Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985
t
Faöir okkar.
VALDIMAR EINARSSON,
Blikabraut 9,
Kaflavfk,
andaöist i Landakotsspítala föstudaginn 15. febrúar.
Börn hins látna.
t
Faöir okkar,
LÁRUS DANÍELSSON,
Fremri-Brekku, Dalasýslu,
lést á St. Jósepsspítala i Hafnarfiröi þann 16. febrúar.
Guömundur Lárusson,
Guörún Lárusdóttir,
Valgeróur Lárusdóttir.
t
Eiginkona min, móöir, tengdamóöir og amma,
LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR,
Meöalholti 14,
veröur jarösungin frá Háteigskirkju kl. 13.30 þriöjudaginn 19.
febrúar.
Sveinbjörn Sigurósson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Stjúpfaöir og bróöir okkar,
ÓSKAR H. HALLDÓRSSON,
Brautarholti 20,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 18. febr. kl.
10.30.
Fyrir hönd stjúpbarna og systkina hins látna.
Jóna G. Ásgeirsdóttir.
t
bökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar,
SIGURÐAR MAGNÚSSONAR,
fyrrverandi fulltrúa hjá Rfkisútvarpinu,
frá Syöri-Löngumýri,
Leifsgötu 28, Reykjavfk.
Fyrir hönd ættingja,
Jón Sigurösson.
Sendum okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug
viö andlát og jaröarför mannsins mins, fööur okkar, sonar og
bróöur,
JÓNS ST. RAFNSSONAR,
tannlseknis
Stekkjarseli 1.
Marfa Gfsladóttir,
Rafn Jónsson, Rafn Jónsson,
Gfsli Jónsson, Hulda Olgeirsson,
Hulda Björg Jónsdóttir, Sigrún Rafnsdóttir,
Sveinbjörn Rafnsson,
Vilhjálmur Rafnsson.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra er sýndu samúö og hlýhug viö
andlát og jaröarför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa,
TEITS SVEINBJÖRNSSONAR,
Óldugötu 6,
Benedikta Bjarnadóttir,
Guölaug Teitsdóttir, Ársæll Másson
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu,
GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Brúnatööum,
Reykjavfk,
Svanhildur Ingimundardóttir, Axel Þórir Gestsson,
Hilmar Ingimundarson, Erla Hatlemark,
og barnabörn.
Sigurður Björns
son — Minning
Fæddur 25. desember 1959
Dáinn 10. febrúar 1985
Það ríkti óvenju mikill fögnuður
á heimili þeirra hjóna Sigríöar Jó-
hannsdóttur og Björns L. Sifíurðs-
sonar, húsasmíðameistara, á jóla-
dag 1959.
Þeim hafði fæðst sonur þann
dag, sem í senn var vel gerður og
heilbrigður. Betri jólagjöf var vart
hægt að gefa ungum hjónum og
ársgamalli dóttur þeirra Jóhönnu.
Þau bjuggu þá á æskuheimili
Björns við Etergstaðastræti.
Hnokkinn var vatni ausinn og
hlaut nafn afa síns, Sigurðar brú-
arsmiðs Björnssonar. Alnafnarnir
bjuggu í sama húsi um árabil báð-
um til óblandinnar ánægju.
Happ henti okkur Inger, er
Björn bróðir og Sigríður buðust til
þess í byrjun sjöunda áratugarins
að byggja með okkur tvíbýlishús
við Safamýri.
Hér í friðsælum götuhluta ólust
börn okkar upp við nám, leik og
störf. Vinatengsl ómetanleg
mynduðust milli hinna eldri og
yngri íbúa götunnar og eru þau
enn órofin.
Siggi var okkur öllum einkar
ástkær. Vinsæll í hópi leikfélaga
var hann, úrræðagóður og hjálp-
samur. Hann kveður nú fyrstur
yngri kynslóðarinnar, en minning-
in um góðan dreng mun lifa í
hjörtum okkar allra, sem honum
kynntust.
