Morgunblaðið - 17.02.1985, Page 2

Morgunblaðið - 17.02.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 Samstaða um nýtt landstjórnarafl: Kvennalistinn hafn ar viðræðum við Alþýðubandalagið KVENNALISTINN hefur með bréfi formlega hafnað öllum viðræðum við Alþýðubandalagið um „samstöðu um nýtt landstjórnarafl", eins og það var orðað í málaleitan þeirra Alþýðu- bandalagsmanna. í bréfi Kvennalist- ans kemur m.a. fram að enginn grundvöllur sé fyrir slíkum viðræðum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þingmaður Kvennalistans sagði í samtali við Morgunblaðið að óljóst væri af bréfi Alþýðubandalagsins hvað átt væri við með orðunum „samstaða um nýtt landstjórnar- afl“. „Það er hægt að skilja þetta á Krókaleiðir að sannleikanum í MORGUNBLAÐINU í gær birtist leikdómur um leikritið Rashomon, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir, undir fyrirsögninni: Krókaleiðir að sannleikanum. Við birtingu urðu þau mistök að nafn Jóhönnu Kristjónsdóttur leiklist- argagnrýnanda féll niður. Er beðist velvirðingar á þessu. tvennan máta,“ sagði Sigríður Dúna. „Annars vegar samstaða um nýja landstjórn og hins vegar sam- staða um nýtt stjórnmálaafl. Ef það er samstaða um nýja landstjórn þá bentum við Alþýðubandalaginu á það að kosningar hafa ekki farið fram. Núverandi kjörtímabil stend- ur ennþá og það er ekki verið að mynda nýja ríkisstjórn og við sjá- um því enga ástæðu til að ræða við Alþýðubandalagið eða aðra stjórn- málaflokka að svo stöddu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ef að Alþýðubandalagið er hins vegar að taia um nýtt stjórnmálaafl þá bendum við á það, að við erum nýtt stjórnmálaafl og höfum út af fyrir sig enga sérstaka þörf fyrir enn annað. Við bendum m.a. á það í okkar bréfi að Kvennalistinn var stofnaður af því að við vildum sjálf- ar móta og reka okkar kvennapóli- tík, sem byggir á viðhorfum og sjónarmiðum kvenna. Við sjáum ekki, að forsendur neins stjórn- málaflokks hafi breyst á þann hátt, hvorki Alþýöubandalags né ann- arra, að það gefi tilefni til viðræðna um myndun nýs stjórnmálaafls,“ sagði Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir. Meirihluti bæjarstjórnar Siglufjarðar: Hækkar rafmagn og hita um 20 og 26 % „VIÐ sjálfstæðismenn í bæjarstjórn önnuðust bæjarskrifstofurnar út- teljum það af og frá að auka enn á skrift reikninga. Vinstrimenn vildu greiðslubyrði fólks hér í Siglufirði sameina bókhaldið, en hann gæti vegna orkunotkunar. Meirihluti ekki komið auga á að það skilaði svo vinstrimanna hefur nú samþykkt 20% miklum sparnaði, að draga mætti og 26% hækkun á rafmagni og hita, úr hækkunargleði þeirra. en fyrir hækkunina fóru laun fjórðu . ...... — Morgunbladid/Sigurgeir Japanski eftirlitsmaðurinn og Sigurður Einarsson forstjóri eru greinilega ánægðir með loðnuna, sem frysta átti. Loðnufrysting í Eyjum: Loðnan óvenju stór og góð til frystingar Vestmannaeyjum, 15. febrúar. FYRSTA loðnan á þessari vertíð var fryst í Vestmannaeyj- um í nótt. Hluti af afla Heimaeyjar VE var tekinn til vinnslu í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og reyndist loðnan vel hæf til frystingar, hrognafylling var 14%og loðnan stór og fersk. