Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 ,w-r. 1 • Morffunblaðiö/RAX Viðræður um kjaramalin Fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, sem sitja í nefnd til undirbúnings kjaraviðræðun- um á þessu ári, hafa komið saman til funda undanfarið. I*essi mynd er tekin í skrifstofu forseta Alþýðusam- bands íslands á einum slíkum fundi. Á myndinni eru: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins, og Björn Björnsson, framkvæmdastjóri Tónlistarfélagið: Fimm tónleikar á síðari hluta vetrar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Tónlistarfélaginu: Komið er að síðari hluta starfs- vetrar Tónlistarfélagsins og með tilliti til þess, að árið 1985 er til- einkað jafnt tónlistinni sem æsk- unni, hefur Tónlistarfélagið gert sér far um að vanda dagskrá sína sem mest. Fyrstu tónleikar á síðara miss- eri verða hátíðartónleikar til minningar um Ragnar Jónsson, sem var líf og sál Tónlistarfélags- ins frá stofnun þess. Þessir tón- leikar verða 11. mars, og á þeim mun hinn heimsfrægi píanóleikari Rudolf Serkin votta hinum látna vini virðingu sína, en þeir Ragnar voru tengdir nánum vináttubönd- um í hart nær heila mannsævi. Nánar verður fjallað um þessa sérstæðu tónleika í fjölmiðlum síðar. Þriðjudaginn 2. apríl eru fyrir- hugaðir tónleikar Empire Brass Quintet frá Bandaríkjunum. Heimili Empire Brass er nánar tiltekið Boston og hinir fimm með- limir þessarar málmblásarasveit- ar eru snillingar hver á sitt hljóð- færi. Þeir hafa komið fram um all- an heim og unnið sér frábæran orðstír, sérstaklega fyrir að vera jafnvígir á alla tónlist. Til heiðurs æskunni hafa þeir fallist á að koma fram á aukatónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlið 3. apríl og munu leika tónlist, sem hefur sýnt sig að höfða sérstak- lega til æskunnar, hvar í heimi sem er. Auk þess munu þeir vænt- anlega gera upptökur fyrir sjón- varp. Flestum tónlistarunnendum mun og leika forvitni á að heyra til rússneska fiðluleikarans Vikt- oriu Mullova, sem mun koma fram í Austurbæjarbíói laugardaginn 20. apríl ásamt undirleikara sín- um Charles Abramovic. Viktoria Mullova hefur ekki einungis getið sér orð sem einn frábærasti fiðlu- leikari nútímans og sigurvegari í Tchaikovsky-keppninni í Moskvu árið 1982 einungis 24 ára gömul, Sibelius-keppninni í Helsinki 1981 og Wieniawski-keppninni í Pól- landi sama ár, heldur komst hún í heimsfréttirnar sumarið 1983 er hún gerðist pólitískur flóttamaður og flúði frá Finnlandi, þar sem hún var á tónleikaferðalagi, til Svíþjóðar á hinn ævintýralegasta hátt og leitaði hælis í bandaríska sendiráðinu í Stokkhólmi. Vikt- oria Mullova stundaði tónlistar- nám að mestu í fæðingarborg sinni, Moskvu, en er nú heimilis- föst í New York og heldur tónleika um allan heim við sívaxandi orð- stír. Flesta tónlistarunnendur mun einnig fýsa að heyra í sænska pí- anóleikaranum Dag Achatz, sem mun koma fram á vegum Tónlist- arfélagsins föstudaginn 17. maí. Dag Achatz er að vísu ekki nema hálfur Svíi, því að faðir hans var Vínarbúi að uppruna og núverandi heimilisfang hans er í Sviss. Dag Achatz hefur leikið á tónleikum í öllum helstu menningarborgum heims eins og London, New York, París, Berlín, Moskvu og oft unnið keppni eins og t.d. Rudolf Ganz- keppnina í Lausanne 1960, Barce- lona-keppnina árið 1964 og Múnchen-keppnina árið 1965. Dag Achatz hefur leikið sér að því að útsetja mörg frægustu hljómsveit- arverk tónbókmenntanna fyrir pí- anó á snilldarlegan hátt og getið sér frægðarorð fyrir að leika sér einnig að tæknilegum örðugleik- um þessara útsetninga. Má t.d. minnast á útsetningu hans á „Vor- blóti“ eftir Stravinsky og „Hnotu- brjótnum" eftir Tchaikovsky, svo eitthvað sé nefnt og hefur valdið nánast furðu í tónlistarheiminum. Seinasti gesturinn á þessu miss- eri verður Dalton Baldwin og í för með honum mezzo-sópransöng- konan Janis Taylor. Dalton Bald- win er öllum meðlimum Tónlistar- félagsins að góðu kunnur, og það hefur aldrei brugðist, að hann hafi haft hina ágætustu söngvara i för með sér. Janis Taylor er þar engin undantekning. Hún er bandarísk en þó af kanadisku bergi brotin. Tónleikar þeirra verða laugardag- inn 25. maí. Orðstír Janis Taylor hefur farið hratt vaxandi og í apr- ílmánuði mun hún koma fram í Carnegie Hall í New York. Þar verða fluttar 5 óperur eftir Hánd- el, hver á fætur annarri, í tilefni Handelársins, og mikið til flutn- ings vandað. í hverri óperu verður stórstjarna í aðalhlutverki, en þær eru: Joan Sutherland, Marilyn Horne, Tatyana Troyanos, Kath- leen Battle og Janis Taylor. Hér á landi mun Janis Taylor