Ógleymanlegar verða okkur öll-
um fjölskyldunni árlegar heim-
sóknir á heimili þeirra Sigríðar og
Björns á jóladag. Tvölfaldri af-
mælishátíð fagnað með ljúffeng-
um mat og fögrum jólasöngvum.
Systur Sigga, Jóhanna, María og
hálfsystir hans Guðbjörg, voru
allar söngelskar en þá er afmælis-
barnið sjálft, Siggi, söng fyrir
okkur jólasálminn „Bjart er yfir
Betlehem" og úr augum hans
skein einlæg gleði og ástúð þá
vöknuðu hvarmar og jólahátíðin í
hámarki.
Bernskuárin liðu í góðra vina
hóp.
Hann fluttist með foreldrum
sínum og systrum, upp í Ljárskóga
eftir 15 ára dvöl í Safamýri. Þar
undi hann þó ekki hag sínum eins
vel og á gamla staðnum. Þá er
hann hafði lokið námi við Mennta-
skólann við Hamrahlíð og tekið
stúdentspróf þaðan vorið 1980, sá
hann sér leik á borði og flutti í
litla íbúð föður síns í sama húsi og
áður.
Þótti okkur hjónum góður kost-
ur að fá Sigga á ný sem húsfélaga.
Héðan úr Safamýrinni var stutt
til æfinga í íþróttum með gömlum
félögum úr Fram. Blak var hans
uppáhaldsíþrótt og var Sigurður
þar í fremstu röð félaga sinna. Þá
aflaði hann sér dómararéttinda i
þessari grein og þótti í því starfi
meðal þeirra færustu.
Sigurður stundaði nám um
skeið f sögu við Háskóla Islands.
Hugur hans beindist að ferðalög-
um innanlands og utan, kynnum
af landi og þjóð sem og siðum og
háttum framandi þjóða.
Öflun fjár til uppfyllinga þess-
ara óska sinna var nauðsyn. Hon-
um voru í blóð borin frá báðum
ættum vinnusemi og verklagni.
Hann var eftirsóttur járnalagn-
ingamaður, harðduglegur og vand-
virkur.
í handraðann safnaði Sigurður
fé, svo að draumurinn mætti ræt-
ast. Óskastundin rann upp.
Nokkra mánaða ferð um Asíulönd
þver og endilöng var ákveðin.
Ferðafélagarnir voru systir hans
Jóhanna og vinkona hennar, Anna
Björg Sveinsdóttir, en báðar út-
skrifuðust úr Kennaraháskólan-
um sl. vor. Hófu þau hina örlaga-
ríku ferð í lok sept. sl. Ung og
hraust, tápmikil og traust hurfu
þau á lítt kunnar slóðir.
Rússland-Sibería-Japan-Hong
Kong-Kína-Filippseyjar-Singa-
pore.
Fréttir frá þessum stöðum í
máli og myndum bárust okkur
fjölskyldum þeirra reglulega. Eft-
irvænting, gleði þakklæti forsjón-
inni fyrir ógleymanleg ævintýri og
dygga handleiðslu voru þeirra orð
í síma frá Singapore þrem dögum
fyrir hinn ógnvekjandi atburð.
Örlögin voru ráðin
Skapanornirnar höfðu lokið
spuna lífsvefs trausts ferðafélaga,
ástkærs bróðurs og einlægs vinar,
um miðnætti í langferðabíl í
Malaysíu. Árekstur. Hörmulegt
umferðarslys. Tvær ungar stúlkur
með dauðvona bróður og ferðafé-
laga í fanginu í órafjarlægð frá
fjölskyldu og vinum.
Drottinn er allstaöar nálægur.
Hinn miskunnsami Malaysíubúi,
Mr. Moud Zakaria, kom til hjálpar
ótilkvaddur. Rétti fram líknandi
hönd en sjúkrahúsvistin varð
skammvinn, aðeins þrjár stundir.
Mr. Zakaria veitti frábæra að-
hlynningu syrgjandi örmagna
ungmennum á eigin heimili. Leit-
aði uppi ræðismann íslands, Mr.
Graham G. Hayward, í Kuala
Lumpur.