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar- innar, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að loðnan úr Heimaey hafi verið óvenju stór og góð til frystingar, en ennþá væri fulllangt á miðin. „Þetta fer þó vel af stað og við byrjum að vinna á vöktum við frystinguna þegar hráefnið fer að berast nægilega ört að landi,“ sagði Sig- urður Einarsson. Japanskir eftirlitsmenn eru komnir hingað til þess að fylgjast með framleiðslunni. Að sögn Sig- urðar Einarssonar er nú mikil eftirspurn eftir frystri loðnu í Japan og gott útlit með sölu á verulegu magni þangað, þó svo ekki hafi enn verið samið um end- anlegt verð. Nú er því framundan hér mikil törn við loðnufrystinguna, svo framarlega sem verkfall sjó- manna skellur ekki á um helgina. Talið er að loðnan verði ekki frystingarhæf, nema næstu tvær vikurnar eða svo, og því eins gott að ganga rösklega til verks. Unn- ið verður við loðnufrystingu við fimm frystihús hér í Eyjum og er afkastageta húsanna mjög mikil. HKJ hverrar viku verkaraannsins í orku- kostnaö. Slíkt gengur ekki," sagði Björn Jónasson, einn fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Siglu- fjarðar, í samtali við Morgunblaðið. Á fundi bæjarstjórnar síðastiiö- inn fimmtudag var fyrrgreind hækkun á gjöldum fyrir rafmagn og hita samþykkt með 5 atkvæöum meirihlutaflokkanna, Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, gegn 4 atkvæðum Sjálfstæðisflokks. Björn Jónasson sagði, aö það gengi ekki lengur að auka sífellt greiðslubyrði heimiianna á þennan hátt. Algengt væri að þau greiddu 3.500 krónur mánaðarlega fyrir rafmagn og hita, en það samsvaraði nokkurn veginn vikulaunum verka- manns. Björn sagði, að til væru aðr- ar leiðir eins og að létta á fjárþörf veitnanna með lengingu lána og dreifa þannig greiðslubyrðinni. Þá gat hann þess, að vinstri meirihlutinn teldi það sjálfstæð- ismanna sök, að nauðsynlegt væri að leggja svona há gjöld á heimilin, vegna þess, að þeir vildu ekki sam- þykkja sameiningu veitnanna beggja. Björn sagði, að nú þegar væri sami framkvæmdastjórinn yf- ir báðum veitunum og auk þess Hugmyndir sjálfstæðismanna í landbúnaðarmálum: Búvöruframleiðslan verði felld að innanlandsmarkaði SAMKV/KMT hugmyndum sjálfstæðismanna um stefnuna í landhúnaðar- málum er gert ráð fyrir að búvöruframleiðsla verði felld að innanlandsmark aði og stefnt að því að leggja útflutningsbætur að mestu niður. Jafnframt verði varið fjármagni til uppbyggingar nýrra búgreina þar sem arðsemi er höfð að leiðarljósi. Þá er ennfremur gert ráð fyrir að verðlagningarkerfi landbúnaðarins verði breytt í grundvallaratriðum. Þessi atriði komu m.a. fram í ræðu, sem Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaöur flutti á fundi sjálfstæðismanna í Valhöll á fimmtudagskvöldið. 1 ræðu sinni greindi Birgir ísleif- ur frá helstu áhersluatriðum sjálfstæðismanna í viðræðum við framsóknarmenn um stefnuna í landbúnaðarmálum. Þessi áherslu- atriði eru eftirfarandi: 1. Búvöruframleiðsla verði felld að innanlandsmarkaði og því dregið úr framieiðslu. Á þann hátt verði minnkuð þörfin fyrir útflutnings- bætur og stefnt að því að þær verði að mestu lagðar niður. Samhliða þessu verði varið fjármagni til at- vinnuuppbyggingar í sveitum, eink- um vegna nýrra búgreina. Þar verði arðsemi höfð að leiöarljósi. Þar koma fyrst og fremst til greina fiskeldi og loðdýrarækt. Loðdýra- rækt er nú komin af tilraunastigi og reynslan sýnir, að best fer á að sinna henni á fjölskyldubúum. Fróðir menn telja, að á tiltölulega stuttum tíma gætu 1000 bændur á íslandi haft atvinnu af loðdýra- rækt. 2. Samdráttur framleiðslunnar Hafbeitarstöð Fjárfestingarfélagsins í Vogum: 100 þúsund seiöa