Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 68
SnfiRSTlilKTMUST
qjlið 9. OD-00.30
SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Hafnarfjörður:
Tveir ungir
bræður far-
ast í eldsvoða
TVEIR bræður, 4 ára og 8 ára,
létust í eldsvoða í Hafnarrirði í
gærmorgun. Drengirnir voru gest-
komandi hjá frændfólki.
Heimilisfaðirinn komst út úr
Bolla, bolla
BOLLUDAGUR, en svo er
nefndur mánudagurinn í föstu-
inngangi, er á morgun. Snemma
morguns þjóta börnin upp úr
rúminu og sveifla bolluvendin-
um ótæpilega, svo þau fái góm-
sætar rjómabollur að launum.
Siður þessi mun hafa borist
hingað frá frændum okkar
Dönum og Norðmönnum á sið-
ari hluta 19. aldar og hefur fyr-
ir löngu áunnið sér fastan sess
hjá þjóðinni.
Morf{unbla»ið/ÓI.K.M.
brennandi húsinu með eiginkonu
og barn sitt og fór síðan inn til
þess að freista þess að bjarga
drengjunum. Slökkviliðið kom
skömmu síðar á vettvang og leit-
uðu slökkviliðsmenn inngöngu í
brennandi húsið. Þeir fundu
drengina og heimilisföðurinn
meðvitundarlausa á efri hæð
hússins. Þeir voru umsvifalaust
fluttir í sjúkrahús. Bræðurnir
voru þá látnir, en maðurinn
komst til meðvitundar um há-
degisbilið í gær og liggur nú á
gjörgæzludeiíd Borgarspítalans.
Slökkviliðið í Hafnarfirði var
kvatt á vettvang klukkan 5.18 i
gærmorgun. Mikill eldur var
laus á neðri hæð hússins, sem er
tveggja hæða steinhús. Bræð-
urnir sváfu í herbergi á efri
hæðinni. Slökkvistarf tók um
eina klukkustund. Miklar
skemmdir urðu af völdum elds á
neðri hæðinni þar sem eldsupp-
tök voru og talsverðar skemmdir
af völdum sóts og reyks á efri
hæðinni.
Ekki er hægt að skýra frá
nöfnum drengjanna að svo
stöddu.
fW ’ ~xr
J /& Jf/ . ■ * " ■ J
t',
■€’*'
m
MorgunblaAiA/RAX.
FYRSTISNJOR ARSINSIREYKJA VIK
SNJÓRINN verður viðloðandi í
Reykjavík fram á mánudag, sam-
kvæmt upplýsingum Veðurstofunn-
ar.
Síðla föstudagskvölds byrjaði
að kyngja niður snjó í Reykjavik
og mun það vera fyrsta snjókom-
an á þessu ári á höfuðborgar-
svæðinu, að sögn lögreglunnar.
Veðurfræðingar segja, að á
morgun muni aftur hlýna og
næstu viku skiptist á skin og
skúrir, eða öllu heldur snjókoma
og hláka.
Spáin fyrir landið allt er
þokkaleg næstu daga, að sögn
fræðinganna. Suðvestan- og
vestanátt er ríkjandi á landinu
öllu og búast má við éljum á
vestanverðu landinu. Á Norður-
og Austurlandi birtir og hitastig
verður víðast hvar um frost-
mark.
Lögreglan var ánægð með
frammistöðu borgarbúa í um-
ferðinni í gær, þegar tillit er tek-
ið til æfingarleysis þeirra við
akstur í snjó. í gærmorgun urðu
þrír árekstrar og taldi lögreglan
það varla fréttnæmt miðað við
aðstæður.
Allt bendir til verk-
falls sjómanna í dag
„ÞAÐ á sér enga hliösUeðu í samn-
ingamálum að hafna tilboðum án
þess að slaka nokkuð á upphaflegum
kröfum. Það merkir bara það, að
ekki eigi að semja, það eigi að fara í
verkfall. Við getum ekki ráðið við
þann fasta ásetning sumra forystu-
manna sjómanna. Verkfall á að
skella á klukkan 18 á sunnudag.
Miðað við þessi viðbrögð sjómanna
Niðurstaða Kjaradóms í gær:
Taka verður launakerfi
BHM til endurskoðunar
KJARADÓMUR kvað í gær upp dóm í máli Bandalags háskóla-
manna hjá ríkinu og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Sam-
kvæmt honum er búinn til nýr launastigi, sem meðlimir BHM
raðast í eftir væntanlegum sérkjarasamningum. Ekki er kveðið á
í dómi Kjaradóms um beinar kauphækkanir. Neðstu launaflokk-
ar eru felldir niður og launaþrepum fjölgað og þeim breytt. Gert
er ráð fyrir að ómæld yfirvinna, sem tíðkast hefur, verði tekin inn
í kaup og hugsanlegar hækkanir síðar eftir könnun Þjóðhags-
stofnunar.
