Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Electran, sem Arnarflug keypti af Iscargo, reyndist Arnarflugi fjárhagslega þung í skauti.
Eru Flugleiðir að sölsa
undir sig Arnarflug?
í dag, fóstudaginn 7. september, rennur út frestur hluthafa í Arnarflugi hf. til þess að tilkynna hvort þeir hyggist nota sér forkaupsrétt að hlutabréfum þeim
sem enn eru óseld, eftir að hlutafjáraukning samtals 40 milljónir króna, var ákveðin í stjórn Arnarfhigs, fyrr í sumar. Stærsti hluthafinn, Flugleiðir hf., sem
þegar í ágústmánuði nýtti sér forkaupsrétt að 40% bréfa hlutabréfaaukningarinnar, fyrir samtals um 16 milljónir króna, hefur ákveðið að neyta cinnig
forkaupsréttar síns að 40% þeirra tæpu 10% sem óseld voru. Það jafngildir því að Flugleiðir þurfa að leggja út tæp 400 þúsund að auki.
Hefur þessi ákvörðun Flugleiða
mælst afskaplega misjafnlega
fyrir, að ekki sé meira sagt. Má
ætla að hún hljóti lítinn hljóm-
grunn meðal almennings í land-
inu, þar sem þeirri skoðun vex
stöðugt fiskur um hrygg, að félög-
in tvö eigi að vera algjörlega að-
skilin — þau eigi að stunda heil-
brigða samkeppni, þar sem það á
við og heilbrigða samvinnu, þar
sem því verður viðkomið, sem
tveir ótengdir flugrekstraraðilar.
Síðast í ágústmánuði sagði for-
sætisráðherra landsins, Stein-
grímur Hermannsson meira að
segja að hann teldi nú að Flugleið-
ir ættu með öllu að hverfa úr Arn-
arflugi. Hann hefði haft aðra
skoðun á málinu áður fyrr, en nú
væri hann kominn að þeirri niður-
stöðu að ekki væri grundvöllur
fyrir heilbrigðri samkeppni, á
meðan að Flugleiðir hefðu jafn
mikil ítök í Arnarflugi og þær
hafa í dag. Forsætisráðherra
sagðist telja að Flugleiðir gætu
með setu sinna manna í stjórn
Arnarflugs fylgst með öllum
ákvarðanatökum félagsins, og
haft áhrif þar á að vild, en það
sagði hann ekki vera eðlilegt, þeg-
ar um samkeppni tveggja aðila í
samskonar rekstri væri að ræða.
Þar að auki hafa menn bent á,
að það skjóti nokkuð skökku við að
Flugleiðir vilji nú fjárfesta á nýj-
an leik í Arnarflugi, og auka eign-
araðild sína, eftir að hafa afskrif-
að allan hlut sinn í félaginu um
síðustu áramót. Þetta segja menn
vera beina vísbendingu um að
Flugleiðir vilji fjárfesta í Arnar-
flugi, með það eitt fyrir augum að
halda áhrifum sínum í stjórn fé-
lags sem er eini keppinautur
Flugleiða hér á landi. Sömu menn
segja að með því að auka enn við
eign sína í Arnarflugi, með kaup-
um á þeim 3,7% sem þær hafa nú
ákveðið að kaupa, opinberi Flug-
leiðir það markmið sitt að þær
vilji ná undirtökunum í Arnar-
flugi, og stefni að meirihlutaeign í
félaginu. Það sé að minnsta kosti
augljóst að Flugleiðir hyggist í
framtíðinni reyna að ráða yfir at-
kvæðismagni virks meirihluta.
Talsmenn Flugleiða hafa aftur á
móti sagt að nú séu bjartari horf-
ur framundan hjá Arnarflugi, og
það sé því síður en svo óskynsam-
leg fjárfesting fyrir Flugleiðir að
fjárfesta í Arnarflugi á nýjan leik.
Þeir sem hafa samúð með
málstað Flugleiða í þessu máli
benda á að það sé óréttmætt að
skoða dæmið Flugleiðir-Arnarflug
aðeins í Ijósi dagsins í dag. Til
þess að geta séð keppinautana í
réttu ljósi, verði að skoða sam-
skipti félaganna frá upphafi —
þ.e.a.s. frá 1978, þegar Flugleiðir
gerðust hluthafi í Arnarflugi að
ósk þáverandi framkvæmdastjóra
og eigenda meirihluta Arnarflugs.
