Morgunblaðið - 07.09.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984
Fellibyl-
urinn Ike
nálgast
Kína óðum
Mesta manntjón
í óveðri á Filipseyjum
Manila, 6. september. AP.
Fcllibylurinn Ike gekk yfir
Hainaneyju undan meginlandi
Kína í morgun, en þar sem allt
samband rofnaði viA eyna er
óljóst hvort tjón hafi hlotizt af
óveðrinu.
Fjögur útlend olíufyrirtæki
hafa að undanförnu leitað að
olíu í Suður-Kínahafi, skammt
frá Hainan, en hermt er að allir
starfsmenn borpallanna hafi
verið fluttir til lands á þriðju-
dag er ljóst var hvert óveðrið
stefni.
Fellibylurinn Ike gerði meiri
usla á Filipseyjum en nokkur
annar til þessa, og er nú vitað
að a.m.k. 831 maður fórst. Er
það mesta manntjón af völdum
óveðurs á Filipseyjum frá lok-
um heimsstyrjaldarinnar
seinni a.m.k., en árið 1951 fór-
ust 763 í fellibyl þar í landi.
óttast er að talan eigi enn eftir
að hækka. Áætlað er að 200
þúsund manns séu heimilis-
lausir.
Pólska stjórnin:
Svar Honeckers
mjög viðeigandi
Varajá, 6. wptember. AP.
MALGAGN komitiúnistaflokksins í
Póllandi sagði í leiðara í vikunni, að
Erich Honecker, forseti A-Þýska-
lands, hefði gefið Helmut Kohl „við-
eigandi afsvar“ þegar hann frestaði
for sinni til V-Þýskalands.
Umsögn blaðsins voru fyrstu við-
brögð pólsku stjórnarinnar við yfir-
lýsingu Honeckers, en stjórnin
Bretland:
Starfsmenn raforku-
vera hóta verkfalli
London, 6. september.
STARFSMENN raforkuvera í
Bretlandi hótuðu í dag aA slást í
hóp með hafnarverkamönnum og
fara í samúAarverkfall með kola-
námumönnum, sem nú hafa verið
í verkfalli í 6 mánuði í mótmæla-
skyni við þau áform að loka þeim
námum, sem tap er á. Ekkert hef-
ur þó verið ákveðið um, hvenær
verkfall í raforkuverum skuli
byrja.
Frú Margaret Thatcher for-
sætisráðherra ítrekaði í dag
neitun sína við því að hefja af-
hafði lýst ugg sínum yfir fyrirhug-
aðri heimsókn a-þýska forsetans.
Blaðið segir ennfremur að „hið
viðeigandi afsvar sósíalísku stjórn-
arinnar í A-Þýskalandi ætti að
koma hugsandi og ábyrgum
mönnum í V-Þýskalandi niður á
jörðina og fá þá til að hugsa á
raunsæjan, evrópskan hátt á ný.“
skipti af kolaverkfallinu, sem
hófst 12 marz sl.
Til árekstra kom milli verk-
fallsvarða og lögreglu á mörg-
um stöðum í Skotlandi og
Norður-Englandi. Alvarlegasti
atburðurinn átti sér stað við
kolanámu í Kellingley, þar sem
3.000 verkfallsverðir reyndu að
hindra tvo verkamenn í að taka
upp vinnu. Að minnsta kosti sex
lögreglumenn og fimm námu-
menn hlutu áverka í þessum
átökum.
i orðsins fyllstu merkingu í nýju, björtu og glæsilegu 350 fermetra húsnæði að Sigtúni 9, Reykjavík,
þar sem dans, líkamsrækt og gleði er í hávegum höfð
og þar sem réttu sporin eru stigin.
Dansstúdíó Sóleyjar býður eftirfarandi „spor“:
Jazzballetl við nútlmatónlist auK þess sem sérstaklega verða læknum fyrir „stressað" fólk. Pró- break" — Skrlkkhressir tlmar...
kenndir svíðs- og sýningadansar fyrir bæói hópa og einstaklinga. tln- og saladbar á staðnum fyrir
Allir aldurshópar frá 7 ára aldri, jafnt konur sem kartar. þá sm koma f.d. I hádeginu.
N.B. Jazzballett...
Hressilegir morgun- og kvðldtimar í jazzballett fyrir konur og karia sem vilja
halda llnunum I lagi.
Innritun alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-17 ( s(ma 68 77 01
Dansskóli Auöar Haraldsdóttur og Steppstudló Draumeyjar verða með aðstöðu I Dansstúdlói Sóleyjar. — Nánar
auglýst sfðar.
Í
(§)
<æ:\\
. Xh
SÓLEY JÓHANNSDÓTTIR ^ ©
Slgtuni 9 • 105 Roykjavíh ** 687701
Stjórnarsáttmáli í
burðarliðunum í ísrael
Jerásalem, 6. september. AP.
BÚIST var viA því, að í dag mundu
þeir Yitshak Shamir og Shimon
Peres ganga frá stjórnarsáttmála
væntanlegrar samsteypustjórnar
Líkúd-bandalagsins og Verka-
mannaflokksins í ísrael. Að því
búnu verður sáttmálinn lagður
fyrir miðstjórnir flokanna.
í gær skýrðu þeir frá því að
öll ágreiningsefni, sem staðið
hefðu í vegi fyrir stjórnarmynd-
un, hefðu verið leyst og þeir
mundu líklega geta greint þjóð-
þingi landsins frá skipun stjórn-
arinnar í byrjun næstu viku.
Leiðtogarnir hafa þegar orðið
ásáttir um að skipta á milli sín
embætti forsætisráðherra með
þeim hætti, að fyrstu 25 mánuð-
ina verði Peres forsætisráð-
herra, en síðan taki Shamir við
og gegni embættinu næstu 25
mánuði. Sá þeirra sme ekki
gegnir embætti forsætisráð-
herra verður á meðan utanrík-
isráðherra.
Yitzhak- Rabin, sem er úr
Verkamannaflokknum, verður
varnarmálaráðherra hinnar
Hlustarvernd
Heyrnarskjól
^^©©©170 <& ©CQ>
Vesturgötu 16, sími 13280
ShimoB Peres Yitsluk Shsmir
nýju stjórnar. Hann var forsæt-
isráðherra ísraels á árunum
1974—1977. Fjármálaráðuneytið
kemur í hlut Líkúd-bandalags-
ins, en ekki er vitað hver mun
fara með það.
Prentarar mót-
fallnir nútímatækni:
Stöðvuðu
útgáfu Daily
Telegraph
London, 6. september. AP.
Lundúnaútgáfa Daily Telegraph
kojn ekki út í dag vegna skæru-
verkfalls um eitthundrað prentara
í mótmælaskyni við áform um að
innleiða nútímatækni við vinnslu
blaðsins. Norður-Englándsútgáfa,
sem prentuð er í Manchester, kom
hins vegar út.
Hugh Lawson framkvæmda-
stjóri blaðsins sagði að félagar i
grafíska sveinafélaginu hefðu
lagt niður vinnu eftir viðræðu-
fund með stjórn blaðsins um
áætlanir um ljóssetningu blaðs-
ins.
Daily Telegraph og sex önnur
dagblöð með mikla útbreiðslu
eru enn sett með blýsetningu
vegna andstöðu samtaka prent-
lærðra við nútíma vinnsluað-
ferðir, sem þau óttast að hafi í
för með sér atvinnuleysi í röðum
prentlærðra. The Times, Daily
Mirror og Financial Times eru
einu brezku dagblöðin, sem sett
eru með ljóssetningaraðferðinni
og eru offsetprentuð.