Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRUAR 1985 Leiklistarnemar á fjölunum í Iðnó Jónsmessunótt frumsýndur í Iðnó á laugardag „En þannig mun ég vaxa og visna, herra, heldur en farga mínum meyjar-rétti á vald þess manns, sem mér hrís hugur rið að leggi mér á hjarta óbært ok.“ Það er meistari Shakespeare sem leggur þessi orö í munn einnar sögupersónu sinnar, Hermíu sem neitar aö giftast mannsefni því er faöir hennar hafði valið fyrir hennar hönd, Demetríusi, en vill hins- vegar ganga að eiga Lýsander. Þetta er upphaf mikillar flækju eins og gengur og inn í ástarævintýrið fléttast önnur ævintýr. Mörg hundruð ára gömul speki Shakespeares flýgur ura sal Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó þessa dagana, enda styttist í frumsýningu á Draum á Jónsmessu- nótt, frumsýning verður nú í vikunni, þann 23. Það er líf og fjör á æfingu er við alltaf verið mikil umræða um leik- hús í fjölskyldunni. Ég var svo í leiklistarstússi í menntaskólan- um, en lék þó lítið. Eftir stúdents- próf fór ég til Danmerkur og var þar á leiklistarnámskeiðum. Kennararnir höfðu lært af Grot- owsky-leikhúsinu, en í því er lögð mikil áhersla á líkamiega þjálfun og raddþjálfun. Eftir námskeiðið í Danmörku var ég eiginlega hætt- ur við að verða leikari, því mér fannst fólk eitthvað svo uppstillt og leiðinlegt innan leikhússheims- ins! Ég gat þó ekki slitið mig frá þessu, var alltaf eitthvað að stússa í leiklistinni, vann m.a. við kvik- myndina Sóley, og eftir það tók ég þá ákvörðun að sækja um í Leik- listarskólanum. Það árið voru ekki teknir inn nýir nemendur og fór ég þá m.a. á þriggja og hálfsmán- aða námskeið í Bandaríkjunum. Námskeiðið var fyrir „coliege students seriously interested in theater". Þetta var alhliða nám í leiklistinni, kennt allt frá bún- ingateiknun til leikstjórnar, og að námskeiðinu loknu áttu nemendur litum þar inn í vikunni, flestir leikaranna komnir í viðeigandi búninga, litríka og ævintýralega, á veggjum meðfram áhorfendabekkjunum hef- ur verið komið upp rauðum dreglum og eitt og eitt tré stingur upp kollinum á víð og dreif um salinn. Nokkrir áhorfendur eru viðstaddir æfinguna, flest starfsfólk Leikfélagsins og virðist þetta gamla leikrit enn geta kitlað hláturtaugarnar, en þar leggja þeir Stefán Baldursson leikstjóri og Grétar Reynisson sem sér um leikmynd og búninga sinn skerf til verksins. Það vekur athygli okkar að meðal leikenda eru nokkur ný andlit, í Ijós kemur að hér er fjórði bekkur Leiklistarskólans á ferð. Leiklistarnemar á fjórða ári hafa fram að þessu verið með sjálfstæðar sýningar í Lindarbæ, en þetta er í fyrsta sinn sem leiklist- arncmar taka þátt í sýningu atvinnuleikhúss. Leiklistarnemarnir eni átta talsins og við ákváðum að kynna þau lesendum blaðsins. að geta gert sér grein fyrir hvort þeir vildu gera leiklistina að ævistarfi eða ekki.“ — Hvað finnst þér vera mest heillandi við leiklistina? „Leikarar upplifa svo margt, það má segja að þeir „lifi“ lífi þess fólks sem þeir eru að túlka, kynn- ast lífsháttum á ýmsum tímum. Þegar við byrjuðum að æfa Drauminn á Jónsmessunótt, byrj- uðum við t.d. á skemmtilegri for- vinnu, kynntum okkur 16. öldina." Þór leikur Bokka í Draumnum. „Þetta er skemmtilegur gaman- leikur, eins og farsar í dag, ástar- flækja og ævintýradraumur." — Ertu nokkuð farinn að spá fram í tímann? „Nei, ég lít ekki á mig sem full- skapaðan leikara eftir útskrift úr skólanum. Ég legg áherslu á mik- ilvægi þess að vaxa hægt, ég væri ánægður með að vera orðinn góður leikari eftir 5—10 ár. Það er mikil gróska í leiklistinni núna, og ýms- ir möguleikar, það er líka mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð og mætti gjarnan gefa leiklistar- Var eiginlega hættur við að verða leikari Þór H. Tulinius er 25 ára. Hann er fæddur í Reykjavík, en hefur búið víða um heim, „fór ársgamall til Færeyja, við bjuggum 5 ár í Banda- ríkjunum, 5 ár í Frakkiandi, og eitt ár í Þýskalandi. Pabbi er læknir og var bæði við nám og störf erlendis. Hingað til lands komum við þegar ég var 8 ára og var ég þá í eitt og hálft ár í Alftamýrarskólanum, en við fluttum ekki heim fyrir fullt og allt fyrr en ég var orðinn 15 ára.“ — Hvernig kemur leiklistin inn í lífshlaupið? „Fjölskylda mín hefur alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, móð- urafi minn var Brynjólfur Jó- hannesson leikari, og það hefur nemum meiri tækifæri til að kynnast því sviði.“ Leikhúsið er heillandi heimur Rósa Þórsdóttir leikur Helenu fögru. „Ég er 26 ára, fædd í Reykja- vík en flutti til Hafnarfjarðar 11 ára gömul og hef búið þar síðan. Ég var í Kvennaskólanum og fór svo í Flensborg í eitt og hálft ár en hætti 18 ára gömul þegar ég tók þá ákvörð- un að verða leikkona. Ég stóð þó ekkert við þá ákvörðun í nokkur ár, en fór í Leiklistarskóla Helga Skúla- sonar.“ — Hvers vegna varð leiklistin fyrir valinu? „Ætli ég hafi ekki verið að láta gamlan draum rætast. Ég vann við skrifstofustörf í nokkur ár, eftir að ég tók þessa ákvörðun, og Kósa Þórsdóttir var jafnframt í Leiklistarskóla Helga Skúlasonar, og dreif mig svo loksins í inntökuprófið '81.“ — Hvað er mest heillandi við leiklistina? „Leiklistinni fylgja oft skemmtileg rannsóknarstörf, við þurfum að setja okkur inn i mis- munandi tímabil sögunnar, lífs- hætti og tilfinningar fólks á ólík- um tímum. Leikhúsið er heillandi heimur, ætli leikarar hafi ekki einhverja þörf til að skapa og búa til, og þeir hafa möguleika á að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn." — Hvernig tilfinning er það að vera komin á fjalirnar í Iðnó? „Það er lærdómsríkt að vinna með nýju fólki. Það getur verið einhæft að vinna alltaf með sama fólkinu." — Hvað með framtíðina? „Það er gaman að útskrifast núna, það er svo mikið að gerast í leiklistinni, í dag eru miklu fleiri möguleikar og leikhúslífið er miklu opnara en það var þegar við byrjuðum í skólanum, þá voru at- vinnutækifæri svo til eingöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.