Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 54
Stjórn Imbrudaga: Birgir Bárðarson, Ragnheiður Thorsteinsson og Unnur Leikhópur Fjölbrautaskólans í Garðab«. Flestir leikarar og leikstjóri. Magnúsdóttir. Imbrudagar í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ Þegar skammdegið víkur fyrir hækkandi sól og skap manna tek- ur að léttast blómstrar að sjálf- sögðu öll félagsstarfsemi. Félags- líf í skólum er þar engin undan- tekning og hafa margir fram- haldsskólar tekið upp á því að til- einka félagslífi nokkra daga af þessari síðari önn vetrar. Hefð- bundin kennsla leggst þá niður og nemendafélögum er gert að semja einhvers konar dagsskrá með jafnt skemmti-og fræðsluefni. f Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ hefur tíðkast að halda svokall- aða menningarviku, sem hlaut nafnið Imbrudagar í fyrra. Eru þeir haldnir í þeirri viku er ösku- dag ber upp á samkvæmt fornri hefð, auk þess sem árshátíð skól- ans er haldin daginn áður. Imbrudagar voru í fyrnsku fjög- ur föstutímabil, en hefjast í FG mánudaginn 18. febrúar næstkom- andi og lýkur laugardagskvöld 23. febrúar með hápunkti dagskrár- innar, leikritinu „Nakinn maður og annar í kjólfötum" eftir Dario F’o. Imbrudagar hétu upphaflega á latínu ieiunia quattuor temporum en í timanna rás drógust seinni orðin tvö saman og mynduðu quatember. Orðið barst svo til Englands en Englendingar gerðu sér lítið fyrir og felldu framan af orðinu svo eft- ir stóð ember. Þegar ferð þessa orðs lauk svo á fslandsi hafði það tekið sér myndina imbra. í elstu lögbók fslendinga, Grá- gás, má sjá ákvæði í kristinna laga þætti hinum forna, um að hver bóndi gefi fátækum í sínum hreppi tvær máltíðir hjóna sinna, sem skyldug voru að fasta á Imbrudögum. Þessar gjafir áttu að vera gefandanum til sáluhjálp- ar, enda kölluðust Imbrudagar oft sálu- eða sæludagar, en það er ein- mitt nafn, sem skólar hafa gefið hliðstæðum vikum eða dögum sín- um. En fasta þá nemendur FG í þessari viku? Unnur Magnúsdótt- ir, formaður stjórnarinnar, sem skipuleggur Imbrudaga, sagði að svo væri nú ekki. „Við höldum þessa hátíð einu sinni á ári og ekki með því að fasta heldur lífga upp tilveru nemenda og kennara skól- ans, svo og alira bæjarbúa því að allir eru velkomnir. Auk Unnar skipa Birgir Bárð- arson og Ragnheiður Thorsteins- son skipulagsstjórn. Þau sögðu að vinnan við undirbúning hefði auð- vitað verið mikil, en af henni hefði einnig hlotist mikil ánægja. „Það er fyrst núna, þegar nær dregur vikunni, sem taugarnar eru farnar að titra," sagði Ragnheiður. Birgir bætti því við, að ekki væri álagið minnst á sér, eina karlmanninum í nefndinni og því mætti segja að hann væri „alltaf milli tveggja elda". Á Imbrudögum má vonandi finna efni við allra hæfi, því þrátt fyrir að kennsla leggist niður er mætingarskylda á daginn," sagði Unnur og lýsti þvi næst dag- skránni. Dagurinn hefst með svokölluð- um þemaverkefnum. Eru þá skipulagðir starfshópar sem vinna sjálfstætt eða með leiðsögn að vissu þema. Hægt er að velja úr ýmsum mismunand hópum og skulu hér fáeinir nefndir, svo sem sendiráðshópur, sem kynnir sér starfsemi sendiráða hér á landi, hannyrðahópur, spilahópur, heimsmetahópur, sem ætlar sér að slá met, tölvuhópur, myndbanda- hópur og síðast en ekki síst hópur, sem hefur það göfuga markmið að leiðarljósi að hætta að reykja. Eftir hádegi hefst svo skemmti- og fræðsludagskráin sem er öllum bæjarbúum opin. Á mánudaginn verða Imbrudag- ar settir af forseta Nemendafélags Fjölbrautaskólans i Garðabæ, Skarphéðni Gunnarssyni og svo ávarpar formaður Imbrudaga- stjórnar samkomuna. Að því loknu verður boðið upp á kaffi og veitingar, áður en tískusýning á vegum nemenda fer fram. Klukk- an 15:00 flytur svo Jón Torfi fyrir- lestur um tölvur. í gagnfræðaskólanum í Garða- bæ er stór og íburðarmikil félags- aðstaða. Hún kallast Garðalundur og fá Imbrudagar lundinn lánaðan til tónleikahalds mánudagskvöld- ið. „Aðgangseyri er stillt mjög í hóf, aðeins 100 krónur og hljóm- sveitin