Keyptu 57,5% hlutafjár
í Arnardugi 1978
Arnarflug var stofnað vorið
1976 og var yfirlýst markmið fé-
lagsins að stunda „óreglubundið
atvinnuflug án landfræðilegra
takmarkana". Félagið var stofnað
af þeim sem verið höfðu starfs-
menn Air Viking, sem þá var
gjaldþrota fyrirtæki, og starfs-
mennimir fengu Olíufélagið hf í
lið með sér, en það var stór kröfu-
hafi á Air Viking. Ekki fór rekst-
Arnarflug þurfti mikið að endurbæta skúradraslið á Reykjavíkurflugvelli, sem var innifalið í Iscargo-pakkanum
margumtalaða. Hér er innanlandsafgreiðsla Arnarflugs til húsa nú.
urinn allt of blómlega af stað, því
félagið keypti þrjár gamlar vélar
af Air Viking, tvær voru ekki einu
sinni í flughæfu ástandi. Verður
rekstrarsaga félagsins ekki rakin
hér í smáatriðum, en fyrstu tvö
árin skiptust á skin og skúrir í
rekstri félagsins. Þá var það fyrir
tilhlutan framkvæmdastjóra Árn-
arflugs, Magnúsar Gunnarssonar
og meirihlutaeigenda félagsins,
þriggja SÍS félaga, Olíufélagsins,
Olíustöðvarinnar í Hvalfirði og
Regins hf. sem áttu samtals 57,9%
í Arnarflugi, að þess var farið á
leit við Flugleiðir að þær „kæmu
inn í myndina". Leiddu viðræður
aðila sumarið 1978 til þess að
Flugleiðir keyptu þá um haustið
óseld hlutabréf í Arnarflugi fyrir
44 milljónir (gamlar krónur að
sjálfsögðu) og auk þess keyptu
Flugleiðir hlutabréf af SÍS fyrir-
tækjunum fyrir sem svaraði 25
milljónum gömlum, og greiddu
fyrir með hlutabréfum í Flugleið-
um. Heildarhlutafé í Arnarflugi á
þessum tíma var 120 milljónir
gamalla króna, þannig að Flug-
leiðir áttu eftir þessi kaup 57,5%
hlut í félaginu.
Einn viðmælenda minna, sem
gjörþekkir sögu Arnarflugs og
rekstur allan, sagði m.a. um til-
komu Flugleiða í Arnarflugsrekst-
urinn: „Menn voru ekkert að gef-
ast upp, þrátt fyrir mjög erfiða
stöðu á þessum tíma. Það var ein-
faldlega talið að samvinna á
ákveðnum sviðum væri betri en
eitilhörð samkeppni. Æskilegt
væri að félögin fengjust tii þess að
vinna saman á ákveðnum sviðum.
Menn töldu slíka samvinnu vera
lykilinn að því að félögin gætu
aukið markaðshlutdeild sína er-
lendis. Því var markmiðið m.a.
með þessu, að vinna saman að
viðhaldmálum, afgreiðslumálum,
markaðsöflun og samnýtingu
flugvéla. Samstarfið gekk líka
mjög vel framan af, þegar félögin
sameinuðst í markaðssókn erlend-
is, samnýttu flugvélakost og voru
með sameiginlegt viðhald."
Talsmaður Flugleiða segir eftir-
farandi um upphaf þátttöku
Flugleiða í Arnarflugi: „Þegar
Flugleiðir komu inn í rekstur Arn-
arflugs 1978, þá var það gert af
fullum heilindum. Það voru aldrei
neinar hugmyndir uppi um það að
leggja niður félagið, eða nokkuð i
þá veru. Við aðstoðuðum Arnar-
flug við reksturinn á margan hátt,
svo sem með viðhalds- og fjar-
skiptaþjónustu og fleira, og það
gekk m.a.s. svo langt, að mörgum
starfsmönnum Flugleiða fannst
sem verið væri að taka atvinnu-
tækifæri frá sér og afhenda Arn-
arflugi á silfurbakka."
Hitna tekur í kolunum 1980
Flugleiðamenn segja að það sitji
enn í fjölmörgum innan Flugleiða,
að þeir telji að Arnarflugsmenn
hafi komið aftan að sér, þegar þá
síst varði. Þar eiga þeir við erfið-
leikatímabil Flugleiða, 1979 og
1980, en þá áttu Flugleiðir í mikl-
um erfiðleikum með reksturinn,
Norður-Atlantshafsflugið, inn-
anhússvandamál ýmiskonar voru
varðandi starfsmannahald, og
heldur stirt samband var á milli
stjórnar Flugleiða og stjórnvalda.
Segja Flugleiðamenn það hafa
verið mjög ómaklega framkomu af
Arnarflugsmönnum að krefjast
þess þá að Flugleiðir seldu starfs-
mönnum Arnarflugs sinn lilut í
Arnarflugi, en ríkið setti það sem
skilyrði við Flugleiðir, til þess að
ríkisábyrgð væri veitt vegna erfið-
leika við Norður-Atlantshafsflug-
ið.
Arnarflugsmenn segja aftur á
móti, að væringar hafi byrjað á
milli félaganna vegna erfiðleika
hjá Flugleiðum. Sundurþykkja og
afbrýðisemi hafi blossað upp á
báða bóga, en einkum hafi borið á
því að Flugleiðamenn hafi talað
um að Arnarflugsmenn fengju
stærri bita af flugkökunni en þeim
bæri með réttu. Segja Arnar-
flugsmenn að þúfan sem hafi velt
hlassinu í þessu sundurþykkju-
máli hafi raunar verið undirritun
Flugleiðamanna á kjarasamningi
við flugmenn Flugleiða eftir