Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 48

Morgunblaðið - 07.09.1984, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984 W T *• V RHD G Ííct ERMETO háþrýstirör og tengi Atlas hf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík LEGUKOPAR Legukopar og fóðringar- efni f hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík Sigurður Halldórs son — Minning Fæddur 16. marz 1897 Dáinn 27. ágúst 1984 Þann 27. ágúst lézt i Hrafnistu í Reykjavík föðurbróðir minn, Sig- urður Halldórsson. Hann fæddist 16. marz 1897 á Miðhúsum í Reykjafjarðarhreppi við fsafjarð- ardjúp. Foreldrar hans voru hjón- in Þórdís Guðmundsdóttir frá Skálavík og Halldór Sigurðsson, sem lengi var húsmaður í Miðhús- um. Börn ömmu og afa voru átta. Þau voru: Þorgerður Helga, Sal- óme Margrét, Jóhanna, Sigrún, Guðmundur, Þorsteinn, Benedikt og Sigurður, sem nú kveður síðast- ur. Einn son átti afi áður. Var það Elías formaður í Nesi í Grunna- vík. Hann ólst upp hjá móður sinni. Um aldamótin þegar Sigurður var að alast upp var öll alþýða manna örsnauð og voru þeir þá verst settir, sem mörg börn áttu, en ekkert jarðnæði. Það segir sig sjálft að erfitt hefur verið að sjá þessum stóra hópi farborða enda þurftu börnin snemma að fara að vinna. Var þá vinnudagurinn langur og strangur enda ekki hægt að leita til almannatrygginga eins og nú á dögum. Raunar var þetta fólk nánast réttindalaust og bjó því við mikið öryggisleysi. Sigurður hóf snemma að stunda sjómennsku. Aðeins fimmtán ára að aldri fór hann i róðra frá ver- stöðvum í Ögurvík og Bolungar- vík. Þótti hann forkur til vinnu og góður sjómaður. Fyrir fyrstu ver- tíðina fékk Sigurður hálfan hlut eða 35 krónur. Þá var fiskkílóið metið á 7—8 aura. Eftir allmörg ár á sjónum fór Sigurður að vinna sem lausamaður á ýmsum stöðum við Djúp. Þá varð hann að kaupa sér lausamennskubréf, sem hann þurfti að greiða 20 krónur fyrir. Hann sagði mér að eftir átta ára lausamennsku hefði hann varla átt fötin utan á sér. Árið 1930 kvæntist Sigurður Guðmundinu Jónsdóttur og réðust þau hjón í að kaupa jörðina Galt- arhrygg í Heydal í Mjóafirði. Sú jörð var þá í niðurníðslu og þurfti Sigurður að byrja á því að koma upp fjárhúsi. Jörðin sjálf kostaði 600 krónur, en til þess að koma upp húsum þurfti Sigurður að taka lán að upphæð 1500 krónur. Afborganir og vextir voru 90 krón- ur á ári og voru það níu lambs- verð. Sigurður og Guðmundína eign- uðust tvær dætur. Stefanía fædd- ist 1925, en lézt 1968. Hún var gift Aðalsteini Sigurðssyni og eignuð- ust þau þrjú börn. Þórdís Halldóra fæddist 1930. Hún er gift Haraldi Pálssyni byggingameistara. Börn hennar eru sex. Alls eru langafa- börnin orðin sjö talsins og voru þau mikið augnayndi afa síns. Eftir fjórtán ára búskap á Galt- arhrygg seldi Sigurður búið og Aksel Piihl for- stöðumaður - Minning Ég kynntist Piihl, eins og við vorum vön að kalla hann, fyrir réttum 35 árum. í ágúst 1949 kom ég til íslands í sumarfri frá starfi mínu hjá SÞ í New York. Ætlunin var að búa viku í sæluhúsi í Land- mannalaugum. En áin var svo mikil þann dag að við gátum ekki keyrt að húsinu, en urðum að ganga og bera allt dót I bakpokum o.þ.h. Á þessum tíma var enginn vegur, ekki einu sinni troðningur. maður varð að feta sig áfram í fótspor þeirra, sem gengu á und- an. Ég hef alltaf átt erfitt með að ganga meðfram fjallshlíð og ekki bætti það úr, að fsköld áin rann fyrir neðan. Piihl tók eftir að mér fannst það erfitt. Hann sneri sér að mér og sagði á sinni skemmti- legu józku: „Eg ætla að ganga rétt fyrir neðan þig. Ef þú skildir hrasa, þá hrasar þú beint á mig og ég er haldgóður. Svo þú dettur ekki í ána.