Morgunblaðið - 07.09.1984, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
37
unni í sambandi við afstööu karla — velta fyrir mér karlr-
embuskoöunum þegar kynvilla er annars vegar. Merkilegt
nokk, þeir sem virkilega eru haldnir karlrembu eru nefni-
lega alls ekki fjarri því aö vera kynvilltir. Þvert á móti.
Andrúmsloftið í búningsklefanum áöur en þeir stökkva út á
völlinn til að vinna leikinn er þrungið spennu. Skrýtiö aö
þetta skuli Ijúkast upp fyrir manni þegar litiö er um öxl eftir
öll þessi ár. i Tough Guys þótti mér fyndnast þegar lögregl-
uforinginn sýndi sögumanni bréfiö sem hann fann í fórum
hins látna — kynvillingsbréfiö — og þeir eru báöir aö lesa
þaö og báöum
er fariö aö rísa hold án þess aö þeir kæri sig um þaö.
Andrúmsloftiö á milli þeirra er svo ofbeldiskennt þegar þeir
eru búnir að lesa bréfiö aö þaö liggur við sprengingu.
Fyndiö — svo veröur ekki neitt úr neinu. Þeir springa ekki.
CP: Eins og þeir héldu á snifsi af notuöum klósettpappír.
NM: Já, þeir sögöu þaö. En þaö er eins og þeim standi út
af notuöum klósettpappír og þaö er ennþá ferlegra. Svo er
líka kynvillingur í Tough Guys og hann er ekki sem verstur
þótt hann sé ferlegur. Hann er ekkert ferlegur af þvi aö
hann er kynvillingur, hann er bara ferlegur. Hann er ótrú-
lega dekraöur ríkur strákur en mér fannst hann samt aölaö-
andi aö sumu leyti. Mér fór aö líka betur og betur viö hann.
Hann var skemmtilega hreinskillnn eins og margir kynvill-
ingar. Ég er ekki aö halda því fram aö ég bókstaflega dýrki
kynvillinga. Ég held aö þaö sé hætta í því fólgin aö vera
kynvillingur, m.a. af því aö sambönd þeirra veröa oft eins
og hringur sem engan enda tekur. Ég sá Torch Song Tril-
ogy um daginn og fyrsti þáttur var hreinasta snilld, frábær
leiklist. En í öörum þætti hugsaöi ég: „Ef þessir fjórir menn
veröa stundinni lengur í þessu risarúmi þá er ég sko búinn
aö fá nóg. — Ekki af því aö þessi samskipti væru ógeðfelld
heldur af því aö maöur læsist inni í hringnum og veröur
þrúgaöur af leiöindum og þeirri tilfinningu aö sífellt sé veriö
aö fara í sama hringinn þar sem er rifizt og sætzt og rifizt og
sætzt. Maöur fær þaö á tilfinninguna aö maöur sé eins og
padda inni í sigurverki og sé aö reyna aö losa sig út úr
fjöörunum. Þannig er kynvilla í sinni verstu mynd. Mér skilst
að þriöji þátturinn í Torch Song Trllogy þar sem leikurinn er
aftur oröinn aöalatriöi sé mjög góöur. Ég gekk út áöur en
þriöji þáttur hófst þrátt fyrir frammistööu Harvey Fiersteins.
Ég á viö þaö aö kynvilla er hrtfandi þar til hún hættir aö
vera þaö og hún hættir aö vera þaö um leiö og samböndin
byrja aö fara í hring. Ég held aö viö sem lifum á 20. öldinni
verðum sífellt meirl sjálfsdýrkendur. Ekkl þannig aö viö
elskum okkur sjálf meira og meira. Ég skilgreini sjálfsdýrk-
un sem sálarástand þar sem maður er i nánara sambandi
viö sjálfan sig en umheiminn. Flest veröum viö á endanum
sjálfsdýrkendur sem elska aöra sjálfsdýrkendur af því aö
viö veröum aö lokum eins og tveir samhljóma kristallar.
Ástarsambönd sjálfsdýrkenda geta oröiö mjög ástríöufull af
því aö þau bjóöa upp á samhljómun.
CP: Hvort sem kynvillingar eöa aðrir eiga í hlut?
NM: Já, þeir sem ekki eru kynvilltir eru alveg eins miklir
sjálfsdýrkendur og hommar. Þegar kynvillingar eignast
börn veitir þaö lífi þeirra ekki nýjan grundvöll en þaö rýfur
hringrás sambandsins. Barn er komið inn í myndina og
sambandiö er ekki lengur þaö sem þaö var. Barniö vex og
breytist. Ameríka og Rússland eru fullkomin kæmi um
hringrásarsamband sjálfsdýrkenda á heimsmælikvaröa. í
þrjátíu ár hefur ekkert nýtt gerzt í og hryllilega leiöinlegt og
hatursfullt hjónaband þar sem fólkið er aö kæfa hvort
annaö. Þaö endar meö því aö viö setjum okkur á hausinn til
aö geta ráöiö viö Rússa og þeir sitja uppi meö sín van-
þróuöu lífskjör um áratugi. Þessar þjóöir eru aö grafa hvor
undan annarri. Setjum sem svo aö Kínverjum vegni vel
næstu 50 ár og þeim takist aö koma á blómlegu efnahags-
lífi sem færir þeim hagnaö. Rússland og Bandaríkin geta
ekki boriö sitt barr ef Kínverjum tekst virkilega aö koma
undir sig fótunum. Eins er þaö meö börn í persónulegum
samböndum. Og furöulegt er það, en Kína er aö sínu leyti
afkvæmi Rússlands og Bandaríkjanna.
