Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 Fellibyl- urinn Ike nálgast Kína óðum Mesta manntjón í óveðri á Filipseyjum Manila, 6. september. AP. Fcllibylurinn Ike gekk yfir Hainaneyju undan meginlandi Kína í morgun, en þar sem allt samband rofnaði viA eyna er óljóst hvort tjón hafi hlotizt af óveðrinu. Fjögur útlend olíufyrirtæki hafa að undanförnu leitað að olíu í Suður-Kínahafi, skammt frá Hainan, en hermt er að allir starfsmenn borpallanna hafi verið fluttir til lands á þriðju- dag er ljóst var hvert óveðrið stefni. Fellibylurinn Ike gerði meiri usla á Filipseyjum en nokkur annar til þessa, og er nú vitað að a.m.k. 831 maður fórst. Er það mesta manntjón af völdum óveðurs á Filipseyjum frá lok- um heimsstyrjaldarinnar seinni a.m.k., en árið 1951 fór- ust 763 í fellibyl þar í landi. óttast er að talan eigi enn eftir að hækka. Áætlað er að 200 þúsund manns séu heimilis- lausir. Pólska stjórnin: Svar Honeckers mjög viðeigandi Varajá, 6. wptember. AP. MALGAGN komitiúnistaflokksins í Póllandi sagði í leiðara í vikunni, að Erich Honecker, forseti A-Þýska- lands, hefði gefið Helmut Kohl „við- eigandi afsvar“ þegar hann frestaði for sinni til V-Þýskalands. Umsögn blaðsins voru fyrstu við- brögð pólsku stjórnarinnar við yfir- lýsingu Honeckers, en stjórnin Bretland: Starfsmenn raforku- vera hóta verkfalli London, 6. september. STARFSMENN raforkuvera í Bretlandi hótuðu í dag aA slást í hóp með hafnarverkamönnum og fara í samúAarverkfall með kola- námumönnum, sem nú hafa verið í verkfalli í 6 mánuði í mótmæla- skyni við þau áform að loka þeim námum, sem tap er á. Ekkert hef- ur þó verið ákveðið um, hvenær verkfall í raforkuverum skuli byrja. Frú Margaret Thatcher for- sætisráðherra ítrekaði í dag neitun sína við því að hefja af- hafði lýst ugg sínum yfir fyrirhug- aðri heimsókn a-þýska forsetans. Blaðið segir ennfremur að „hið viðeigandi afsvar sósíalísku stjórn- arinnar í A-Þýskalandi ætti að koma hugsandi og ábyrgum mönnum í V-Þýskalandi niður á jörðina og fá þá til að hugsa á raunsæjan, evrópskan hátt á ný.“ skipti af kolaverkfallinu, sem hófst 12 marz sl. Til árekstra kom milli verk- fallsvarða og lögreglu á mörg- um stöðum í Skotlandi og Norður-Englandi. Alvarlegasti atburðurinn átti sér stað við kolanámu í Kellingley, þar sem 3.000 verkfallsverðir reyndu að hindra tvo verkamenn í að taka upp vinnu. Að minnsta kosti sex lögreglumenn og fimm námu- menn hlutu áverka í þessum átökum. i orðsins fyllstu merkingu í nýju, björtu og glæsilegu 350 fermetra húsnæði að Sigtúni 9, Reykjavík, þar sem dans, líkamsrækt og gleði er í hávegum höfð og þar sem réttu sporin eru stigin. Dansstúdíó Sóleyjar býður eftirfarandi „spor“: Jazzballetl við nútlmatónlist auK þess sem sérstaklega verða læknum fyrir „stressað" fólk. Pró- break" — Skrlkkhressir tlmar... kenndir svíðs- og sýningadansar fyrir bæói hópa og einstaklinga. tln- og saladbar á staðnum fyrir Allir aldurshópar frá 7 ára aldri, jafnt konur sem kartar. þá sm koma f.d. I hádeginu. N.B. Jazzballett... Hressilegir morgun- og kvðldtimar í jazzballett fyrir konur og karia sem vilja halda llnunum I lagi. Innritun alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-17 ( s(ma 68 77 01 Dansskóli Auöar Haraldsdóttur og Steppstudló Draumeyjar verða með aðstöðu I Dansstúdlói Sóleyjar. — Nánar auglýst sfðar. Í (§) <æ:\\ . Xh SÓLEY JÓHANNSDÓTTIR ^ © Slgtuni 9 • 105 Roykjavíh ** 687701 Stjórnarsáttmáli í burðarliðunum í ísrael Jerásalem, 6. september. AP. BÚIST var viA því, að í dag mundu þeir Yitshak Shamir og Shimon Peres ganga frá stjórnarsáttmála væntanlegrar samsteypustjórnar Líkúd-bandalagsins og Verka- mannaflokksins í ísrael. Að því búnu verður sáttmálinn lagður fyrir miðstjórnir flokanna. í gær skýrðu þeir frá því að öll ágreiningsefni, sem staðið hefðu í vegi fyrir stjórnarmynd- un, hefðu verið leyst og þeir mundu líklega geta greint þjóð- þingi landsins frá skipun stjórn- arinnar í byrjun næstu viku. Leiðtogarnir hafa þegar orðið ásáttir um að skipta á milli sín embætti forsætisráðherra með þeim hætti, að fyrstu 25 mánuð- ina verði Peres forsætisráð- herra, en síðan taki Shamir við og gegni embættinu næstu 25 mánuði. Sá þeirra sme ekki gegnir embætti forsætisráð- herra verður á meðan utanrík- isráðherra. Yitzhak- Rabin, sem er úr Verkamannaflokknum, verður varnarmálaráðherra hinnar Hlustarvernd Heyrnarskjól ^^©©©170 <& ©CQ> Vesturgötu 16, sími 13280 ShimoB Peres Yitsluk Shsmir nýju stjórnar. Hann var forsæt- isráðherra ísraels á árunum 1974—1977. Fjármálaráðuneytið kemur í hlut Líkúd-bandalags- ins, en ekki er vitað hver mun fara með það. Prentarar mót- fallnir nútímatækni: Stöðvuðu útgáfu Daily Telegraph London, 6. september. AP. Lundúnaútgáfa Daily Telegraph kojn ekki út í dag vegna skæru- verkfalls um eitthundrað prentara í mótmælaskyni við áform um að innleiða nútímatækni við vinnslu blaðsins. Norður-Englándsútgáfa, sem prentuð er í Manchester, kom hins vegar út. Hugh Lawson framkvæmda- stjóri blaðsins sagði að félagar i grafíska sveinafélaginu hefðu lagt niður vinnu eftir viðræðu- fund með stjórn blaðsins um áætlanir um ljóssetningu blaðs- ins. Daily Telegraph og sex önnur dagblöð með mikla útbreiðslu eru enn sett með blýsetningu vegna andstöðu samtaka prent- lærðra við nútíma vinnsluað- ferðir, sem þau óttast að hafi í för með sér atvinnuleysi í röðum prentlærðra. The Times, Daily Mirror og Financial Times eru einu brezku dagblöðin, sem sett eru með ljóssetningaraðferðinni og eru offsetprentuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.