“ Piihl sýndi á þennan hátt eðli sitt — hann var alltaf hjálpfús. Hvort sem það var á Vatnajökli eða aðeins í Reykjavík, ég not- færði mér hjálpsemi hans öll þessi þrjátiu og fimm ár. Þegar vinir mínir komu í heimsókn til Islands erlendis frá, sem var oft, var Aksel Piihl alltaf tilbúinn að keyra okkur um sveitir landsins. Eftir að Karen systir hans kom til Islands, voru bæði tilbúin að hjálpa öðrum og erum við vinir þeirra þakklátir fyrir öll þau góðu ár. Eiríka A. Friðriksdóttir. Aksel Piihl, forstöðumaður landmælinga Landsvirkjunar, er látinn. Aksel fæddist á Jótlandi 12. ág- úst 1920 og lést 30. ágúst 1984. Aksel lærði múraraiðn og að því loknu fór hann í Tækniskólann í Horsens og lauk þaðan prófi í byggingartæknifræði f mars 1944. Aksel kom hingað til landsins fyrir tæpum fjörutfu árum í stutta heimsókn sem varð heldur lengri en í upphafi var ætlunin. Hann réðist til Rafmagnsveitu Reykjavíkur (Sogsvirkjun) við landmælingar árið 1946 og var þar til 1967 er hann réðst til Lands- virkjunar og vann þar til hinstu stundar. Aksel tók strax miklu ástfóstri við ísland og fslendinga, þótt hann héldi mjög góðu sambandi við samlanda sína. Mér er kunn- ugt um það, að hann hélt mjög upp á islenskar bókmenntir og einkum var hann hrifinn af íslendingasög- unum og las hann þær öllum stundum, þegar tími gafst frá önnum dagsins. Aksel kvæntist ekki og átti ekki börn, en þó hefur hann alið upp fleiri unglinga en margir aðrir. Starfi hans var þannig varið að mest var að gera á sumrin og þess vegna þurfti að ráða sumarvinnu- fólk. Mest voru þetta námsmenn, sem fengu þarna sín fyrstu kynni af erfiðri og hollri vinnu. Það má með sanni segja, að Aksel var þarna kennari í vinnu- skóla. Hann krafðist mikils af unglingunum, en þó ekki meira en af sjálfum sér, því að hann var mjög duglegur, enda kominn frá Vestur-Jótlandi. Vestur-Jótland er að mörgu leyti líkt og fsland, þótt ekki séu fjöllin. Á ströndinni gnauðar vest- anvindurinn og stunda menn þar sjóinn eins og hér. Veður geta oft verið válynd þar og sjósókn erfið og elur það af sér dugnaðarfólk. Jótar hafa það sem á dönsku er kallað „lune“, sem er sérstök teg- und af kímni og góðvild. Þessum eiginleika var Aksel gæddur í rík- um mæli. Hann var vinur vina sinna, en þoldi illa órétti og vildi öllum gott gera. Hann kenndi unglingunum nákvæmni í vinnu- brögðum, því að nákvæmni var honum í blóð borin. Það er því mikið sem fslendingar eiga honum að þakka og stór sá hópur ungs fólks, sem mun sakna góðs vinar. Ég vil sérstaklega þakka honum fyrir þau sumur sem yngsti sonur minn vann hjá honum. f starfi sínu sem landmælinga- maður gafst Aksel tækifæri til að Halldór Óskar Stef- ánsson — Minning Fæddur 2. janúar 1899 Dáinn 21. ágúst 1984 Halldór var sonur ólafar Hjálmrósar Ólafsdóttur og Stef- áns Jóhannessonar hjóna búandi í Efri-Hlíð í Helgafellssveit, Snæ- fellsnesi. Var hann þriðji í röð sextán alsystkina og tveggja hálf- systkina. Ungur lærði hann bakaraiðn og um tvítugt fór hann til Kaup- mannahafnar í framhaldsnám I brauð-, köku- og kexgerð. Einnig nam hann sælgætisgerð og var hann þar í tvö ár en eftir það var bakaraiðn hans atvinnuvettvang- ur. Vann hann í fjölda ára í bak- aríi Mjólkursamsölunnar og var starfsfólkið honum mjög hugleik- ið. Eftir að starfsaldri lauk leið vart sú vika að hann færi ekki niður í bakarí og hefði tal af því. Hafði hann orð á því eftir að hann lagðist á spítalann í annað sinn að nú væri ferðum sínum