CM: Hvernig kanntu því aö hinn frægi Norman Mailer
skuli stundum skyggja á rithöfundinn Norman Mailer?
NM: Eitt er aö vera virkur í lífi sínu og annaö aö þvæla
sér út í allan fjandann og drekka of mikiö og veröa sér of
oft til skammar, sem gerir kannski ekki til af því aö maöur
veröur margs vísari í leiöinni. En frægöarljóminn, sem ég
hef reyndar ekki veriö í nema síöustu fimm eöa tíu árin,
gerir þá kröfu að maður gæti sín. Þetta er dýru veröi keypt
og maöur veröur aö vera varkár af því aö maöur lendir í alls
konar tiigangslausum samböndum viö fólk og viöstöðu-
lausum og helmskulegum samsklptum viö fjölmiðla þangaö
til maöur veit hvers vegna fólk ræöst á Ijósmyndara meö
kjafti og klóm.
CP: Er Marlon Brando ennþá vinur þinn eöa kunningi?
NM: Viö höfum aldrei veriö nánir vinir. Ég held aö hann
hafi haft miklu meiri áhrif á leiklist en ég á ritlist. Ég hef
alltaf fundiö tii einhvers undarlegs skyldleika viö hann. i
návígi hegöum viö okkur einkenniiega og líöur beinlinis illa.
Viö höfum aidrei átt samtal sem stóö lengur en eina eöa
tvær mínútur. Ef viö erum spenntir á taugum nöldrum viö
hvor í öörum. Viö erum eins og tveir áflogaseggir sem bíöa
átekta meö nánar gætur hvor á öörum. Þetta er óttalega
itt er að
vera virk-
ur í lífi
sínu og
annað að þvæla sér
ari í leiðinni.
asnalegt og mér leiöist þaö. Mig mundi virkilega langa til aö
ræöa viö manninn.
CP: Það gæti oröið fróölegt.
NM: Þaö er of seint. Viö erum orönir forstokkaöir.
CP: Hvaöa Mailer-grímu ertu ánægöastur meö? Grímu
listamannsins, írsku fyllibyttunnar og óróaseggsins, mála-
fylgjumannsins eöa grímu rithöfundarins? Á tímabili varstu
stundum líkastur geöklofa.
NM: Bara í augum annarra, ekki gagnvart sjálfum mér.
Þetta er búiö aö vera svona í nokkur ár. Fjölmiðlarnir eru
alltaf tíu eöa tuttugu árum á eftir manni sjálfum þannig aö
þessi svokallaða goösögn manns situr þarna og starir á
mann eins og risaeöla.
CP: Bæöi Jimmy Breslin og Pete Hamill og jafnvel sjálfur
Jack Henry Abbott hafa sagt aö afstaöa þín til glæpa,
fangelsa og hlutverks lögreglu í þjóöfólaginu sé grundvölluö
á barnslegu sakleysi.
NM: Eftir reynslu síöustu ára er ég ekki eins bernskur og
áöur. Ég segi ekki meira. ^^^^^mmmmmmmmm
CP: Ertu enn á því aö Marilyn ---------------------—
Monroe hafi veriö myrt?
NM: Jafnvel Thomas Noguchi
morðrannsóknaforingi í Los Angeles
vildi ekki Ijúka málinu og lýsa því yfir
í bók sinni aö þaö heföi veriö
sjálfsmorð. Hann slær úr og í. Líkur
benda til þess að hún hafi verið myrt
en ég veit ekki hvort það er ein
brennandi spurning. Ég held aö í
samanburöi viö þá svakalegu ráö- , , lt
gátu hver myrti Jack Kennedy þá sé Út 1 3.113.11 11311031111
þaö ekki endilega mál málanna á „
þessu stigi. En hafi hún veriö myrt Og CireKK3 Ol miKlð
þá held ég að þaö hafi veriö pólitískt ° \ , r r
morö. Kaldhæönin kemur fram í því og verös ser oi oit
aö þetta var þaggaö niöur af frjáls- .
lyndu fólki. Ef hún var myrt þá er þaö tll SK3mm3r, SeiTl
æöislegt söguefnl en ég get ekki ... • . . . . . .
Meö sjálfum mér veit ég raunveru- gerir K3IlllSKl eKKl
lega ekki hvort hún var myrt eöa ,*i p , * x x
ekki. Ég vildi aö sönnunargögnin Tll 31 pVl 3Ö mSÖUT
væru útskýrö betur fyrir mér og ég x ,
yröi sáttur viö aö þaö hafi veriö VeTÖUT IT13rgS V1S“
sjálfsmorö. Enginn hefur getaö gefið
skýringu á því aö allt þetta eitur skuli
hafa veriö í blóðinu og ekkert í mag-
anum á henni.