stöð verður risin í apríl FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við hafbeitarstöó Fjárfestingarfélags ís- lands hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd. Að sögn Gunnars Helga Hálfdánar- sonar, framkvæmdastjóra félagsins, er stefnt að því aó 100 þúsund seiða stöð veröi risin um miðjan apríl og taki til starfa um mánuði síðar. A næsta ári hefst síðan undirbúningur að stækkun stöðvarinnar í 5 milljón seiða stöð, sem tekin verður í notkun 1987, en áform eru um stækkun stöðvarinnar í 10 milljón seiða stöð tveimur árum síðar. Samstarfsaðili Fjárfestingarfé- lagsins, bandaríska fyrirtækið Oregon-aqua, sem ætlar að eiga tæpan helming hlutafjár í hafbeit- arstöðinni á móti innlendum aðil- um, mun ekki leggja fjármagn í uppbygginguna á þessu ári. Sagði Gunnar að hlutur þeirra minnkaði við þetta í 30% í lok ársins. verði með þeim hætti að mjólkur- framleiðsia verði að tveimur til þremur árum liðnum sem næst inn- anlandsneyslu. Kjötframleii slan verði að fjórum til fimm árum ,iðn- um sem næst innanlandsþörf. 3.Stjórnun framleiðslunnar /erði á þann veg að samningar verði gerðir milii bænda og ríkis um framleiðslumagn í þessum greinum. Tryggt verði fullt verð fyrir það magn en ekki fyrir umframfram- leiðslu. Samtök bænda stjórni því innbyrðis hvernig umsömdu heild- armagni verði skipt milli land- svæða og ef þörf krefur einstakra framleiðenda. 4. Ekki verði veitt framlög til þeirra framkvæmda sem auka mjólkur- og kjötframleiðslu. 5. Verölagningarkerfi landbúnað- arins verði breytt í grundvallarat- riðum. Bændur og neytendur semji um verð það sem bændur fá í sinn hlut og fái bændur fulla greiðslu, sem næst við afhendingu. Vinnslu- stöðvarnar standi síðan á eigin fót- um og almenn verðlagsákvæði gildi um verð í heildsölu og smásölu, það er frjálst verð þar sem samkeppni ríkir, annars ákveður verðlagsráð verðið. Mikilvægt er að vinnslufyr- irtæki taki á sig fulla ábyrgð og hafi ekki heimild til að bakfæra á bændur eins og nú er gert. 6. Stjórnun á annarri landbúnað- arframleiðslu verði fyrst og fremst í höndum framleiðenda sjálfra í sérgreinabúfélögum, í samvinnu við landbúnaðarráðuneytið og heildar- samtök bænda. 7. Nýjar reglur verði settar um innflutning grænmetis og garð- ávaxta þar sem mun meira frelsi verði gefið í þeim efnum heldur en nú ríkir. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að hér væri um að ræða þau helstu atriði sem sjálfstæðismenn legðu áherslu á við mótun landbúnaðar- stefnu og hefðu þessi atriði verið til umræðu í nefnd fulltrúa stjórnar- flokkanna til að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Nefndin hefur hins vegar ekki lokið störfum og niðurstaða liggur bví ekki fyrir. Fundur borgar- stjóra á Hótel Sögu í dag ANNAR hverfafundur DavíAs Oddssonar, borgarstjóra, með íhúum Nes- og Melahverfis, Vestur- og MiAbæjarhverfis undir kjörorAunum „HvaA hefur áunnist? Hvert stefnum viA? verAur í Átthagasal Hótel Sögu klukkan 17 í dag. A fundinum verða sýnd líkön, litskyggnur og skipulags- uppdrættir. Borgarstjóri fiytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta. Fyrsti fundur borgarstjóra var í gær í Glæsibæ með íbúum Lang- holtshverfis og Laugarneshverfis. Þriðji fundur Davíðs Oddssonar verður á þriðjudag með íbúm Aust- urbæjar og Norðurmýrar, Hlíða- og Holtahverfis. F undurinn verður f Domus Medica og hefst klukkan 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.