Sýndi hann þeim einnig einlæga
fórnfýsi og hjálpsemi. Öll þrjú
voru þau komin heim til Islands
tveim sólarhringum eftir atburð-
inn.
Fjölskylda hins látna biður báð-
um áðurnefndum bjargvættum,
guðs blessunar fyrir ómetanlega
hjálp.
Dugnaður og styrkur sá, sem
gefinn var hinni ungu systur
Sigga og vinkonu hennar er guðs
gjöf, sem aldrei má gleymast.
Elsku Sigga, Bjössi og systur.
Dýrmæt gjöf var ykkur gefin á
jólum. Þið varðveittuð hana af
kostgæfni í aldarfjórðung. Nú
geymir góður guð son ykkar og
bróðir um eilífð alla. Ljúfar minn-
ingar munu varðveitast í huga
ykkar og okkar sem urðum honum
samerða frá fyrstu tíð.
Siggi heldur nú áfram för sinni
um lönd eilífðarinnar, sem böðuð
eru í birtu ljóssins föður.
Við Inger og fjölskylda okkar
óskum Sigga fararheilla og þökk-
um honum samfylgdina.
Vinur minn og frændi verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl.
15, mánudaginn 18. febrúar.
Blessuð sé minning hans.
Benedikt B. Sigurðsson
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
UNNAR PJÉTURSDÓTTUR,
Sólheimum 23,
Raykjavfk,
Sérastakar þakkir til Guöjóns Lárussonar læknis og starfsfólks
gjörgæsludeildar Landakotsspitala.
Þakkarkort veröa ekki send til þeirra fjölmörgu er hafa sent okkur
samúöarkveöjur, þess i staö hefur Styrktarsjóöur St. Jósefsspitala
Landakoti veriö færð minningargjöf.
Pétur Einarsson, Kristfn Sveinsdóttir,
Guörún Einardsóttir,
Unnur Einarsdóttir, Sigurður K. Brynjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
„Margs er að minnast,
margt er hér að þakka;
guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna;
guð þerri trega-tárin stríð."
(Vald.Briem)
Elsku Sigga kveð ég nú með
miklum söknuði og sorg. í blóma
lífs síns var hann skyndilega kall-
aður á brott. Eftir stöndum við
hin, sem unnum honum svo heitt,
vanmegnug og felmtri slegin.
Hann gaf okkur svo mikið og
svo ómetanlegt. Viðmót hans var
blandið hlýju í garð vina sinna og
hann bar ávallt hag þeirra fyrir
brjósti.
Illkvittni og rógburð í garð
náungans lét hann eins og vind
um eyru þjóta. Hann var bjargið
sem byggja mátti á. Skarð hans
verður seint fyllt.
Foreldrum, systkinum og öðrum
aðstandendum votta ég mína inni-
legustu samúð.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(Vald.Briem)
Bryndís Helga
„í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni sem enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.“
(Steinn Steinarr)
Brátt rennur upp sú stund, er
við kveðjum vin okkar Sigurð
Björnsson. Hann var einn úr
hópnum okkar. Við skildum við
hann á góðri stund í september, er
hann hélt til Austurlanda. Við
bjuggumst við honum aftur um
nýárið, en hann hugðist fresta
heimkomunni fram á vor. Við
fylgdumst með ferðum hans og
ævintýrum í gegnum bréf hans.
Það var eins og hann væri alltaf
nálægur. En nú er hann horfinn.
Það verður aldrei hægt að fylia
upp í það tóm sem hann skilur nú
eftir sig. Því Siggi hafði alveg ein-
stakan persónuieika. Það var hægt
að ræða við hann um allt milli
himins og jarðar án þess að rekast
á vegg fordómanna sem títt er hjá
mörgu okkar. Hjá honum mætti
maður alltaf fullum skilningi og
trausti. Það var viss styrkur að
hafa hann til staðar. Nú er eins og
búið sé að kippa fótunum undan
stólnum og maður situr eftir án
festu. „Þá fyrst skiljum vér dauð-
ann er hann leggur hönd sína á
einhvern sem vér unnum." (De
Staél). Við vottum fjölskyldu hans
og vinum innilega samúð.
Birna og Særún