CP: Eftir næstum fjögurra áratuga feril ertu talinn vera
fremstur þeirra amerísku rithöfunda sem tengdir eru viö
raunveruleika og skynsemi eftirstríösáranna. Þaö er sagt
aö þjóöin fylgi Mailer eftir. Ertu sammála þeirri kenningu?
Og sértu sammála, hvert mun þessi raunveruleiki beina
skrifum sínum í framtíöinni?
NM: Þetta kann aö hafa veriö rétt á sjöunda áratugnum.
Ég hef ekki fundiö til nálægöar viö margt af því sem er aö
gerast um þessar mundir. Attundi áratugurinn hófst meö
frelsun kvenna og síöan hefur mér fundizt ég vera úr tengsl-
um viö þaö sem um er aö vera. Ég held aö síöasta bókin
sem ég skrifaöi í tengslum viö líöandi stund hafi veriö the
Prisoner of Sex þar sem ég reyndi aö fjalla um frelsun
kvenna. Meö þvi aö skrifa um Egyptaland til forna hef ég
líklega veriö aö reyna aö fjarlægjast þetta tímabil. Ég hef
ekki áhuga á þessu tímabili. Þaö er ekki víst aö þaö leiði til
neins. Okkur gæti dagaö uppi. Eitt af því sem veldur mér
áhyggjum er aö heimurinn er aö veröa Ijótari á aö sjá.
CP: Af hverju helduröu aö þaö sé? Er Malthus að reynast
sannspár? Er þaö vegna offjölgunar?
NM: Fyrir 200 árum sagöi Adam Smith aö kapítalismi
væri hin farsæla samkeppni um efnisgæöin. Síöan kom
Max og sagöi aö þannig væri það sko ekki. Þaö er þannig
aö það er verið aö aflótta striti. svo komu verkalýðsfélög til
sögunnar og heimsvaldastefnan var komin áöur, þ.e.a.s. ef
þú nærö því ekki af þínu eigin fólki þá skaltu ná því af
öörum þjóöum. Svo gekk þaö ekki lengur af því aö þá reis
þriöji heimurinn upp þannig aö nú erum vlö komin á þaö
stig aö viö verðum aö ná aurunum út úr sjálfum efnisgæö-
unum. Með öörum orðum, verömætin eru kreist út úr fram-
leiöslunni og mannkynið í heild er arörænt af því aö enginn
fær þaö sem hann áður fékk í raunverulegum fjármunum.
Ein sönnunin felst í frelsun kvenna, sem gerir konum mögu-
legt aö vinna sömu störf. Staöreyndin er bara sú aö nú
þurfa bæöi hjónin aö leggja á sig mikla vinnu tii aö njóta
nokkurn veginn sömu lífsgæöa og fyrir hundraö árum þegar
þaö var einungis maöurinn sem var í vinnu.
CP: Ertu semsé aö halda því fram aö frelsun kvenna sé
svo gott sem nauösynleg til aö viöhalda lífskjörum?
NM: Þaö hef ég alltaf sagt. Ég sagöi aö kvenfrelsunin
væri kannski oröin handbendi illra afla í veröldinni. Þrá
kvenna eftir frelsun kann aö eiga rétt á sér en hún þjónar
líka gagnstæöum tilgangi sem felst í því aö eftir því sem
dregur úr mismun kynjanna veröur auöveldara fyrir okkur
öll aö ganga inn í tölvuna af því aö tölvan vill heldur kljást
viö eitt kerfi en tvö. Þaö er hagkvæmara fyrir tölvuþjóöfélag
aö meöhöndla konur og karla sem eitt og hiö sama.
CÖ: Helduröu aö tölvan veröi þessu þjóöfélagi til fram-
dráttar?
NM: Ég held aö hún muni eiga þátt í aö eyðileggja þaö.
CP: Þú afkastar mjög miklu. Ertu aö nálgast Faulkner,
Hemingway og Fitzgerald?
NM: Ég held aö meöfæddir hæfileikar mínir séu ekki eins
miklir og þeirra. En þaö má gera sér mat úr því sem manni
er gefið. Faulkner var mjög afkastamikill, en miðað viö
Hemingway og Fitzgerald, þá hef ég kannski ávaxtaö mitt
pund betur en þeir. En sá sem er síöri hæfileikum gæddur á
auöveldara með aö nýta þaö sem hann hefur. Þeir sem
leggja mest á sig í þessum heimi eru yfirleitt meöalmennirn-
ir. Hafi ég haft einhverja meiriháttar hæfileika þá held ég að
óg hafi fariö nokkuö vel meö þá. Ég hef gert mór far um aö
aga sjálfan mig því aö ég er alls ekki agaöur aö upplagi. Ef
ég er látinn í friöi þá hættir mér til aó gildna um mittið eins
og sjá má. Því sem ég legg í vinnuna hleð ég ekki utan á
mig. öllum er okkur ásköpuö slagsíöa, ef ekki vill verr til.