lokið þang- að og veit ég að hann hefði viljað senda kveðju sína til þeirra allra. Árið 1925 kvæntist Halldór, Dagmar Einarsdóttur og eignuð- ust þau fjögur börn en stúlkubarn misstu þau þriggja vikna. Slitu þau hjónin samvistir eftir nokkur ár. Einn son eignaðist Halldór áð- ur en hann byrjaði búskap með eftirlifandi sambýliskonu sinni, Soffíu Ásgeirsdóttur en þau eign- uðust tvö börn. Einnig ólu þau upp eina dótturdóttur sína. Kynni mín af Halldóri byrjuðu er ég kvæntist elstu dóttur hans fyrir þrjátíu og sex árum og kom fljótlega í ljós að við áttum sam- eiginleg áhugamál og var stang- veiði þar á meðal. A unga aldri hafði hann oft farið í silungsveiði og komið með fisk í soðið heim til móður sinnar. Þegar hann var sex- tugur fórum við til Kaupmanna- hafnar og þar rifjaði hann upp margar góðar minningar okkur ferðafélögunum til ánægju og fróðleiks. Trúmaður var hann á framhaldslif og meðan sjónin ent- flutti með fjölskylduna til Hnífs- dals. Þar stundaði Sigurður alla venjulega verkamannavinnu, m.a. við fshúsið. Árið 1945 fluttist svo fjölskyld- an til Reykjavíkur. Fyrstu árin þar vann Sigurður hjá Sænska frystihúsinu, en var síðan í verka- mannavinnu hjá Reykjavíkurborg allt til ársins 1973. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur réðst Sig- urður í að kaupa sér íbúð við Laugaveg. Þar undu þau hjónin vel hag sínum. Guðmundína lézt árið 1973 og bjó Sigurður eftir það einn á Laugaveginum. Þar hugsaði hann um sig sjálfur, eldaði matinn og sá um önnur heimilisstörf fram yfir áttræðisaldur, en 1979 fór hann á Hrafnistu í Reykjavík. Þar dvaldi hann þar til yfir lauk. Á Hrafnistu naut Sigurður sín vel meðal jafn- ingja. Sigurður var alla tíð mjög heilsuhraustur og mikill útivistar- maður. Hann gekk mikið og notaði strætisvagna lítið. Til þess var tekið er Sigurður og Guðmundína gengu á Esjuna nokkrum sinnum, þá nokkuð öldruð. Heilsuhreysti sína þakkaði Sigurður þvi að hann var alla tíð bindindismaður og reglusamur í hvívetna. Gaman hafði hann af því að spila og fór hann þá oft til gamalla vina úr Djúpinu. Einnig naut hann þess ferðast um landið og ekki síst um óbyggðir. Á þessum ferðalögum kynntist hann íslenskri náttúru og þegar ættingjar og vinir komu að heimsækja hann var hann vanur að fara með þá í öræfaferðir, því að fátt vissi hann betra. Aksel lét sér ekki nægja að fara upp á öræfi í vinnu eða skemmtiferðum með vinum og kunningjum. Hann vann einnig mikið og ósérhlífið starf við mælingar á jöklum fyrir Jökla- rannsóknafélagið og var það vel metið. Aksel bjó í mörg ár með systur sinni, Karen, sem einnig er ógift. Þau byggðu hús fyrir nokkrum ár- um í Garðabæ og höfðu búið sér indælt heimili sem gott var að koma á. Það er því mikill missir hjá Karen að sjá á bak bróður sín- um og votta ég henni innilega samúð. Það er erfitt að hugsa sér það, að Aksel sé ekki lengur á meðal okkar. Hann var í fullu starfi, nýkominn austan úr Fljótsdal, þar sem hann var að mæla fyrir virkj- un. Stjórnendur Landsvirkjunar þakka Aksel fyrir gott og gæfuríkt starf og færa Karen systur hans innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk Aksels hjá Landsvirkjun kveður Aksel hinstu kveðju og minningin um góðan vin og samstarfsmannn lifir. Gísli Júlíusson ist var lestur slíkra bóka honum til mikillar ánægju. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að hans eigin ósk og óska ég Halldóri góðrar heimferðar til eilífðarlandsins sem hann trúði svo mjög á. Guð blessi minningu hans. Daði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.