í dómi Kjaradóms segir meðal
annars: „Eftir þeim upplýsing-
um, sem liggja fyrir, verður
samt að álykta, að gildar ástæð-
ur séu til að taka launakerfi há-
skólamenntaðra ríkisstarfs-
manna manna til endurskoðun-
ar.“ 1 dómsorði viðurkennir
Kjaradómur, að meðallaun há-
skólamanna við störf annars
staðar en hjá ríkinu séu hærri.
Þá segir: „Launastigi núgildandi
samnings veítir svigrúm til að
unnt sé við röðun starfsheita í
launaflokka a ð taka tillit til
sjónarmiða sóknaraðila (BHM)
um viðmiðun við kjör háskóla
menntaðra manna annars staðar
en hjá ríkinu, sbr. það ákvæði
aðalkjarasamning s, að auka
megi við launastigann launa-
fiokkum eftir þörfum. Rétt þykir
samt að gera breytingar á launa-
stiganum, fella niður neðstu
fioícka hans sem litt eð a ekki
eru notaðir og breyta og fjölga
þrepum. Er þá um leið komið til
móts við sjónarmið sóknaraðila í
þá átt, að allar starfsaldurs-
hækkanir og fiokkatilfærslur
séu ákveðnar i aðalkjarasamn-
ingi og ákvæði þess efnis felld úr
sérkjarasamningum. Þetta veld-
ur þvi, að óhjákvæmilegt verður
að semja á ný um grunnröðun
starfsheita í launaflokka. Til að
undirstrika þetta er auðkennum
launaflokka breytt. 1 breytingu
launastigans felst hins vegar
engin ákvörðun um launahækk-
un, þó að röðun starfa í launa-
flokka kunni síðar að leiða til
leiðréttinga á kjörum eða beinna
launahækkana."
bendir allt til þess, að það komi til.
Við komum með mjög hátt tilboð, en
þeir koma ekkert i móti. Kannski er
það vegna þess, að ekki miðar neitt
hjá þeim i öðrum vígstöðvum,“
sagði Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við
Morgunblaðið.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu höfnuðu sjómenn
tilboði útvegsmanna i gær. Það
hljóðaði upp á 20% hækkun tekju-
tryggingar og 15% hækkun fastra
launa á stórum skuttogurum á
samningstímanum, 15% og 10%
við undirskrift og tæp 5% á næstu
þremur mánuðum, sem skyldi
vera út næsta ár. Ennfremur
skyldu kaupliðir taka sömu hækk-
unum á samningstímanum og
laun verkafólks í landi. Fundi hjá
sáttasemjara var því slitið um
miðnættið f gær og verður næsti
sáttafundur í deilunni klukkan 10
árdegis í dag, sunnudag. Verkfall
sjómanna hefst klukkan 18, hafi
samningar ekki náðst fyrir þann
tíma.
„Sjómenn eru ennfremur í við-
ræðum við tvo aðilja, ríkisstjórn-
ina vegna kostnaðarhlutdeildar-
innar og okkur vegna kaupliðanna
og kauptryggingarinnar. Við vit-
um því ekkert hvort samninga-
málin stöðvast vegna kröfu þeirra
á okkur eða ríkisstjórnina. Slík
staða er augljóslega mjög erfið,
við ráðum ekkert við kostnaðar-
hlotdeildina, hún ér ^ett á með
lögum,“ sagði Kristján Ragnars-
son.
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, sagði i samtali við
Morgunblaðið, að tilboð útvegs-
manna hefði ekki falið í sér nægi-
lega hækkun kauptryggingar. Sjó-
menn myndu haida sig við kröf-
una um tvöföldurn kauptryggingar
og fastra launa á stóru togurun-
Fiskveiðiflotinn stöðvast ef til verk-
falls kemur og ef það dregst á lang-
inn er hætt við að loðnuvertíðinni sé
lokið þvf komið er að hrygningu.
um, þegar sezt yrði að samninga-
borðinu á sunnudag. Hann teldi
talsverðar líkur á verkfalli, því
auk þess að þessi mál væru óíeyst,
væri enn ekki búið að ganga frá
líftryggingamálum. Þá stæði
kostnaðarhlutdeildin enn eftir, en
mikil nauðsyn væri á þvf, að fá
hana lækkaða, en viðræður um
það við ríkisstjórnina stæðu nú yf-
ir.