Grafík spilar. Það er annað tveggja atriða, sem við verðum að krefja áheyrendurm um aðgangs- eyri, en miðinn mun aðeins kosta 50 krónur á miðvikudaginn þegar Egill Ólafsson heimsækir okkur í Fjölbrautaskólann," sagði Ragn- heiður. Víst er að af nógu er að taka vilji menn notfæra sér þau einstöku tilboð sem Fjölbrauta- nemendur gera. Árshátíð skólans er á þriðjudeginum. Hún fer fram með hefðbundnum hætti, þema- hóparnir starfa að morgni og kennarar hefja svo dagskrána eft- ir hádegi með skemmtiatriði. Því næst er hæfileikakeppni og lofar Imbrudagastjórn að í ár verði vegleg verðlaun veitt þeim sem sigrar, að mati óbrigðullar dómefndar. Til að ljúka skemmti- dagskránni er ræðukeppni sem málfundafélagið Rökréttur stend- ur fyrir. Rökræða þar tvö lið úr skólanum um réttmæti heiman- munds, en þess ber að geta í leið- inni að Fjölbrautaskólinn i Garða- bæ hefur einmitt aflað sér frægð- ar fyrir mælskusnilli, þó ekki hafi honum tekist sem best í mælsku- og rökræðueinvígi framhaldsskól- anna í ár. Um kvöldið verður borðhald í skólanum og klukkan 22:00 hefst dansleikur i veitingahúsinu óðali við Austurvöll. Hann stendur fram á rauða nótt, en þjakaðar sálir fá að sofa (út næsta dag) því það er öskudagur. En ekki er sömu raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins veröur starfræktur dagana 7.—23. mars nk. sem kvöld og helgarskóli Skólinn skiptist i tvo hluta. Allir nemendurnir taka þátt i fyrri hlutanum og veröur þar fariö yfir vitt sviö stjórnmála- og félagsmála, t.d. fyririestrar um efnahagsmál, sveitarstjórnarmál, utanrikis- og öryggis- mál og ennfremur veröur kennt ræöumennska og greinarskrif. Siðari hluti skiptist i fjögur sviö. Verkalýös- og atvinnumál, efnahagsmál, utanrikismál og mennta- og menningarmál. Nánari uppl. fást á skrif- stofu fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna i Reykjavik i Sjálfstæöishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1 eöa i sima 82900. Grindavík Aöalfundur sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar í Festi litla sal kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjulega aðalfundastörf 2. Kosning fulltrúa á landsfund 3. Bæjarmálefni. 4. Önnur mál. Stjórnin. heldur opinn fund um skólamál. Opinn tundur um skótamál veröur haldinn i Kirkjulundi mánudagin 25. febrúar nk. kl. 20.30. Menntamálaráöherra frú Ragnhildur Helgadóttir veröur sérstakur gestur fundarins og mun hún svara fyrirspurnum: Dagskrá: 1. Ávarp formanns: Kristrúnu Helgadóttur. 2. Framsöguerindi: Ragnhildur Helgadóttir. Jónina Guömundsdóttir og Ingólfur Halldórsson. Kaffihlé. 3. Fyrirspurnir og umræöur. Fundarstjóri veröur: Ellert Eiríksson. Allir sem áhuga hafa á skólamálum eru velkomnir. Fólagskonur fjölmenniö og takiö með ykkur gesti. Stjórnin. Kópavogur - Kópavogur Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi veröur þriöjudaginn 19. febrúar kl. 21.00 í S;álfstæöishúsinu, Hamraborg 1. Mosfellssveit Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Mosfellinga veröur haldinn fimmtudag- inn 21. febrúar nk. kl. 20.30 í Hlégaröi. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Friörik Sophusson alþingismaöur mætir á fundinn, ræöir stjórn- málaviöhorfin og svarar fyrirspurnum ásamt Salome Þorkelsdóttur alþingismanni. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö á fundinn. Stjórnin Borgarnes - Mýrasýsla Sjálfstasöisfélag Mýrasýslu boöar til fundar aö Hótel Borgarnesl (efri sal) mánudaginn 18. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Avörp þingmanna Sjáffstæöisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Frlöjóns Þóröarsonar og Valdimars Indriöasonar. Orkumál: Birgir Isleifur Gunnarsson. formaöur stórlöjunefndar, hefur framsögu. Á eftir verða almennar umræöur. Allir velkomnír. Stjórnin. Austur-Skaftfellingar Sunnudaginn 17. þ.m. kl. 20.30 heldur Sjálf- stæðisfélag A-Skaftfellinga félagsvist í Sjálf- stæðishúsinu. Allir velkomnir. Stjórnin. Nefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.