan er ágæt en það er eitthvaö sem vantar. Og þetta eitthvað lyftir lista- verkum upp hvort sem þaö er Ijóö, leikrit, myndverk eða tónlist. “ — Þú veist þá aldrei... ? „Nei, ég veit aldrei, ég held... og þaö er ákaflega mikill munur á þvl. Ég er breyskur. Hingaö koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.