Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 59 niður í 17,4% af kostnaði staðal- íbúðar 1982. Þetta var uppskeran á húsnæðisakrinum þegar formað- ur Alþýðubandalagsins eða hug- sjón sósíalismans hafði „gert sitt gagn“. Færri frumlán, lægra lánahlut- fall af byggingarkostnaði, lóða- skortur í Reykjavík á árum vinstri meirihluta og skattastefna rikis og borgar á þessum árum vóru hemlar á framtak fólks. Afleiðing- in varð einfaldlega sú að framboð íbúðarhúsnæðis fullnægði hvergi nærri eftirspurn á næstliðnum ár- um. Þessi neikvæða þróun sprengdi upp íbúðaverð, bæði í sölu og leigu, og þitnaði verst á þeim er sízt skyldi. ar fer þó betur á því að tjá sig í verkum en orðum. Stjórnarliðar mega eiga það að þeir hafa hækkað lánahlutfall húsnæðislána á ný, úr 15—20% í 30—40%. Lán til 2ja—4ra manna fjölskyldu er nú kr. 685 þúsund krónur. Fyrirgreiðslan við hina verst settu skuldara, þá sem harð- ast hafa orðið út í verðtrygg- ingarviðmiðun lánanna, er hins- vegar enn í orðum. Megi verkin tala — og taka af tvímæli. Breytilegur lífsstíll Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt höfuðáherzlu á þá stefnu í húsnæðismálum að gera öllum kleift að eignast eigið húsnæði; að skapa þjóðfélagsleg skilyrði í þá veru. Kjörorð hans: eign handa öllum er vegvísir í þessu efni. Talsmenn flokksins tala um að samhæfa húsnæðislánakerfið, lif- eyrissjóði og banka, þann veg, að þessir aðilar láni samtals allt að 80% af byggingarkostnaði fyrstu eignaríbúðar, og sé þá miðað við staðalíbúð af hóflegri stærð. Lánatími 20 til 40 ár. Þessu marki segjast þeir vilja ná í áföngum á fáum árum. Önnur eignarform íbúðarhú- snæðis eiga þó, að mati flokksins, að njóta jafnræðis í hvívetna gagnvart lánafyrirgreiðslu. Ekk- ert er eðlilegra en leiguhúsnæði í eigu einstaklinga, samtaka eða sveitarfélaga sé til staðar fyrir þá, sem heldur kjósa leiguhúsnæði en eignarhúsnæði, og vilja verja fjár- munum sínum til annarrar áttar en húsnæðis (Reykjavíkurborg á nú um 900 leiguíbúðir). Slíkt leiguhúsnæði á þó ekki að njóta forréttinda gagnvart lánsfjár- fyrirgreiðslu. En hver og einn á að ráða eigin lífsstíl innan ramma eðlilegra samfélagslaga. Það er oft talað um mannrétt- indi og þau skilgreind á ýmsa vegu. Rétturinn til náms, atvinnu og húsnæðis vega mjög þungt í lífi hverrar manneskju, við hlið frels- is til skoðana og tjáningar. Þjóðfé- lag, sem hefur þessi atriði í sæmi- legu lagi, er á réttri braut. Verðtrygging lána Verðtrygging var tekin upp í húsnæðislánum á miðju ári 1979. Tryggingin fylgir lánskjaravísi- tölu en ekki kaupgjaldsvísitölu, sem komið hefði betur út fyrir skuldara. Afleiðing þessa hefur orðið sú að fjöldi einstaklinga, sem byggt hefur eigið húsnæði eftir 1979, hefur lent í kröggum. Innlendur sparnaðar, sem verð- bólgan hefur nánast barið niður allar götur síðan 1971, er alltof lít- ill frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þess vegna er þjóðarbúskapur okkar svo háður erlendu láns- fjármagni, sem kostnaðarsöm raun ber vitni um. Takmarkaður innlendur sparnaður er nær allur í lífeyrissjóðum launafólks eða á al- mennum sparireikningum ýmiss konar. Útlán peningakerfisins eru hinsvegar að meginhluta hjá at- vinnurekstrinum. Það vóru því fyrst og fremst hagsmunir al- mennings að takmarkaður inn- lendur sparnaður, þar á meðal eig- enda geymds ellilífeyris hjá lífeyr- issjóðum, eyddist ekki í verðbólgu, heldur skilaði eðlilegri ávöxtun. Það er hinsvegar sjónarmið stjórnvalda, eftir ummælum stjórnarliða að dæma, að óhjá- kvæmilegt sé að hyggja að vanda þeirra húsbyggjenda næstliðin misseri, sem verst eru staddir skuldalega. Hér sem annars stað- Viðskipta- fræðingur Viðskiptafræðingur, 29 ára, óskar eftir starfi. í boði er: Mikiil áhugi ásamt starfsreynslu á sviöi fjármála, bókhalds, tölvuvinnslu og stjórnunar. Óskað er eftir: Líflegu, krefjandi og vel launuöu starfi. Tilboö skilist til auglýsingadeildar Morgun- blaösins merkt: „V — 2411“ fyrir 23. febrúar. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu og eykur öryggi ykkar i umferðinni. Athugiö aö láta endurryðverja bifreiöina á 18 mánaöa fresti. 6 ARA RYÐVARNAR ÁBYRGÐ BILARYÐVORNhf Skeifunni 17 a 81390 ■■ * » 0 0 m mmj ASIUILAdIU SÍM/22140 Harry og sonur Vistaskipti tvw men vy«h rwthlng In cornmon ...they're lcither ond *on. PAUL NB/VMAN ROBBY BENSON Þeir eru tveir sem ekkert eiga sameiginlegt. ...Þeir eru feðgar. Úrvalsmynd framleidd og leikstýrt af Paul Newman. Þetta er mynd sem þú ættir að sját Aöal- hlutverk: Paul Newman og Joanne Woodward. Sýnd kl. 5 og 9.15. DAN AYKROYD EDDIE MURPHY They’re not just getting rich . They're getting even. SrHiK.‘ ht> funm IhisÍik*ss. Grinmynd ársins með frábærum grínurum. „Vistaskipti er drepfyndin bíómynd. Eddie Murphy er svo fyndinn aö þú endar örugglega með magapínu og verk í kjálkaliðunum.“ E.H., DV 29/1 1985 *** LEIKSTJÓRI: John Landis, sá hinn sami og leikstýröi ANIMAL HOUSE. Sýnd kl. 3 og 7. ITENTE] HÚSGAGNAHJÓL - VAGNHJÓL Eigumjafnan fyrtrliggjandi mikið úrval hjóla undir húsgögn ogvagna, hvers konar, hceói til heimilis- og iðnaðarnota. Einnig getum við út- vegað með stuttum fyrirvara hjól til sérhcefðra nota, svo sem til efna- iðnaðar o.fl. Stcerzta sérverzlun landsins með vagnhjól. fiekking FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.