m.a. syngja lagaflokkinn „Les nuits d’été" eftir Berlioz og lög eftir Respighi, Debussy og Mahler. Um langt skeið hefur Tónlistar- félagið verið nánast lokað félag og nær ógjörningur fyrir aðra en áskriftarmeðlimi að fá miða á tónleika þess. Það er þó stefna fé- lagsins að reyna að ná til sem flestra og bæta við nýjum áskrift- armeðlimum í samræmi við þá hreyfingu sem verður á áskriftum frá ári til árs. Upplýsingar um möguleika á að gerast áskriftarmeðlimur eru gefnar á skrifstofu Tónlistarfé- lagsins. (KróíUtilky nninj».) Lögreglan stöðvaði „Bjérsamlagið“ LÖGREGLUMENN lögðu á fostu- dag löghald á tæki, efni og búnað hjá fyrirtækinu „Bjórsamlaginu” við Ármúla í Reykjavík. Er talið af hálfu embættis lögreglustjórans í Reykja- vík, að forráðamenn fyrirtækisins hafí gerst brotlegir við ákvæði áfengisiaga. Forstjóri „Ámunnar", sem rekin er í sama húsi, Guttormur Ein- arsson, kveðst engin lög hafa brot- ið og ekki haft annað undir hönd- um en efni og varning, sem fá megi í vínsölum ríkisins og öðrum almennum verslunum. Hann segir að þremur dögum áður en „Bjór- samlagið" tók til starfa hafi emb- ætti lögreglustjóra fengið allar upplýsingar um væntanlega starf- semi og þess óskað, að látið yrði vita tímanlega ef embættið sæi einhverja meinbugi á starfsem- inni. Hækkandi gengi dollars breikkar enn bilið á salt- fiskmörkuðum SÍHÆKKANDI gengi Bandaríkjadollars gagnvart Evrópugjaldmiðlum fjórða árið í röð hefur valdið íslenzkum saltfiskframleiðendum veru- legum erfiðleikum. Samkeppni þeirra við nágrannaþjóðirnar verður sífellt erfiðari vegna þessarar þróunar og hafa framleiðendur hér orðið að taka á sig stóran hluta af dollarshækkuninni eins og hún hefur orðið á hverjum tíma. Saltfiskur er nær eingöngu fluttur út til Evrópulanda. Dagbjartur Einarsson, stjórn- gengi dollarsins. Fyrir áramótin, arformaður Sölusambands ís- þegar gengið var frá fiskverði, lenzkra fiskframleiðenda, sagði í Var talið að afkoma í söltun og samtali við Morgunblaðið, að frystingu hefði verið mjög svip- þessi þróun markaði baráttuna á uð, en áframhaldandi hækkun saltfiskmörkuðunum verulega. dollars síðustu vikurnar hefur „Sem dæmi um hækkunina má veikt stöðu saltfisksins og af- nefna, að frá marz 1981 hefur koma við söltun smáfisks hefur líran fallið um 110% gagnvart verið sérstaklega erfið. dollar, pesetinn um 125% og Inneign saltfiskframleiðenda í escudos um 240%, en yfirgnæf- Verðjöfnunarsjóði er uppurin og andi hluti framleiðslu okkar fer þv| ekki lengur mögulegt, eins og til Ítalíu, Spánar og Portúgal," síðustu ár, að bæta hag fram- sagði Dagbjartur. leiðenda með greiðslum úr „Til samanburðar má geta sjóðnum. Við þetta bætast svo þess, að frá því í marz 1981 hefur aðrir erfiðleikar, sem framleið- norska krónan fallið um 80% endur búa við; samdráttur í veið- gagnvart dollar og sú danska um Um, langvinnur hallarekstur i 90%. Af þessum sökum verður útgerð og síðast en ekki sízt sölu samkeppni við Dani, Færeyinga og greiðslutregða í skreiðar- og Norðmenn, sem selja í dönsk- viðskiptum. um og norskum krónum, sífellt Til að draga úr áhrifum þess- erfiðari með hækkandi gengi arar óheillavænlegu þróunar dollarsins. Til þess að treysta hefur verið lögð áherzla á verk- samkeppnisaðstöðuna í þessu Un tandurfisks, sem hefur skilað gengisróti hefur söluverð á ís- ágætri afkomu. Sömuleiðis legg- lenzkum saltfiski verið tengt við , ur SÍF áherzlu á hraðar afskip- SDR (sérstök dráttarréttindi) anir, því með styttri geymslu- siðustu tvö til þrjú ár, en það tíma verður rýrnun minni og þýðir í grófum dráttum að fram- vaxtakostnaður lægri en ella. leiðendur hér heima taka á sig Mjög litlar birgðir voru af salt- um helming af dollarahækkun- físki í landinu um síðustu ára- inni eins og hún verður á hverj- mót og afskipanir það, sem af er um tíma. þessu, hafa gengið vel og má Það er því augljóst að afkoma segja að framleiðslunni hafi ver- saltfiskframleiðenda versnar ið afskipaö eftir hendinni," sagöi hlutfallslega með hækkandi Dagbjartur Einarsson. VcrShatkkun LISÍ / Evröpumynium Sti/fa&rL dctmi: je.rÍheekkun Á þessu stílfærða dæmi um hækkun dollars gagnvart ýmsum Evrópu- gjaldmiðlum má sjá, hver þróunin hefur verið undanfarin ár. Vegna hennar hefur verð á saltfiski héðan sífellt hækkað í gjaldmiðli þeirra landa, sem við seljum til og er hækkunin mun meiri gagnvart SI)R, scm Islendingar nota sem viðmiðun við söluna, en gagnvart norsku og dönsku krónunum. Þetta á mikinn þátt í því að veikja samkeppnisað- stöðu okkar gagnvart Norðmönnum, Dönum og Færeyingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.