Morgunblaðið - 17.02.1985, Síða 59

Morgunblaðið - 17.02.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 59 niður í 17,4% af kostnaði staðal- íbúðar 1982. Þetta var uppskeran á húsnæðisakrinum þegar formað- ur Alþýðubandalagsins eða hug- sjón sósíalismans hafði „gert sitt gagn“. Færri frumlán, lægra lánahlut- fall af byggingarkostnaði, lóða- skortur í Reykjavík á árum vinstri meirihluta og skattastefna rikis og borgar á þessum árum vóru hemlar á framtak fólks. Afleiðing- in varð einfaldlega sú að framboð íbúðarhúsnæðis fullnægði hvergi nærri eftirspurn á næstliðnum ár- um. Þessi neikvæða þróun sprengdi upp íbúðaverð, bæði í sölu og leigu, og þitnaði verst á þeim er sízt skyldi. ar fer þó betur á því að tjá sig í verkum en orðum. Stjórnarliðar mega eiga það að þeir hafa hækkað lánahlutfall húsnæðislána á ný, úr 15—20% í 30—40%. Lán til 2ja—4ra manna fjölskyldu er nú kr. 685 þúsund krónur. Fyrirgreiðslan við hina verst settu skuldara, þá sem harð- ast hafa orðið út í verðtrygg- ingarviðmiðun lánanna, er hins- vegar enn í orðum. Megi verkin tala — og taka af tvímæli. Breytilegur lífsstíll Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt höfuðáherzlu á þá stefnu í húsnæðismálum að gera öllum kleift að eignast eigið húsnæði; að skapa þjóðfélagsleg skilyrði í þá veru. Kjörorð hans: eign handa öllum er vegvísir í þessu efni. Talsmenn flokksins tala um að samhæfa húsnæðislánakerfið, lif- eyrissjóði og banka, þann veg, að þessir aðilar láni samtals allt að 80% af byggingarkostnaði fyrstu eignaríbúðar, og sé þá miðað við staðalíbúð af hóflegri stærð. Lánatími 20 til 40 ár. Þessu marki segjast þeir vilja ná í áföngum á fáum árum. Önnur eignarform íbúðarhú- snæðis eiga þó, að mati flokksins, að njóta jafnræðis í hvívetna gagnvart lánafyrirgreiðslu. Ekk- ert er eðlilegra en leiguhúsnæði í eigu einstaklinga, samtaka eða sveitarfélaga sé til staðar fyrir þá, sem heldur kjósa leiguhúsnæði en eignarhúsnæði, og vilja verja fjár- munum sínum til annarrar áttar en húsnæðis (Reykjavíkurborg á nú um 900 leiguíbúðir). Slíkt leiguhúsnæði á þó ekki að njóta forréttinda gagnvart lánsfjár- fyrirgreiðslu. En hver og einn á að ráða eigin lífsstíl innan ramma eðlilegra samfélagslaga. Það er oft talað um mannrétt- indi og þau skilgreind á ýmsa vegu. Rétturinn til náms, atvinnu og húsnæðis vega mjög þungt í lífi hverrar manneskju, við hlið frels- is til skoðana og tjáningar. Þjóðfé- lag, sem hefur þessi atriði í sæmi- legu lagi, er á réttri braut. Verðtrygging lána Verðtrygging var tekin upp í húsnæðislánum á miðju ári 1979. Tryggingin fylgir lánskjaravísi- tölu en ekki kaupgjaldsvísitölu, sem komið hefði betur út fyrir skuldara. Afleiðing þessa hefur orðið sú að fjöldi einstaklinga, sem byggt hefur eigið húsnæði eftir 1979, hefur lent í kröggum. Innlendur sparnaðar, sem verð- bólgan hefur nánast barið niður allar götur síðan 1971, er alltof lít- ill frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þess vegna er þjóðarbúskapur okkar svo háður erlendu láns- fjármagni, sem kostnaðarsöm raun ber vitni um. Takmarkaður innlendur sparnaður er nær allur í lífeyrissjóðum launafólks eða á al- mennum sparireikningum ýmiss konar. Útlán peningakerfisins eru hinsvegar að meginhluta hjá at- vinnurekstrinum. Það vóru því fyrst og fremst hagsmunir al- mennings að takmarkaður inn- lendur sparnaður, þar á meðal eig- enda geymds ellilífeyris hjá lífeyr- issjóðum, eyddist ekki í verðbólgu, heldur skilaði eðlilegri ávöxtun. Það er hinsvegar sjónarmið stjórnvalda, eftir ummælum stjórnarliða að dæma, að óhjá- kvæmilegt sé að hyggja að vanda þeirra húsbyggjenda næstliðin misseri, sem verst eru staddir skuldalega. Hér sem annars stað- Viðskipta- fræðingur Viðskiptafræðingur, 29 ára, óskar eftir starfi. í boði er: Mikiil áhugi ásamt starfsreynslu á sviöi fjármála, bókhalds, tölvuvinnslu og stjórnunar. Óskað er eftir: Líflegu, krefjandi og vel launuöu starfi. Tilboö skilist til auglýsingadeildar Morgun- blaösins merkt: „V — 2411“ fyrir 23. febrúar. Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu og eykur öryggi ykkar i umferðinni. Athugiö aö láta endurryðverja bifreiöina á 18 mánaöa fresti. 6 ARA RYÐVARNAR ÁBYRGÐ BILARYÐVORNhf Skeifunni 17 a 81390 ■■ * » 0 0 m mmj ASIUILAdIU SÍM/22140 Harry og sonur Vistaskipti tvw men vy«h rwthlng In cornmon ...they're lcither ond *on. PAUL NB/VMAN ROBBY BENSON Þeir eru tveir sem ekkert eiga sameiginlegt. ...Þeir eru feðgar. Úrvalsmynd framleidd og leikstýrt af Paul Newman. Þetta er mynd sem þú ættir að sját Aöal- hlutverk: Paul Newman og Joanne Woodward. Sýnd kl. 5 og 9.15. DAN AYKROYD EDDIE MURPHY They’re not just getting rich . They're getting even. SrHiK.‘ ht> funm IhisÍik*ss. Grinmynd ársins með frábærum grínurum. „Vistaskipti er drepfyndin bíómynd. Eddie Murphy er svo fyndinn aö þú endar örugglega með magapínu og verk í kjálkaliðunum.“ E.H., DV 29/1 1985 *** LEIKSTJÓRI: John Landis, sá hinn sami og leikstýröi ANIMAL HOUSE. Sýnd kl. 3 og 7. ITENTE] HÚSGAGNAHJÓL - VAGNHJÓL Eigumjafnan fyrtrliggjandi mikið úrval hjóla undir húsgögn ogvagna, hvers konar, hceói til heimilis- og iðnaðarnota. Einnig getum við út- vegað með stuttum fyrirvara hjól til sérhcefðra nota, svo sem til efna- iðnaðar o.fl. Stcerzta sérverzlun landsins með vagnhjól. fiekking FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.